Morgunblaðið - 05.09.2013, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2013
Bandalag kvenna í Reykjavík af-
henti nýlega styrki úr Starfsmennt-
unarsjóði ungra kvenna í sextánda
sinn frá stofnun sjóðsins árið 1995.
Alls var úthlutað 20 styrkjum fyrir
skólaárið 2013-2014 úr starfs-
menntunarsjóðnum að heildar-
upphæð rúmlega 2,2 milljónir
króna.
Tilgangur sjóðsins er að hvetja
og styðja við bakið á konum, sem
ekki eiga kost á námslánum, til að
afla sér aukinnar menntunar. Í
gegnum tíðina hafa styrkþegar
einkum verið ungar einstæðar
mæður, sem einhverra hluta vegna
hafa þurft að hætta námi á sínum
tíma.
Frá upphafi hefur verið úthlutað
139 styrkjum úr sjóðnum að fjár-
hæð samtals 15,8 milljónir króna.
Styrkveiting Ingibjörg Rafnar Péturs-
dóttir, formaður BKR, afhenti styrkina.
Bandalag kvenna
styrkir 20 konur
Málþing til heið-
urs Gerði G. Ósk-
arsdóttur sjö-
tugri verður
haldið á föstudag
undir yfirskrift-
inni Skóli á nýrri
öld. Málþingið er
haldið í samstarfi
skóla- og frí-
stundasviðs
Reykjavíkur-
borgar og Rannsóknarstofu um þró-
un skólastarfs og hefst það kl. 15.30
í Skriðu, fyrirlestrarsal Mennta-
vísindasviðs HÍ við Háteigsveg.
Gerður hefur verið leiðandi á
sviði skólamála hér á landi í marga
áratugi og komið við á öllum skóla-
stigum frá leikskóla og upp í há-
skóla.
Málþing til heiðurs
Gerði Óskarsdóttur
Gerður G.
Óskarsdóttir
Hjóladagur í Breiðholti verður
haldinn á laugardaginn, 7. sept-
ember. Íbúasamtökin Betra Breið-
holt standa fyrir viðburðinum.
Dagskráin hefst við Breiðholts-
laug kl. 10 og verður ókeypis í sund
milli kl. 10 og 12. Kl. 12 verður far-
ið í hjólaferð frá Breiðholtslaug
áleiðis í Seljahverfi, umhverfis það
og endað í Mjódd. Kl. 13 hefst þar
dagskrá þar sem ýmislegt verður á
boðstólum.
Hjóladagur í Breið-
holti á laugardag
STUTT
Jóhann Óli Hilmarsson
Stokkseyri
Hinn 1. september átti Jóhann Hallur
Jónsson tvítugsstarfsafmæli hjá Org-
elsmiðju Björgvins Tómassonar. Af
því tilefni var slegið í köku og kveikt á
afmæliskertum í morgunkaffinu og
átti fréttaritari Morgunblaðsins þar
leið um.
Björgvin hóf störf sem orgelsmiður
á Íslandi árið 1986, eftir átta ára dvöl
við nám og störf í Þýskalandi, en
hann er eini menntaði orgelsmiður
landsins. Árið 1988 smíðaði hann sitt
fyrsta orgel en við þrjú fyrstu hljóð-
færin vann með honum vinur hans og
samstarfsmaður frá Þýskalandi, Pet-
er Fuchs.
Björgvin söng með kór Hallgríms-
kirkju og fyrir hvítasunnu árið 1993
var verið að smíða prédikunarstól
fyrir kirkjuna. Þar var að verki Jó-
hann Hallur húsgagnasmiður. Björg-
vin dáðist svo að handbragði Jóhanns
að hann bauð honum starf við orgel-
smíðar, enda var hann þá einn að
störfum á verkstæði sínu. Jóhann tók
heldur fálega í þá málaleitan, enda var
hávært orgel kirkjunnar að gera út af
við hann við prédikunarstólssmíðina.
Sagði upp hjá Söginni
Hann kom þó í heimsókn á verk-
stæðið, sem þá var til húsa á Blika-
stöðum í Mosfellssveit, og kynnti sér
starfsemina. Nokkrum dögum síðar
mætti hann aftur, var þá búinn að
segja upp störfum hjá Söginni og var
tilbúinn að hefja orgelsmíðar hinn 1.
september. Síðan hafa þeir félagar
starfað saman en eitt af fyrstu verk-
um Jóhanns var að smíða hið glæsi-
lega orgel Digraneskirkju í Kópavogi.
Í því verki liggja eftir hann um 2.000
klst. í vinnu.
Þegar Björgvin flutti orgelverk-
stæðið frá Blikastöðum austur í
Hólmarastarhúsið, eða gamla frysti-
húsið á Stokkseyri, árið 2005, fluttu
þeir félagar báðir austur. Þar bættist
þriðji maðurinn í hópinn, Guðmundur
Gestur Þórisson smiður. Þeir hafa
síðan starfað saman þrír og synir
Björgvins stundum hlaupið undir
bagga þegar mikið liggur við.
Eftir hrun dró heldur úr eftirspurn
eftir kirkjuorgelum og hafa þeir fé-
lagar, Jóhann og Guðmundur, því
orðið að taka að sér smíðaverkefni ut-
an verkstæðisins. Þeir eru listasmiðir
eins og fréttaritari hefur áþreifanlega
komist að raun um, þar sem þeir end-
urbyggðu nærri 100 ára gamalt hús
hans á Stokkseyri. Þeir vilja þó sinna
sínu starfi sem mest og hneykslast
Jóhann á að orgelnefnd þjóðkirkj-
unnar skuli ekki hafa sýnt starfsemi
þessarar einu orgelsmiðju landsins
viðhlítandi virðingu og það sé sárt að
sjá á eftir verkefnum til útlanda sem
þeir geta sinnt hér. Síðasta verk
þeirra félaga var orgel í Vídalíns-
kirkju í Garðabæ, en engin stórverk-
efni eru framundan.
Smíðar fallegustu orgelin
Jóhann Hallur hefur stundað orgelsmíðar í 20 ár
Sjá á eftir verkefnum frá þjóðkirkjunni til útlanda
Morgunblaðið/Jóhann Óli
Orgelsmiðir Haldið upp á 20 ára starfsafmæli Jóhanns Halls, t.h. Með honum er Guðmundur Gestur Þórisson.
í yfir 50 fallegum litum
Þönglabakka 4, sími 571-2288, www.gauja.is
VINSÆLA
ARWETTA CLASSIC
GARNIÐ
Skráning hafin
á hekl- og
prjónanámskeið
SJÓN ER SÖGU RÍKARI!