Morgunblaðið - 05.09.2013, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2013
Listakonan Sossa verður með sýn-
ingu á tveimur stöðum á Ljósanótt í
sínum heimabæ. Um samsýningu er
að ræða með færeysku listakonunni
Birgit Kirke, en þær sýndu saman í
Þórshöfn í vor. Þriðja samsýning
þeirra er svo fyrirhuguð í Grinda-
vík næsta vor en samstarfsverkefni
þeirra er styrkt af Menningarsjóði
Suðurnesja.
Með listakonunum á ferð verða
tónlistarmennirnir Gunnar Þórðar-
son og Stanley Samuelsen, sem er
vel þekktur í Færeyjum. Að sögn
Sossu kynntust þeir á vinnustofu
hennar í Kaupmannahöfn á menn-
ingarnótt þar í borg fyrir tveimur
árum og hafa verið í sambandi síð-
an. Sýningarnar og tónlistarflutn-
ingurinn verða bæði í bíósal Duus-
húsa og á vinnustofu Sossu við
Mánagötu 1 í Reykjanesbæ. Fyrst
koma Gunnar og Samuelsen fram í
Duushúsi við opnun Ljósanætur í
kvöld, aftur á laugardag og verða
einnig á vinnustofu Sossu.
Samstarf Listakonurnar Sossa og Birgit Kirke verða með samsýningu á
Ljósanótt um helgina. Gunni Þórðar og Stanley Samuelsen flytja tónlist.
Sossa og Kirke
saman á Ljósanótt
Gunnar Þórðar með Samuelsen
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Sundlaugagestir í Reykjavík hafa
ekki farið varhluta af framkvæmdum
við laugar borgarinnar undanfarin
ár. Þær eru enn í gangi en þó á loka-
snúningi.
Það var vorið 2011 sem Reykjavík-
urborg ákvað að setja um milljarð í
endurbætur á sundlaugum borgar-
innar og samkvæmt áætlun á verk-
inu að ljúka á næsta ári.
Kristján Ástráðsson verkefnis-
stjóri framkvæmdanna segir að það
hilli undir lok þeirra. Mest hafi verið
gert við Laugardalslaugina og þar sé
allt á lokastigi, 95% vinnunnar sé
lokið.
„Það er nokkuð eftir við Vestur-
bæjarlaugina. Þar er verið að vinna
að stórum heitum potti sem verður
væntanlega tilbúinn fyrir jól. Svo
verða framkvæmdir á búnings-
klefum hafnar í næsta mánuði, það
verður byrjað á kvennaklefanum,“
segir Kristján.
Þá er verið að endurnýja eimbað í
Breiðholtslauginni og býst Kristján
við að þeirri vinnu ljúki í október.
„Þetta er allt saman á áætlun,
bæði verkáætlun og fjárhagsáætlun.
Það má samt segja að við höfum
heldur verið á eftir með búningsklefa
í Vesturbæjarlauginni.“
Mistök hjá verktaka
Gúmmítartan var sett á gönguleið-
ir Laugardalslaugarinnar. Kristján
segir það hafa virkað vel fyrir utan
smákafla í kringum steinpottana og
vaðlaugina þar sem urðu mistök hjá
verktakanum við að setja það á. Það
hafi losnað upp og nú sé verið að bíða
eftir þurrum dögum til að setja nýtt
á. Skipta þurfti alveg um gúmmítart-
anið á vaðlauginni en það virtist ekki
þola núninginn og heita vatnið.
„Framkvæmdirnar hafa annars
gengið vel og undantekning ef
óánægjuraddir heyrast. Menn eru
mjög ánægðir með að verið sé að
taka laugarnar í gegn,“ segir Krist-
ján.
Framkvæmdum lýkur brátt
Sundlaugar borgarinnar lagfærðar
Mest eftir við Vesturbæjarlaugina
Morgunblaðið/Golli
Vesturbæjarlaug Þar er nú unnið við að gera stóran heitan pott sem verður væntanlega tilbúinn fyrir jól.
HÁDEGISMATUR
Í FYRIRTÆKI OG
STOFNANIR
VINSÆLT - HEILSUBAKKAR
Heilsubakkar eru réttir sem samanstanda af léttu fæði
Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar 555-1810, 565-1810 · Fax: 565-2367 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Fjölbreyttur matseðill
og valréttir alla daga
Við sendum hádegismat
í bökkum og kantínum
til fyrirtækja og stofnana
alla daga ársins.
Boðið er upp á sjö valrétti á virkum dögum:
Tvo aðalrétti, þrjá aukarétti, heilsurétt og ávaxtabakka.
Aðalréttirnir eru breytilegir frá degi til dags.
Matseðill og nánari upplýsingar á veislulist.is
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum
(Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum.
Er á Facebook
Kvef eða
flensa?
Ég er asma- og ofnæmissjúklingur og viðkvæm
fyrir kvefi, hálsbólgu, eyrnabólgum og ennis-
og kinnholusýkingum. Mér finnst tinktúran
Sólhattur og hvönn svínvirka fyrir mig og það
skemmir ekki hversu einfalt er að nota hana.
– Inga Harðardóttir
www.annarosa.is
Tinktúran Sólhattur og hvönn er talin styrkja
ónæmiskerfið. Hún hefur m.a. reynst afar vel
gegn kvefi, hálsbólgu, flensu, hósta og ennis- og
kinnholusýkingum ásamt því að örva blóðflæði.