Morgunblaðið - 05.09.2013, Side 21

Morgunblaðið - 05.09.2013, Side 21
Morgunblaðið/Kristinn Grænt og glæst Simbahöllin er nú fagurgræn að lit og vestfirska kvöldsólin leikur blítt við bárujárnið. baka bæði brauð og kökur og leitast við að nota hráefni af svæðinu eins og kostur er. Er gott að búa á Þingeyri? „Já, það finnst mér. Hér er rými og það er eins og það sé meiri tími hérna en annars staðar. Okkur finnst líka gott að geta alið dóttur okkar upp hérna. Svo er stutt í allt og náttúran er ynd- isleg. En við erum ung og það koma tímar að okkur finnst einum of ró- legt hérna á veturna.“ Spurð um nafn hússins, Simbahöllin, segir Janne að þau hjónin eigi ekki heið- urinn af þeirri nafngift. Húsið hafi lengi gengið undir því nafni því Sig- mundur Jónsson, kaupmaðurinn, sem rak verslun í húsinu, var kall- aður Simbi og húsið ýmist kallað Sigmundarhús eða Simbahöllin. „Okkur fannst Sigmundarhús svolít- ið eins og safn, þannig að við ákváðum að halda okkur við Simba- höllina. Það er gaman að leyfa þessu nafni að lifa.“ Ljósmynd/Simbahöllin Belgískt bakkelsi Simbahöllin hefur getið sér frægðarorð fyrir vöfflur. Rabarbarasulta hússins smellpassar með og rjóminn setur punktinn yfir i-ið. kemur frá innlendri fóðurverk- smiðju og er að mestu leyti loðnu- mjöl eða síld. Silungurinn er sagður vera í sláturstærð þegar hann er þrjú til fjögur kíló og það tekur fiskinn eitt og hálft til tvö ár að ná þeirri þyngd. Brynjar segir búist við að um 700 tonnum af eldisfiski verði slátrað í byrjun janúar. „Fiskur- inn er unninn og heilfrystur á Flateyri. Í fyrra var hann að mestu leyti seldur í laxavinnslu í Póllandi, þar sem hann var m.a. reyktur.“ Hjá Dýrfiski ríkir bjartsýni og til stendur að auka framleiðsl- una. „Við erum að auka við eldi á regnbogasilungi og bættum ný- verið við 200.000 seiðum og sett- um út 160 metra kví til viðbótar þeim tíu sem voru fyrir, en þar eru um 440.000 fiskar,“ segir Brynjar. „Núna erum við með leyfi fyrir 2.000 tonna framleiðslu og 2.000 tonn til viðbótar eru í umsóknarferli.“Morgunblaðið/Kristinn Frumkvöðull í hönnun glerja Umgjarðir og gler á lægra verði Nokkur hundruð umgjarðir á kostnaðarverði • Margskipt gleraugu 39.900 kr. um- gjörð og gler. • Frönsku Anateo verðlaunaglerin á 48.900 kr. umgjörð og gler. • Verðlaunaglampavörn frá BBGR, NEVA MAX, 150% harðari, sleipari og þægilegri í umgengni á 8.000 kr. • NEVA+ milli glampavörn á 5.000 kr. SJÓNARHÓLL Frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á Íslandi Reykjavíkurvegur 22 | S. 565 5970 | sjonarholl.is HERRAGLERAUGU Í MIKLU ÚRVALI – á verði fyrir alla Við höfum lækkað gleraugna verðið „Menn telja fyrirsjáanlegt að endurbyggja húsið alveg frá grunni. Máttarviðir þess eru þó heilir svo þetta er framkvæm- anlegt,“ segir Þingeyringurinn Sigurður G. Guðjónsson lög- maður. Vilji hans er að reisa úr öskustó húsið Brekkugötu 5, æskuheimili Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Húsið er 80 fermetrar að flatarmáli, byggt árið 1903 og í áratugi áttu þar heima Ólafur R. Hjartar og Sigríður Egils- dóttir, móðurforeldrar forseta lýðveldisins. Ólafur Ragnar yngri er fæddur á Ísafirði þar sem foreldrar hans, Grímur Kristgeirsson og Svanhildur Hjartar, bjuggu. Vegna veik- inda móður sinnarvar Ólafur Ragnar mikið hjá ömmu sinni og afa - og gjarnan hefur kom- ið fram í máli hans hve rætur hans á Þingeyri séu sterkar. Ólafur Ragnar hinn eldri og Sigríður fluttust á brott um 1970 og síðan þá hafa ýmsir átt húsið og búið þar, síðast fiskverkafólk frá Portúgal. Fyrir tveimur árum skemmdist húsið í elds- voða og er ekki íbúðar- hæft. Í kjöl- far brunans leysti Ísa- fjarðarbær húsið til sín. „Við Daníel Jakobsson, bæjarstjóri Ísafjarðar- bæjar, höfum rætt saman og það er hljómgrunnur fyrir því húsið verði selt,“ segir Sig- urður sem hefur lengi verið einn af helstu bakhjörlum og bandamönnum forsetans. Auk heldur eru þeir Ólafur Ragnar skyldir og segir Sigurður þá sammála um að húsið ætti að endurgera og sýna sóma. sbs@mbl.is Ólafur Ragnar Grímsson er frá Þingeyri Morgunblaðið/Kristinn Brekkugata 5 Í þessu húsi ólst forseti Íslands að hluta til upp. Ólafur Ragnar Grímsson Æskuhús í öskustó  Næsti viðkomustaður 100 daga hringferðar Morg- unblaðsins er Ísafjörður. Á morgun Að sögn Janne hafði húsið staðið autt í 10- 15 ár áður en þau Wouter keyptu það og hófu að gera það upp. Það er timburhús, svokallað sveiserhús eða katalóghús flutt inn frá Noregi árið 1915 af Sigmundi Jóns- syni kaupmanni sem pantaði húsið úr pöntunarlista. Sigmundur rak verslun í húsinu í 61 ár, hann flutti fyrsta fólksbílinn til Þingeyrar, og var sá kallaður Drossían, og rak ferjubát í Dýrafirði. Autt í mörg ár HÚSIÐ VAR PANTAÐ ÚR PÖNTUNARLISTA Útsýni Úr gluggum Simbahallar- innar er falleg sýn út á sjó. Einn elsti versl- unarstaðurinn á Vestfjörðum Þingeyri er þéttbýliskjarni með um 260 íbúum og stendur við sunnanverðan Dýrafjörð. Byggð hóf að myndast á Þingeyri á síðari hluta 18. aldar og eru atvinnuvegir einkum sjávarút- vegur og þjónusta. Samgöngur við önnur sveitarfélög á Vestfjörðum hafa batnað til muna með tilkomu brúar yfir Dýrafjörð og jarðganga undir Breiðadalsheiði. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2013

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.