Morgunblaðið - 05.09.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.09.2013, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2013 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Vladímír Pútín, forseti Rússlands, varaði í gær vestræn ríki við því að hefja hernað í Sýrlandi án samþykk- is öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna en sagði að Rússar útilokuðu ekki stuðning við slíka íhlutun ef sannað yrði með óyggjandi hætti að ein- ræðisstjórnin í Damaskus hefði beit eigurgasi gegn eigin þjóð. Pútín sagði í viðtali við fréttaveit- una Associated Press að Rússar teldu það „öldungis fáránlegt“ að ganga út frá því að stjórnarherinn í Sýrlandi hefði beitt bönnuðum efna- vopnum nú þegar herinn hefði náð yfirhöndinni í stríðinu og umkringt „svokallaða uppreisnarmenn“ á nokkrum svæðum í Sýrlandi. „Í Bandaríkjunum eru sérfræðingar sem telja að gögnin, sem stjórnin hefur lagt fram, virðist ekki vera sannfærandi og þeir útiloka ekki þann möguleika að andstæðingar Sýrlandsstjórnar hafi gripið til ögr- andi aðgerða af ásettu ráði til að reyna að gefa stuðningsmönnum sín- um tylliástæðu til íhlutunar.“ Pútín áréttaði kröfu sína um að Bandaríkjastjórn hæfi ekki hernað í Sýrlandi án samþykkis öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Rússar geta beitt neitunarvaldi í ráðinu og hafa hingað til notað það til að hindra refsiaðgerðir gegn stjórninni í Sýr- landi. Pútín kvaðst þó ekki útiloka stuðning Rússa við hernaðaríhlutun í öryggisráðinu ef lögð yrðu fram gögn sem sönnuðu með „augljósum hætti og án nokkurs vafa“ að stjórnarherinn hefði beitt bönnuðum efnavopnum og einnig hvers konar vopnum hefði verið beitt. Vopnasérfræðingar á vegum Sam- einuðu þjóðanna hafa tekið sýni frá stöðum í Sýrlandi þar sem sagt er að efnavopnum hafi verið beitt. Sér- fræðingarnir hafa þó aðeins umboð til að rannsaka hvort efnavopnum var beitt, ekki að gera út um það hverjir beittu vopnunum. Fá ekki eldflaugabúnað Pútín sagði í viðtalinu að Rússar hefðu sent hernum í Sýrlandi nokkra hluta gagnflaugakerfisins S-300 en stöðvað frekari flutninga á eld- flaugabúnaði til landsins. Hann bætti hins vegar við að Rússar kynnu að senda slík vopn „til ákveð- inna heimshluta“ ef árásir yrðu gerðar á Sýrland án samþykkis ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Að sögn The Wall Street Journal má líta á þetta sem hótun um að Rússar myndu sjá klerkastjórninni í Íran fyrir S-300 gagnflaugum. Rússar ákváðu fyrir nokkrum árum að hætta við að senda Írönum slík vopn vegna harðrar andstöðu Bandaríkja- manna og Ísraela. Þingnefnd samþykkir drög að heimild til hernaðar Barack Obama, forseti Bandaríkj- anna, sagði á blaðamannafundi í Sví- þjóð í gær að hann vonaðist til þess að Pútín breytti afstöðu sinni til stjórnarinnar í Sýrlandi og féllist á hernaðaríhlutun í landinu. Tog- streita milli stjórnvalda í Bandaríkj- unum og Rússlandi vegna banda- ríska uppljóstrarans Edwards Snowdens varð til þess að Obama hætti við að eiga fund með Pútín í Moskvu fyrir leiðtogafund G20- ríkjanna sem hefst í Pétursborg í dag. Obama ákvað þess í stað að fara til Svíþjóðar og átti þar meðal ann- ars fund með Fredrik Reinfeldt, for- sætisráðherra Svíþjóðar, og tók þátt í vinnukvöldverði með forsætisráð- herrum Norðurlandanna, m.a. Sig- mundi Davíð Gunnlaugssyni. Obama sagði á blaðamannafundi með Reinfeldt að hann teldi að bandaríska þingið myndi samþykkja beiðni hans um að samþykkja hern- aðaríhlutun í Sýrlandi. Gert er ráð fyrir því að beiðnin verði borin undir atkvæði á þinginu eftir að það kemur saman á ný eftir sumarhlé á mánu- daginn kemur. Utanríkismálanefnd öldunga- deildar Bandaríkjaþings samþykkti í fyrradag drög að ályktun þar sem lýst er yfir stuðningi við „takmark- aða og sérhannaða“ íhlutun Banda- ríkjahers í Sýrlandi. Í drögunum er tekið fram að ekki verði beitt land- hernaði og heimildin til íhlutunarinn- ar gildi í 60 daga en þingið geti fram- lengt hana í 30 daga til viðbótar. Mikil andstaða er þó enn við slíka íhlutun meðal þingmanna og al- mennings í Bandaríkjunum. Sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun The Washington Post eru 59% Banda- ríkjamanna andvíg hernaðaríhlutun Bandaríkjahers í Sýrlandi. Meiri- hluti demókrata og repúblikana og tveir þriðju óflokksbundinna kjós- enda eru á móti íhlutun. Hafnar íhlutun án órækra sannana AFP Heimsókn Fredrik Reinfeldt (t.v.) og Barack Obama með sérfræðingum í orkumálum í bókasafni tækniháskóla í Stokkhólmi.  Pútín krefst óyggjandi sönnunar fyrir efnavopnaárásum 250 km Sýrlenskir flóttamenn Heimild: UNHCR Meira en tvær milljónir manna hafa flúið frá Sýrlandi til grannríkjanna, að sögn Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna Fjöldi skráðra flóttamanna samkvæmt upplýsingum hjálparstofnunarinnar Damaskus TYRKLAND ÍRAK Að meðtaltali flýja 5.000 á dag JÓRDANÍA LÍBANON EGYPTALAND = 1.000 = 10.000 = 100.000 716.000 110.000 460.000 168.000 515.000 Fordæma gasárásir » Fredrik Reinfeldt, forsætis- ráðherra Svía, sagði á blaða- mannafundi með Barack Obama að sænska stjórnin for- dæmdi eiturgassárásir í Sýr- landi sem væru skýlaust brot á alþjóðasáttmálum. » „Við Reinfeldt erum sam- mála um að alþjóðasamfélagið geti ekki setið þegjandi hjá frammi fyrir slíkri villi- mennsku,“ sagði Obama. Norðmenn eru klofnir í afstöðunni til þess hvort hefja eigi olíuvinnslu á hafsvæðum við Lofoten, Vesterål- en og Senja í Norður-Noregi. Sam- kvæmt skoðanakönnun BT og Aftenposten styðja 39% Norðmanna olíuvinnslu þar en 41% er andvígt. Einn af hverjum fimm aðspurðra hefur ekki tekið afstöðu í deilunni um olíuvinnslu á hafsvæðunum og hún er orðin að einu af helstu deilu- málunum fyrir þingkosningarnar í Noregi á mánudaginn kemur. Kjósendur Verkamannaflokksins skiptast í tvo nánast jafna hópa í deilunni en þorri stuðningsmanna annarra flokka styður afstöðu flokka sinna í málinu. Á hafsvæðunum eru fengsæl fiskimið og mikilvæg hrygningar- svæði og norsku sjómannasamtökin hafa lagst gegn olíuvinnslunni vegna hættu á olíuslysum. Ståle Ditlefsen, starfsmaður í olíuiðnaði og sjómaður í Myre í Øksnes, segir í samtali við Aftenposten að of mikið hafi verið gert úr hættunni á olíu- slysum og Norður-Noregur þurfi á aukinni atvinnu að halda. Annar viðmælandi kvaðst hins vegar telja að leggja ætti áherslu á að efla sjávarútveginn á svæðinu. AFP Hætta á olíuslysum? Höfnin á eyjunni Skrova í Lofoten. Fiskveiðar og ferðaþjónusta eru mikilvægar atvinnugreinar í eyjaklasanum. Klofnir í afstöðunni til olíuvinnslu Laugavegi 29 • sími 552 4320 Opið virka daga frá 9-18 og laugardaga frá 10-16 ynja.is• www.brynja.is • brynja@br Eldiviðaröxi - Verð 19.745 kr. Lykilverslun við Laugaveg síðan 1919 Áratuga þekking og reynsla Útivistaröxi Verð 13.420 kr. Lítil öxi Verð 13.360 kr. FYRIR KRÖFUHARÐA Skátaöxi Verð 16.900 kr. Smiðsöxi Verð 18.600 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.