Morgunblaðið - 05.09.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.09.2013, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2013 AFP Sex ára kínverskur piltur, Guo Bin, sem var blindaður í hrottalegri árás, er hér á sjúkrahúsi í Shanxi-héraði í norðurhluta Kína. Talið er að frænka piltsins hafi framið ódæðið og stungið augun úr honum, að sögn lögregl- unnar. Hermt er að blóð úr drengnum hafi fundist á fatn- aði frænkunnar. Konan fyrirfór sér sex dögum eftir að ráðist var á drenginn í síðasta mánuði. Foreldrar hans fundu hann alblóðugan úti á götu eftir árásina. Augun fundust á staðnum en að sögn kínverskra fjölmiðla hafði hornhimna þeirra verið fjarlægð og þykir það benda til þess að líffæraþjófar hafi staðið fyrir árásinni. Augnlæknir í Hong Kong hefur boðist til að veita pilt- inum ókeypis læknisaðstoð og setja í hann rafeindaaugu sem geti gert honum kleift að greina ljós og skugga og hugsanlega orðið til þess að hann fái 20-40% sjónarinnar aftur eftir um það bil tíu ár. Talið er að frænka hafi blindað piltinn Veitingahúsið Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is • www.perlan.is Nýr 4ra rétt a seðill og A la Carte í P erlunni Stefán Elí Stefánsson yfirmatreiðslumaður ÞORSKUR ÁTVOVEGU með tómat- maís salsa, laukspírum , svörtum o lívum og gr aslaukssósu . Cod on tw o ways wi th tomato - corn sal sa, black olives and chive sau ce HUMAR SÚPA rjómalö guð, me ð Madei ra og gr illuðum humarh ölum Cream of lobster wi th grilled lobster ta ils FISKUR DAGSIN S ferskast i fiskuri nn hver ju sinni útfærðu r af mat reiðslum önnum Perlunn ar Catch of t he day a l a chef eða/or LAMBAH RYGGUR með sm ælki, rau ðrófum, gulrófum og rósm arinsósu . Fillet of la mb with b aby potat oes, red b eet, beet a nd rosma rin-sauce HVÍTSÚ KKULAÐ I MÚS með sky rfroðu, f erskjum , garðbló ðbergi, o g bláber jasorbet . White cho colate mo usse with peaches, thyme an d blueber ry sorbet Gjafabréf Perlunnar Góð gjöf við öll tækifæri Jóhannes Gunnarsson yfirframleiðslumaður Stærsti vind- myllugarður Danmerkur var opnaður með við- höfn í gær milli Djursland á Jót- landi og eyj- unnar Anholt í Kattegat. Orkan frá vindmyllu- garðinum er þó dýr því verðið á rafmagninu frá honum er fjórum sinnum hærra en lægsta verðið og tvisvar sinnum hærra en verðið á rafmagni frá öðr- um vindmyllugarði sem var áður sá stærsti í Danmörku, að sögn Berl- ingske. Danska þingið samþykkti árið 2008 að reisa 111 risavindmyllur við Anholt með samanlagða fram- leiðslugetu upp á 400 megavött til að framleiða rafmagn fyrir um 400.000 dönsk heimili. Fram- kvæmdirnar voru liður í því að draga úr útblæstri Dana á gróður- húsalofttegundum. Framkvæmdirnar voru svo viða- miklar og tímaáætlunin svo knöpp að aðeins eitt fyrirtæki bauð í verk- ið þegar það var boðið út. Vind- myllugarðurinn kostaði rúma 10 milljarða danskra króna, jafnvirði 215 milljarða íslenskra. Fréttavefur danska ríkisútvarps- ins hefur eftir Martin Lidegaard, loftslags- og orkumálaráðherra Danmerkur, að stjórnin ætli að beita sér fyrir því að næstu vind- myllugarðar verði ódýrari. „Við höfum lært mikið af útboðinu,“ sagði hann og bætti við að m.a. yrði kappkostað að tryggja samkeppni í næsta útboði. DANMÖRK Stærsti vindmyllu- garðurinn dýr Fangelsisyfir- völd í Bandaríkj- unum hafa stað- fest að Ariel Castro, sem rændi, pyntaði og nauðgaði þremur konum í um áratug á heimili sínu í Cleveland, hafi fyrirfarið sér, en hann fannst látinn í klefa sínum í fangelsi í Ohio í fyrrinótt. Talsmaður fangelsismálastofn- unar Ohio sagði að ekki léki vafi á því að fanginn hefði fyrirfarið sér með því að hengja sig. Fangelsis- yfirvöld segja að Castro hafi verið einn í klefa en fangavörður litið inn til hans á hálftíma fresti. Talsmaður fangelsismálastofn- unarinnar vildi ekki veita nánari upplýsingar um dauða Castros en sagði að réttarmeinafræðingur hefði skoðað líkið og von væri á frekari upplýsingum innan skamms. Castro var dæmdur í lífstíðar- fangelsi fyrir brot sín en hann samdi við saksóknara um að játa sig sekan gegn því að ekki yrði far- ið fram á dauðarefsingu. Castro var fundinn sekur um að hafa rænt Michelle Knigth, Amöndu Berry og Ginu DeJesus þegar þær voru 20, 16 og 14 ára og haldið þeim föngn- um. Við réttarhöldinn sagðist Knight ánægð með samkomulag Castros og saksóknarans og sagði að dauði hefði verið kvalara hennar léttbærari. „Ég eyddi ellefu árum í helvíti og nú er þitt helvíti rétt að byrja,“ sagði hún við Castro. BANDARÍKIN Castro fyrirfór sér í fangaklefanum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.