Morgunblaðið - 05.09.2013, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 05.09.2013, Qupperneq 25
25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2013 Kapp Sumum krökkum við Álftanesskóla lá meira á en öðrum í gær þegar þau voru við setningu alþjóðlega átaks- ins Göngum í skólann. Markmið átaksins er að hvetja nemendur og foreldra til að ganga eða hjóla til og frá skóla. Golli Fyrir rétt um mán- uði síðan hófust ein- hverjar umdeildustu gatnaframkvæmdir sem Reykvíkingar hafa orðið vitni að í tíð núverandi borgar- stjórnarmeirihluta. Í kjölfar þess að Hofs- vallagata, sem liggur við hjarta Vesturbæj- arins, var máluð í fjöl- skrúðugum litum og þrengd með furðulegum umferð- areyjum og fuglakofum, spruttu upp mikil mótmæli af hálfu borg- arbúa. Stór hluti þeirra íbúa sem búa við götuna setti nafn sitt við undirskriftasöfnun þar sem þess- um óskiljanlegu gatnafram- kvæmdum var andmælt og í kjöl- farið var haldinn fjölmennur íbúafundur þar sem fulltrúar skipulagsyfirvalda hjá borginni ræddu framkvæmdirnar við íbúa Vesturbæjar. Þar kom fram, líkt og áður, að ábyrgðin á þessu átján milljón króna klúðri lægi ekki hjá kjörnum fulltrúum Reykjavíkinga heldur hjá embættismönnum á um- hverfis- og skipulagssviði borg- arinnar. Þessi útskýring borgaryfirvalda vekur upp spurningar um vald- og fjárheimildir ókjörinna embættis- manna borgarinnar. Getur það verið að óbreyttir embættismenn hafi heimild til þess að reiða fram átján milljónir úr sjóðum borgar- innar án þess að leita eftir sam- þykki yfirmanna viðkomandi sviðs – nú eða borgarstjóra? Vandséð er að millistjórnendur á einkamarkaði kæmust upp með slíkt. Þá skýtur þessi fjáraustur óneitanlega skökku við í ljósi þess að á síðustu árum hafa borgaryfirvöld skorið grunnþjónustu í úthverfum borg- arinnar niður við nögl en nýlegt dæmi um slíkan niðurskurð er skólasund í Graf- arholti og Úlfarsárdal sem útvistað hefur verið til Mosfells- bæjar. Jafnframt hafa borgaryfirvöld á síð- ustu árum ítrekað borið fyrir sig fjár- magnsskorti í tengslum við slæma umhirðu í hverfum borgarinnar. Nú þegar borgar- starfmenn eru búnir að spúla burt litríku breytingarnar á Hofsvallagötu með háþrýstidæl- um og fyrrnefndar átján milljónir því endanlega farnar í súginn er því rétt að spyrja hvort sá emb- ættismaður sem þessa ákvörðun tók verði ekki dreginn til ábyrgð- ar. Það hlýtur að teljast eðlileg krafa af hálfu borgarbúa að ókjör- inn embættismaður, sem sóar átján milljónum af skattfé til einskis, hljóti að minnsta kosti áminningu fyrir afglöp í starfi. Þar að auki eiga borgarbúar skilið að fá útskýringu á því hvernig svona afglöp gátu átt sér stað, hvaða fjárheimildir ókjörnir embættis- menn borgarinnar hafa og hvort þær verði ekki örugglega takmark- aðar í ljósi atburða síðustu vikna. Eða er þetta kannski allt saman eitt sjónarspil vinstri meirihlutans í borginni til að firra sig ábyrgð? Eftir Skúla Hansen »Er þetta kannski allt saman eitt sjónarspil vinstri meirihlutans í borg- inni til að firra sig ábyrgð? Skúli Hansen Höfundur er framkvæmdastjóri Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík. Ábyrgð embættismanna Eftir tveggja ára- tuga stöðugan nið- urskurð og samein- ingar spítalanna í Reykjavík stendur Landspítali ekki und- ir nafni. Veikustu sjúklingar landsins þurfa á sérþekkingu og færni mjög sér- hæfðra lækna að halda og Landspítali á að skapa aðstöðu til slíkra lækn- inga, tryggja mönnun og stöðuga endurnýjun lækningatækja. Kennsla og þjálfun ungs fólks og þekkingaröflun byggist á því að þessir hlutir séu í lagi. En nú eru aðstæður verri en þegar ég var læknanemi fyrir rúmum 30 árum. Læknar og Landspítali Nýleg starfsmannakönnun og upplausn lyflækningasviðs sannar, að ungir læknar vilja ekki nema og starfa á Landspítala. Nýir sér- fræðingar, menntaðir erlendis, eru tregir til heimkomu. Ungir sér- fræðingar hverfa aftur til sér- námslandsins vegna bágra kjara og aðstöðuleysis. Fjöldi eldri sér- fræðinga hefur minnkað starfs- hlutfall sitt og horfið í hlutastarf annars staðar, jafnvel erlendis þar sem boðin eru betri kjör og minni ábyrgð við afleysingar. Allt vegna álags, lélegra kjara og lélegrar að- stöðu í alþjóðlegum samanburði. Það tók langan tíma að byggja upp Sinfóníuhljómsveit Íslands. Bið ég lesandann að ímynda sér sinfóníusveit án blásara eða með fjórum fiðlum og einni trommu. Þar yrði ekki samhljómur. Kennsluspítali bygg- ist líka á samspili fjöl- margra, afar sér- hæfðra og langmenntaðra lækna, sem finnast ekki á hverju strái. Opni menn augun liggur beint við að bregðast við vandanum og end- urreisa sjúkrahúsið. En nú eru góð ráð dýr því ríkissjóður, þ.e. almenn- ingur, þarf að greiða árlega tæp- lega þrefaldan rekstrarkostnað Landspítala í vexti vegna fjár- málahrunsins 2008. Sérmenntaðir íslenskir læknar hafa starfað á góðum há- skólastofnunum víða um heim og njóta þeirrar sérstöðu að vera eft- irsóttur starfskraftur víða um lönd. Brotthvarf eins eða tveggja úr fámennum sérgreinum, t.d. krabbameinslækningum, er áfall komi enginn í staðinn. Þeir sem eftir sitja brenna út vegna álags. Þótt ljóst sé að raunveruleg kjara- bót á Íslandi byggist á aukinni framleiðni samfélagsins og minnk- aðri vaxtabyrði ríkissjóðs verður að tryggja að kjör lækna séu í svipuðum ramma og í hinum nor- rænu löndunum. Svo er ekki í dag og þetta þurfa ráðamenn að horf- ast í augu við. En aðstæðurnar þurfa líka að batna. Það kemur allt með kalda vatninu Er kaldavatnsveita var lögð í Reykjavík fyrir rúmum 100 árum var ýmsum þörfum framkvæmdum frestað og sagt „það kemur allt með kalda vatninu“. Nauðsynleg endurnýjun og framþróun tækja- búnaðar hefur setið á hakanum í bið eftir nýju húsnæði spítalans. En það bólar ekkert á nýjum spít- ala sem í dag er fjarlægari en fyr- ir fimm árum. E.t.v. vegna þess að stórhuga fyrirætlanir þóttu vera loftkastalar. Sameining sjúkrahús- anna í Reykjavík árið 2000 hefur ekki tekist enn því allri bráð- astarfsemi hefur ekki verið komið á eina lóð vegna húsnæðisskorts. Allar sérgreinar sem hafa aðkomu að bráðalækningum þurfa að geta starfað saman á sömu lóð og bráðamóttakan er við fullkomnar aðstæður. Þá batna lækningar og næst meiri og betri nýting skurð- stofa, gjörgæslu, myndgreiningar og bráðarannsóknastofa. Leysum byggingavandann Nú er fé af skornum skammti og þörf er á hugkvæmni. Það þarf að koma bráðastarfseminni (ekki allri starfseminni) fyrir á einum stað. Hagkvæmast er talið að stækka við Hringbrautina. Und- irritaður hefur bent á leiðir til þess að koma bráðastarfseminni fyrir á austanverðri lóðinni, norð- an gömlu Hringbrautarinnar í áföngum í sátt við byggðina í Þingholtunum. Bílastæði yrðu fyr- ir neðan. Nýta má húsnæði í Foss- vogi áfram til „elektífrar“ starf- semi, þ.e. til biðlistastarfsemi sem flokkast ekki undir bráðar lækn- ingar; slíkt er gert um víða veröld. Undir slíka starfsemi falla t.d. minni skurðaðgerðir, ýmsar bækl- unaraðgerðir af biðlistum, end- urhæfing o.fl. Þetta myndi létta álagi af bráðasjúkrahúsinu og e.t.v. minnka nýbyggingaþörf um skeið. Með því að byggja fyrsta áfanga (30.000 fm, sjá mynd ) þar sem Hjúkrunarskólinn stendur nú og nýta húsið í Fossvogi (30.000 fm) enn um sinn mætti ná mark- miðum sameiningar sem að ofan er lýst. Virtir og óháðir arkitektar eru til í að rýna og draga upp frumdrög að slíkri byggingu með umboði frá ráðuneyti. Þarna væri með tímanum hægt að koma fyrir um 60.000 fm nýs húsnæðis sem væri 33% aukning samanlagðs nú- verandi húsnæðis á Hringbraut og í Fossvogi, sjá nánar www.nyr- landspitali.com. Tilkostnaður yrði vonandi innan marka sem sam- félagið réði við, ólíkt núverandi risa-SPITAL-hugmyndum sem ekki er unnt að áfangaskipta með sama hætti. Til samanburðar eru SPITAL-hugmyndirnar a.m.k. tvö- faldar að umfangi (um 120.000 fm nýbygginga) og 60.000 fm í fyrsta áfanga. Hvað vilja kjörnir fulltrúar landsmanna? Siðmenntaðar þjóðir forgangs- raða fjármunum sínum í menntun barna sinna, löggæslu og við- unandi aðstöðu til lækninga og umönnunar sjúkra. Forgangs- röðun er lykilatriði. En kannski eru Íslendingar of værukærir; þeir bara reikna með því að þeim verði sinnt af stóra bróður þegar þeir veikjast alvarlega? Að þetta reddist af sjálfu sér. En svo er ekki. Eftir Pál Torfa Önundarson »Með því að byggja fyrsta áfanga (30.000 fm) þar sem Hjúkrunarskólinn stendur og nýta húsið í Fossvogi um sinn mætti ná markmiðum samein- ingar. Páll Torfi Önundarson Höfundur er prófessor við læknadeild HÍ og yfirlæknir blóðmeinafræði við Landspítala. Endurreisn Landspítalans Hugmynd að stækkun Húsnæðis LHS við Hringbraut

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.