Morgunblaðið - 05.09.2013, Síða 27

Morgunblaðið - 05.09.2013, Síða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2013 Þessa dagana er mikið að gera hjá rann- sóknarnefnd sam- gönguslysa. Umferð- ar- og flugslys undanfarnar vikur eru rannsökuð ítarlega til að fá fram skýringar á því hvers vegna ótíma- bær andát dýrmætra einstaklinga eiga sér stað. Auk þess hafa nokkrir slasast alvarlega, aðstand- endur eru í áfalli og eignatjón mikið. Samkvæmt vefsíðu nefndarinnar er markmið rannsóknar: „að finna or- sakaþætti og meðverkandi orsaka- þætti sem leiddu til þess að banaslys eða alvarlegt umferðarslys varð. Til- gangur rannsóknanna er að bæta umferðaröryggi og koma í veg fyrir að samskonar slys verði aftur“. Það liggur því í augum uppi að niðurstöð- urnar eru dýrmætar upplýsingar, ekki síst fyrir tjónþola, aðstandendur og tryggingafélög sem gera upp tjón- ið. Að fá skýringar og finna tilgang með andláti náins ástvinar skiptir máli þar sem tilgangurinn er m.a. að koma í veg fyrir að svona hörmungar endurtaki sig. Ofan á áfallið væri óhugsandi ef aðstandendur eða tjón- þolar sjálfir þyrftu að ganga eftir því að þessar rannsóknir væru gerðar hvað þá að ganga eftir því að tjónið yrði gert upp. Verkferlið í þessum málum virðist vera sjálfvirkt og átakalaust í flestum tilfellum. Þetta á einnig við vinnuslys. Frá því nefndin tók til starfa (áður þrjár nefndir) hef- ur alvarlegum slysum í samgöngum fækkað umtalsvert vegna lær- dómsins sem dreginn er af hverju máli fyrir sig. Fjölmörgum manns- lífum hefur því verið bjargað með þessari að- ferð, kannski lífi mínu eða þínu. Svo ekki sé minnst á alla þján- inguna sem við höfum sloppið við og kostn- aðinn sem sparast hefur í heilbrigðiskerfinu. Rannsakendur miðla niðurstöðum og engu er haldið leyndu. Enda er til- gangurinn göfugur. Engum dettur í hug að verið sé að leita að sökudólg- um þótt dæmi séu um að sök hafi átt þátt í slysinu samkvæmt nið- urstöðum. Sjálf kom ég eitt sinn að banaslysi á fallegu sumarkvöldi um versl- unarmannahelgi á Suðurlandsvegi. Ég var yfirheyrð, boðin áfallahjálp og allur pakkinn. Fjölskylda ungu konunnar sem þar lést hefur eflaust lesið niðurstöðu nefndarinnar. Það gerði ég líka og finnst þakkarvert að slíkar upplýsingar séu opinberar, all- ir geti skoðað málin og lært af þótt þeir hafi hvergi komið nærri. Eftir situr traust á að þessi mál séu vel unnin og það ber vott um virðingu fyrir mannslífum. Við viljum búa í samfélagi sem metur manneskjuna svona mikils. Slys í heilbrigðisþjónustu Skoðum aðeins hvernig unnið er úr slysum í heilbrigðisþjónustunni. Þar sem ég hef meiri reynslu í þeim mál- um en ég hefði kosið, þykist ég vita um hvað ég er að tala. Eftir næstum 12 ára baráttu er engu fjögurra mál- anna lokið. Engin áfallahjálp, engin rannsókn og engar skýringar eða lærdómur. Sjúklingar og aðstand- endur þurfa sjálfir að fara fram á rannsókn og ýta á eftir niðurstöðum því upplýsingatregðan er mikil. Verkferlar eru ekki til samkvæmt ábyggilegum heimildum mínum (alla vega ekki á LSH) þótt stjórnendur og landlæknir lýsi því ítrekað yfir að svo sé. Það eina sem stendur í lögum um þessi mál er að heilbrigðisstarfs- mönnum er skylt að skrá atvik, sem síðan er sjaldnast gert. Ekkert er til í lögum eða reglugerðum um úr- vinnslu þessara mála, það er nóg að skrá að mati löggjafans. Það eru jú til lög um sjúklingatryggingu en þau virka sjaldnast nema hundruðum þúsunda/milljóna og fjölda ára sé eytt í dómsmál. Bæturnar eru étnar upp áður en þær fást greiddar. Hver nennir því? Að ná sáttum við heil- brigðiskerfið er talsverð þrauta- ganga og ekki fyrir heilbrigðan mann að fara, hvað þá sjúklinga. Það alvar- legasta er að ef mál klárast lærir enginn af þeim nema hugsanlega að- ilar málsins. Enginn miðlar lærdómi af slysum í heilbrigðisþjónustunni. Ef maður vogar sér að kvarta veit maður ekkert á hverju er von. Emb- ættisfólk hefur staglast á því við mig að þess hlutverk sé ekki að leita að sökudólgum. Hvað merkir það? Ef þú lendir í svona slysi hvaða viðbrögð vilt þú sjá og hvernig vilt þú að málið verði klárað? Viltu fá frið til að byggja þig upp eftir áfallið, fá tóm til að endurskoða lífið og njóta samvista við fjölskyldu og vini? Viltu geta treyst því að einhver gæti hagsmuna þinna á meðan þú nærð heilsu á ný? Eða viltu eyða takmarkaðri orku í að berjast við kerfið fyrir réttlátri nið- urstöðu og jafnframt tapa þar með öllum þínum eigum, sundra fjölskyld- unni og fleira í þeim dúr? Ofan á allt þarftu að treysta kerfinu því þú og fjölskyldan þurfið áfram á þjónustu þess að halda eftir slysið. Spennandi tilhugsun eða hitt þó heldur. Kötturinn eltir eigið skott Það segir sig sjálft að mistök í heil- brigðisþjónustu skapa eftirspurn eft- ir þjónustu eins og önnur slys gera. Það skýtur því skökku við þegar for- varnir slysa eru eingöngu öflugar ut- an heilbrigðikerfisins. Innan kerf- isins virðist í lagi að skapa eftirspurn eftir sjálfu sér. Hér er kötturinn að elta eigið skott. Þessi slys verður að klára og vinna af sama heiðarleika og t.d. sam- gönguslys eru unnin. Hvað þarf til þess? Hvað þarf mörg samskonar mistök til að allir heilbrigðisstarfs- menn læri sömu lexíu eða eru þeir al- veg undanþegnir lærdómi? Eru heilbrigðisstarfsmenn undanþegnir lærdómi af slysum? Eftir Auðbjörgu Reynisdóttur Auðbjörg Reynisdóttir » Samanburður á úr- vinnslu og lærdómi af alvarlegum sam- gönguslysum og alvar- legum mistökum í heil- brigðisþjónustu. Höfundur er markþjálfi og hjúkrunarfræðingur. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Yfir fimmtíu spilarar í Gullsmáranum Spilað var á 13 borðum í Gull- smára, mánudaginn 2. september. Úrslit í N/S: Oddur Jónsson – Katarínus Jónsson 322 Pétur Antonss. – Friðrik Hermannss. 319 Jón Stefánss. – Viðar Valdimarss. 318 Örn Einarsson – Jens Karlsson 297 A/V Guðbjörg Gíslad. – Sigurður Sigurðss. 329 Ágúst Helgason – Haukur Harðarson 311 Gunnar Alexanderss. – Elís Helgas. 302 Ernst Backman – Hermann Guðmss. 293 Eldri borgarar Stangarhyl Mánudaginn 2. september var spilaður tvímenningur hjá brids- deild Félags eldri borgara, Stang- arhyl 4, Reykjavík. Keppt var á 11 borðum. Meðalskor var 216 stig. Efstir í N/S: Jón Þ. Karlss. – Björgvin Kjartansson 256 Siguróli Jóhannss. – Auðunn Helgas. 243 Helgi Hallgrss. – Ægir Ferdinandss. 240 Björn Árnason – Auðunn Guðmss. 233 AV Ormarr Snæbjss. – Sturla Snæbjss. 253 Gunnar Jónsson – Magnús Jónsson 243 Óli Gíslason – Hrólfur Guðmss. 237 Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 234 Vetrarstarfið að byrja í Kópavogi Vetrarstarf Bridsfélags Kópavogs hefst fimmtudaginn 12. september klukkan 19. Þá verður spilaður eins kvölds tvímenningur. Viku síðar hefst svo fyrsta keppnin sem er þriggja kvölda Haust-monrad-tvímenning- ur. Spilað er í Gjábakka, félagsheim- ili aldraðra, Fannborg 8.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.