Morgunblaðið - 05.09.2013, Síða 28

Morgunblaðið - 05.09.2013, Síða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2013 ✝ Björgvin Arn-ar Atlason fæddist í Reykja- vík 3. febrúar 2007. Hann lést á Barnaspítala Hringsins eftir langvarandi veik- indi 26. ágúst 2013. Foreldrar hans eru Ásdís Arna Gottskálksdóttir og Atli Björgvin Oddsson. Sam- býliskona Atla er Kristín Anna Tryggvadóttir. Systkini Björg- vins eru Nói Hrafn Atlason, f. 8. desember 1999 og Eyrún vistum og eftir dvölina í Stokk- hólmi fluttist Björgvin með móður sinni heim, nánar til tekið í Reykjanesbæ. Björgvin Arnar var á leikskólanum Holti í Reykjanesbæ þegar hann hafði heilsu til þar sem hann átti góðar stundir og eignaðist góða vini. Miklum tíma eyddi hann á Barnaspítala Hringsins en dvaldi á heimilum foreldra sinna eins mikið og mögulegt var því þar fannst honum best að vera. Útför Björgvins Arnars fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 5. september 2013, og hefst athöfnin kl. 14. Arna Ásdísar- dóttir, f. 24. febr- úar 2013. For- eldrar Ásdísar eru Gottskálk Ólafsson og Guðlaug Jónína Sigtryggsdóttir. Foreldrar Atla eru Oddur Sigurðsson og Kristrún Olga Clausen. Björgvin Arnar bjó með foreldrum sínum í Reykjanesbæ þangað til hann var 2 ára. Þá flutti fjölskyldan til Stokkhólms. Meðan á dvölinni í Stokkhólmi stóð slitu foreldrar hans sam- Elsku hjartans drengurinn minn er farinn. Við höfum barist saman síðan hann var greindur með hjartagalla aðeins sjö mán- aða gamall. Þá hófst baráttan í Boston sem endaði núna eftir rúm sex ár, ekki með ósigri þar sem sigur var ekki möguleiki. Þessi tími er búinn að vera erf- iður fyrir okkur öll. Björgvin Arnar var einstakur drengur, lífsglaður og góðhjartaður. Veik- indunum tók hann með æðruleysi og var alltaf tilbúinn að fara á spítalann hvað sem á bjátaði. Á spítalanum kynntist hann góðum vinum og fannst meiriháttar að fara á leikstofuna og rúnta um gangana á bílunum sem voru þar í boði. Lífið okkar gekk áfram á von- inni, þeirri von að heilsan hans Björgvins myndi batna, einhver lausn fyndist, niðurstaða sjúk- dóms yrði sú að einhver lækning lægi fyrir. Fyrr á þessu ári fjar- aði sú von út þegar við fengum niðurstöðu sem fylgdi sá dómur að lífslíkur væru skertar og engin von væri á þeirri niðurstöðu sem við óskuðum eftir. Þetta var mik- ið áfall, heimurinn hrundi. Sú sorg var yfirþyrmandi að þessi yndislegi klári strákur væri í lík- ama sem var að bregðast honum. Lífið getur verið svo ósanngjarnt og óskiljanlegt. Björgvin Arnar elskaði tónlist. Hlustaði á Ladda, Latabæ, Sveppa og Villa og söng með hátt og snjallt. Hann var einnig snill- ingur að blístra og blístraði heilu lögin þegar honum fannst of erf- itt að syngja. Hann var fljótur að læra og mikill listamaður. Hann skrifaði stafrófið og teiknaði mörg listaverk á hverjum degi. Hann var skemmtilegur per- sónuleiki, glaður og hnyttinn. Við áttum ótal margar stundir sem við töluðum saman og hlógum mikið, þetta eru dýrmætustu stundir sem ég hef átt og mun geyma í hjarta mínu um ókomna tíð. Elsku Björgvin minn, ég þakka guði fyrir að hafa átt þig, hafa elskað þig, hugsað um þig og verndað þig. Þú varst mér allt og nú þarf ég að læra að lifa upp á nýtt án þín. Tómarúmið er mik- ið. Get ekki ímyndað mér að fá ekki að sjá þig aftur, ekki faðma þig og kyssa og segja þér hvað ég elska þig mikið. Það er mikið skarð í lífi mínu. Ég mun halda uppi minningu þinni og sjá til þess að litla systir þín muni vita allt um þig og hve dásamlegur drengur þú varst. Þú varst svo stoltur stóri bróðir og fórst svo varlega að henni. Hvíldu í friði elsku drengurinn minn. Þín mamma. Elsku Björgvin. Ég trúi því vart að þú sért farinn og þrauta- göngu þinni sé lokið. Það er skrýtið að hugsa til þess að fyrir rétt rúmri viku sátum við saman, sungum og hlógum. Innst inni vissum við í hvað stefndi en átt- um erfitt með að sleppa voninni fram á síðasta dag um að þú myndir braggast. En mikið var þetta orðið erfitt líf hjá þér og okkur er viss huggun harmi gegn í því að þú þurfir ekki lengur að bera þær þungu byrðar sem á þig voru lagðar. En þótt ævi þín hafi verið stutt og erfið var hún inni- haldsrík og þú gafst mér svo mik- ið sem ég mun varðveita í hjarta mínu að eilífu. Þó svo að ég hafi aldrei getað varið eins miklum tíma með þér og ég vildi, þá var það mín besta ákvörðun að flytja aftur heim til Íslands svo að ég, þú og Nói stóri bróðir þinn hefð- um betra færi á að njóta sam- vista. Og þeirra nutum við sko sannarlega. Þú vaktir athygli og aðdáun hvert sem við fórum enda fallegur drengur, skýr og skemmtilegur. Þú áttir þér margvísleg áhugamál eins og lestir, tónlist, íþróttaálfinn, tölv- ur og sund. Þú varst alltaf svo glaður í sundi að ánægjan skein af þér; a.m.k. þar til við þurftum að fara upp úr. Við áttum svo yndislegt sumarfrí saman með Nóa og Kimmý. Mér er minnis- stæður marhnúturinn sem þú veiddir í sumar með okkur og varst svo stoltur af og vildir endi- lega borða. Það var fyrsti og eini fiskurinn sem við veiddum sam- an, þó að við höfum gert margar tilraunir. Og mikið fannst þér gaman þegar við tókum bát út í Viðey og þú horfðir á öldugang- inn sem lagði frá bátnum. Það þurfti ekki mikið til að gleðja þig. Þær eru ótalmargar fallegar minningarnar sem við eigum saman og þær munu hlýja okkur um hjartarætur um ókomna tíð. Þú ert mesta hetja sem ég hef þekkt. Ég vildi ég gæti og mætti svo margt, sem mér finnst að þyrfti að gera, sem gæti engan skaðað, og gott er og þarft, en Guð hefir samt látið vera. Þá skyldi ég létta þau mannanna mein, sem meiningarlaust er að bera, og kasta af brautinni burtu þeim stein, sem beið þar, en átti ekki að vera. (Sigurður Jónsson.) Guð geymi þig. Pabbi. Elskulegur dóttursonur okk- ar, Björgvin Arnar Atlason, er látinn eftir langvarandi veikindi. Það er mikil sorg í hjörtum okkar, en viss léttir að kveðja þig úr þessu jarðneska lífi, elsku Björgvin Arnar. Við höfum fylgt þér frá fæðingu nánast hvert fót- mál og tekið þátt í lífsbaráttu þinni og ávallt reynt að vera til staðar við hlið móður þinnar í þessu erfiða veikindastríði. Við vitum því að allt sem í mannlegu valdi stendur, hefur verið reynt til þess að þú mættir öðlast betri heilsu og farsælla líf. Það er því ákveðinn léttir að þessi erfiða lífsbarátta þín skuli vera á enda, en það var orðið virkilega átak- anlegt að sjá hvað þú áttir erfitt með að lifa þótt hugurinn væri sterkur. Elsku Björgvin Arnar, það er margs að minnast og dásamlegt að hafa fengið að vera með þér í blíðu og stríðu. Það var aðdáun- arvert að fylgjast með hvernig þú gast tekist á við öll þau vandamál sem fylgdu sjúkdómi þínum, en við minnumst þess ekki að nokk- urn tíma hafi verið vandamál þó að skyndilega þyrfti að fara með þig á spítalann. Þú eignaðist alls staðar vini, hvort sem það voru læknarnir, hjúkrunarfólkið, Sibba og Gróa á leikstofunni, Helga sjúkraþjálfari eða hann Lalli sendill, allt voru þetta mikl- ir vinir þínir og þú vissir að þau voru öllsömul að vinna til að hjálpa þér og öðrum börnum. Björgvin Arnar var einstakt barn og við nutum þess að vera í samskiptum við hann nánast á hverjum degi, dagurinn byrjaði oft á því að hann hringdi í okkur og ræddi um hvað framundan væri því hann var búinn að skipu- leggja daginn. Einn daginn þeg- ar hann hringdi sagði hann, afi þú þarft að koma og gera við Dodda bílinn minn og svo er ég búinn að gera leyndó á töfluna mína fyrir þig og ömmu, en ég þarf líka að tala við ömmu því hún á líka að koma til að vera með okkur í Latabæjarleiknum sem ég ætla að gera á eftir. Já, samskipti okkar og Björgvins Arnars voru yndisleg og við nut- um þeirra fram til síðasta dags. Það var okkur mjög kærkomið að fá að fylgja þér nokkuð oft á leikskólann þinn. Það var aðdá- unarvert hvernig starfsfólk leik- skólans Holts tók ávallt vel á móti þér og hvað það var búið að tileinka sér sérstök vinnubrögð sem þurfti til vegna veikinda þinna. Þegar ég sótti þig einn daginn tók ég eftir að þú kvaddir eina starfsstúlkuna með knúsi og sagðir ég elska þig, þegar við komum út í bíl spurði ég hvort konurnar væru ekki allar góðar og þú svaraðir strax, jú afi, þær eru yndislegar. Elsku hjartans ömmu- og afa- drengurinn okkar, það er erfitt að hugsa þá hugsun til enda að þú sért ekki hjá okkur lengur í þessu lífi. Elskum þig að eilífu. Elsku Ásdís Arna, þú ert frá- bær móðir og við munum ávallt vera til staðar fyrir þig og takast á við sorgina með þér á þessum erfiðu tímum. Amma og afi, Guðlaug Jónína Sigtryggs- dóttir og Gottskálk Ólafsson. Mánudagurinn 26. ágúst er dagurinn sem aldrei mun líða mér úr minni, svo lengi sem ég lifi. Þetta er dagurinn sem litli afastrákurinn minn Björgvin Arnar kvaddi þetta líf, líf sem hann hafði barist fyrir í rúm sex ár. Það er sárt þegar slík hetja sem aldrei lét bilbug á sér finna, hverfur svo allt í einu úr okkar heimi og allir eru óviðbúnir, þrátt fyrir að vitað væri að hverju stefndi. Nei, eitthvað innra með mér vildi ekki samþykkja það. Það eru ekki margir dagar síð- an Björgvin kom í heimsókn til mín með föður sínum, mér til mikillar ánægju og gleði, því ég vissi að hann sagði við pabba sinn að hann vildi spjalla við afa. Þessi litli, fallegi drengur sem var bara sex ára og hafði aldrei kynnst því að vera heill heilsu en samt alltaf svo sterkur. Ég sagði oft við sjálfan mig, bara ef ég væri eins kjarkmikill og hann, þá væri margt öðruvísi. Hann settist við eldhúsborðið hjá mér og við hóf- um spjallið. Hann talaði við afa og sagði honum frá hvað fram- undan væri, hann væri nú hættur á leikskóla og nú færi hann í öðruvísi skóla, barnaskóla. Á þessum tíma var ég búinn að fá þær fréttir að lífslíkur hans færu minnkandi þannig að hugur minn staldraði við. Kannski skynjaði litli strákurinn minn eitthvað en ég veit það ekki, því hann lagði hönd sína á handlegg minn og sagði, „Afi, ég elska þig“. Hvað gerir afi þegar hann finnur aug- un fyllast tárum, finnur að litli afastrákurinn ber sterkar tilfinn- ingar til hans? Hann faðmar hann og knúsar en getur engu breytt og það er erfitt. Björgvin hafði frábæran húm- or sem oft kom mér verulega á óvart. Til að mynda þá var skemmtileg saga af honum sem mamma hans sagði. Eiríkur Fjal- ar, hinn mikli dáðadrengur, heimsótti hann á spítalann um daginn og söng fyrir hann nokk- ur lög. Björgvin var að sjálfsögðu mjög ánægður með það og reyndi af sínum mætti að skemmta sér sem best. Eftir þetta frábæra framtak Eiríks Fjalars þá spurði mamma hans hann hvað hefði nú verið skemmtilegast. Þessi tón- elski drengur sem Björgvin svo sannarlega var, svaraði: „Þegar hann sagði hæ.“ Svona var þessi litli afastrákur minn, íhugull, svaraði að bragði og meinti það sem hann sagði. Þegar ég hugsa um þessa hetju þá hugsa ég að hann hafi verið skilaboð til okkar hinna sem finnst góð heilsa vera eitthvað al- veg sjálfsagður hlutur í lífinu. Björgvin Arnar, uppskurð eftir uppskurð á hjarta, lungum og öðrum líffærum, brosti samt móti lífinu. Já, það er sorglegt að kveðja þennan yndislega dreng. Nói Hrafn, bróðir hans, þarf nú að takast á við sorgina og það er honum mjög erfitt, aðeins fjórtán ára gömlum, að sjá á eftir litla bróður sínum sem hann hafði svo mikið yndi af. Við vorum flest alltaf trúuð á að lausn kæmi á veikindum litla stráksins en sú varð ekki raunin. Guð gaf og guð tók og litli strákurinn er nú í faðmi hans. Mínar dýpstu samúðarkveðjur til ykkar foreldranna, Nóa Hrafns, Kristínar Önnu, Tryggva og annarra aðstandenda. Guð geymi litla drenginn minn. Oddur Sigurðsson. Björgvin Arnar er farinn á betri stað. Já það er skrítið að upplifa það hvernig sex ára drengur kveður okkur langt fyrir tímann. Þegar Björgvin fæddist leit allt eðlilega út, heilbrigður drengur fæddur og systir mín ljómaði með drenginn sinn í höndunum. Annað kom síðar í ljós, að Björgvin okkar var mikið veikur, hann var með ólæknandi sjúkdóm sem fyrst var greindur fyrr á þessu ári. Að lokum hafði sjúkdómurinn betur eftir sex ára baráttu. Já í rúm sex ár hefur litli frændi barist hetjulega og á þeim tíma hefur hann kennt mér margt um lífið. Það er ekki sjálf- gefið að vera heilbrigður og geta leikið sér sem barn með öðrum börnum og gengið þessa lífsins göngu sem við eldra fólkið höfum gert. Björgvin fékk ekki að fara þessa leið sem við foreldrar ósk- um börnum okkar og finnst sjálf- sagt að gerist. Þótt Björgvin gæti tekið takmarkaðan þátt í líf- inu sá móðir hans til þess að Björgvin ætti góða daga, einn dag í einu. Björgvin var vel greindur og vel máli farinn, oft brosti maður þegar hann sagði setningar sem aðeins eldra fólk segir. Var það vegna þess að hann var oft hjá afa sínum og ömmu til að móðir hans gæti stundað vinnu. Björgvin elskaði marga hluti, það er varla hægt annað en að minnast á íþróttaálf- inn. Hann var í mestu uppáhaldi hjá honum og var hann alltaf í íþróttaálfsgallanum. Þegar ég kom í heimsókn sýndi hann mér ýmsar æfingar sem hann og íþróttaálfurinn gerðu. Hann skildi alltaf eftir eitthvað gott í sálu minni þegar ég kvaddi hann. Síðasta setningin sem hann sagði við mig var svohljóðandi: „Óli, þú manst hvað þú sagðir við mig, þegar þú ert búinn að vinna og sækja Þór og Emilíu þá kemurðu til mín.“ Mér fannst svo gaman að þessu, hvað hann mundi allt. Björgvin var skemmtilegur og blíður drengur. Keppnismaður mikill og með heilbrigðan líkama hefði hann sigrað heiminn á heillandi hátt. Hans verður sárt saknað á mörgum stöðum, hann átti svo marga vini, á Barnaspít- ala Hringsins og í Reykjanesbæ og víðar. Ég kveð yndislegan dreng sem skilur eftir bjartar og góðar minningar í hjarta mínu. Við fjölskyldan hlökkum til að hitta þig, Björgvin minn, uppi á himninum. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eiríksson) Ólafur Gottskálksson og fjölskylda. Á fimmtudegi 15. ágúst síðast- liðnum mættum við Valli á spít- alann til þess að heilsa upp á þig. Þá var búið að tala um að þú vær- ir orðinn alveg rosalega veikur og að erfiðir tímar væru fram- undan. Ég ætlaði nú ekki að trúa mínum eigin augum þegar við komum inn ganginn að sjá þig sitja við borðið með pabba þínum hlæjandi út í eitt því Latibær var svo fyndinn. Spólaðir aftur og aftur til baka til þess að leyfa okkur að hlæja með þér. Glanni glæpur þurfti ekki nema að hoppa til þess að fá þig til þess að hlæja. Hlátur þinn og pepperóní brandararnir. Ég get ekki annað en brosað þegar ég hugsa til þessa kvölds. „Bless, bless pepperóní!“ sagðir þú við okkur þegar við vorum að fara, eftir það skelltir þú sænginni yfir höfuðið og hlóst. Við gengum út af spítalanum og töluðum um hvað þessir læknar væru ruglaðir. „Þessi drengur er ekki veikur fyrir fimm aura.“ Hugsaði ég með mér en vissi þó betur. Eitthvað innra með mér sagði að það væri ekki mikið eftir. Ég vildi auðvitað ekki trúa því en svo var það raunin. Ég hugga mig við myndböndin sem ég á frá þessu kvöldi og fal- lega myndin sem ég horfi á alla daga á símanum mínum. Einnig vitandi það að þér fannst Atli Fannar sonur minn tala of mikið. Ég hélt ég yrði ekki eldri þegar þú sagðir þetta. Ég gat ekki ann- að en hlegið, kyssti þig svo á höf- uðið og fór beint í að segja pabba þínum. Mig langar til þess að segja þér að ég elska þig rosalega mik- ið og kem til með að sakna þín endalaust. Valli, Kristófer Máni og Atli Fannar sakna þín líka. Á okkar heimili verður mikið talað um þig og höfum við nú þegar lært af þér svo ótrúlega margt. Einn, tveir, þrír, áfram Latibær! Sólin skín og dagur er nýr. Það er enginn latur í Latabæ, Sýnum nú hvað í okkur býr. (Úr Latabæ.) Elsku Atli, Kimmý, Nói Hrafn og aðrir aðstandendur, ég vil votta ykkur mína dýpstu samúð og vona ég að þið finnið þann styrk sem þið þurfið til þess að komast í gegnum þessa erfiðu tíma. Þín frænka, Sigþrúður (Deda). Elsku frændi, mig langar til að kveðja þig með nokkrum orðum. Þó svo að ég hafi ekki hitt þig oft á þinni stuttu ævi, þá get ég ekki gleymt hversu innilegur þú varst alltaf við mig. Þú fannst að ég var hrædd um þig en þú vildir alltaf sýna mér hversu hress þú værir og að ekkert væri að óttast. Þú varst íþróttaálfurinn og það sýndir þú mér með ótrúlegum æfingum sem ég gat ekki sjálf þegar ég var á þínum aldri, þó að fullfrísk væri. Elsku Björgvin, þú ert hetjan mín sem ég hefði svo sannarlega viljað hitta mikið oftar. Nærvera þín var yndisleg og ég sakna þín sárt. Erfiðleikar þínir eru að baki, þar sem þú hvílir í faðmi þeirra sem á undan eru farnir. Elsku vinur minn, ég veit að við hittumst aftur hinum megin og ég bið Guð að blessa þig og vernda. Innilegar samúðarkveðjur til foreldranna og ykkar sem næst honum standa. Elsa Sigurðardóttir. Björgvin Arnar var mesta hetja sem ég hef kynnst. Hans stutta líf var, í fáum orðum sagt, stöðug barátta. Erfiðar aðgerðir, tíð veikindi, óteljandi lyf, mjög skert sjón, engin lyst, ekkert lyktarskyn o.s.frv. En það var ekki að sjá að neitt af þessu skipti máli þegar maður hitti þennan dreng. Ekki var hann að kvarta. Hann var bara frábær. Það var fátt skemmtilegra en að sjá hann og mömmuna saman, alltaf brandarar og mikið hlegið og þá skipti ekki máli þótt komið væri á fjórðu viku á langri spítaladvöl út af einhverri lungnabólgunni. Hann var bara svo skemmtileg- ur. Síðan var hann svo góður, ef hann heyrði af einhverjum ná- lægt sem átti bágt vildi hann gera allt til að rétta hjálparhönd og koma með góð ráð enda gaur með mikla reynslu. Þegar hann fékk litla systur þá bræddi alveg hjartað að sjá hvað hann var um- hyggjusamur við hana. Síðan var hann svo klár. Teiknaði ótrúlega vel þrátt fyrir sína sjón og lék sér með tölur og stafi og orð á frum- legan hátt og hann var músík- alskur. Hvernig má það vera að allt þetta hafi náð að skína í gegn þrátt fyrir alla erfiðleikana? Jú, hann var náttúrlega bara þvílíkur nagli og mikill karakter og það er ekkert lítið sem maður hefur lært af því. Síðan var það auðvit- að umönnunin og umhyggjan sem hann fékk frá sínum nánustu og þar ber hæst hans yndislega mamma sem ég er svo stoltur að geta kallað vinkonu mína. Á ótrú- legan hátt tókst henni að hjúpa hann í umhverfi af umhyggju og hlýju, áhyggjuleysi og öryggi á góðu heimili. Á sama tíma og hún barðist á mörgum vígstöðvum fyrir öllu sem honum viðkom. Það sem var einna erfiðast við veikindin var óvissan og allar löngu biðirnar eftir framförum sem komu aldrei. Alltaf voru ein- hverjir nýir hjallar og alltaf var vonin að eftir næsta sigur myndi allt hrökkva í gang, Björgvin færi að vaxa, lungun að braggast og allt yrði betra. En aldrei rættist úr þeim vonum og undir það síð- asta kom sú greining þar sem vonin fór að dofna. Allt þetta ferli tók að sjálfsögðu ómanneskju- lega mikið á móðurhjartað. Það er auðvelt að segja, vá hún var sterk. Það var hún. En það var ekki af því að hún hafi einhvern veginn náð að leiða allt hjá sér og hugsa bara um drenginn. Nei, þetta voru sex ár þar sem voru stöðugar og djúpar áhyggjur, streita og álag og svo auðvitað mikil sorg í hjarta yfir ástandi sonarins og yfir hverjum von- brigðunum á eftir öðrum. Hún Björgvin Arnar Atlason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.