Morgunblaðið - 05.09.2013, Qupperneq 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2013
✝ Guðrún Mar-grét Sölvadótt-
ir fæddist í Efri-
Miðvík í Aðalvík
21. júlí 1923. Hún
lést á heimili sínu
29. ágúst 2013.
Foreldrar henn-
ar voru Sölvi Þor-
bergsson, frá Efri-
Miðvík í Aðalvík, f.
22.3. 1895, d. 11.11.
1960, og Sigurlína
Guðrún Guðmundsdóttir frá
Nesi í Grunnavík í Jökul-
fjörðum, f. 9.12. 1901, d. 21.11.
1990.
Guðrún Margrét var næstelst
sex systkina, elstur var Guð-
mundur Fertram, f. 24.7. 1922,
d. 21.5. 2012, en hin eru: Karit-
as, f. 23.5. 1926, Eiríkur Sig-
urður Hafsteinn, f. 12.4. 1928,
Ásta María, f. 14.7. 1930, og
Hilmar Rafn, f. 26.12. 1936.
Guðrún Margrét kynntist
Friðriki Lunddal Baldvinssyni
sölumanni, f. 28.4. 1924 í
Reykjavík, d. 27.1. 1992, og
gengu þau í hjónaband 22. maí
1948. Foreldrar Friðriks Lund-
dals voru Baldvin Ragnar Sig-
urjón Helgason, f. 17.10. 1905,
d. 10.11. 1973, og Magnea Þur-
íður Oddfriðsdóttir, f. 31.5.
föðurhúsum í Efri-Miðvík fram
á unglingsár við ýmis heimilis-
og bústörf svo og í vinnu við
barnavistun í sveitinni og inni á
Ísafirði fram að 18 ára aldri er
hún fór að vinna á sjúkrahúsinu
á Ísafirði, þar sem hún smitaðist
af berklum og í framhaldi af
þeim veikindum var hún flutt
suður á Vífilsstaðaspítala. Eftir
að hafa náð sér af veikindum
sínum fór hún vestur sér til
heilsubótar en fór aftur suður
til Reykjavíkur til eftirlits. Eftir
komu sína suður hóf hún störf
við sauma í Vinnufatagerð Ís-
lands og stuttu eftir kynntist
hún tilvonandi eiginmanni sín-
um Friðriki Lunddal. Þau hófu
búskap sinn í Vesturbænum og
bjuggu á ýmsum stöðum þar til
þau festu kaup á húsnæði í
Álftamýri 38 í desember 1963,
sem varð heimili þeirra í tæp 50
ár.
Síðustu ár starfsævi sinnar
vann Magga Sölva við fram-
reiðslustörf, lengst af á Hress-
ingarskálanum eða í 17 ár.
Magga hætti störfum 68 ára og
sinnti fjölskyldu sinni og afkom-
endum sínum af miklu ástríki
og umhyggjusemi. Gleði hennar
og hlýja leiddi til þess að það
var ávallt líflegt og margt um
manninn á heimili hennar enda
ávallt eitthvað í ofninum eða ný-
bakað.
Útför Guðrúnar Margrétar
fer fram frá Fríkirkjunni í
Reykjavík í dag, 5. september
2013, og hefst athöfnin kl. 13.
1898, d. 11.3. 1979.
Börn Möggu og
Friðriks eru þrjú,
elst er: a) Marta
Lunddal, f. 20.8.
1953, maki Gestur
Halldórsson, f.
29.5. 1952. Börn
þeirra eru: Friðrik
Lunddal, f. 20.1.
1971 og Ingibjörg
Aðalheiður, f. 1.7.
1986, barnabörn
þeirra eru tvö. b) Ásta Lunddal,
f. 16.9. 1954, maki Eðvarð
Björgvinsson, f. 16.12. 1951.
Börn þeirra eru: Rúnar Berg, f.
29.3. 1977, Margrét Ása, f.
26.11. 1983, Erla María, f. 23.9.
1985, Aron Rafn, f. 1.9. 1989 og
Viktoría Diljá, f. 9.4. 1997,
barnabörn þeirra eru sex. c)
Gunnar Lunddal, f. 6.4. 1958,
maki Helena Bragadóttir, f.
15.2. 1966. Börn þeirra eru: Sig-
rún Ósk Lunddal, f. 31.7. 1978,
Magnús Emil, f. 16.4. 1980, Sara
Björk Lunddal, f. 17.5. 1985,
Róbert Lunddal, f. 14.5. 1988,
Vigdís Helga Lunddal, f. 27.6.
1992, Kolbrún Lára Lunddal, f.
24.2. 1997 og fósturdóttir,
Brynja, f. 27.5. 1993, dóttir Hel-
enu, barnabörn þeirra eru sex.
Guðrún Margrét ólst upp í
„Ég á bara góðar minningar
um Mögg-ömmu … og endalaust
af þeim,“ sagði Brynja dóttir mín
á dánardægri Mögg-ömmu eins
og við kölluðum hana alltaf. Þessi
orð eru lýsandi fyrir þá persónu
sem Magga tengdamamma mín
hafði að geyma og hafa setið í
mér síðan. Þau eru líka lýsandi
fyrir þær tilfinningar og minn-
ingar sem við geymum með okk-
ur sem þekktum Möggu. Magga
sýndi afkomendum sínum hlýju
og áhuga, og líka þeim sem komu
inn í fjölskyldu hennar eftir að ég
kynntist Gunnari syni hennar um
aldamótin. Mér leið alltaf eins og
við dóttir mín hefðum verið í fjöl-
skyldu hennar alla tíð. Í síðustu
heimsókn minni til tengda-
mömmu spurði hún mig af
ósviknum áhuga úti í hvenær
Brynja kæmi heim en hún var
búin að vera au-pair í Englandi á
annað ár. Áttum við mjög gott
spjall um hvenær hún kæmi og
fleira sem tengdist því og öðru
sem ég hafði verið að sýsla. Ég
fann fyrir svo miklu næmi og
innsæi í samtali okkar og hafði
það á orði við Gunnar á leiðinni
heim. Magga var með mikla til-
finningagreind, naut þess að vera
innan um börnin sín og afkom-
endur. Enda var hún aldrei ein-
mana, undi sér vel, var sjálfri sér
nóg en alltaf glöð og þakklát þeg-
ar einhver datt í heimsókn. Sat
þá gjarnan í sófanum, fréttirnar
á, vopnuð tveimur fjarstýringum
sem hún stjórnaði af mikilli fimi.
Stundum í nútímanum er talað
um ofurkonur. Þegar ég hugsa
um lífshlaup Möggu fær hugtak-
ið ofurkona nýja merkingu.
Magga fæddist í torfbæ á Horn-
ströndum en lauk ævinni í þjón-
ustuíbúð á Norðurbrún. Hver sá
sem hefur bæði orðin torfbær og
þjónustuíbúð í sínu æviágripi
hefur upplifað meiri samfélags-
legar breytingar en flest okkar.
Magga talaði oft um bernsku-
stöðvarnar og hvernig var að
alast upp á slíkum stað. Á bæ í
Efri-Miðvík sem kúrði utan í hlíð
við útbreiddan faðm Atlantshafs-
ins. Gleði og þakklæti einkenndu
þessar frásagnir. Ómetanlegt að
heyra sögurnar hennar frá Horn-
ströndum. Hún sagði líka frá því
þegar hún fór sem unglingur til
Ísafjarðar til að nema hjúkrun og
var ásamt öðrum unglingi falið að
sinna berklaveikri konu. Magga
fékk berkla fyrir vikið, fór á Víf-
ilsstaði og ekkert varð úr hjúkr-
unarnámi. Þetta er eina skiptið
sem heyrðist eftirsjá hjá Möggu
þegar hún fór yfir lífshlaupið.
Draumarnir rættust ekki þarna
þó að aðrir draumar gerðu það
síðar. Magga eignaðist þrjú börn
með Friðriki manni sínum sem
hafa sinnt henni af mikilli natni
síðustu árin, ásamt barnabörn-
um. Magga var ótrúlega flott, og
fór í gegnum stórar breytingar í
sínu lífi með mikilli reisn, nú síð-
ast þegar hún ákvað að flytja í
þjónustuíbúð fyrir tæpu ári og
kveðja heimili sitt á 3. hæð í
Álftamýri til tæplega fimmtíu
ára. Fór í gegnum það með reisn,
sátt og virðuleika.
Magga verður áfram fyrir-
mynd mín í mörgu. Hún hefur
kvatt þetta líf, vonandi sjálf með
þá vissu að hún hefur lifað fögru
lífi.
Helena Braga.
Mín ástkæra tengdamóðir er
látin, hún Guðrún Margrét
Sölvadóttir.
Já, Magga er fallin frá, og er
þar mikið skarð komið í fjöl-
skylduna. Hún fæddist í Efri-
Miðvík í Aðalvík á Ströndum og
ólst þar upp, en rétt fyrir tvítugt
var hún send suður vegna veik-
inda sinna. Eftir að hafa náð bata
á veikindum sínum hóf hún vinnu
fyrir sunnan og kynntist síðar
manni, manni sem var gull af
manni, þ.e. Friðrik Lunddal
Baldvinssyni, sem seinna varð
svo eiginmaður hennar, Friðrik
lést í ársbyrjun 1992. Magga og
Friðrik hófu búskap sinn í Vest-
urbænum enn fluttust svo í
Álftamýrina og bjuggu þar æ
síðan. Það er varla hægt að lýsa
kynnum sínum af svona stór-
kostlegri konu, sem hún Magga
var. Vinnusöm, ósérhlífin og
hjálpsöm.
Gleði hennar og hlýja leiddi til
þess að það var ávallt líflegt og
margt um manninn á heimili
hennar enda ávallt eitthvað í ofn-
inum eða nýbakað. Hún var
stundum búin að útbúa heilu
veislurnar án þess að nokkur
tæki eftir því. Smákökur eins og
listaverk og kökurnar skreyttar
með handbragði að unun var að
og hvað þá að borða.
Umhyggja hennar fyrir börn-
um sínum, barnabörnum og
barnabarnabörnum var mikill.
Og árangurinn var eftir því, því
það er leitun að samrýmdari fjöl-
skyldu, því samheldnari stórfjöl-
skyldu er vart hægt að finna, allt
þeim heiðurshjónum Möggu
ömmu og Friðrik afa að þakka.
Fjölskyldan er rík að eiga slíkt
bakland.
Og ekki hafa tengdabörnin
svo farið varhluta af þessari um-
hyggju og hlýju, en ég get ekki
annað en þakkað henni fyrir
móttökurnar þegar ég kynntist
og síðar kvæntist henni Mörtu
dóttur hennar og umhyggju
hennar alla tíð fyrir börnum okk-
ar og barnabörnum, já, það verð-
ur tómlegt hjá okkar litlu fjöl-
skyldu að hafa þig ekki í
laugardagslærinu á heimili okk-
ar.
Ég vil með þessum fátæklegu
orðum þakka Möggu tengda-
móður minni fyrir okkar
ánægjulegu samveru sem lokið
er hér á jörð eftir tæp 45 ára
kynni. Hún var stórkostleg per-
sóna sem fyllti alla af gleði og
hamingju, að lokum, Magga mín,
blessuð sé minning þín og þakka
þér innilega fyrir allt og ég kveð
þig með þessari litlu kveðju, enn
með miklum söknuði. Hvíl í friði.
Þinn tengdasonur,
Gestur Halldórsson.
Elsku besta amma mín.
Ég trúi því ekki ennþá að þú
sért farin frá okkur. Það er erfitt
að kveðja svona fallega og ynd-
islega konu eins og þú varst. Það
var alltaf gaman að sjá hvað þú
tókst öllum vel, sama hver það
var, þú varst alltaf svo glöð að sjá
alla og allir sem hittu þig tóku
ástfóstri við þig því þú lést öllum
finnast þeir vera svo sérstakir.
Ég á aldrei eftir að kynnast
neinum sem er jafn góðhjartað-
ur, frábær og skemmtilegur og
þú varst. Ég mun alltaf segja
strákunum mínum frá Möggu
ömmu eins og að þú sér ennþá
hjá okkur svo að minningin um
þig hverfi aldrei. Ég mun sakna
þín svo ólýsanlega mikið og þú
munt alltaf eiga stóran part af
hjartanu mínu. Mér líður svo vel
að vita að núna ertu glöð og
ánægð að vera komin til hans afa
eftir allt of langan aðskilnað.
Hvíldu í friði, fallegi engillinn
minn.
Ég elska þig og mun aldrei
gleyma hvað þú varst alltaf góð
við mig.
Kær kveðja
Erla María.
Elsku Magga amma.
Það er ennþá hálfóraunveru-
legt að þú sért farin frá okkur.
Við erum handviss um að þér líði
miklu betur núna og þú sért kom-
in á betri stað, til Friðriks afa,
eftir alltof langan aðskilnað og að
þið fylgist með okkur öllum að of-
an.
Við eigum ótal minningar um
þig, elsku besta amma okkar, og
munum við ávallt búa að þeim.
Álftamýrin spilaði stóran sess í
lífi okkar þar sem okkur leiddist
ekki að fara í heimsókn þangað
og leika okkur með allt dótið eða
horfa á vídeóspólurnar sem þú
hafðir keypt fyrir barnabörnin.
Það var allt leyfilegt hjá Möggu
ömmu. Við systurnar lékum okk-
ur með skartgripina þína og
slæðurnar, allar litríku og fallegu
slæðurnar og bræðurnir fengu
allt sem þeir óskuðu sér. Ósjald-
an náðum við að sníkja nætur-
gistingu sem var það besta sem
til var, fá að kúra uppi í sófa með
ömmu yfir sjónvarpinu, borða
allskyns sætindi sem þú hafðir
upp á að bjóða og toppurinn var
að fá að fara í Kringluna sem var
jú bara örfá skref frá.
Við fórum aldrei svöng frá þér.
Þú varst alltaf í þjónustuhlut-
verkinu, bæði heima og í
vinnunni. Sama hversu oft þú
varst beðin um að setjast niður
og slaka á sussaðirðu bara niður í
slíkum beiðnum og barst fram
hverjar kræsingarnar fram á
fætur öðrum. Þú bakaðir heims-
ins bestu pönnukökur og við
reglulega heimsókn í Álftamýr-
ina voru pönnukökurnar oftar en
ekki á boðstólum og seinna þegar
langömmubörnin komu í heiminn
klikkaði það ekki að þú komst
með pönnukökurnar með þér í
sérhvert afmæli. Ekkert afmæli
var fullbúið fyrr en Magga amma
mætti með pönnukökurnar, al-
gjörlega ómissandi hluti af veisl-
unni. Þá má ekki gleyma hinum
stórbrotna ananasfrómas sem
var borinn fram í eftirrétt í
hverju matarboði.
Þú hafðir afar sterkar skoð-
anir á ýmsu og fórst ekki leynt
með þær margar. Eitt atvik
stendur upp úr fyrir okkur þar
sem þú varst ansi nálægt því að
hringja í útvarpsstjóra til að
kvarta yfir endalausum sýning-
um á fótbolta á RÚV en á móti
alltof lítið sýnt af handbolta.
Barnabarnið þitt var jú komið í
landslið Íslands í handbolta og
því fráleitt að landsmenn fengju
ekki að njóta þess að horfa á
hann spila án þess að þurfa að
greiða fyrir það áskriftargjöld að
íþróttastöð á meðan fótboltinn
fékk að rúlla á ríkissjónvarps-
stöðinni óáreittur. Þetta þótti þér
með ólíkindum.
Þú varst með stærsta hjarta
sem fyrirfinnst í þessari veröld
og snertir við öllum sem þú hittir
og tókst öllum opnum örmum,
sama hvernig á stóð. Þetta risa-
stóra hjarta og þessi yndislegi
persónuleiki er vandfundinn og
við erum endalaust montin af því
að hafa fengið að eiga þig sem
ömmu. Það muna allir eftir
hressu og skemmtilegu Möggu
ömmu okkar. Þú varst svo stolt
af okkur öllum og lést okkur
heyra það hvenær sem við þurft-
um á því að halda.
Við söknum þín, elsku besta
Magga amma okkar. Við erum að
eilífu þakklát fyrir það að hafa
átt svona stóran hlut í lífi þínu, og
þú okkar, og við munum ávallt
halda minningu þinni lifandi hjá
börnum okkar og barnabörnum
Hvíl í friði, besta amma í
heimi.
Rúnar, Margrét,
Aron og Viktoría.
Þá kom kallið, Magga amma
og Friðrik afi hafa sameinast á
ný.
Magga amma varð 90 ára í júlí,
bauð ættingjum og vinum til veg-
legrar veislu, þar kom fólk sem
hún hafði ekki hitt lengi og þótti
henni afar vænt um það, mánuði
síðar var hún tilbúin að kveðja.
Elsku amma, það sem við fjöl-
skyldan höfðum gaman að því að
koma til þín í Álftamýrina og
hlusta á allar sögurnar frá því í
gamla daga, sögur úr Aðalvík-
inni, Hótel City, Sögu, og Hress-
ingarskálanum, minningarnar
hrannast upp, þegar ég var lítill
naut ég þess að vera fyrsta
barnabarnið og man ég að í þess-
um heimsóknum fékk ég sko
verkefni sem ég hafði gaman af,
vaska upp, skrúbba símabekkinn
eða eldhúsbekkinn en eftirminni-
legast er þegar við fórum niður í
geymslu að sækja dót, það er
lyktin sem tók á móti mér,
geymslulyktin ein vekur upp
margar góðar minningar. Spenn-
andi fannst mér að fá að fylla á
vindlingabakkana sem boðið var
upp á í öllum flottum veislum í
Álftamýrinni.
Skemmtilegast fannst mér þó
að koma til þín niður á Hressó til
að fá kökusneið. Alltaf tókst þú á
móti mér með bros á vör.
Talandi um kökur, við gátum
verið viss með það, að amma var
annaðhvort nýbúin að baka eða
var með eina hnallþóru tilbúna
inni í frysti fyrir gesti og gang-
andi, þér fannst svo gaman að
taka á móti gestum. Eins og
Hildur sagði stundum „það er
ekki hægt annað en að elska
hana ömmu þína“ og það er sko
satt, alltaf tókstu á móti okkur
með opinn faðm og fallegum orð-
um, þú lést manni líða eins og
maður væri einstakur, ég er ég
ekki frá því að hundunum okkar
hafi liðið eins.
Þú ert ein af þeim sem maður
vill að hafi eilíft líf. Á tímabili hélt
ég það … það stoppaði þig ekk-
ert, fædd í torfbæ, fékkst berkla
ung að árum, áttir við maga-
vandamál að stríða og nokkrar
sjúkrahúsvistir á seinni árum,
alltaf varst þú mætt aftur heim í
Álftamýrina (að baka). Ég segi
nú bara he, he (eins og þú sagðir
svo oft), þessir kettir sem hafa
níu líf hafa ekki kynnst henni
ömmu minni.
Nú kveð ég með söknuði flott-
ustu stelpuna í Aðalvík og er hún
án efa fallegasti engillinn núna.
Fallegu góðu minningarnar
eru ótal margar, takk fyrir allt,
elsku amma mín, þú verður alltaf
í hjarta mínu og efast ég ekki um
að þú takir á móti okkur seinna
með pönnukökum og draum-
tertu.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
nýtt þessi síðustu ár vel með þér.
Sól að hafi hnígur
hamra gyllir tind,
með söngvum svanur flýgur,
sunnan móti þýðum vind.
Króna hægt á blómum bærist,
brosa þau svo unaðsrík.
Kvölds þá yfir friður færist,
fegurst er í Aðalvík.
(Jón Pétursson.)
Blessuð sé minning þín, elsku
amma, langamma.
Friðrik, Hildur,
Þórkatla og Valgeir.
Þá er komið að því að kveðja
ömmu mína, hana Guðrúnu Mar-
gréti Sölvadóttur. Þessi frábæra
kona fagnaði 90 ára afmæli sínu í
enda júlí og ætlaði sér að fagna
100 ára afmæli sínu tíu árum
seinna. En mánuði eftir afmælið
sitt var hún tilbúin að kveðja
þennan heim og sameinast afa
aftur, manni sínum, honum Frið-
riki Lunddal.
Magga amma er með þeim
yndislegustu og bestu konum
sem ég þekki, hún var alltaf til
staðar fyrir mig og á ég henni svo
mikið að þakka. Ég elskaði
gömlu tímanna þegar við frænk-
urnar vorum að gista hjá ömmu
og fengum að vaða í fataskápinn
og máta öll fötin, skartgripina og
snyrti dótið og sváfum svo allar
prinsessurnar saman í hjóna-
rúminu. Eins þegar við barna-
börnin vorum að leika okkur í
stigaganginum í Álftamýrinni í
leiknum gulur, rauður, grænn og
blár, þegar ég hugsa til baka
finnst mér skrítið að nágrann-
arnir hafi ekki verið brjálaðir af
látunum og hlátrinum í okkur.
Hún var alltaf tilbúin með köku í
ísskápnum eða búin að rúlla upp
pönnukökum sem var borðað
með bestu lyst.
Þegar ég eða einhver annar
kom í heimsókn þá tók hún á
móti manni með svo mikilli ást og
hlýju, hver og einn var svo sér-
stakur þegar hann kom í heim-
sókn „nei, sjáðu hver er komin,
er það ekki Inga Heiða mín“ og
mun ég alltaf geyma þau orð sem
þú sagðir við mig í síðustu heim-
sókn: „Inga Heiða mín, það er
alltaf svo gaman að sjá þig, það
geislar alltaf svo af þér.“
Henni fannst ekki leiðinlegt að
segja sögur, þá sérstaklega frá
sveitinni sinni í Aðalvík og elsk-
aði ég að heyra sögurnar frá
henni. Henni fannst stundum
ekki nóg að segja sögurnar þann-
ig að hún byrjaði að teikna upp
sveitina sína, öll fjöllin og mold-
arkofana. Þegar það var svo ekki
lengur nóg að segja sögur eða
teikna upp sveitina þá komu leik-
arahæfileikar hennar í ljós.
Það er erfitt að hugsa til þess
að við fáum ekki að njóta nær-
veru hennar lengur, þessari
drottningar. Erfitt verður að
fylla það tómarúm sem hún skil-
ur eftir sig en það sem hún
kenndi mun lifa með okkur. Mun
minning hennar lifa í hjörtum
okkar allra og hefur enn einn
verndarengillinn tekið sér sæti
við vaktina.
Elsku amma mín, þú ert ein-
stök kona, með stórt hjarta og
mun ég sakna þín óendanlega
mikið. Ég tek frá sæti og helli í
kaffibolla fyrir þig þegar ég út-
skrifast frá háskólanum þar sem
þú átt part í þeirri gráðu.
Fallið lauf undir fótum mér,
minningin dauf er það sem óttast ég.
Ég lýt höfði er ég hugsa hlýtt um þig
og líkt og fallið lauf færist kuldinn um
mig.
Minning þín stendur eftir hér,
er vindur hvín finnst ég heyr ’ í þér.
Það er sárt að kveðja, elsku hjartans
vinur minn.
En með þungum harmi ég kveð þig um
sinn.
Ég hugsa um þig
og ég sé minningar sem elska ég
og sama hvert ég mun fara
veit ég að þú vakir yfir mér.
Fallið lauf er fokið burt,
það þögnina rauf þó svo smátt og
þurrt.
En það mun skilja sporin eftir sig,
þegar fellur lauf sé ég þig.
(Sverrir Bergmann/Paolo Nutini.)
Blessuð sé minning þín, elsku
amma.
Ingibjörg Aðalheiður
Gestsdóttir (Inga Heiða).
Guðrún Margrét
Sölvadóttir
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ELÍN HELGA ÞÓRARINSDÓTTIR,
Skúlagötu 40,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
laugardaginn 24. ágúst.
Útförin fer fram frá Neskirkju mánudaginn
9. september kl. 13.00.
Þórarinn Gíslason, Bryndís Benediktsdóttir,
Guðný Gísladóttir, Sigurgeir Guðmundsson,
Guðmundur Ingi Gíslason, Vigdís A. Gunnlaugsdóttir,
Hrafnkell V. Gíslason, Björg Eysteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.