Morgunblaðið - 05.09.2013, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2013
Mig langar í
nokkrum orðum að minnast
Skúla Skúlasonar, fyrrverandi
fjármálastjóra og aðstoðarfram-
kvæmdastjóra Stafa lífeyris-
sjóðs.
Ég minnist Skúla fyrst og
fremst sem góðs vinar. Ég
kynntist honum á því umbro-
taári 2008 en mér finnst ég hafa
þekkt hann mun lengur. Mann-
kostir hans komu þá berlega í
ljós. Hann reyndist mér einstak-
lega vel og ég á honum mikið að
þakka. Missir fjölskyldu Skúla,
samstarfsfólks Stafa lífeyris-
sjóðs og annarra vina er mikill
og votta ég þeim mína dýpstu
samúð.
Skúli var einstaklega velvilj-
aður og maður mikilla og aug-
ljósra mannkosta. Hann var
ábyrgur og heiðarlegur. Aldrei
brá skugga á vináttu okkar.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Fyrir skemmstu ræddum við
Skúli um að taka golf og hádeg-
isverð. Við verðum líklega að
taka golfið og hádegisverðinn
síðar við kjöraðstæður, skýjað
en logn.
Í lífinu er allra veðra von.
Mér var brugðið þegar mér bár-
ust til eyrna fréttir af andláti
þínu. Vinátta okkar var traust
og fölskvalaus. Takk fyrir auð-
sýnda vináttu og traust. Þú
reyndist mér vel, hafðir trú á
mér og varst vinur í raun. Bless-
uð sé minning þín.
Karl J. Steingrímsson.
Vinur okkar og félagi Skúli
Skúla lést þriðjudaginn 27.
ágúst eftir margra ára baráttu
við illvígan sjúkdóm. Skúli var
mikill baráttumaður í leik og
starfi, æðruleysi, kjarkur og
kraftur einkenndu Skúla alla tíð.
Við félagar í Golfklúbbi Húsa-
víkur nutum góðs af vináttu
hans og trúmennsku, því alltaf
var Skúli tilbúinn að rétta okkur
hjálparhönd ef hann mögulega
gat. Skúli lék í sveitakeppni GSÍ
fyrir Golfklúbb Húsavíkur, þótt
hann væri fluttur suður yfir
heiðar fyrir mörgum árum. Ótal
minningar lifa með okkur um
Skúla, t.d. þegar hann og vinur
hans Kristján Hjálmars, ungir
drengir, tjölduðu á Katlavelli og
æfðu og léku golf, því þeir vildu
ekki eyða tíma í að fara milli
heimilis og golfvallar. Einbeitni
Skúla til að ná markmiðum sín-
um kom því fljótt í ljós og for-
gjöfin hans í golfinu talaði sínu
máli um það. Við þökkum fyrir
þau ár sem við fengum að njóta
samvista við traustan og ljúfan
vin.
Fyrir hönd félaga í Golfklúbbi
Húsavíkur eru öllum aðstand-
endum og vinum Skúla sendar
innilegustu samúðarkveðjur.
Pálmi Pálmason, formaður
Golfklúbbs Húsavíkur.
Skúli Skúlason
✝ Skúli Skúlasonfæddist á Húsa-
vík 7. október 1964.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 27.
ágúst 2013.
Útför Skúla fór
fram frá Grafar-
vogskirkju 4. sept-
ember 2013.
Hægt er að lýsa
Skúla á afar ein-
faldan hátt. Hann
var drengur góður.
Hann var heið-
arlegur og hrein-
skiptinn og alltaf
vissi maður hvar
maður hafði hann.
Sumum líkaði heið-
arleikinn og hrein-
skiptnin verr en
öðrum í fyrstu og
gátu móðgast og fyrst við. Oft
var hægt að hafa gaman af þeim
samskiptum því ekki bakkaði
Skúli ef hann hafði rétt fyrir
sér.
Allan þann tíma sem ég
þekkti Skúla var hann með
krabbamein en hann greindist
fyrst fyrir tíu og hálfu ári. Hann
sagði mér frá því fljótlega eftir
að við kynntumst en ég held að
sú upplýsing hafi verið óvenju-
leg og einungis komið í kjölfar
þess að hann kom við á leikskól-
anum hjá Markúsi syni sínum
þegar við vorum á leið út á flug-
völl og lét hann hafa vettlinga.
Við vorum hlið við hlið í vélinni
og hann byrjaði að segja mér
frá meininu. Svo horfði hann á
mig í smá stund og sagði: „Það
eina sem ég hef áhyggjur af er
að ég fari það snemma að sonur
minn muni ekki eftir mér.“ Svo
var málið ekki rætt meira og í
þann tíma sem ég þekkti hann
þá barmaði hann sér nánast
aldrei.
Undanfarin tvö ár voru erfið
fyrir Skúla og dró úr atgervi og
orku nokkuð hratt. Hann vann
eins mikið og eins lengi og hon-
um var mögulega unnt og var
alltaf hægt að leita til hans til
að fá ráðleggingar og leiðbein-
ingar. Með honum er farinn frá-
bær starfsfélagi og góður vinur.
Skúli var sómamaður, mikil
fyrirmynd og drengur góður og
votta ég fjölskyldu hans mína
dýpstu samúð.
Óskar Örn Ágústsson.
Þó að allir vissu að það kæmi
að þeirri stund að vinur minn og
einlægur félagi Skúli Skúlason
félli frá eftir áratuga baráttu við
krabbamein, þá brást ég illa við,
þvílíkur baráttumaður og því-
líkur keppnismaður, kvartaði
aldrei við einn eða neinn sama
hversu kvalinn hann var í lokin.
Skúla kynntist ég fyrst í stjórn
Golfklúbbsins Kjalar árið 1999,
hann sem gjaldkeri og síðar for-
maður GKj , hann varð fljótt
mjög virkur í starfi klúbbsins.
Við urðum strax miklir vinir
sem bara styrktist með árunum.
Og þvílíkur kraftur sem fylgdi
þessum góða dreng alla tíð var
með ólíkindum. Golfklúbburinn
Kjölur á honum mikið að þakka
fyrir hans störf í gegnum árin,
við værum ekki með þennan
frábæra 18 holu golfvöll sem við
Kjalarfélagar eigum, án aðkomu
Skúla Skúlasonar.
En elsku vinur, mikið á ég
eftir að sakna okkar tíma sam-
an. Þú sem persóna, elsku kall-
inn minn, varst mér ómetanleg-
ur sem vinur og félagi alla tíð.
Þú kvartaðir aldrei, sama hvað
þú gekkst í gegnum í þinni bar-
áttu í meira en áratug. Eitt at-
vik verð ég að nefna, eftir eina
af mörgum skurðaðgerðum sem
þú fórst í, þá vorum við búnir að
bóka ferð til Manchester á leik
með United á laugardegi. Það
átti að fara í golf á föstud., leik-
inn á laugard., og golf á sun-
nud., og flug heim á mánud. Þú
fórst í aðgerðina á þriðjudegi,
gleymi því aldrei, elsku vinur,
þegar ég kom að heimsækja þig
á fimmtud., tveimur dögum eftir
aðgerð, ég var búinn að afskrifa
ferðina eðlilega, nei nei, stóðst
þú ekki í slopp inni á sjúkrastof-
unni og varst að sveifla hönd-
unum, í golfsveiflu. Ég kom og
spurði, hvað ertu að gera dreng-
ur nýkominn úr skurðaðgerð?
Þú sagðir, ég er góður, við för-
um á morgun, ég finn ekkert til í
saumunum, ég get spilað golf,
sjáðu þetta er í lagi og þú sveifl-
aðir og sveiflaðir og bannaðir
mér að afbóka ferðina. Lækn-
irinn kom stuttu seinna og sagði
að þú færir ekkert, og átti ekki
orð yfir það sem þú varst að
gera og skipaði þér í rúmið. Ég
fór og afbókaði þessa ferð. Síðar
fórum við flotta ferð með Mark-
úsi þínum og Hilmari mínum til
Manchester, og um árið þegar
við fórum um landið og spiluðum
flesta velli á Norður- og Austur-
landi. Gistum á Seyðisfirði í
góðu yfirlæti hjá Guðjóni bróður
og Hrönn. Allar ferðirnar til
Tyrklands, Spánar og Myrtle
Beach, þar náðum við að spila 50
velli, með Steini og Hauk á
nokkrum árum. Danmerkurferð
með bræðrum þínum Bigga og
Steinþóri. Já, minningarnar eru
margar, kæri vinur.
Skúli minn vá hvað ég á eftir
að sakna þín rosalega, svona vin-
áttu tínir maður ekki af trjánum,
það er mér ljóst. Verð að nefna
eitt og það er hvernig þú og
Markús sonur þinn áttuð góðar
stundir saman og stundirnar
með litla ljósinu þínu Unni Kar-
en dóttur Írisar, sem ég veit að
gaf þér mikið.
Ég vil líka nefna alla golf-
hringina og spilakvöldin með
okkur félögunum úr Kili, þeim
Skúla Guðmunds, Dísu, Kjartani,
Hrefnu, Jónsa og Rósu í gegnum
árin.
Elsku Skúli minn, takk fyrir
ómetanlegu stundirnar sem við
áttum saman þessi 15 ár, ég
mun sakna þín mikið, elsku vin-
ur. Ég sendi börnum þínum
Markúsi, Írisi og Hildi og öllum
ættingjum og vinum, mínar inni-
legustu samúðarkveðjur. Takk
fyrir mig, kæri vinur.
Þinn vinur,
Hilmar Harðarson.
Meira: mbl.is/minningar
Elsku hjartans Skúli minn,
mikill er söknuðurinn nú þegar
þú ert farinn.
Það var mikil gleði árið 2007
þegar við hittumst óvænt í Mos-
fellsbænum eftir að ég fluttist
aftur til Íslands. Bernskuvinir
frá Húsavík sem voru óvænt
bæði búsett í sama bæjarfélag-
inu á ný. Skrítið hvernig lífið
togar fólk í allar áttir. Það var
eins og við manninn mælt, við
tókum upp vinasamband sem
enginn skuggi féll á og nærði
okkur þar til yfir lauk. Betri vin
var ekki hægt að hugsa sér, þér
var alltaf svo umhugað um að
passa upp á alla vini þína, hvað
þá börnin þín sem voru þér lífið
sjálft, stolt þitt og ánægja. Ég
þakka hamingjunni að þú hafir
fengið að kynnast afahlutverkinu
áður en þú fórst.
Takk, elsku Skúli minn, fyrir
allar góðu stundirnar okkar,
ferðirnar, matinn, hjólatúrana,
heimsóknirnar, bíókvöldin og allt
sófaspjallið sem við gátum
gleymt okkur við.
Við sjáumst svo síðar, elsku
vinur minn,
Sumir hverfa fljótt úr heimi hér
skrítið stundum hvernig lífið er,
eftir sitja margar minningar
Þakklæti og trú.
Þegar eitthvað virðist þjaka mig
þarf ég bara að sitja og hugsa um
þig,
þá er eins og losni úr læðingi
lausnir öllu við.
Þó ég fái ekki að snerta þig
veit ég samt að þú ert hér,
og ég veit að þú munt elska mig
geyma mig og gæta hjá þér.
Og þó ég fengi ekki að þekkja þig
þú virðist alltaf getað huggað mig,
það er eins og þú sért hér hjá mér
og leiðir mig um veg.
Og þegar tími minn á jörðu hér,
liðinn er þá er ég burtu fer,
þá ég veit að þú munt visa veg
og taka á móti mér.
(Ingibjörg Gunnarsdóttir.)
Elsku Hildur Ósk, Íris Anna,
og Markús Máni, fjölskylda og
vinir, missir ykkar er mikill en
minningin um heilsteyptan og
góðan dreng lifir.
Þín vinkona,
Guðrún Margrét
Þrastardóttir.
Í dag kveðjum við yndislegan
bekkjarbróður okkar, Skúla
Skúlason, sem lést langt fyrir
aldur fram eftir langa og hetju-
lega baráttu við illvígan sjúk-
dóm. Skúli var mikill keppnis-
maður og ætlaði að sigrast á
þessu eins og öðrum stórum
verkefnum sem hann tók sér
fyrir hendur en nú var verkefnið
of stórt. Við minnumst bekkj-
arbróður okkar af hlýhug. Hann
var einstaklega ljúfur, hugul-
samur og greiðvikinn. Einnig
var Skúli afar jákvæður, lífsglað-
ur og þægilegur í alla staði.
Hann var góður námsmaður og
sýndi fljótt mikla hæfileika þeg-
ar kom að hugaríþróttum svo
sem bridds og skák. Skúli var
ekki gamall þegar hann áttaði
sig á notagildi peninga, hann
lagði fyrir og eignaðist ungur
skellinöðru. Bekkjarbræður hans
minnast þess með hlátur í huga
þegar hann seldi þeim hring á
Torginu á skellinöðrunni fínu,
gegn vægu gjaldi. Honum var
ungum treyst til ábyrgðarstarfa
og fór snemma að vinna á skrif-
stofu Fiskiðjusamlags Húsavíkur
þegar við hin í bekknum urðum
starfsmenn á gólfi. Golfíþróttin
átti hug hans allan og hefur ver-
ið hans ástríða frá fermingar-
aldri. Áhuginn var svo mikill að
hann átti það til að tjalda uppi á
Katlavelli þegar hann var ung-
lingur. Í lok júlí var bekkjarmót
á Húsavík og treysti Skúli sér
ekki til að koma en við sökn-
uðum hans sárt.
Við vottum börnum Skúla,
barnabarni, foreldrum, systkin-
um og öðrum aðstandendum og
vinum, okkar innilegustu samúð
og minnumst Skúla með mikilli
hlýju. Minning hans lifir í hjört-
um okkar.
Fyrir hönd bekkjarsystkina á
Húsavík,
Dóra Ármannsdóttir,
Soffía Helgadóttir
og Sigurjón Sigurðsson.
Haustkoman er fögur á Bif-
röst í Borgarfirði. Laufblöð birk-
isins byrjuð að fölna, grasið á
flötunum farið að sölna og í
kyrrð hauststillanna og litanna
verður fegurð staðarins ólýsan-
leg. Inn í þetta umhverfi komum
við, hópur ungmenna á vorskeiði
lífsins, árið 1983, til að hefja
undirbúning að nýju tímabili í
lífi okkar.
Einn í hópnum var Skúli
Skúlason. Kvikur, glaður, bros-
mildur og umfram allt, hjálp-
samur og góðgjarn strákur úr
Þingeyjarsýslu. Skúli var ímynd
hreystinnar, kappsfullur íþrótta-
maður í hverju sem hann tók sér
fyrir hendur, hvort heldur námi,
leik eða starfi. Hann var sífellt
boðinn og búinn til að hjálpa,
ávallt jákvæður og lagði til
lausnir. Áhugi Skúla var einlæg-
ur í hverju því sem hann tók sér
fyrir hendur.
Í 40 manna hópi fer ekki hjá
því að til verði kjarnar þar sem
fólk velur sér félag við þá sem
þeim líkar helst við. Ekki svo að
skilja að hópurinn hafi verið
sundurlaus eða miklar deilur
hafi ríkt, heldur þvert á móti.
En Skúli féll ekki inn í neinn
sérstakan vinahóp. Hann var
einfaldlega sá sem átti auðveld-
ast með að vinna með öllum,
deila gleði sinni með öðrum og
hvetja alla til dáða með vinnu-
semi sinni og dugnaði í fé-
lagsstörfum, íþróttaiðkun eða
námi.
Markmið Samvinnuskólans á
Bifröst var að kenna nemendum
að vera virkir þátttakendur í
hverju því sem við tækjum okk-
ur fyrir hendur og vera óhrædd
við forystu, væri okkur hún fal-
in. Það var því mikil spenna og
eftirvænting í loftinu þegar
hvert og eitt okkar kvaddi skól-
ann sinn, samfélagið og full vona
og bjartsýni héldum við á vit
nýrra áskorana í lífinu. Við viss-
um hvert af öðru og glöddumst
yfir velgengni félaganna, hvort
heldur í einkalífi eða starfi. Fyr-
ir áratug fréttum við að Skúli
hefði greinst með krabbamein,
nokkuð sem ekkert okkar gat
ímyndað sér að ætti eftir að
henda hann. En það fylgdi líka
fréttinni að Skúli væri að berj-
ast með þeim krafti sem við
þekktum hann af en því miður
dugði hann ekki til.
Það hryggir okkur mjög að
horfa á eftir kærum vini okkar,
Skúla, falla frá á sumartíma lífs-
ins, en fá ekki að njóta haustsins
í lífinu. Fá ekki að sjá uppskeru
lífshlaups síns með börnum og
barnabörnum, fá ekki að njóta
návistar við fjölskyldu sína og
vini eða njóta kyrrðar eðlilegs
ævikvölds.
Um leið og við kveðjum okkar
kæra vin þá sendum við að-
standendum Skúla okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
F.h. sambekkinga á Bifröst
árin 1983-1985,
Sigurgeir B. Kristgeirsson.
MBA-hópurinn sem settist á
skólabekk í Háskóla Íslands
haustið 2004 taldi ríflega 40
manns. Hópurinn varð fljótt
samrýndur og hefur félagsskap-
ur og vinátta haldist í gegnum
árin.
Strax varð eftirtektarverður
lágvaxinn, ljóshærður maður í
fremstu röð sem laumaði
hnyttnum athugasemdum inn í
umræður um leið og hann geisl-
aði af hlýju og áreynslulausum
hæfileikum í mannlegum sam-
skiptum.
Þau sem voru svo heppin að
lenda í vinnuhópum með honum
áttu aðstoð hans og vinnuað-
stöðu vísa. Af sinni einstöku
ljúfmennsku miðlaði hann þekk-
ingu og reynslu og var ávallt
reiðubúinn að leggja fram tíma
og vinnu, jafnvel að kenna al-
gjörum byrjanda grunnatriðin í
excel svo dæmin ættu möguleika
á réttri útkomu.
Skúli valdist til forystu í nem-
endaráð okkar og var drifkraft-
ur í félagslífinu. Hann var pott-
urinn og pannan í golfferðum og
jeppaferðum og var einnig höfð-
ingi heim að sækja. Meira að
segja þau sem ekki komust í
Kínaferðina komu heim til Skúla
til að sýna samstöðu þeirra sem
heima sátu og töldu það kvöld
varla síðra en tíu daga ferð
hinna.
Skúli glímdi við veikindi sín
meðan á námi stóð en hafði
helst engin orð þar um og
kímnigáfa hans og æðruleysi var
einstakt. Við höfum fylgst með
ótrúlegri baráttu hans og dáðst
að lífsgleði hans og krafti.
Nú er hópurinn okkar sorg-
mæddur en um leið þakklátur
fyrir að hafa átt Skúla að félaga
og vin. Hann var einstakur, höf-
um við mörg skrifað hvert öðru
nú á þessum síðustu dögum.
Við biðjum Guð að blessa
minningu Skúla og styrkja börn
hans og aðra ástvini.
Fyrir hönd MBA-hópsins,
Margrét Bóasdóttir.
Látinn er langt um aldur
fram samstarfsmaður minn til
margra ára Skúli Skúlason. Það
mun hafa verið árið 1988 sem
Skúli var kynntur fyrir mér
vegna umsóknar um starf hjá
Samvinnulífeyrissjóðnum.
Starfsmaður sem var að hætta
störfum hjá sjóðnum vegna
flutnings út á land hafði bent
Skúla á að tala við mig en þeir
voru báðir ættaðir frá Húsavík.
Eftir upplýsandi samræður réði
ég Skúla á staðnum. Var hann
þá kornungur maður eða ein-
ungis 25 ára. Mér varð fljótlega
ljóst að hér var um að ræða
skarpgreindan og duglegan
starfmann sem vílaði ekki fyrir
sér að ganga í hvaða verk sem
var. Eitt af fyrstu verkefnum
hans var að hefja undirbúning
að betrumbótum á tölvukerfi
sem sjóðurinn hafði fest kaup á.
Náði hann fljótt tökum á kerfinu
þótt sjálfmenntaður forritari
væri. Fyrir tölvubjálfa eins og
mig var ekki slæmt að geta leit-
að til Skúla í þessu sambandi.
Smám saman voru honum falin
aukin verkefni og leið ekki á
löngu þar til hann var orðinn
staðgengill minn. Okkar sam-
starf gekk mjög vel þótt við
værum ekki alltaf sammála.
Skúli sagði alltaf meiningu sína
sem ég tel stóran kost í fari
hvers manns. Áfram var haldið
að nútímavæða sjóðinn og tók
Skúli virkan þátt í því. En Skúli
gerði meira en að vinna fullan
vinnudag hjá sjóðnum. Meðfram
starfi hóf hann að auka við
menntun sína. Fyrst tók hann
stúdentspróf og nokkrum árum
síðar lauk hann BA-prófi í fjár-
málafræðum frá Endurmenntun
HÍ. Seinna ávann hann sér rétt-
indi sem löggiltur verðbréfa-
miðlari. Allt þetta í fullu starfi
og með skerta heilsu gera ekki
nema afreksmenn. Fáum mönn-
um hef ég kynnst sem tóku
veikindum sínum með slíku jafn-
aðargeði eins og Skúli gerði. Í
tæp 11 ár barðist hann við vá-
gestinn mikla og hélt ótrauður
áfram að starfa þrátt fyrir ótelj-
andi áföll. Mikið er þeim ein-
staklingum gefið sem hafa slík-
an kraft bæði andlega og
líkamlega.
Skúli var ekki einungis góður
starfsmaður heldur einnig góður
faðir. Hann var ákaflega stoltur
af börnum sínum og fylgdist vel
með lífi þeirra. Þá var hann í
sérstaklega góðu sambandi við
systkini sín og foreldra sem er
því miður ekki alltaf raunin á.
Nú að leiðarlokum eru Skúla
þökkuð góð og ánægjuleg sam-
skipti í gegnum tíðina. Megi
góður guð styrkja aðstandendur
hans í þeirra miklu sorg.
Margeir Daníelsson.
Við kveðjum Skúla Skúlason
vin okkar og samstarsfmann til
margra ára. Skúli var á margan
hátt fyrirmynd okkar í starfi.
Hann var einstakur að því leyti
að það var sama hve mikið var
að gera hjá honum, ávallt hélt
hann borðinu sínu hreinu og
svaraði öllum tölvupóstum.
Hann var nákvæmur og fylginn
sér og lét ekkert eftir sig liggja
óklárað. Hann var ósérhlífinn og
kláraði sín verkefni af kost-
gæfni. Á 25 ára starfsferli fyrir
Samvinnulífeyrissjóðinn og síðar
Stafi lífeyrissjóð aflaði hann sér
reynslu og yfirburða þekkingar
á lífeyriskerfinu. Þekkingar sem
hann hefur verið óþreytandi við
að miðla til okkar sem tökum nú
við keflinu, stolt af því að hafa
unnið með þessum sómamanni.
Skúli hefði fyrir löngu, sökum
veikinda, getað látið af störfum.
En það var ekki það sem hann
vildi. Síðastliðin fjögur ár hafa
bæði verið erfið og krefjandi
fyrir okkur öll. Á þessum tímum
hefur Skúli staðið eins og klett-
ur með okkur og leyst þau verk-
efni sem að okkur ber. Fyrir
okkur hefur það verið aðdáun-
arvert að upplifa þann styrk
sem Skúli hefur sýnt undanfarin
ár. Þrátt fyrir langvarandi veik-
indi og harða baráttu við
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja
mynd skal senda hana með æviá-
gripi í innsendikerfinu. Hafi
æviágrip þegar verið sent má
senda myndina á netfangið minn-
ing@mbl.is og gera umsjón-
arfólki minningargreina viðvart.
Minningargreinar