Morgunblaðið - 05.09.2013, Page 38
38 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2013
Ég er enn Akureyringur í húð og hár þótt ég sé fluttur hing-að,“ segir Bjarki Eggert Steingrímsson matreiðslumaðursem er fertugur í dag. Hann er Norðlendingur, vann lengi
hjá Bautanum á Aklureyri en 2006 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur,
býr í Grafarholtinu. Þar vinnur Bjarki nú sem sölumaður hjá Slát-
urfélaginu en eiginkonan, Hafdís Hrönn Ágústsdóttir, er aðstoð-
arkona eða klinka hjá tannlækni. Börnin eru þrjú, 16, 14 og átta ára.
Bjarki á tvær systur í Reykjavík en einnig tvo bræður og móður á
Akureyri. Hann segir gott að búa í Grafarholtinu.
„Ég segi að þetta sé nafli alheimsins!“ segir hann hlæjandi. „Það
er stutt í náttúruna, fimm mínútur í berjamó og tvær mínútur í að
veiða silung í Reynisvatni. Maður er bara eins og í sveitinni.“
Höfuðstöðvar Sláturfélagsins eru í Reykjavík og aðalstarf Bjarka
er á fyrirtækjasviði við að selja stórum birgjum á höfuðborgarsvæð-
inu kjötvörur af öllu tagi. Yfirleitt sé því um stóra samninga að ræða
þegar þeir nást. Hann segir að samkeppnin sé hörð enda nokkur öfl-
ug fyrirtæki sem selja kjötvörur á landinu. En þarf ekki að kunna
einhverja sölutækni?
„Eiginlega nóg að vera málglaður, manni má ekki vefjast tunga
um tönn. En það er náttúrlega ágætt að vera með matreiðslu-
menntun, hafa sjálfur unnið með vöruna.“ kjon@mbl.is
Bjarki Eggert er fertugur í dag
Saman Bjarki Eggert Steingrímsson, sölumaður hjá Sláturfélaginu,
ásamt eiginkonunni sem heitir Hafdís Hrönn Ágústsdóttir.
„Má ekki vefjast
tunga um tönn“
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Gunnhildur Þórey
Viðarsdóttir, Hildur
Ösp Vignisdóttir og
Nadija Lóa Atladóttir
héldu tombólu fyrir
utan Hagkaup í
Spönginni. Þær söfn-
uðu 2.900 kr. sem
þær gáfu Rauða
krossinum.
Hlutavelta
Reykjavík Jóhann Ingi fæddist 21.
desember kl. 5.37. Hann vó 3.190 g og
var 49 cm langur. Foreldrar hans eru
Guðrún Arna Jóhannsdóttir og Ari
Freyr Hermannsson.
Nýir borgarar
Hafnarfjörður Haraldur Goði fæddist
18. desember kl. 8.52. Hann vó 3.710 g
og var 52 cm langur. Foreldrar hans
eru Ingibjörg Eiríksdóttir og Helgi
Sævarsson.
G
erður fæddist í Reykja-
vík og ólst þar upp.
Hún lauk stúdentsprófi
frá MR 1963, kenn-
araprófi frá KÍ 1964,
nam landafræði og þýsku við Há-
skólann í Zürich, lauk BA-prófi í
þeim greinum frá HÍ 1969 og prófi til
kennsluréttinda 1971, lauk M.Ed.-
prófi frá Bostonháskóla í Massachu-
setts 1981 og doktorsprófi í mennt-
unarfræðum frá Kaliforníuháskóla í
Berkeley 1994.
Gerður kenndi við Vogaskóla,
Kópavogsskóla og Gagnfræðaskóla
Garðahrepps 1964-74, var skóla-
stjóri Gagnfræðaskólans í Neskaup-
stað og skólameistari Framhalds-
skólans í Neskaupstað (síðar
Verkmenntaskóli Austurlands)
1974-83. Hún var æfingastjóri og síð-
ar kennslustjóri í kennslufræði við
HÍ 1983-96, sinnti námsráðgjöf og
var ráðunautur menntamálaráð-
herra um uppeldis- og skólamál
1988-91 og var fræðslustjóri Reykja-
víkur, síðar sviðsstjóri Menntasviðs
Reykjavíkurborgar 1996-2006.
Undanfarin ár hefur Gerður sinnt
rannsóknum á sviði menntamála, er
nú forstöðumaður Rannsóknastofu
um þróun skólastarfs á Mennta-
vísindasviði HÍ og formaður íð-
orðanefndar í menntunarfræðum.
Gerður var formaður Kenn-
arasambands Kópavogs og Kjós-
arsýslu, fulltrúi á kennaraþingum og
þingum BSRB 1969-80, sat í skóla-
málaráði Kennarasambands Íslands,
í stjórn Félags íslenskra náms-
Gerður G. Óskarsdóttir, fyrrv. fræðslustjóri Reykjavíkur – 70 ára
Með barnabörnum Gerður, ásamt Gunnari Sigurjóni, Ólafi Kjaran, Leu og Soffíu Svanhvíti.
Fer fyrir rannsóknum
á þróun skólastarfs
Stúdentsafmæli Gerður, Guðrún Kvaran og Snjólaug Sigurðardóttir.
AF HVERJU EKKI AÐ FÁ
MEIRA FYRIR MINNA?
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is
Pípulagnahreinsir
Perfect Jet
Síuhreinsihaus Stuðningssæti
U.V. Áburður
fyrir lok
Glasabakki
Yfirborðshreinsir
fyir skel
FituhreinsirFroðueyðir
Síuhreinsir
3499,-
1249,-
2899,-
2899,-2999,-
3299,-
3499,-
4499,-
1999,-
*Öll verð eru m/vsk og birt án ábyrgðar
Úrval fylgihluta fyrir heita potta