Morgunblaðið - 05.09.2013, Síða 42
42 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2013
Z-Brautir og gluggatjöld
Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is
Úrval - gæði - þjónusta
Allt fyrir
gluggana
á einum
stað
Mælum,
sérsmíðum
og setjum upp
Heimsþing alþjóðasamtaka rithöf-
unda, útgefenda og blaðamanna,
PEN, verður haldið í Reykjavík dag-
ana 9. til 12. september. Samkvæmt
upplýsingum frá skipuleggjendum er
von á þrjú til fjögur hundruð gestum
á þingið, rithöfundum, útgefendum
og starfsfólki mannréttindaskrifstofa.
Alþjóðasamtök PEN voru stofnuð ár-
ið 1921 og styðja bókmenntir og tján-
ingarfrelsi, en þau eru elstu starfandi
manréttindasamtökin. Helsta verk-
efni samtakanna er rekstur stofnunar
sem safnar upplýsingum um fangels-
aða og ofsótta höfunda og stendur
fyrir herferðum og beinum aðgerðum
til að fá fólk laust undan því.
Yfirskrift þingsins í ár er: „Digital
Frontiers – Linguistic Rights and
Freedom of Speech“ og verður það
mál rætt frá ýmsum hliðum. Alþjóð-
lega bókmenntahátíðin í Reykjavík er
samstarfsaðili PEN, en þingið og há-
tíðin skarast svo sameiginlegar dag-
skrár verða í Hörpu og Norræna hús-
inu.
Morgunblaðið/Einar Falur
Kynning Að mati Johns Ralston Saul, forseta PEN, veitir alþjóðaþing sam-
takanna hérlendis Íslendingum mikilvægt tækifæri til að kynna sig.
Heimsþing PEN hefst
á mánudaginn kemur
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Hlutverk Bókmenntahátíðar er að
kynna íslenskum lesendum spenn-
andi höfunda utan úr heimi og veita
ferskum straumum hingað til lands,“
segir Stella Soffía
Jóhannesdóttir
framkvæmda-
stjóri Bók-
menntahátíðar í
Reykjavík sem
haldin verður í
ellefta sinn dag-
ana 11.-15. sept-
ember nk.
Spurð um
helstu áherslur
Bókmenntahátíð-
ar í ár segir Stella Soffía að þar beri
hæst tjáningar- og ritfrelsi vegna
samstarfsins við PEN, alþjóða-
samtök rithöfunda, sem halda
heimsþing sitt í Reykjavík dagana
9.-12. september. „Pallborðs-
umræður og aðrir dagskrárliðir þar
sem staða tungumálsins er skoðuð,
hvort öll tungumál séu jafnrétthá og
fleira eru áberandi ásamt spurning-
unni um frelsi okkar til tjáningar og
skrifa. Fjölbreytileiki höfundanna er
einnig eftirtektarverður, en þeir
koma alls staðar að, m.a. frá Búlg-
aríu, Grænlandi, Hvíta-Rússlandi,
Kína, Indlandi og Palestínu. Þá má
líka segja að áherslan í ár sé á þýdd-
ar bækur, en óvenjumargar bækur
eftir höfunda Bókmenntahátíðar
hafa komið út á eða eru að koma út á
íslensku,“ segir Stella Soffía og tek-
ur fram að í raun megi segja að Bók-
menntahátíð þjófstarti jólabóka-
vertíðinni.
„Bókabúðirnar eru nú að fyllast af
nýjum og spennandi verkum höf-
unda Bókmenntahátíðar og lesendur
fá heilmargt fyrir sinn snúð,“ segir
Stella Soffía og nefnir sem dæmi að
væntanlegar í búðir séu bækurnar
Ekkert nema strokleður eftir Mazen
Maarouf, Náttúruleg skáldsaga eftir
Georgi Gospodinov, Söngur Akkiles-
ar eftir Madeline Miller, Horfin arf-
leifð eftir Kiran Desai, Árið sem
tvær sekúndur bættust við tímann
eftir Rachel Joyce og Bréfberinn
eftir Antonio Skármeta auk þess
sem Þorsteinn frá Hamri sendir frá
sér Skessukatla sem er 25. ljóðabók
höfundar. Einnig er væntanlegar
bækur eftir Kim Leine sem og Her-
man Koch, birt verða nokkur ljóð
eftir Ewu Lipska í Tímariti Máls og
menningar, ásamt smásögu eftir
Can Xue og nokkrir smátextar eftir
Jenny Erpenbeck. Þá hafa áður
komið út ljóðaþýðingar Kjell Esp-
mark og Öreigarnir í Lodz eftir
Steve Sem-Sandberg.
Hátíðin ekki síður vinsæl meðal
erlendra útgefenda
Aðspurð segir Stella Soffía hátíð-
ina afar vinsæla meðal erlendra höf-
unda. „En hún er ekki síður vinsæl á
meðal erlendra útgefenda. Frá árinu
2000 hefur erlendum útgefendum
verið boðið að taka þátt, þeir taka
þátt í málþingi útgefenda, hlýða á
upplestra bæði íslenskra og er-
lendra höfunda og styrkja tengslin
við íslenska kollega og mynda ný.
Það hefur gefist afar vel að kynna ís-
lenska höfunda á heimavelli og þykir
mjög eftirsóknarvert á meðal er-
lendra útgefenda að vera boðið á há-
tíðina.“
Spurð hvort dagskrá Bók-
menntahátíðar í ár litist af því að
heimsþing PEN fari fram í aðdrag-
anda hátíðarinnar svarar Stella
Soffía því játandi. „Öll opna dagskrá
PEN-þingsins er í samstarfi við
Bókmenntahátíð, en þar er boðið
upp á pallborðsumræður sem snúast
m.a. um stöðu tungumála og frelsi á
netinu, en vangaveltur um frelsi ein-
staklega á netinu hafa verið háværar
eftir að ljóstrað var upp njósnir yf-
irvalda og fyrirtækja um netnot-
endur. Þá verður einnig haldið sam-
eiginlegt upplestrarkvöld
Bókmenntahátíðar og PEN-þings í
Eldborg, miðvikudaginn 11. sept-
ember þar sem fjöldi rithöfunda
kemur fram auk tónlistarmanna,“
segir Stella Soffía og bendir á að auk
þess verði skipulagðir PEN-höfunda
á kaffihúsum víða um bæinn dagana
fyrir setningu hátíðarinnar.
Bókaball í Iðnó
Beðin að nefna hvað beri hæst á
hátíðinni í ár segir Stella Soffía:
„Hinn 11. september verða liðin 40
ár síðan herinn rændi völdum í Síle.
Af því tilefni hafa Bókmenntahátíð í
Reykjavík og Norræna húsið efnt til
málþings um atburðina í Síle og lýð-
ræðisþróun þar í landi eftir að Pi-
nochet lét af völdum. Meðal þátttak-
enda í þinginu er síleski
rithöfundurinn Antonoi Skármeta,
sem fór í útlegð á áttunda áratugn-
um, en eftir að lýðræði komst á sneri
hann aftur heim. Hann hefur ritað
bæði leikrit og kvikmyndahandrit
sem byggjast á þessum atburðum,“
segir Stella Soffía og bendir á að
Skármeta, sem sennilega er best
þekktur hérlendis fyrir skáldsöguna
um bréfberann sem kvikmyndin Il
Postino byggðist á, muni auk þess
lesa upp í Eldborg hinn 11. sept-
ember og vera í höfundaviðtali í
Norræna húsinu 15. september.
„Í framhaldi af fyrrgreindu mál-
þingi í Norræna húsinu er gestum
boðið í Bíó Paradís þar sem sýnd
verður síleska kvikmyndin No frá
árinu 2012 sem tilnefnd var til Ósk-
arsverðlauna sem besta erlenda
kvikmyndin. Myndin segir frá raun-
verulegum atburðum sem áttu sér
stað í Síle þegar kjósendur völdu að
segja nei við áframhaldandi setu Pi-
nochet á valdastóli.“ Myndin verður
sýnd í almennum sýningum í Bíó
Paradís til 18. september.
„Annar höfundur sem er mikill
fengur að fá til Íslands er hvít-
rússneski rithöfundurinn Svetlana
Alexievitch. Hún hefur skrifað
margar bækur þar sem hún fjallar
um hlutskipti venjulegs fólks sem
upplifir óvenjulega atburði. Bækur
hennar eru oft mörg ár í smíðum, því
hún tekur viðtöl við 500 til 1.000
manns við undirbúning hverrar bók-
ar. Í bókum Alexievitch fá raddir
þessa fólks að njóta sín á mjög
áhrifaríkan hátt, því hún sem skrá-
setjari hefur sig lítið í frammi. Árni
Bergmann hefur þýtt kafla úr nýj-
ustu bók hennar sem hægt verður að
lesa í Tímariti Máls og menningar.
Alexievitch mun bæði taka þátt í
upplestri í Iðnó og spjalla við sænsk-
an útgefenda sinn í Norræna húsinu
fimmtudaginn 12. september,“ segir
Stella Soffía og minnir að lokum á
Bókaballið sem haldið verður í Iðnó
laugardaginn 14. september þar sem
heppnir gestir geta dansað við uppá-
haldshöfundinn sinn. Allar nánari
upplýsingar um hátíðina er á: bok-
menntahatid.is.
Ferskir straum-
ar til Íslands
Bókmenntahátíð í Reykjavík verður
sett í ellefta sinn 11. september nk.
Fjöldi bóka gefinn út samhliða hátíð
Stella Soffía
Jóhannesdóttir
Skáld Sílemaðurinn Antonio Skármeta, Búlgarinn Georgi Gospodinov og Hollendingurinn Herman Koch.
Fjölþjóðabragur Palestínumaðurinn Mazen Maarouf, Indverjinn Kiran Desai og Svíinn Kjell Espmark.