Morgunblaðið - 05.09.2013, Side 43
4 sýningar á 13.900 kr.
HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS
Englar alheimsins (Stóra sviðið)
Fös 6/9 kl. 19:30 23.sýn Sun 8/9 kl. 19:30 25.sýn Mið 30/10 kl. 19:30 Aukas.
Lau 7/9 kl. 19:30 24.sýn Mið 16/10 kl. 19:30 Aukas.
Leikrit ársins 2013 - fullkomið leikhús!
Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið)
Sun 8/9 kl. 14:00 Aukas. Sun 15/9 kl. 13:00 Aukas. Sun 15/9 kl. 16:00 Lokas.
Aðeins þessar þrjár sýningar!
Maður að mínu skapi (Stóra sviðið)
Lau 14/9 kl. 19:30 Frums. Lau 21/9 kl. 19:30 4.sýn Lau 5/10 kl. 19:30 7.sýn
Fim 19/9 kl. 19:30 2.sýn Fös 27/9 kl. 19:30 5.sýn
Fös 20/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/9 kl. 19:30 6.sýn
Nýtt íslenskt leikrit eftir Braga Ólafsson!
Harmsaga (Kassinn)
Fös 20/9 kl. 19:30 Frums. Mið 25/9 kl. 19:30 Aukas. Lau 28/9 kl. 19:30 5.sýn
Lau 21/9 kl. 19:30 2.sýn Fim 26/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 5/10 kl. 19:30 6.sýn
Ofsafengin ástarsaga sótt beint í íslenskan samtíma!
Skrímslið litla systir mín (Kúlan)
Lau 14/9 kl. 12:00 Frums. Lau 21/9 kl. 14:00 4.sýn Lau 28/9 kl. 14:00 7.sýn
Lau 14/9 kl. 14:00 2.sýn Sun 22/9 kl. 12:00 5.sýn Sun 29/9 kl. 12:00 8.sýn
Lau 21/9 kl. 12:00 3.sýn Lau 28/9 kl. 12:00 6.sýn
Barnasýning ársins 2012
Karíus og Baktus (Kúlan)
Lau 5/10 kl. 13:30 Lau 12/10 kl. 19:30
Lau 5/10 kl. 15:00 Lau 12/10 kl. 19:30
Karíus og Baktus mæta aftur í október!
Hættuför í Huliðsdal (Kúlan)
Sun 8/9 kl. 16:00 Frums. Lau 14/9 kl. 16:00 3.sýn
Lau 14/9 kl. 13:00 2.sýn Sun 15/9 kl. 13:00 4.sýn
Hugrakkir krakkar athugið - aðeins þessar sýningar!
Rautt – aftur á svið í kvöld!
Mary Poppins (Stóra sviðið)
Fös 6/9 kl. 19:00 1.k Fös 20/9 kl. 19:00 9.k Fös 4/10 kl. 19:00 17.k
Lau 7/9 kl. 19:00 2.k Lau 21/9 kl. 19:00 10.k Lau 5/10 kl. 19:00 18.k
Sun 8/9 kl. 15:00 3.k Sun 22/9 kl. 13:00 11.k Fim 10/10 kl. 19:00 19.k
Fim 12/9 kl. 19:00 4.k Fim 26/9 kl. 19:00 13.k Mið 16/10 kl. 19:00 20.k
Fös 13/9 kl. 19:00 5.k Fös 27/9 kl. 19:00 14.k Mið 23/10 kl. 19:00 21.k
Lau 14/9 kl. 19:00 6.k Lau 28/9 kl. 19:00 15.k Fim 24/10 kl. 19:00 22.k
Sun 15/9 kl. 15:00 7.k Sun 29/9 kl. 13:00 aukas Fös 25/10 kl. 19:00 23.k
Fim 19/9 kl. 19:00 8.k Fim 3/10 kl. 19:00 16.k
Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala.
Rautt (Litla sviðið)
Fim 5/9 kl. 20:00 1.k Sun 15/9 kl. 20:00 4.k Sun 22/9 kl. 20:00 7.k
Sun 8/9 kl. 20:00 2.k Fim 19/9 kl. 20:00 aukas Fim 26/9 kl. 20:00 8.k
Fim 12/9 kl. 20:00 3.k Fös 20/9 kl. 20:00 5.k Fös 27/9 kl. 20:00 9.k
Lau 14/9 kl. 20:00 aukas Lau 21/9 kl. 20:00 6.k Lau 28/9 kl. 20:00 10.k
Margverðlaunað meistaraverk sem hreyfir við, spyr og afhjúpar.
Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið)
Fös 4/10 kl. 20:00 frums Mið 16/10 kl. 20:00 8.k Fös 25/10 kl. 20:00 15.k
Lau 5/10 kl. 20:00 2.k Fim 17/10 kl. 20:00 9.k Lau 26/10 kl. 20:00 16.k
Sun 6/10 kl. 20:00 3.k Fös 18/10 kl. 20:00 10.k Sun 27/10 kl. 20:00 17.k
Fim 10/10 kl. 20:00 4.k Lau 19/10 kl. 20:00 11.k Fös 1/11 kl. 20:00 18.k
Fös 11/10 kl. 20:00 5.k Sun 20/10 kl. 20:00 12.k Lau 2/11 kl. 20:00 19.k
Lau 12/10 kl. 20:00 6.k Mið 23/10 kl. 20:00 13.k Sun 3/11 kl. 20:00 20.k
Sun 13/10 kl. 20:00 7.k Fim 24/10 kl. 20:00 14.k Fös 8/11 kl. 20:00 21.k
Benni Erlings, Bragi Valdimar og Megas seiða epískan tón - sjónleik
MENNING 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2013
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Rússneski hljómsveitarstjórinn
Dmítríj Kítajenko stjórnar Sinfón-
íuhljómsveit Íslands í Eldborg í
Hörpu í kvöld, á upphafstónleikum
hennar á nýju starfsári. Á efnis-
skránni eru tvö stórvirki eftir rúss-
nesk tónskáld:
Myndir á sýn-
ingu eftir Mú-
sorgskíj og
hljómsveitarsvíta
Rimskíj-Korsa-
kovs, Schehera-
zade.
Kítajenko þyk-
ir með merkari
hljómsveitar-
stjórum samtím-
ans og stýrir
reglulega heimskunnum hljóm-
sveitum á borð við Berlínarfílharm-
óníuna, Sinfóníuhljómsveit Vín-
arborgar og Gewandhaus-hljóm-
sveitina í Leipzig. Hann hefur áður
stýrt SÍ, árið 2001 þegar hljóm-
sveitin hafði aðsetur í Háskólabíói.
Af gamla skólanum
„Hann er einn af þessum rúss-
nesku hljómsveitarstjórum af
gamla skólanum,“ segir Arna
Kristín Einarsdóttir, framkvæmda-
stjóri SÍ, um Kítajenko sem fædd-
ist árið 1940 í Leníngrad í Sovét-
ríkjunum. „Hann er náttúrlega
yngri en Rozhdestvenskíj sem er
önnur goðsögn, svona tíu árum
yngri, en þeir koma úr þessum
jarðvegi sem þetta rússneska veldi
var og voru í þeirri sérkennilegu
stöðu sem listamenn að lokast inni í
landinu,“ bætir Arna við. Kítajenko
var skipaður aðalstjórnandi Fíl-
harmóníuhljómsveitarinnar í
Moskvu árið 1976 og kom henni í
fremstu röð en árið 1990, eftir fall
Sovétríkjanna, fluttist hann til
Vesturlanda og gegndi aðalstjórn-
andastöðum við Útvarpshljómsveit-
ina í Frankfurt og Fílharmóníu-
hljómsveitina í Bergen. Arna segir
Kítajenko afar tæknilegan hljóm-
sveitarstjóra sem hafi hljómsveit-
ina fullkomlega á valdi sínu. „Hann
þarf ekkert að segja, bara sýna.
Þetta verður eins og galdur í hönd-
unum á honum.“
– Nú hlýtur hljómsveitin að læra
eitthvað nýtt með hverjum hljóm-
sveitarstjóra hvað varðar túlkun á
þessum verkum?
„Já, það er náttúrlega engin
spurning. Hljómsveitarstjórinn
þarf að ná því besta út úr hljóð-
færaleikurunum. Hljóðfæraleikar-
arnir eru hans hljóðfæri. Þegar
maður hlustar á verk eins og þarna
er verið að flytja, Myndir á sýningu
eða Scheherazade, „standard“
stykki, getur verið ótrúlega mikill
munur á flutningi eftir stjórn-
endum þannig að þeir móta þau
vissulega með sínum hætti. Þess
vegna er lifandi flutningur svona
spennandi, þessi lifandi mótun sem
á sér stað,“ segir Arna. „Tónlistin
leiðir mann inn í ákveðna sögu, eins
og í Scheherazade sem er 1001
nótt. Þú ferð inn í þennan tónheim,
situr inni í Hörpu en ert svo kom-
inn í einhverja aðra vídd. Það eru
tónarnir sem kalla það fram og það
er galdurinn í þessu.“
Spennandi tímar
– Þú ert nýtekin við sem fram-
kvæmdastjóri hljómsveitarinnar.
Hvernig leggst starfið í þig?
„Mjög vel. Ég þekki þetta orðið
ansi vel af því ég hef bæði verið
hljóðfæraleikari og tónleikastjóri
hjá hljómsveitinni. Og núna er
maður tekinn við rekstrinum þann-
ig að ég þekki vel til og veit alveg á
hvaða hlutum mig langar að taka
strax.“
– Þú tekur við starfinu á góðum
tíma, það er mikill uppgangur hjá
Sinfóníuhljómsveit Íslands.
„Já, þetta eru ótrúlega spenn-
andi tímar og það magnaðasta við
þetta allt saman er að fá þennan
mikla stuðning áheyrenda, þeim
hefur fjölgað um 100% frá því við
vorum í Háskólabíói. Þegar ég var í
meistaranámi í menningarstjórnun
á Bifröst skoðaði ég reynslu ann-
arra hljómsveita af því að flytja í
ný tónlistarhús, skoðaði nokkrar
hljómsveitir en aldrei nokkurn tíma
sá ég tölur á borð við þessar. Þann-
ig að þetta er magnaður árangur
og við erum ótrúlega þakklát fyrir
þessi viðbrögð. Við erum með mjög
flott og markvisst markaðsstarf
sem hefur skilað sér en þetta er
fyrst og fremst af því að fólki finnst
gaman að koma á tónleika og nú er
þetta allt önnur upplifun, í Hörpu.
Við þökkum það líka spennandi
efnisskrá sem við bjóðum upp á allt
starfsárið og síðast en ekki síst
okkar frábæru hljómsveit.“
Tónleikarnir í kvöld hefjast kl.
19.30. Frekari upplýsingar má
finna á vef SÍ, sinfonia.is.
„Eins og galdur í
höndunum á honum“
Dmítríj Kítajenko stjórnar SÍ á upphafstónleikum
Ljósmynd/Gert Mothes
Mikilsvirtur Rússneski hljómsveitarstjórinn Dmítríj Kítajenko þykir með þeim fremstu í heiminum í dag.
Arna Kristín
Einarsdóttir
Málstofa um Jón lærða Guðmundsson
(1574-1658), einn sérstæðasta Íslend-
ing siðskiptaaldar, verður haldin í dag
kl. 16 í bókasal Þjóðmenningarhússins
í tilefni af útgáfu bókarinnar Í spor
Jóns lærða. Þar munu nokkrir af höf-
undum bókarinnar flytja erindi um
viðfangsefnið og verður einnig boðið
upp á tónlistaratriði. Ritstjóri bók-
arinnar er Hjörleifur Guttormsson.
Hið íslenska bókmenntafélag gefur
bókina út og býður upp á hressingu að
málstofu lokinni. Ritstjóri Hjörleifur Guttormsson.
Málstofa um Jón lærða