Morgunblaðið - 05.09.2013, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 05.09.2013, Qupperneq 48
FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 248. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Ariel Castro fannst látinn 2. Svíakonungur segir betra að búa.. 3. Drap son sinn út af soðnu eggi 4. Snowden undarlegur náungi »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Nýjasta kvikmynd leikstjórans Ró- berts I. Douglas, This is Sanlitun, verður opnunarmynd Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, sem hefst 26. september nk. Myndin var tekin í Kína og segir af Gary nokkrum sem heldur til Peking til að slá í gegn en tekst ekki að ganga í augun á kínverskum fjárfestum og fer að kenna ensku. „Þegar kínversk fyrrverandi eiginkona Garys og sonur þeirra koma til skjalanna sést það betur og betur af hverju Gary hefur í hyggju að vera um kyrrt í Peking,“ segir um söguþráð myndarinnar í til- kynningu. Róbert er leikstjóri mynd- arinnar og einn handritshöfunda. Í öðrum RIFF-fréttum er það helst að stuttmyndin Hvalfjörður eftir Guð- mund Arnar Guðmundsson verður frumsýnd á Íslandi á hátíðinni 30. september nk. en myndin vann til verðlauna í flokki stuttmynda á Cannes-hátíðinni í Frakklandi í vor. Þá hefur RIFF einnig blásið til einnar mínútu stuttmyndasamkeppni en þær myndir sem sendar eru til keppni eiga að vera nákvæmlega mínúta að lengd. Frekari upplýsingar um keppn- ina og RIFF má finna á riff.is. This is Sanlitun opnunarmynd RIFF  Fjórtándu og síðustu tónleikarnir til heiðurs söngvaranum Freddie Mercury verða haldnir í Háskólabíói 19. október nk. Uppselt hefur verið á þá 13 tónleika sem haldnir hafa verið og hafa yfir 35 þúsund manns hlust- að á smelli Mercurys í flutningi þjóð- kunnra tónlistar- manna, m.a. söngvarans Eiríks Hauks- sonar. Yfir 35 þúsund manns á heiðurstónleikum Á föstudag Suðvestan 5-13 m/s og bjartviðri fyrir austan, annars skýjað og úrkomulítið. Hiti 8 til 16 stig. Á laugardag Vaxandi suðlæg átt, 13-20 m/s vestantil síðdegis og rigning, en 5-13 fyrir austan og bjart að mestu. Hlýnar lítið eitt. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestlæg átt, 3-8, en suðvestan 5-10 og síðar 8-13 um landið norðvestanvert. Bjart með köflum og yfirleitt þurrt. VEÐUR „Það hefði verið algjör skandall ef við hefðum ekki náð að rífa okkur upp úr deildinni, alla vega í okkar huga. Þetta var stefnan frá upphafi,“ segir Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir, fyrirliði Fylkis í knattspyrnu. Fylkir hefur tryggt sér sæti í Pepsi-deildinni á nýjan leik eftir árs fjarveru. Liðið hef- ur ekki tapað leik í 1. deild í sumar og mætir ÍA í úrslita- leik á laugardag. »2 Stefnan var að fara beint upp „Það var eiginlega hápunkturinn hjá mínum leikmönnum að fá að hitta Ólaf Stefánsson, hvað þá að taka í höndina á honum. Hann er svo stórt nafn í alþjóðlegum handknattleik eft- ir sinn frábæra feril sem leikmaður,“ segir Jónatan Þór Magnússon, þjálf- ari og leikmaður norska B-deildar- liðsins Kristiansund, sem var með sveit sína í vikulöngum æfingabúðum hér á landi. »4 Hápunkturinn að hitta Ólaf Stefánsson ÍR-ingar hafa ákveðið að senda sveit sína til leiks í Evrópukeppni félags- liða í frjálsum íþróttum í lok maí á næsta ári. ÍR teflir fram bæði kvenna- og karlaliði en það kemur í ljós í næsta mánuði hvar keppt verður. Ís- land hefur ekki átt fulltrúa í keppn- inni síðan árið 1993. ÍR fór síðast í keppnina árið 1990 og sendi þá einn- ig kvennalið. »1 ÍR tekur þátt í Evrópukeppninni ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Árið 1946, þegar Gunnar Finnsson var nýorðinn sex ára, fékk hann mænusótt, einnig þekkt sem lömunarveiki. Hún var þá algeng- ur sjúkdómur en árið 1955, þegar bóluefni við mænusótt kom fram, var henni nánast útrýmt. Nú er veikin einungis landlæg í þremur ríkjum og í dag setur UNICEF af stað söfnun fyrir bóluefni með það að markmiði að útrýma veikinni endanlega úr heiminum. Síðasti mænusóttarfaraldurinn geisaði hér árið 1955, ári síðar var byrjað að bólusetja gegn veikinni á Ís- landi. Gunnar segir að veikin hjá sér hafi byrjað með slappleika og þreytuverkjum en síðan man hann ekki meira, næstu dagar eru í óminnisþoku. „Lömunin lagðist á brjóstkassa og öndunarfæri, ann- an handlegginn að ofan og hinn að neðan en fæturnir sluppu sæmi- lega. Ég var rúmliggjandi í fleiri mánuði,“ segir Gunnar. Engin meðferð var til við veikinni hér heima en foreldrar Gunnars sendu hann á spítala í Danmörku þar sem hann dvaldi í tæpt ár. Einnig gekkst hann undir tvær miklar bakskurðaðgerðir í Boston á upp- vaxtarárunum. Bólusetning mikilvæg Gunnar komst á ról aftur þegar hann var á áttunda ári, en veik- indin höfðu áhrif á allt hans líf. „Mænusóttarfaraldurinn kom í bylgjum, það kom bylgja 1946 og síðan um haustið 1955 og þá var öllum skólum frestað í nokkrar vikur vegna faraldursins.“ Líkamlegur styrkur Gunnars varð aldrei samur eftir veikindin en hann segist þó hafa verið lán- samur maður. „Auk hvetjandi for- eldra á ég stuðningsríka eiginkonu og góða vini, og var svo heppinn að geta menntað mig,“ segir Gunnar, sem er viðskiptafræð- ingur og MBA. Þá starfaði hann í 33 ár hjá Alþjóðaflugmálastofn- uninni, síðast sem varafram- kvæmdastjóri. Gunnar er nú for- maður Hollvina Grensáss. En sagan er ekki öll. Þegar Gunnar var 56 ára gamall fékk hann svokallað post-polio synd- rome sem lýstir sér í auknu mátt- leysi og/eða lömun. Er það afleið- ing mænusóttarinnar sem hann fékk fimmtíu árum áður. Í starfi sínu hjá Alþjóða- flugmálastofnuninni ferðaðist Gunnar til þróunarlandanna og þar sá hann víða bæklað fólk vegna mænusóttar sem bjó við hörmulegar aðstæður. „En auk þeirrar skelfingar er hræðilegt til þess að vita að jafnvel í hinum þróaða heimi er til fólk sem van- rækir að láta bólusetja börnin sín.“ Hafði áhrif á allt hans líf  Fékk mænusótt sex ára gamall Morgunblaðið/Ómar Gunnar Lömunarveikin lagðist þungt á hann og gekkst hann undir bakskurðaðgerðir í Boston á uppvaxtarárunum. „Klárum málið“ er yfirskrift átaks UNICEF á Íslandi og Tes & kaffis sem hefst formlega í dag og stendur út mánuðinn. Markmiðið er að vekja athygli á þeim mikla árangri sem náðst hefur í baráttunni gegn mænusótt og bjóða landsmönnum að taka þátt í barátt- unni við að útrýma veikinni á heimsvísu. Í dag er veikin einungis landlæg í þremur ríkjum, Nígeríu, Pakistan og Afganistan, og á 25 árum hefur mænusóttartilfellum fækkað um meira en 99%. Af hverjum seldum drykk í september gef- ur Te & kaffi andvirði einnar bólusetningar, sem kostar 25 kr., gegn mænusótt. Jafn- framt býðst landsmönnum að styðja átakið með því að senda sms-ið stopp í númerið 1900 og gefa þannig 250 kr. Heimasíða átaksins er www.unicef.is/maenusott. UNICEF ætlar að klára málið SAFNA FYRIR BÓLUSETNINGUM GEGN MÆNUSÓTT Stúlka frá Pakistan þar sem mænusótt er enn landlæg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.