Morgunblaðið - 04.10.2013, Qupperneq 18
18 | MORGUNBLAÐIÐ
Fáir eru næmari á ökumenninguna
en einmitt ökukennararnir. Guðrún
segir hvorki hægt að segja að um-
ferðarmenningin á Íslandi hafi
batnað eða versnað síðustu árin
og virðast bílstjórar enn glíma við
sömu brestina. „Einkum þykir mér
vanta aukna tillitssemi við aðra
ökumenn og eins að halda góðu
bili á milli bíla á ferð. Þegar kemur
að ökukennslunni sjálfri sýna flest-
ir viðeigandi nærgætni en þó er
alltaf einn og einn sem ekur of
ógætilega í kringum nemandann.“
Hún segir að allir mættu kynna
sér og tileinka sér nýútkominn um-
ferðarsáttmála. „Ef allir sýna svo
hver öðrum smá þolinmæði og til-
litssemi í umferðinni, brosa fram-
an í náungann og tileinka sér ein-
faldar kurteisisreglur sem
nýútkominn umferðarsáttmáli fel-
ur í sér getum við í sameiningu
fækkað óhöppum og slysum enn
meira.“
Umferðarsáttmálinn er svo-
hljóðandi:
Ég er aldrei undir áhrifum í umferð-
inni
Ég gef stefnumerki í tæka tíð
Ég virði hraðamörk
Ég læt hvorki síma né annað trufla
mig
Ég fer ekki yfir á rauðu ljósi
Ég held hæfilegri fjarlægð
Ég þakka fyrir mig
Ég nýti „tannhjólaaðferð“ þegar við á
Ég held mig hægra megin
Ég er sýnileg(ur)
Ég legg löglega
Ég tek mið af aðstæðum
Ég sýni ábyrgð
Vantar enn á
tillitssemina
Þ
egar Guðrún Sigurfinns-
dóttir lærði sjálf að aka
bíl átti hún í mestu vand-
ræðum með að finna
kvenkyns ökukennara.
„Hjá þeim fáu konum sem störfuðu
við ökukennslu á þessum tíma var
löng bið eftir plássi. Það var strax
þá sem þessi draumur tók að
blunda í mér: að þörf væri á fleiri
kvenkyns ökukennurum og ég gæti
þar lagt mitt lóð á vogarskálarnar.“
Guðrún segist annars ekki vera
með mikla bíladellu, ólíkt því sem
staðalímynd ökukennarans myndi
láta mann halda. Segir hún næga
ökudellu að finna í fjölskyldunni hjá
föður hennar og fjórum eldri bræðr-
um. „Raunar er ég ekki einu sinni
með meirapróf, sem var skilyrði
fyrir ökukennsluréttindum allt þar
til breytingar voru gerðar á reglum
um námið árið 2006. Þá var tekið
upp 30 eininga nám til ökukennslu-
réttinda við Kennaraháskólann og
krafan um meirapróf afnumin. Ég
beið ekki boðanna, skráði mig í
námið og útskrifaðist þremur önn-
um síðar,“ útskýrir hún en í náminu
er m.a. farið í kennslufræði, náms-
sálfræði og uppeldisfræði til við-
bótar við mikið nám á sviði aksturs
og umferðar.
Algjör einbeiting
Starf ökukennarans hefur reynst
Guðrúnu bæði gefandi og krefjandi.
Gaman hafi einnig verið fyrir hana
að verða hluti af ökukennarastétt-
inni á tímum áhugaverðra breytinga
og framfara í akstursnámi.
Ökukennsla getur verið lýjandi
og ætti ekki að koma á óvart að það
getur reynt á taugarnar að sita í
farþegasætinu hjá ökumanni sem er
að halda um stýrið í fyrsta sinn.
Hún man enn vel eftir stressinu
sem fylgdi því að leyfa fyrsta nem-
andanum að stíga á bensíngöfina.
„Ég get ekki neitað því að dagarnir
geta verið erfiðir ef margir nýliðar
eru í kennslu og það krefst mikillar
orku að vera með algjöra einbeit-
ingu og athygli við bæði það sem
nemandinn er að gera og aðrir í um-
ferðinni.“
Guðrún starfar hjá Ökuskóla 3,
Ökukennslan reynir stundum á taugarnar
Man vel eftir stressinu
þegar hún tók við fyrsta
nemandanum í öku-
kennslu. Breyttar
áherslur í kennslu og
breytingar á reglum um
óreynda ökumenn virð-
ast vera að skila sér í
fækkun slysa
Morgunblaðið/Rósa Braga
Samtaka „Ef allir sýna svo hver öðrum smá þolinmæði og tillitssemi í umferðinni, brosa framan í náungann og tileinka sér
einfaldar kurteisisreglur getum við í sameiningu fækkað óhöppum og slysum enn meira,“ segir Guðrún Sigurfinnsdóttir.
kennslumiðstöðinni við Borgartún
þar sem SVR var áður til húsa. Með
nýlegum breytingum á reglum um
ökunám var þessi nýja kennslustöð
tekin í gagnið en þar hafa nem-
endur afnot af sérhæfðum kennslu-
tækjum sem geta m.a. hermt eftir
aðstæðum í hálku og sömuleiðis
hermt eftir þeirri upplifun að vera
um borð í bíl sem veltur. „Við Öku-
skóla 3 er sömuleiðis farið ítarlega í
forvarnir varðandi akstur undir
áhrifum áfengis og fíkniefna, og
ábyrga hegðun í umferðinni,“ út-
skýrir hún en ökunám er þannig
skipulagt í dag að fyrst kemur inn-
gangsnám í Ökuskóla 1 samhliða
fyrstu ökutímunum, þá æfingakstur
og Ökuskóli 2 með ítarlegra bóklega
námi og loks að nemendur þurfa að
klára námsefnið hjá Ökuskóla 3 til
að mega þreyta verklega ökuprófið.
Slysunum fer fækkandi
Segir Guðrún að þetta nýja fyr-
irkomulag á náminu virðist vera að
ná tilætluðum árangri um að draga
úr dauðsföllum og slysum á ungu
fólki í umferðinni. „Bæði varð sú
nýbreytni árið 2007 að handhafar
bráðabirgðaskírteinis sem fá fjóra
punkta fyrir umferðarbrot eru sett-
ir í akstursbann, þurfa að sitja sér-
stakt námskeið og þreyta próf að
nýju áður en banninu er aflétt, og
árið 2010 var Ökuskóli 3 settur á
laggirnar. Nýustu tölur frá Umferð-
arstofu benda til þess að slysum á
ungum ökumönnum hafi fækkað og
má eflaust þakka það þessum ný-
legu úrræðum í forvörnum, eftirliti
og kennslu.“
ai@mbl.is
Hjá þeim fáu konum sem
störfuðu við ökukennslu á
þessum tíma var löng bið
eftir plássi. Það var strax
þá sem þessi draumur tók
að blunda í mér.
Guðrún segir hægt að greina einhver merki þess að niður-
sveiflan í hagkerfinu hafi dregið úr ásókn í ökunámið. Sjálf
finnur hún ekki fyrir að nemendum fækki en heilt yfir stéttina
virðist sem fleiri ungmenni dragi það ögn að læra að aka bíl.
Hún segir líka allan gang á því hvernig námið er borgað: sum-
ir unglingarnir verði greinilega að greiða fyrir ökutímana
sjálfir, en aðrir fá kennsluna að göf frá foreldrum sínum og
enn aðrir deila kostnaðinum.
Þann tíma sem hún hefur fengist við ökukennsluna segir
Guðrún ekki hægt að greina að nemendurnir hafi farið batn-
andi eða versnandi en hins vegar geti verið mikill munur á
milli nemenda í sama árganginum. „Þroski unglinga við bíl-
prófsaldur getur verið æði misjafn. Sumir eru mjög þroskaðir,
agðir og samviskusamir, en aðrir eru enn að taka út þroska
og þurfa að læra að hegða sér rétt undir stýri. Greina má hjá
sumum ungu mönnunum að þeir hafa fengið margar af sín-
Með ranghugmyndir úr tölvuleikjum
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Umferð Aðstaða til ökukennslu hefur batnað með kennslubílum sem herma m.a. eftir hálku.
um hugmyndum um akstur úr tölvuleikjum og þurfa sér-
stakalega mikla tilsögn fyrir vikið.“
Reglulega koma upp í þjóðfélagsumræðunni hugmyndir
um að hækka bílprófsaldurinn eða gera skilyrðin fyrir öku-
leyfi enn strangari. Guðrún segist sjálf vera efins um að það
að bæta t.d. einu ári við bílprófsaldur myndi breyta miklu um
slysatíðni. „Áhugaverðastar þykja mér þær hugmyndir að
skírteini ungra ökumanna hafi þær takmarkanir að þeir megi
ekki aka með marga farþega, eða ekki hafa farþega í bílnum
seint á kvöldin og um helgar. Kemur þessi hugmynd til af því
að verstu slysin virðast henda þegar ungu ökumennirnir eru
á ferðinni að skemmta sér með vinum sínum. Athyglin er þá
stundum við annað en veginn eða að menn fara að metast,
sýnast og eggja hver annan áfram í hegðun sem ekki á heima
í umferðinni. Sumir hafa þroskann til að láta ekki undan
svona þrýstingi og aka af ábyrgð, en aðrir fara sér að voða.“
2ja ára ábyrgð á Iveco
varahlutum
Dalvegur 6-8
201 Kópavogur
Sími 535 3500
www.kraftvelar.is
kraftvelar@kraftvelar.is
H
2
h
ö
n
n
u
n
eh
f.
Umboðsaðili fyrir Iveco á Íslandi
og vinnu við að setja varahlutinn í ef viðgerð fer fram hjá
Kraftvélum.*
Bjóðum varahluti á góðu verði.
*Nema um venjulegt slit sé að ræða