Morgunblaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 24
M
eð réttu filmurnar í
gluggunum getur fal-
legur bíll orðið enn fal-
legri en Úlfar Gauti
Haraldsson, rekstrar-
stjóri hjá AMG Aukaraf, segir þó
margar aðrar ástæður fyrir því að
bíleigendur velja að láta setja film-
ur á rúðurnar.
Frá árinu 1996 hefur AMG
Aukaraf þjónustað íslenska öku-
menn með ýmsum vörum sem gera
bílinn glæsilegri, betri og skemmti-
legri, s.s. hljómtækjum, örygg-
istækjum, radarvörum og alls kyns
ljósabúnaði, en filmurnar hafa þó
alltaf verið í aðalhlutverki og sinnir
fyrirtækið filmuísetningum fyrir
tvö af stærri bílaumboðunum á Ís-
landi.
Næði og róleg börn
„Sumir setja filmur á rúðurnar út-
litsins vegna en aðrir vilja dekkja
rúðurnar til að fá aukið næði í bíln-
um eða til að hlífa börnunum við
beinu sólarljósi í bílnum. Ef sólin
skín beint í augun á börnunum
verða þau fljótt önug og óróleg og
geta truflað ökumanninn. Einnig er
algengt að sett sé dökk filma á rúð-
urnar í breyttum jeppum, til að
vinna gegn snjóblindu í jöklaferð-
um og hleypa ekki allri birtunni af
hvítri ísbreiðunni inn í bílinn,“ segir
Úlfar og bætir við að AMG Auka-
raf hafi einnig gerst aðsópsmikið á
fasteignamarkaði og setji sól-
arvarnarfilmur á glugga bygginga
til að draga úr hitamyndun innan-
dyra. Að auki býður fyrirtækið upp
á öryggisfilmur sem hafa þann kost
í för með sér umfram aukið öryggi
að draga nær algjörlega úr upplit-
un á húsmunum og gólfefnum inn-
anhúss.
Filmurnar fara ekki bara á gler-
ið, heldur líka á „boddíið“ á bílnum.
Að sögn Úlfars færist í aukana að
bílar séu skreyttir með því að
leggja filmu á vel valda staði, s.s. á
húddið eða þakið, eða að glær hlífð-
arfilma er sett á álagsfleti til að
verja lakkið gegn skemmdum.
„Ein vinsælasta varan okkar í
dag eru svokallaðar „karbónfilmur“
sem herma eftir útliti koltrefjaefna.
Mörgum þykir mjög skemmtileg sú
áferð og litur sem er á bílhlutum úr
koltrefjum og er þetta ódýr en
skemmtileg leið til að gera bílinn
sportlegri og gefa honum aukinn
persónuleika. Að kaupa alvöru kol-
trefjaíhluti er ekki á margra færi
enda kosta slíkir partar hvítuna úr
augunum og gott betur, en filman
gefur svipaða útkomu.“
Veitir ekki af góðri lýsingu
Einnig hefur LED- og Xenon-
ljósabúnaður komið sterkur inn á
síðustu árum. „Þar sem Íslendingar
búa við skammdegi stóran part af
árinu er góð lýsing bráðnauðsynleg.
LED-vinnuljós gefa gríðarlega
birtu en orkuþörfin er bara brot af
því sem menn þekkja með hefð-
bundnum ljósum. Xenon-kastarar á
bíla gera ökumönnum kleift að sjá
mun lengra og betur fram á veginn
en áður og sama gildir um Xenon-
perur í aðalljós og kastara.“
Grjótvarnarfilmur hjálpa til við
að koma í veg fyrir litlar dældir og
skrámur af grjótkasti. „Bílaleig-
urnar nota þennan möguleika mjög
oft á sína bíla en sömuleiðis séðir
bíleigendur sem vilja fara vel með
lakkið, halda bílnum fallegum og
eiga von á betra endursöluverði
þegar þar að kemur. Þessi filma er
t.d. sett á brettakantana eða á
hurðarsílsa þar sem farþegar stíga
mikið á eða sparka óhreinindin
undan skósólunum.“
Væri jafnvel hægt að setja filmu
á allan bílinn og láta hann þannig
skipta alfarið um lit. Úlfar segir
heilklæðningu yfirleitt aðeins gerða
í tilviki fyrirtækjabíla en geti þó vel
komið til greina í stað sprautunar.
„Þegar filman er svo tekin af þá er
lakkið alveg eins og nýtt.“ ai@m-
bl.is
Ósýnilegt Varnarfilmur hlífa lakkinu frá skemmdum en sjást ekki þegar þeim hef-
ur verið komið á sinn stað eins og sést á þessari „fyrir og eftir“ mynd.
Morgunblaðið/Ómar
Útlitið „Að kaupa alvöru koltrefjaíhluti er ekki á margra færi enda kosta slíkir partar hvítuna úr augunum og gott betur, en
filman gefur svipaða útkomu“ segir Úlfar um hvernig gera má bílinn sportlegri án þess að þurfa fyrst að ræna banka.
Filmur gera skemmtilega hluti fyrir bílinn en geta líka
haft mikið að segja með þægindi farþega. Tímabært
að leyfa glærar filmur á fremri rúðum í öryggisskyni.
LED-vinnuljós gefa gríðarlega birtu en orkuþörfin er bara
brot af því sem menn þekkja með hefðbundnum ljósum.
Karbónfilmurnar
gefa útlitið sem
sóst er eftir
24 | MORGUNBLAÐIÐ
Íslensk lög banna að filma eða filmu-
þekjandi efni af nokkru tagi sé haft á
bílrúðum fyrir framan bílstjóra. Úlfar
segir tímabært að endurskoða ákvæði
laganna því sumar tegundir filma hafi
mikið öryggisgildi og skerði ekki sýni-
leika út úr bílnum. Hann segir lögregl-
una hafa sett fram þau rök að mik-
ilvægt sé að geta séð hver er undir
stýri, og eins verði ökumaður vitaskuld
að sjá eins vel á veginn og umhverfi sitt
og frekast er unnt. „En filmur hafa líka
það hlutverk að verja farþegana fyrir
slysum og er hægt að velja mjög ljósar
filmur sem hafa svo til engin áhrif á
sýnileika glersins en auka verulega á
öryggið,“ útskýrir Úlfar.
Hann segir að þó að framrúðan á öll-
um bílum sé úr öryggisgleri sem ekki
molnar í spað við árekstur þá séu hlið-
arrúðurnar yfirleitt aðeins gerðar úr
einföldu gleri. Einhver algengustu slys-
in í árekstrum eru skurðir sem verða á
ökumanni og farþegum þegar þessar
rúður brotna og flugbeittum glerbrot-
unum rignir yfir innra rými bílsins.
„Filma myndi draga úr þessari slysa-
hættu en er ekki leyfileg á fremri hlið-
arrúðum þar sem lögin banna undan-
tekningalaust allar filmur. Lögin ættu
frekar að setja ákveðin mörk á hversu
mikið ljós glerið og filman má að há-
marki stöðva og með einföldum ljós-
mæli væri hægt að gæta að því á skoð-
unarstöðvum að sýnileiki sé ekki
skertur þó svo að filmu hafi verið komið
fyrir á fremri rúðum bílsins.“
Lögin eru of
ströng
Ein af þeim vörum sem seljast vel hjá
AMG Aukaraf um þessar mundir er bún-
aður sem gerir mögulegt að kveikja á
bílnum með fjarstýringu. Úlfar segir
hægt að setja slíkan búnað í alla sjálf-
skipta bíla og auki hann mjög á þæg-
indin yfir vetrartímann auk þess að fara
betur með bílvélina í köldum akstri.
„Eitt það versta sem hægt er að gera
við bílvélar, sérstaklega ef þær eru með
forþjöppu, er að gefa bílnum ekki góðan
tíma til að hitna upp áður en ekið er af
stað af fullum krafti. Freistast margir til
að hefja aksturinn með látum og þenja
vélina í þeirri von að bílrýmið hlýni
hraðar upp í frostinu, en eru að slíta
vélinni um leið. Ef ökutækið er ræst
með fjarstýringu er vélin orðin heit og
góð þegar komið er að bílnum, þægilegt
hitastig í farþegarýminu og allur ís sem
kann að hafa frosið fastur á rúðuna er á
góðri leið með að bráðna burt.“
Heitur og
notalegur
bíður bíllinn