Morgunblaðið - 04.10.2013, Síða 27
Í
talski mótorhjólaframleiðandinn
Ducati kynnti á dögunum nýj-
asta fjölskyldumeðliminn: 899
Panigale-ofurhjólið. Hjólið er
það fyrsta sem sést af 2014 ár-
gangi Ducati og er tryllitækið vænt-
anlegt á markað í mánuðinum.
Nýja hjólið er náskylt 1199 Pani-
gale og er hjólinu lýst af Ducati sem
„Supermid“-útgáfu, þ.e. ekki er farið
jafnlangt yfir strikið í krafti hjólsins
og reynt að ná hófstilltara jafnvægi
milli spennu og hraða annars vegar
og hversdagslegarar notkunar á göt-
um stórborga hins vegar. Skilar
mótorinn 148 hö (109 kW) en sér-
stakar aðferðir við smíðina gera
hjólið sérlega létt, aðeins 169 kg.
Eins og 1199-hjólið er 899 Pani-
gale hlaðið tækni sem á að gera öku-
tækið lipurt á vegum og öruggt, og
má t.d. nefna ABS-hemlastýringu og
skriðvörn.
Ekki skemmir heldur fyrir að
verðið er í lægri kantinum fyrir Du-
cati-hjól. 899 Panigale kostar á
Bandaríkjamarkaði um 15.000 dali á
meðan 1199-útgáfan kostar 18.000
dali og gefur það einhverja hug-
mynd um verðið þegar hjólið er
komið til Íslands.
Eins og vera ber með Ducati-hjól
er 899 Panigale einstaklega fagurt.
Verður hægt að fá gripinn í klass-
ískum rauðum lit með svörtum hjól-
um og sláandi hvítum með rauðum
hjólum.
ai@mbl.is
Ítölsk fegurðardís
Ducati með nýtt „hófstilltara“ ofurhjól.
Er hjólinu lýst af Ducati
sem „Supermid“-útgáfu,
þ.e. ekki er farið jafnlangt
yfir strikið í krafti hjólsins
og reynt að ná hófstilltara
jafnvægi
Djásn Hvíti liturinn fer hjólinu alveg sérlega vel og gaman að sjá þetta hreinræktaða sporthjól sem þó er gert til þess að gagnast líka vel til hversdagsbrúks. Eins og ástríðufullur maki sem kann líka að elda.
Línur Afturhlutinn er rennilegur í meira lagi eins og alltaf hjá Ducati.
MORGUNBLAÐIÐ | 27
Komdu núna og kynntu þér 100 ára afmælistilboð Ford. Reynsluaktu vinsælasta bíl í heimi
búinn sparneytinni Ford EcoBoost vél sem hefur hlotið titilinn Engine of the Year, tvö ár í röð.
Ford Focus er einfaldlega frábær bíll. Spyrðu Focus eiganda – hann mun staðfesta það.
5 DYRA FRÁ
STATION FRÁ
FORD FOCUS
3.490.000 KR.
3.640.000 KR.
ford.is
Ford Focus 5 dyra/station, EcoBoost bensín 125 hö. 6 gíra beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 5,0/5,1 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 114/117 g/km. Fær frítt í stæði í Reykjavík í 90
mín. í senn. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu.
AFMÆLISPAKKI AÐ VERÐMÆTI 320.000 KR.
FYLGIR FORD FOCUS Í OKTÓBER