Morgunblaðið - 04.10.2013, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ | 29
NISSAN
QASHQAI
NISSAN QASHQAI DÍSIL 4WD
VERÐ FRÁ 4.990 ÞÚS. KR.
KAUPAUKI AÐ ANDVIRÐI
500 ÞÚS. KR.
· Vetrardekk
· Dráttarbeisli
· iPad 32 GB
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ
500 ÞÚS. KR. KAUPAUKI FYLGIR QASHQAI
Þeir sem kaupa Qashqai eru að leita að fallegum fjórhjóla-
drifnum bíl sem er hagkvæmur í rekstri og góður í endursölu.
Qashqai eyðir einungis frá 4,6 l/100 km
Qashqai 1,6 dCi beinsk.
Verð: 4.990 þús. kr.
Qashqai+2 1,6 dCi beinsk. 7 manna
Verð: 5.390 þús. kr.
Qashqai 2,0 bensín, sjálfsk.
Verð: 5.790 þús. kr.
Qashqai 2,0 dCi sjálfsk.
Verð: 6.090 þús. kr.
iPad 32GBfylgir með ásamtveglegri hlífðartösku
GE bílar
Reykjanesbæ
www.bilahusid.is
421 8808
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
8
9
14
H
ér á landi eru úrin frá
Romain Jerome seld
hjá Frank Michelsen
við Laugaveg. Úrin í
DNA-línunni eru eft-
irsóttir dýrgripir fyrir þá sem
sækjast eftir raunverulega sér-
stökum úrum, eins og Frank segir
frá. „Þessi lína, DNA, sam-
anstendur af handsmíðuðum og
stórmerkilegum úrum sem öll eru
framleidd í afar takmörkuðu upp-
lagi og vísar þá fjöldi smíðaðra
eintaka með einhverjum hætti í
söguna á bak við hráefnið hverju
sinni. „Þaðan er DNA-nafngiftin
komin, þessi úr innihalda raun-
verulegan efnivið úr einhverju
sögulegu samhengi. Til dæmis er
reglulega farið í söfnunarleiðangra
niður að flaki Titanic til að safna
sýnishornum og málmi úr skipinu,
því bakteríur eru að eyða flakinu
jafnt og þétt. Að loknum rann-
sóknum kaupir úraframleiðandinn
allt stál sem til fellur og það fer í
úrin.“ Sú lína var til dæmis fram-
leidd í 2012 eintökum því það vís-
ar í ártalið þegar 100 ár voru liðin
frá því að skipið sögufræga sökk.
Sama er upp á teningnum með
DeLorean-úrin.
Málmur úr margfrægum bíl
Í úrkassanum er samskonar efni
og var notað í DeLorean DMC-12-
bílana, brætt saman við nýtt stál.
Að sama skapi er ólin með leðri úr
sætum bílsins, ásamt því að vera
hönnuð með tilliti til innréttinga
bílanna.“ Skeiðklukkuhringirnir á
úrinu eru tilvísun í bílana; hring-
urinn hægra megin vísar í upp-
runalegu felgurnar, hringurinn
vinstra megin vísar í afturljósin og
vísarnir eru innblásnir af mæla-
borðum bílanna. Úrbakið er loks
skreytt með útskurði á DeLorean-
bíl. Upplagið er sem fyrr segir
mjög takmarkað, eða 81 stykki í
það heila, og miðast það við árið
sem DeLorean DMC-12-bílarnir
komu fyrst fram á sjónarsviðið,
1981.
Aðspurður segir Frank að svo
vilji til að hann hafi eitt af þessum
úrum til sölu í verslun sinni. „Úrin
eru löngu uppseld hjá framleið-
anda enda eftirsóttir söfn-
unargripir, en ég á úr númer 7 af
81.“ Og hvað skyldu áhugasamir
þurfa að taka saman af skotsilfri,
hafi þeir hug á að festa kaup á
DeLorean-DNA-úrinu? „Það kost-
ar 2.094.000 krónur,“ segir Frank
og bætir við að módel af DeLo-
rean-bílnum fylgi með þegar þar
að kemur.
jonagnar@mbl.is
Úr með erfða-
efni ofurbíls
Svissneski lúxusúraframleiðandinn Romain Jerome
framleiðir röð armbandsúra sem nefnist DNA og
hafa þau öll til að bera efnivið með raunverulega
sögu. Má þar nefna ösku úr Eyjafjallajökli, stál úr
Titanic og hluta úr ofurbílnum DeLorean sem
margir muna úr bíóþríleiknum Aftur til framtíðar.
Goðsögn DeLorean DMC-12 sportbíllinn sem Marty McFly gerði ódauðlegan í þríleiknum Aftur til framtíðar.
Fágæti DeLorean DNA úrið frá Romain
Jerome er girndargripur – sem kostar.
Táknmynd Mynd af bílnum er grafin í
bak úrsins til að minna á upprunann.
Úrin í DNA-línunni eru
eftirsóttir dýrgripir
fyrir þá sem sækjast
eftir raunverulega
sérstökum úrum.