Morgunblaðið - 04.10.2013, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ | 39
V
élarhitari gerir ekki bara
bílinn heitan og notalegan
á köldum morgnum heldur
dregur hann úr bensín-
eyðslu og bætir endingu
vélarinnar. Þetta segir Páll Leifsson,
sölustjóri hjá Bílasmiðnum. Bílasmið-
urinn á Bíldshöfða selur vélarhitara
frá þýska framleiðandanum Webasto
og segir Páll að tæknin sé orðin svo
háþróuð í dag að ræsa má hitarann í
gegnum snjallsímann ef svo ber und-
ir. Vélarhitarar segir hann að séu
mun útbreiddari í Norður-Evrópu en
á Íslandi og fjárfesting sem fleiri
ættu að skoða.
„Vélarhitarinn hitar kælivatn bíls-
ins. Um er að ræða hitaelement sem
tengt er við eldsneytisleiðslur og raf-
magnskerfi bílsins og færir hita kæli-
vatnsins upp í 76 °C og kveikir á mið-
stöð bílsins við 50 °C. Er hægt að
tengja hitarann við miðstöðina og þá
hitnar farþegarýmið einnig. Hitarann
má hafa á tímastilli sem hentar vel
þeim sem leggja t.d. alltaf af stað til
vinnu á sama tíma, eða að nota má
fjarstýringu og jafnvel senda hita-
kerfinu skilaboð yfir farsíma um að
hefja hitun bílsins.“
Páll segir slíta bílmótornum mikið
að ræsa hann kaldan. Vélarhitarinn
skapar kjörhitastig í vélinni og
minnkar slitið stórlega. Um 20-30
mínútur þarf til að kaldur bíll nái
rétta hitastiginu. „Mælingar hafa
sýnt að það að ræsa bílvél þegar hita-
stigið er 5 °C eða lægra slítur vélinni
jafnmikið og 500 km akstur. Á Íslandi
má reikna með að um 200 daga á ári
sé hitastigið undir 5 gráðum að
morgni til og jafngildir slitið því við-
bótarakstri upp á 10.000 km ef bílinn
er ræstur kaldur alla þessa morgna.“
Hitari á því að geta lengt töluvert
endingu vélarinnar en á líka að geta
sparað eldsneytisnotkun. „Atvinnu-
bílstjórar hafa sérstaklega mikinn
ávinning af hitaranum því stóran
hluta vinnudagsins eru þeir með vél-
ina í lausagangi. Vélarhitari þýðir að
slökkva má á vélinni en hafa þægilegt
hitastig í farþegarýminu á meðan
beðið er eftir næsta viðskiptavini eða
verkefni.“
Má færa milli bíla
Eini gallinn er sá að vélarhitari kost-
ar sitt. Með uppsetningu segir Páll að
Webasto-vélarhitararnir kosti um
260.000 kr. með fjarstýringu sem
tengd er við farsímakerfið. Verðið
lækkar um 35.000
kr. ef valinn er hit-
ari með tímastilli.
„En á móti kem-
ur að hitarinn á
að endast í
kringum 12-15
ár og þarfnast
sáralítils við-
halds. Markaður-
inn með notaða
bíla er þannig á Ís-
landi að yfirleitt er
ekki hægt að fá
mikið aukalega fyr-
ir viðbætur af þessu
tagi við endursölu á
notuðum bíl og því
grípa margir einfald-
lega til þess ráðs að
fjarlægja hitarann úr
bílnum við sölu og
koma fyrir í nýja bíln-
um.“
Í sumum tilvikum er jafnvel vél-
arhitari þegar til staðar í bílnum án
þess að eigandinn geri sér grein fyrir
því. „Það á t.d. við um VW Tiguan og
Touareg að þessir bílar eru með vél-
arhitara þegar þeir koma úr verk-
smiðjunni og aðeins spurning um að
tengja við miðstöðina og koma fyrir
tímarofa til að eigandinn njóti allra
kosta bílsins.“
ai@mbl.is
Kveikt á hitaran-
um gegnum
snjallsímann
Að ræsa kalda bílvél getur verið jafnslítandi og
500 km akstur. Vélarhitari nær upp rétta hita-
stiginu og eykur á þægindi farþega.
Morgunblaðið/Golli
Þarfaþing „Á Íslandi má reikna með að um 200 daga á ári sé hitastigið undir 5
gráðum að morgni til og jafngildir slitið því viðbótarakstri upp á 10.000 km ef bíl-
inn er ræstur kaldur alla þessa morgna,“ segir Páll Leifsson.
„Mælingar hafa sýnt að
það að ræsa bílvél þegar
hitastigið er 5 °C eða lægra
slítur vélinni jafnmikið og
500 km akstur.
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
JEEP WRANGLER UNLIMITED SAHARA 4
04/2012, ekinn 37 Þ.km, sjálfskiptur. Verð 5.690.000.
Raðnr.135694
TOYOTA Yaris terra
Nýskr. 02/2012, ekinn 18 Þ.KM, bensín, snertiskjár, 5 gírar.
Verð 2.390.000. Rnr.400097
MAZDA 3 S/D T PLUS
03/2007, ekinn 115 Þ.km, sjálfskiptur.
Verð 1.490.000. Raðnr.310818
NISSAN X-trail LE Disel
Nýskr. 01/2008, ekinn 126 Þ.KM, sjálfskiptur, lyklalaust
aðgengi, álfelgur. Verð 3.290.000. Rnr.410534
VOLVO S40 KINETIC
06/2010, ekinn 66 Þ.km, bensín, sjálfskiptur.
Verð 3.290.000. Raðnr.310677
LAND ROVER DEFENDER 110 TDS STORM
11/2005, ekinn 132 Þ.km, dísel, 5 gíra, Snorkel o.fl.
Verð 3.990.000. Raðnr.310897
SKODA Octavia Ambiente
Nýskr. 10/2005, ekinn 166 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur.
Verð 990.000. Rnr.410203
MMC PAJERO INSTYLE
10/2007, ekinn 124 Þ.km, dísel, sjálfskiptur.
Verð 4.690.000. Raðnr.310813
FORD Kuga trend Diesel
Nýskr. 11/2011, ekinn 77 Þ.KM, rafmagn í rúðum,
lyklalaust aðgegni. Verð 3.750.000. Rnr.400021
TOYOTA LAND CRUISER 100 VX 38“
06/2004, ekinn 129 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur, leður, mjög vel
búinn. Verð 6.790.000. Raðnr.310896
DI
ES
EL
DI
ES
EL
EY
ÐI
R L
IT
LU
DI
ES
EL
DI
ES
EL
ÓD
ÝR
TOYOTA Land Cruiser 120
Nýskr. 05/2003, ekinn 174 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur.
Verð 2.690.000. Rnr.410512
HYUNDAI Tucson 4x4 Diesel
Nýskr. 09/2007, ekinn 90 Þ.KM, 6 gírar.
Verð 2.150.000. Rnr.400127
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík Sími 580 8900 | www.bilalind.is
ERGO – Við fjármögnum bíla með reynslu ERGO – Við fjármögnum bíla með reynslu