Morgunblaðið - 04.10.2013, Síða 40
40 | MORGUNBLAÐIÐ
Sumar tryggingar eru val-
kvæðar en aðrar eru það ekki.
Öllum ökutækjum þarf, lögum
samkvæmt, að fylgja ábyrgð-
artrygging og slysatrygging
ökumanns og eiganda. Rúðu-
trygging er valfrjáls en kostar
sáralítið og er nánast orðin
óformlegur hluti af staðaltrygg-
ingu íslenskra bíla.
Kaskótrygging er líka valfrjáls
en hún bætir tjón þar sem öku-
tækið var í órétti, s.s. í bílveltu,
eða með öðrum hætti ekki
hægt að sýna fram á hver olli
tjóninu. Iðgjaldið ræðst þá bæði
af því hversu gamall og dýr bíll-
inn er og hve mikla sjálfsábyrgð
tryggingataki vill bera.
Einnig er til svokölluð hálf-
kaskótrygging sem m.a. er vin-
sæll kostur fyrir vinnuvélar í
landbúnaði. Sú trygging bætir
t.d. tjón af völdum bruna,
þjófnaðar, veltu og rúðubrots
en ekki tjón vegna áreksturs,
enda ekki mikil þörf á slíkri
tryggingu við almennan akstur
á túnum.
Íslensk tryggingafélög leggja
mikla áherslu á að bjóða upp á
víðtæka tryggingapakka og gefa
afslætti af iðgjöldum eftir því
sem tryggingunum fjölgar. Seg-
ir Einar að þeir sem eru með
margar tryggingar hjá TM geti
átt von mun betri kjörum en
þeir sem eru með mjög fáar
tryggingar hjá félaginu.
Hálfkaskó
fyrir trak-
torinn
E
flaust kannast margir við þá
sögu að rauðir bílar séu
dýrari í tryggingum en aðr-
ir. Einar Þorláksson er
vörustjóri ökutækjatrygg-
inga hjá TM og segir hann það vera
mýtu að liturinn á bílnum hafi áhrif á
iðgjöldin. Hins vegar er litið til aldurs
ökumanns, hversu kraftmikill bíllinn
er og ekki hvað síst til tjónasögu öku-
mannsins; þeir sem aka af varkárni
og skynsemi uppskera ódýrari trygg-
ingar.
„Í raun mættu íslensk trygginga-
félög að leggja hærra álag á suma
hópa ökumanna. Ef við berum t.d.
saman íslenska markaðinn og þann
breska þá þurfa ungir breskir menn
að greiða tvö- til fjórfalt hærri trygg-
ingar en þeir íslensku, og hvað þá ef
þeir eru komnir á kraftmikið öku-
tæki,“ útskýrir Einar. Iðgjöldin end-
urspegla að yngstu ökumennirnir eru
þeir sem eru líklegastir til að lenda í
slysunum og sérstaklega ef ökutækið
er kraftmikið. „Oft er talað um að
þurfi um 100.000 km akstursreynslu
áður en ökumaður hefur öðlast nægi-
lega færni til að ráðlegt sé að hann
setjist undir stýri á hraðskreiðum
sportbíl. Að ná slíkri reynslu undir
stýri tekur nokkur ár m.v. dæmi-
gerðan akstur. Við tökum tillit til
þessarar reynslu með því að við 25
ára aldur hættir iðgjaldið af trygg-
ingunni að taka mið af hversu kröft-
ugur bíllinn er.“
Varkárnin borgar sig
Þeir sem búa úti á landsbyggðinni
greiða lægri iðgjöld á skyldutrygg-
ingum en íbúar í þéttbýli því minni
hætta er á árekstrum á fáförnum
dreifbýlisvegum en hins vegar eru
Ábyrgur akstur skilar sér í lægri iðgjöldum
Dýrt getur verið að hafa
langa tjónasögu í um-
ferðinni. Líklegt að senn
verði boðið upp á trygg-
ingar sem miðast við
upplýsingar úr ökurita
og endurspegla gott
eða slæmt aksturslag
ökumanns.
Morgunblaðið/Ómar
Sparnaður Einar Þorláksson segir aksturslag íslenskra ökumanna hafa batnað síðustu árin. „Spilaði þar inn í aukið eftirlit
lögreglu á vegum úti en líka að umferðin varð léttari og margir tóku að aka hægar til að ná fram meiri sparneytni.“
Vitaskuld hefur það engin
áhrif ef ökutækið lendir í
árekstrum þar sem öku-
maður var í rétti, en þeir
ökumenn sem virðast mjög
oft valda tjóni með akst-
urslagi sínu fara fljótt að
sjá þess merki á verði
tryggingarinnar
Ökuritar gætu vel orðið framtíðin
í bílatryggingum. Segir Einar að
tækninni fleygi fram og er farið
að verða tiltölulega auðvelt að
meta aksturslag hvers ökumanns
og þannig ákvarða af meiri ná-
kvæmni hversu mikil hættan er á
tjóni og slysum. TM er nú að gera
prófanir á kerfi af þessu tagi og
lofa fyrstu niðurstöður góðu.
„Tölvurnar í bílunum skynja t.d.
hvernig ökumaðurinn hemlar,
hversu skarpar beygjur hann tek-
ur eða hversu mikið hann gefur í.
Ef tryggingafélögin geta metið
aksturslagið með þessum hætti
er hægt að bjóða upp á mun
sanngjarnari tryggingar og segja
skilið við eldri breytur sem not-
aðar hafa verið til að meta
áhættu s.s. aldur ökumanns.“
Einar segir ökurita hafa reynst
vel við flotastýringu fyrirtækja og
virðist almennt leiða til ábyrgara
aksturslags. Þurfi þó að ganga úr
skugga um að upplýsingaöflun
tryggingafyrirtækja sé í samræmi
við lög um persónuvernd og eins
að þær mælingar sem lagðar eru
til grundvallar endurspegli sem
best þá áhættuþætti sem mik-
ilvægir eru til að mæla aksturslag
og áhættu af akstri ökumanns.
Greitt í sam-
ræmi við
aksturslagið
Bílskúrshurðir
fyrir íslenskar aðstæður
Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100 • hedinn.is
Héðinshurðir eru glæsilegar og endingargóðar bílskúrshurðir sem hafa
sannað sig í rysjóttu íslensku veðurfari. Gerðar úr galvanhúðuðu stáli
með þykkri einangrun, þola mikið vindálag og kulda.
Fyrsta flokks viðhalds- og varahlutaþjónusta.
Ítarlegar leiðbeiningar um uppsetningu fylgja.