Morgunblaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 41
hærri iðgjöld á kaskótryggingum ökutækja úti á landi enda aukin áhætta þar á útafakstri og veltu og þ.a.l. má búast við hærri tjónskostn- aði í kaskótryggingum. Iðgjöldin taka líka að hækka hjá þeim öku- mönnum sem oft lenda í slysum og eru í órétti. „Vitaskuld hefur það engin áhrif ef ökutækið lendir í árekstrum þar sem ökumaður var í rétti, en þeir ökumenn sem virðast mjög oft valda tjóni með aksturslagi sínu fara fljótt að sjá þess merki á verði tryggingarinnar. Til að gefa viðmiðun er hægt að nefna að þeir sem eru miklir hrakfallabálkar í um- ferðinni geta þurft að greiða allt að tvöfalt hærra iðgjald en þeir sem tjónlausir eru. Er þó rétt að taka fram að tjón þar sem skemmdir kosta undir 80.000 kr. hafa ekki áhrif á tryggingamatið.“ Einar segir að litlar breytingar hafi orðið á bílatryggingakaupum á undanförnum árum. Greina megi merki hér og þar um að sumir bíleig- endur hafi ákveðið að spara með því að sleppa kaskótryggingu. „Eftir hrunið sáum við líka merki þess að mörg heimili fækkuðu bílum og líka að aksturslag virtist batna töluvert. Spilaði þar inn í aukið eftirlit lögreglu á vegum úti en líka að umferðin varð léttari og margir tóku að aka hægar til að ná fram meiri sparneytni.“ Draga að tilkynna tjónið Segir Einar líka bera á því nú að sumir bíleigendur virðast draga að tilkynna tjón því þeir eiga ekki fyrir sjálfsábyrgðinni. „Viðgerðarkostn- aðurinn er kannski 3-400 þús. krónur en sjálfsábyrgðin 100-150 þús. sem er meira en margir ráða við. Fyrir vikið sjáum fleiri bíla í umferð sem bera enn merki hnjasks og árekstra þrátt fyrr að vera tryggðir.“ Minnir Einar á að ábyrgð tryggingafyrirtækisins fyrnist ef tjón er ekki tilkynnt innan eins árs. „Eftir að tjónið hefur verið tilkynnt fyrnast síðan bótaréttindin ef þau eru ekki nýtt á fjórum árum.“ ai@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ | 41 440 1000 | N1 HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA COOPER DISCOVERER M+S 2 • Nýtt og endurbætt neglanlegt vetrardekk • Mikið skorið • Einstaklega gott grip • Hentar vel við íslenskar aðstæður • Hannað fyrir Skandinavíumarkað COOPER DISCOVERER M+S • Neglanlegt vetrardekk fyrir jeppa • Mikið skorið með góðu gripi í snjó og ís (sérhannað snjómunstur) • Nákvæm röðun nagla eykur grip á ísilögðum vegum • Endingargott dekk • Vinsælt heilsársdekk fyrir þá sem vilja sem mest grip yfir veturinn. COOPER SA2 • Nýtt óneglanlegt vetrardekk • Frábært veg og hemlunargrip • Góð vatnslosun • Góður míkróskurður • Mjúkt og endingargott GRÍPANDI AKSTURSLAG Mikil mótorhjóladella magnaðist upp á Íslandi í góðærinu og margir létu langráðan draum rætast um að kaupa sér mótorfák. Þessi mikla fjölgun mótorhjólaökumanna skapaði þrýsting á og svigrúm fyrir tryggingafélögin að bjóða hagkvæmari tryggingar en lengi vel höfðu bifhjólatryggingar þótt sérdeilis dýrar. Einar segir ekki hægt að greina að dregið hafi úr mótorhjólaáhuganum en TM endurskoðaði fyrir nokkrum árum hjá sér bifhjólatryggingar með það að markmiði að meta áhættu af meiri nákvæmni og skila við- skiptavinum sanngjarnara verði. Útkoman var mjög áhugaverð: „Við gátum t.d. lækkað iðgjöldin á „hippunum“ svokölluðu enda leiddu tölur okkar í ljós að á þeirri gerð hjóla var slysahættan minni. Hins vegar kom skýrt í ljós að breytinga var þörf á iðgjöldum mótorkross-hjóla þar sem slysahættan er mikil enda hjólin til þess gerð að skoppa og spana um keppnisbrautir og malarhauga.“ Dýrar tryggingar á bifhjólum segir Einar að komi til vegna þess að hvert slys á hjóli geti verið mjög kostnaðarsamt. „Ef ökumaður bifhjóls lendir í byltu og brýtur t.d. viðbein eða ökkla hleypur slysakostnaðurinn á millj- ónum króna. Ef ársiðgjöldin eru t.d. 60.000 kr. þá sést að það þarf stóran hóp iðgjaldagreiðenda til að standa undir tjóninu og örfá slys til viðbótar geta orðið til þess að þessi titekni tryggingaflokkur er rekinn með miklu tapi.“ Morgunblaðið/Eggert Gátu lækkað iðgjöldin á „hippunum“ Bílaáhugamenn geta fundið heil-an hafsjó af áhugaverðummyndböndum á YouTube. Varla er til sá bíll að ekki hafi ein- hver bílaþátturinn eða áhugamað- urinn sett inn eins og eina umsögn eða reynsluakstur á myndbands- form og skellt á netið. Einn afkastamesti bílarýnirinn á YouTube er ungur suðurríkjamaður með brennandi bíladellu. Kyle Lind- sey heitir drengurinn, nýútskrifaður lyfjafræðingur sem fékk þá hug- mynd einn daginn að gera sérlega ít- arleg myndbönd um bæði nýja og notaða bíla. Myndskeiðin geta verið vel á 30 mínútur að lengd og er upplifunin eins og að vera á bílabúðargólfinu þar sem Kyle rýnir í hvert smáatriði í innra og ytra byrði bílsins, leyfir áhorfendum að heyra vélarhljóðið, og jafnvel skoða ofan í skottið og hanskahólfið. Greinir þetta Kyle Lindsey frá öðrum bíladellumönnum á YouTube sem yfirleitt gera mun yfirborðs- kenndari bílavídeó. Skemmir suð- urríkjahreimurinn ekki fyrir og greinilegt að þarna er á ferð hreinn og beinn drengur sem fékk gott upp- eldi. Þeir sem hafa á huga á ein- hverjum bíl ættu að leita að „saa- abkyle“ á YouTube og sjá hvort þar er ekki búið að taka bílinn rækilega fyrir frá öllum hliðum. ai@mbl.is Upprennandi Þáttastórnandinn ungi, Kyle Lindsay, hefur greinilega mikið yndi af bílum enda rýnir hann þá ofan í kjölinn. Skjáskot úr þáttunum. Skoðar hvern krók og kima

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.