Morgunblaðið - 04.10.2013, Page 45

Morgunblaðið - 04.10.2013, Page 45
Svipmikill Bugatti Galibier verður eflaust mörgum harmdauði, nú þegar fyrir liggur að ekki verður af framleiðslu hans. E kki er ofsagt að Galibier hefði orðið toppurinn á lúxusbílaflóru heimsins og frumgerðirnar eru þesslegar að fátt hefur sést sem jafnast á við þær. Bíllinn hefur framliggjandi vél, 8.0 lítra, 16 cylindra W16 vél sem knýr bíl- inn áfram á sítengdu aldrifi. Vélin er í aðalatriðum byggð á vélinni í Veyron-bílnum, og er eftir því öfl- ug; hestöflin eru hinum megin við 1000 (nákvæmur fjöldi fékkst aldr- ei endanlega staðfestur) sem skil- ar honum í hámarkshraðann 380 km / klst. Útlitslega er Galibier – sem lík- ast til hefði fengið nafnið Royale, hefði hann farið í framleiðslu – eins og voldugur stóri bróðir Vey- ron-bílsins. Í stað snaggaralegs tveggja dyra sportbíls er um að ræða virðulegan fimm dyra hlað- bak. Ekki vantar að útlitið er hörkuvel heppnað, en haft er eftir Wolfgang Schreiber, sem er í senn verkfræðingurinn á bak við Vey- ron og núverandi forstjóri Bu- gatti, að hans fólk hafi metið það sem svo að ekki væri nægur markaður fyrir yfir-ofurbíl af þessu tagi; hæsta þrepið væri í reynd bílar á borð við Rolls-Royce Phantom eða Bentley Mulsanne. Ef til vill var mannskapurinn minnugur þess að Maybach- ævintýri Daimler-Benz samsteyp- unnar fékk ekki fagran endi, að ógleymdri þeirri staðreynd að Bu- gatti tapaði stórfé á hverju einasta eintaki sem framleitt var af Vey- ron. Voru þau 300 talsins, en upp- haflega stóð til að smíða 3.000 ein- tök af Galibier. Verðið hefði að sögn verið í kringum 3 milljónir dala, eða um 365 milljónir ís- lenskra króna. Það er spurning hversu mikið fólk er tilbúið að borga fyrir bifreið? jonagnar@mbl.is Draumurinn sem ekki rættist Frá því ofurbíllinn Bugatti Galibier var fyrst kynntur til sögunnar á lokaðri boðsýningu árið 2009 hefur bílaáhugamenn dreymt um að sjá þetta viðmið í munaði verða að veruleika. Sá draumur er nú fyrir bí. Munaður Innrýmið er jafn íburðarmikið og ytra byrðið. Ofurbílar Bugatti Veyron, fjær, og stóri bróðir, Galibier. MORGUNBLAÐIÐ | 45 Alpine margmiðlunartæki með leiðsögukerfi fyrir þá sem víða rata Reykjavík - Raufarhöfn - Róm NÝ TT Síðumúla 19 • Sími 581 1118 • nesradio.is - V E R K S T Æ Ð I Ð - Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR VW OG SKODA nýtt og betra Bílson-verkstæði að Kletthálsi 9 • Bílson hefur opnað stærra og fullkomnara verkstæði að Kletthálsi 9. • Fullkomin forgreiningarstöð. Forgreining segir okkur flest allt um ástand bílsins og gæði. • Sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur VW og Skoda. • Hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi. • Starfsleyfi til endurskoðunar frá Umferðarstofu. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.