Morgunblaðið - 04.10.2013, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ | 47
1983
VW bjalla ´76
1991
Opel Corsa ´88
1999
Toyota Corolla ´96
2006
Volkswagen Passat ´06
1987
Honda Prelude ´81
1995
Suzuki Swift ´91
2002
Ford Escape ´01
Ármúli 13a | Sími 540 1700 | Lykill.is
ER EKKI KOMINN TÍMI
Á NÝJAN LYKIL?
Það er ógleymanleg stund þegar þú færð lykilinn
að þínum fyrsta bíl. Flest eignumst við fleiri
en einn og fleiri en tvo bíla um ævina og
tilfinningin breytist aldrei.
Hafðu samband
—og við fjármögnum bílinn fyrir þig.
toppformi sem Frank Bullitt, og hin
íðilfagra Jacqueline Bisset skemmir
ekki fyrir. McQueen er hér aðalleik-
arinn og hreint ekkert slor sem slík-
ur, en stjarna myndarinnar er óum-
deilanlega bíllinn hans, 325 helstafla
Ford Mustang GT Fastback 390 V8,
í litnum Highland Green, ekki síst í
eltingarleiknum sem er einn sá
frægasti sem filmaður hefur verið.
The Driver (1978)
Ryan O’Neal leikur ökuþór sem
vinnur fyrir sér með því að aka
krimmum af vettvangi og hleður
þannig upp skuldum gagnvart sam-
félaginu og löggunni sem er ákveðin
í að negla hann. Walter Hill var
býsna flinkur hasarleikstjóri á sín-
um tíma og þó að hér sé ekki heilum
bílaflota gereytt eins og tíðkaðist í
bílamyndum 8. áratugarins er
myndin hin ágætasta. Ökuþórinn
gengur einfaldlega undir nafninu
The Driver og löggan er The Detec-
tive. Og það gengur upp.
Trafic (1971)
Þeir sem þekkja til gamanmynda
franska snillingsins Jacques Tati
eiga gott og hér er komin sú síðasta
sem hann leikstýrði um hrak-
fallabálkinn hressa, Hr. Hulot. Hér
er hann bílahönnuður sem þarf að
koma nýjasta bílnum sínum frá Par-
ís og bílasýningu í Amsterdam. Þið
megið giska á hversu vel sú ökuferð
á eftir að ganga.
Vanishing Point (1971)
Hér segir frá Kowalski nokkrum
sem hefur 15 klukkutíma til að kom-
ast frá Denver og vestur til San
Francisco. Hvers vegna liggur ekki
fyrir enda skiptir það engu máli. Það
sem skiptir máli er að til verknaðar-
ins hefur hann öflugan ’70 Dodge
Challenger sem unun er að sjá og
heyra, enda einn af grundvall-
arbílum „muscle car“ tímabilsins.
Tucker (1988)
Hér rekur leikstjórinn Francis Ford
Coppola sanna sögu Preston Tuc-
ker, sem kynnti til sögunnar bylting-
arkenndan bíl á árunum eftir seinna
stríð. Það leist Hinum 3 stóru (GM,
Ford og Chrysler) illa á og gerðu
þeir allt til að koma honum á kné.
Hér er enginn bílaeltingaleikur en
þess í stað sögð mikilvæg saga um
ástríðuna fyrir bílum í allt af sjald-
séðri gæðamynd.
jonagnar@mbl.is
Bylting Raun-
verulegt eintak af
Tucker Torpedo á Smithsonian.
Mustang Maður og bíll mynda óborganlegt tvíeyki í Bullitt.
Bílaskaði Það er lítið um tjónlausan akstur í Gone In 60 Seconds.
Ofsaakstur Dodge Challenger á hraðferð til San Francisco.