Morgunblaðið - 13.11.2013, Blaðsíða 4
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Á mánudagsmorgun mátti sjá vatn seytla upp úr jörðinni
við innkeyrsluna að félagsheimili Stangveiðifélags
Reykjavíkur við Rafstöðvarveg og þaðan lak það niður á
göngustíg í dalnum og markaði í hann alldjúpar rákir.
Göngumaður sem var á ferð um Elliðaárdalinn á mánu-
daginn lét vita af skemmdunum á göngustígunum.
Skýringin á þessari óvæntu vatnsuppsprettu er sú
að lítið gat virðist hafa komið á aðfallspípu Elliðaárvirkj-
unar en pípan liggur frá Árbæjarstíflu og að rafstöðinni.
Orkuveita Reykjavíkur brást við með að loka pípunni og
síðan var skrúfað frá botnlokanum á stíflunni. Í dag, þeg-
ar lónið verður orðið tómt eða því sem næst munu starfs-
menn OR fara ofan í pípuna til að leita að gatinu, meta
skemmdirnar og gera við þær.
Farið verður ofan í pípuna við lónið og til þess að
það sé hægt verður að hleypa úr því fyrst.
Aðfallspípan er úr timbri, er um þúsund metra löng
og tveir metrar í þvermál. Hún var lögð árið 1978 og á að
duga í 50 ár.
Pípan brast með miklum látum seint að mánudags-
kvöldi 14. desember 1998 með þeim afleiðingum að mikið
vatnsflóð varð á Rafstöðvarvegi og í Elliðaárdal. Vatns-
flaumurinn gróf undan pípunni og við það seig hún og
brotnaði 15-20 metrum ofan við staðinn þar sem fyrst fór
að leka úr henni. Flaumurinn gróf meira en mannhæð-
ardjúpt og 10-15 metra breitt gljúfur frá pípunni niður að
ánum og gróf einnig í sundur veginn að félagsheimilinu.
Flestallt sem varð fyrir flaumnum á leiðinni niður að Ell-
iðaánum sópaðist burt, eins og sést á mynd til hliðar.
Það er því ekki nema von að Orkuveitan taki það al-
varlega þegar vatn tekur að leka upp þar sem pípan ligg-
ur undir, jafnvel þótt lekinn hafi verið lítill.
Hleypa úr lóninu svo
þeir komist í pípuna
Vatn tók að spretta upp þar sem pípan liggur undir
Morgunblaðið/Rósa Braga
Hleypt úr Árbæjarstíflunni Orkuveitan lokaði aðfallspípu Elliðaárvirkjunar og síðan var skrúfað frá botnlokanum.
Morgunblaðið/Golli
Brotnaði Ljót ummerki að morgni 15. desember 1998.
Morgunblaðið/Golli
Tjón Skemmdir urðu í Elliðaárdal í vatnsflóðinu 1998.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2013
Viðar Guðjónsson
idar@mbl.is
Íbúar á Tryggvagötu 4-6 í Reykjavík
hafa mótmælt harðlega fyrirhuguðum
breytingum á deiliskipulagi sem leiða
m.a. til þrengingar á aðkeyrslu að bíla-
stæðum á suðurhlið hússins. Verði af
breytingunum, sem þegar hafa verið
samþykktar í umhverfis- og skipulags-
ráði, mun aðkeyrslan þrengjast um
rúman metra; úr þremur metrum í
tæpa tvo. Samkvæmt gildandi deili-
skipulagi er gert ráð fyrir að fjögur
bílastæði á lóðinni lokist af.
Að sögn Valgerðar Jónsdóttur, for-
manns húsfélagsins, hafa íbúar mót-
mælt fyrirhuguðum breytingum á öll-
um stigum málsins. Í bréfi til borgar-
ráðsfulltrúa bentu þeir á að það væri í
raun ófært fyrir bíla í bílastæðin þar
sem meðalbreidd bifreiða er 2,2 metr-
ar. Mikill bílastæðaskortur er við hús-
ið. Norðanvert við það hafa risið ýmis
fyrirtæki, hótel og veitingastaðir sem
fækkað hafa bílastæðakostum.
Kvöð ríkt á eiganda frá 2004
Gengið er inn í tvær íbúðir af þeim
38 sem eru í húsinu frá suðurhliðinni.
Ástæðu þess að þrengja á aðkeyrsluna
með þessum hætti má rekja til þess að
eigandi Hlíðarhúsa, sem standa við
suðurhlið Tryggvagötu 4-6, á lóðina
sem keyrt er yfir að hluta þegar farið
er að bílastæðunum og lóðinni. Val-
gerður segir að frá árinu 2004 hafi ríkt
kvöð á eiganda lóðarinnar um að
hleypa umferð þar um. Í nýju deili-
skipulagi eigi hins vegar að breyta því.
Hún segir að íbúar hafi leitað lögfræ-
ðiálits vegna málsins. „Það er hefð fyr-
ir umferð þarna a.m.k. síðustu fjörutíu
árin. Ef þetta verður samþykkt getur
eigandinn t.d. sett upp girðingu til þess
að skorða lóðina af.
Tryggvagata 4-6 er einnig þekkt
undir nafninu Hamarshús og var áður
notuð sem iðnaðarhúsnæði. Valgerður
segir að íbúar hafi bent á vandann áður
en umhverfis- og skipulagsráð sam-
þykkti breytingar á skipulaginu. Telur
hún að mótmæli á kynningarfundum
og umsagnir lögmanna hafi ekki verið
tekin til greina.
Valgerður bendir á að á næsta ári
standi til að gera við kjallara hússins.
Telur hún að ef aðgengið verður heft
komist vinnuvélar ekki að. Þá hafa íbú-
ar bent á að aðgengi brunabíla verði
heft að suðurhlið hússins. Að sögn Val-
gerðar er búið að hafa samband við
slökkviliðsstjóra, sem mun gera út-
tekt. Sú úttekt á að liggja fyrir á
fimmtudag. Til stendur að taka málið
til umfjöllunar í borgarráði á morgun.
Breytingar á deiliskipulagi við Hamarshús gera ráð fyrir þrengingu á aðkeyrslu að bílastæðum
Bil mjókkar úr 3 metrum í 1,9 metra Meðalbreidd bifreiðar 2,2 metrar Mótmæli ekki tekin til greina
Ófært fyrir bíla í bílastæðin
1,9 metrar Ævar Árnason, íbúi í húsinu, reynir að aka gegnum 1,90 metra
bil. Elín Petersdóttir, sem einnig er íbúi í húsinu, mælir.
Stefnt er að því að leggja frumvarp
um náttúrupassa fram strax í upp-
hafi þings eftir jól. Markmiðið er að
frumvarpið verði að lögum fyrir
næsta sumar.
Þannig verður
mögulegt að hefja
gjaldtöku fyrir
náttúrupassa
sumarið 2014, að
sögn Ragnheiðar
Elínar Árnadótt-
ur, iðnaðar- og
viðskiptaráð-
herra.
„Ég mun ekki
fórna afurðinni og
sátt um hana fyrir tímasetninguna,“
sagði Ragnheiður Elín. Hún kvaðst
hafa skilning á því sjónarmiði Sam-
taka ferðaþjónustunnar að tíminn
kynni að vera of knappur til að taka
upp náttúrupassa fyrir sumarið
2014. „Þá bara endurmetum við stöð-
una, hvort þetta verður of seint eða
hvort hægt verður að gera þetta í
áföngum,“ sagði Ragnheiður Elín.
Næstkomandi mánudag verður
haldinn fyrsti fundur stórs samráðs-
hóps um upptöku náttúrupassa. Í
hópnum eru m.a. fulltrúar ráðuneyta
fjármála og umhverfis, sveitarfé-
laga, Samtaka ferðaþjónustunnar,
landeigenda, leiðsögumanna o.fl.
– Ferðaþjónustan borgar nú þeg-
ar mikla skatta. Hvers vegna að
auka álögurnar á greinina?
Ragnheiður Elín benti á að aðrar
atvinnugreinar greiddu einnig
skatta líkt og skattborgararnir. Hún
sagði að tekjur af sölu náttúrupassa
ætti að nota til að bregðast við
brýnni þörf. „Ferðamönnum hefur
fjölgað hér gríðarlega. Við þurfum
að tryggja fjármagn til uppbygging-
ar á ferðamannastöðum, tryggja ör-
yggi ferðamanna og dreifa álaginu.
Þetta er leiðin til þess.“
En þurfa Íslendingar að kaupa
náttúrupassa? „Fyrstu vísbendingar
benda til þess að erfitt verði að und-
anskilja Íslendinga,“ sagði Ragn-
heiður Elín. Verið er að skoða málið
lögfræðilega. Þó er næsta víst að
hægt verði að bjóða landsmönnum
upp á annað fyrirkomulag en erlend-
um ferðamönnum. Í því gæti t.d. fal-
ist afsláttur og/eða lengri gildistími
náttúrupassa fyrir íbúa landsins.
Tekjurnar af náttúrupassanum
munu ekki fara í gegnum ríkissjóð
heldur beint í það að byggja upp
ferðamannastaðina. Þannig á að
reyna að tryggja aðkomu og stuðn-
ing ferðaþjónustunnar og annarra
sem hagsmuna eiga að gæta. Þeir
munu hafa hönd í bagga með ráð-
stöfun fjárins. gudni@mbl.is
Stefnt að nátt-
úrupassa 2014
Frumvarp lagt fram í upphafi nýs árs
Ragnheiður Elín
Árnadóttir
Opið: Mán - Fim 11:00 - 18:00
Fös 10:00 - 18:30 & Lau 11:00 - 16:00
Hátíðarkörfur
Ostabúðarinnar
eftir þínu höfði
Við erum byrjuð að taka á móti
pöntunum í síma 562 2772,
ostabudin@ostabudin.is
og á ostabudin.is
Hringdu núna og pantaðu