Morgunblaðið - 13.11.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.11.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2013 Skeifunni 11 | Sími 515 1100 www.rekstrarland.is Hafið samband við sölumenn Rekstrarlands og leitið tilboða. Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. Öflug fjáröflun fyrir hópinn Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins Fuglaskoðun, undir yfirskriftinni Hádegisfugl, verður á dagskrá í hádeginu á morgun, fimmtudag, við Reykjavíkurtjörn. Um er að ræða lið í fræðslu- átaki Reykjavíkur um lífríki borg- arinnar. Hádegisfuglinn hefst klukkan 12 á hádegi vestan megin við Reykjavíkurtjörn, við Tjarn- argötu nálægt Ráðhúsinu. Mun Snorri Sigurðsson fuglafræðingur stilla upp sjónauka og verða með létta fræðslu fyrir áhugasama. Í tilkynningu segir að gestir séu hvattir til að taka með sér kíkinn og umfram allt njóta þess að vera úti í birtunni innan um fuglalífið. Hádegisfuglinn mun einnig verða á dagskrá 12. desember á sama tíma en mögulega á öðrum stað. Morgunblaðið/Golli Hádegisfuglar Álftir, grágæsir, endur og hettumáfar eru áberandi á Tjörninni. Hádegisfuglinn við Tjörnina á morgun Fjölskylduhjálp- in hefur hafið framleiðslu og sölu á útikertum, undir heitinu Kærleikskerti, til að fjármagna matargjafir um jólin. Kertin eru framleidd úr íslensk- um mör. Fram kemur í tilkynningu að fjöldi sjálfboðaliða hafi starfað við að bræða mörinn í stórum potti, líma kertaþræði í dósir, hella mörn- um í og merkja kertin. Kertin verða til sölu á höfuðborg- arsvæðinu í húsakynnum Fjöl- skylduhjálparinnar í Iðufelli 14, á bensínstöðvum Skeljungs, í versl- unum Krónunnar, Nettó, Hag- kaupum og í Garðheimum. Fjölskylduhjálpin selur Kærleikskerti Breiðholtsþing foreldra verður haldið í menningarmiðstöðinni Gerðubergi í kvöld klukkan 20- 21.30. Á þinginu verður m.a. fjallað um sýn aðfluttra foreldra á Breiðholt, netið og samfélagsmiðla, frí- stunda-, skóla- og leikskólastarf í hverfinu, framtíð barna, menntun og störf. Fundarstjóri er Björk Vil- helmsdóttir, formaður hverfisráðs Breiðholts. Breiðholtsþing í Gerðubergi í kvöld STUTT fái sömu þjónustu og íbúar á öðrum Hrafnistuheimilum, í upphafi starf- seminnar. Tíma taki að fá uppfært mat á þjónustuþörf og daggjöldum íbúanna og Reykjanesbær sé reiðu- búinn að brúa bilið. Gunnar tekur fram að ekki sé víst að á þetta reyni. Þegar nýja heimilið tekur til starfa færast þangað 18 hjúkrunarrými af HSS og tæplega 40 rými af Garð- vangi, auk viðbótar sem samþykkt hefur verið. Gunnar segir að í samn- ingum við Hrafnistu sé kveðið á um að starfsfólk Garðvangs og sjúkra- hússins gangi fyrir um laus störf. Bendir hann á að hjúkrunarrýmum fjölgi frá því sem nú er þannig að störfum við öldrunarþjónustu á svæð- inu fjölgi. Endurbóta þörf Garðvangur hefur verið rekinn með halla og aðstæður þar fullnægja ekki lengur nútímakröfum um að- stöðu fyrir íbúa hjúkrunarheimila. Heimilið er mikilvægur vinnustaður í Garði. Forsvarsmenn bæjarstjórn- anna í Garði og Sandgerði lögðust gegn lokun heimilisins, sem á sínum tíma var samþykkt með atkvæðum Reykjanesbæjar og Voga. Nú liggur fyrir stjórn DS tillaga um að fela Hrafnistu að annast rekstur Hlé- vangs í Reykjanesbæ en hann hefur verið undir sömu stjórn og Garðvang- ur. Einar Jón Pálsson, forseti bæjar- stjórnar Garðs, segir að ekki veiti af því að reka Garðvang áfram og telur að svigrúm sé til þess ef nýtt eru öll hjúkrunarheimilispláss sem svæðið hefur. Sveitarfélagið er tilbúið að lána fé til nauðsynlegra endurbóta á Garð- vangi og leigja ríkinu aðstöðuna. Til- laga um það hefur verið kynnt heil- brigðsráðherra en svör hafa ekki borist, að sögn Einars Jóns. Fela Hrafnistu að reka heimilið  Deilur á Suðurnesjum um hver eigi að reka hjúkrunarheimilin á svæðinu  Nýtt heimili á að taka til starfa í mars  Bæjarstjórnirnar í Garði og Sandgerði vilja tryggja áframhaldandi rekstur Garðvangs Ljósmynd/Hilmar Bragi Gunnar Þórarinsson Einar Jón Pálsson BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Reykjanesbær vill semja við Hrafn- istu um rekstur nýja hjúkrunarheim- ilisins á Nesvöllum svo og heimilisins Hlévangs í Reykjanesbæ. Bæjar- stjórnir Garðs og Sandgerðis vilja tryggja áframhaldandi rekstur Garð- vangs í Garði. Samfylkingin og yfir- menn Heilbrigðisstofnunar Suður- nesja gagnrýna samninga við Hrafnistu. Reykjanesbær er að byggja nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili á þjón- ustusvæði aldraðra á Nesvöllum. Áformað er að opna í mars. Fram- kvæmdin er samkvæmt samningum við ríkið sem endurgreiðir stofn- kostnaðinn með leigu húsnæðisins á ákveðnu árabili. Dvalarheimili aldraðra á Suður- nesjum, sem er samstarfsverkefni fjögurra sveitarfélaga, annast nú rekstur hjúkrunarheimila á svæðinu, það er Garðvangs í Garði og Hlé- vangs. Auk þess eru aldraðir á sjúkrahúsi Heilbrigðisstofnunar Suð- urnesja (HSS). Þegar ákveðið var að fjölga hjúkrunarrýmum á svæðinu fyrir rúmum tveimur árum var ákveðið að vista hluta þeirra á sjúkra- húsinu þar til nýja heimilið tæki til starfa. Betri þjónusta hjá Hrafnistu Reykjanesbær leitaði til HSS og Sjómannadagsráðs, sem rekur Hrafnistuheimilin, um að annast rekstur hjúkrunarheimilanna á Nes- völlum og í Hlévangi. Gunnar Þór- arinsson, formaður bæjarráðs, segir að sérstök nefnd hafi metið tilboð Hrafnistu hagstæðara, bæði fjár- hagslega og með tilliti til þjónustu við íbúana. Í drögum að samningi við Hrafnistu sem bæjarráð hefur sam- þykkt og lögð verða fyrir fund bæj- arstjórnar er kveðið á um að Reykja- nesbær ábyrgist 17 milljóna króna greiðslu á ári í þrjú ár, til viðbótar daggjöldum ríkisins. Gunnar segir að það sé til að tryggja að heimilisfólkið Nesvellir Reykjanesbær er að byggja nýtt 60 rúma hjúkrunarheimili samkvæmt samningi við ríkisvaldið. Það tekur til starfa í marsmánuði. Stjórn hjúkrunarráðs Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja og fleiri yfir- menn stofnunarinnar hafa mót- mælt samningum við Hrafnistu. „Ljóst er að HSS sat ekki við sama borð og Hrafnista og það að tilboði HSS hafi ekki verið svarað er alls ekki boðlegt. Ljóst er að HSS er fullkomlega í stakk búið til að reka Nesvelli, hefur [á] að skipa færu heilbrigðisstarfsfólki sem lætur sig virkilega varða heilsu aldraðra á Suðurnesjum,“ segir í ályktun stjórnarinnar. Varað er við einkarekstri heilbrigðisþjónust- unnar á kostnað þeirra sem staðið hafa sig vel. Málið var rætt á opnum fundi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ í fyrrakvöld. Í ályktun er skorað á bæjarstjórn að samþykkja ekki fyrirliggjandi samning við Hrafn- istu og tekið undir mótmæli íbúa á Suðurnesjum gegn því að stjórn rekstrar hjúkrunarheimilisins á Nesvöllum verði flutt út fyrir Suð- urnesin, hvort sem það er til Hrafnistu í Reykjavík eða annað. Telja fundarmenn ekki fullreynt hvort sveitarfélögin á Suð- urnesjum eða HSS gætu tekið að sér stjórn á stofnunum sem ann- ast þjónustu við eldri borgara. Vilja stjórna málum heima MÓTMÆLA SAMNINGUM VIÐ HRAFNISTU Morgunblaðið/Helgi Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.