Morgunblaðið - 13.11.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.11.2013, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2013 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Íslenska teiknibókin nefnist sýning sem opnuð verður í Gerðarsafni í dag kl. 15.45 í tilefni af 350 ára afmæli Árna Magnússonar. Sýningarstjóri er Guðbjörg Kristjánsdóttir, sem jafnframt er forstöðumaður Gerð- arsafns. Í tengslum við sýninguna gefur Crymogea út bók Guðbjargar um handritið með ljósmyndum úr upprunalegu bókinni ásamt nýjum teikningum. „Íslenska teiknibókin er safn fyr- irmynda sem listamenn notuðu við gerð listaverka. Teiknibækur voru listamönnum jafn nauðsynlegar eins og verkfæri og litir. Það er talið að sameiginleg vinnubók hafi verið á verkstæðum þar sem margir unnu saman,“ segir Guðbjörg sem rann- sakað hefur Íslensku teiknibókina um langt árabil og komist að nýjum, forvitinilegum niðurstöðum. Fjórir teiknarar í stað eins „Áður var talið að myndirnar væru að mestu gerðar af einum manni. Ég held því fram að þær séu eftir fjóra listamenn. Þetta fann ég með því að athuga vandlega blek og teikningu, en líka með því að gera mér grein fyrir því hvort teikningunum hefði eitthvað verið breytt,“ segir Guð- björg og tekur fram að teiknarana fjóra nefni hún A, B, C og D þar sem ekki sé vitað hverjir þeir voru. „Við rannsókn mína komst ég að því að C-teiknarinn hefur breytt myndum A-teiknarans mjög mikið. Meðal þess sem hann breytir er að færa til kórónur á höfði fólks, hár- greiðslunni er breytt og jafnvel föt- unum, en þau eru færð nær hans eig- in tísku,“ segir Guðbjörg og tekur fram að sennilega megi skýra þessar breytingar með þeim mikla ald- ursmun sem sé á teiknara A og C. „Við höldum að Teiknibókin sé frá 1330 fram á 1500. A-teiknarinn er elstur af teiknurum fjórum, en bæði A- og B-teiknarinn eru 14. aldar menn. C-teiknarinn vinnur á ára- bilinu frá 1450-1475 en teikningar D- teiknarans eru frá því um 1500.“ Hefur alþjóðlegt gildi Að sögn Guðbjargar felst sérstaða Íslensku teiknibókarinnar í því að hún var mjög lengi í notkun eða fram undir lok 17. aldar. „Eitt af því skemmtilega sem ég fann var að bók- in var notuð af Jóni Guðmundssyni, sem var prestur í Stærri-Árskógi í Eyjarfirði. Hann notaði fyrirmynd- irnar úr bókinni í dýrafræði sem hann var að skrifa fáeinum áratugum áður en bókin komst í eigu Árna Magnússonar. Það er mjög óvanalegt og einstakt að miðaldafyrirmynd- arsafn sé svona lengi í notkun.“ Guðbjörg bendir á að Íslenska teiknibókin sé aðeins ein örfárra teiknibóka frá miðöldum sem varð- veist hafa í Evrópu og sú eina á Norðurlöndum og sú eina sinnar teg- undar á Norðurlöndum. „Þessi bók hefur mikið gildi fyrir okkur sjálf og vitneskju okkar um íslenska mið- aldalist. Bókin sýnir að íslensk mið- aldalist hefur staðið í meiri blóma en almennt var talið. Þarna er efni sem hvergi er annars staðar til í íslenskri miðaldalist,“ segir Guðbjörg og bendir á að Teiknibókin hafi al- þjóðlegt menningargildi vegna þess hversu fágætar slíkar bækur séu. Í fyrsta sinn sýnd opinberlega Í samtali við Morgunblaðið bendir Guðbjörg á að verðmæti Íslensku teiknibókarinnar birtist ekki í ytra útliti hennar. „Brotið er lítið, kring- um 18x13 cm, bókfellið þykkt og dökkt. Blöðin eru illa skorin og sum skert. Bókin er illa farin og götótt auk þess sem myndirnar eru máðar, sem skýrist sennilega af því að þetta var vinnubók og því ekki farið með hana eins og dýrgrip,“ segir Guð- björg og bendir á að handritið sé skert. „Aðeins hafa varðveist 22 blöð og blaðleifar. Þarna eru leifar úr fjórum kverum, sem hvert um sig voru sennilega átta blöð. Á hverju blaði geta verið allt upp í sex myndir.“ Að sögn Guðbjargar er af varð- veisluástæðum ekki hægt að sýna Ís- lensku teiknibókina sjálfa. „Hún er svo illa farin. Þetta er því í fyrsta sinn sem myndir úr henni eru sýndar opinberlega frá því að hún var flutt heim til Íslands frá Kaupmannahöfn 2. júlí 1991.“ Ensk útgáfa í bígerð Fyrir útgáfu bókar Guðbjargar um Íslensku teiknibókina voru myndirnar alla teiknaðar upp í tölvu. „Þannig má segja að þessi gamla bók gangi í endurnýjun lífdaga og til verði ný teiknibók sem sé aðgengileg fyrir almenning. Allir þeir sem fást við sköpun geta nú notað þessar tölvuteikningar á nýstárlegan hátt,“ segir Guðbjörg og tekur fram að út- gáfa bókarinnar hjálpi almenningi einnig að skilja efni myndanna. Þess má að lokum geta að bókin sem Crymogea gefur út er útdráttur úr doktorsrannsókn Guðbjargar. „Bókin er ætluð almenningi og er skrifuð þannig að hún sé öllum að- gengileg. Hins vegar er í bígerð að gefa rannsóknina í heild sinni út á ensku til þess að efnið verði aðgengi- legt sem flestum, enda fáir sem lesa íslensku. Í þeirri útgáfu verður einn- ig miklu meira af erlendu sam- anburðarefni til að tengja listina okk- ar við erlenda miðaldalist,“ segir Guðbjörg og tekur fram að prófessor Peter Foote við University College í London hafi verið búinn að þýða stóran hluta rannsóknar Guðbjargar áður en hann féll frá. Sýningin stendur fram til 2. febr- úar á næsta ári, en á sýningartím- anum verður reglulega boðið upp á listasmiðjur fyrir börn og unglinga auk þess sem safnkennari á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í ís- lenskum fræðum mun fræða um gerð miðaldahandrita. Morgunblaðið/RAX Menningargildi „Þessi bók hefur mikið gildi fyrir okkur sjálf og vitneskju okkar um íslenska miðaldalist. Bókin sýnir að íslensk miðaldalist hefur staðið í meiri blóma en almennt var talið,“ segir Guðbjörg Kristjánsdóttir. Teiknibókin gengur í endurnýjun lífdaga  Sýning um Íslensku teiknibókina opnuð í Gerðarsafni Kristur Hér má sjá ásjónu Jesús úr Íslensku teiknibókinni, dregna upp eftir árið 1330. Til hægri er nýr uppdráttur eftir annarri mynd sama teiknara. og leikstjóri, reyndi fyrir sér í Englandi og Banda- ríkjunum, Frakklandi og Þýskalandi – var á faraldsfæti, skrifaði, leikstýrði og fékkst við kvikmynda- gerð. Sveinn mun ræða um ævi og störf Kambans og kallar erindið „Hver drap Kamb- an?“ Hann situr fyrir svörum að erindinu loknu. Síðan munu rit- höfundarnir Pétur Gunnarsson, Hjörtur Páls- son og Ragnheiður Tryggvadóttir leikkona lesa úr verkum skáldsins. Aðgangur er ókeypis og all- ir velkomnir. Annað kvöld, fimmtudag, efnir Rithöfunda- samband Íslands til Kambanskvölds í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, og hefst dagskráin klukkan 20. Þar er minnst leikrita- og skáldsagnahöf- undarins Guð- mundar Kambans (1888-1945) og er tilefnið það að fyrsta ævisaga Kambans kemur út þessa dagana, en höf- undur hennar er Sveinn Einarsson. Kamban fór ungur út í heim að afla sér frægðar. Hann sló snemma í gegn í Danmörku sem leikskáld Skáldið Guð- mundur Kamban var myrtur í lok seinni heims- styrjaldarinnar. Kambans minnst í Gunnarshúsi „Tuttugu ungverskir fingur“ er yf- irskrift hádegistónleika í tónleika- röðinni „Líttu inn í Salinn“ sem fram fara í dag kl. 12.15. Þar koma fram Aladár Rácz og Peter Máté og hyggjast láta gamminn geisa fjórhent í glæsilegri ung- verskri tónlist. Báðir eru píanóleikararnir af ungversku bergi brotnir og má bú- ast við fjörugum leik. Á efnis- skránni eru verk eftir Ferenc Liszt, György Kurtág, Johannes Brahms og Leó Weiner. Tónleikagestum er boðið upp á te og kaffi fyrir tónleikana. Í kjöl- far þeirra er ekki úr vegi að líta inn í Tónlistarsafn Íslands sem er spölkorn frá Salnum. Þar er gest- um boðið að kynna sér íslenska dansmenningu í aldanna rás í sýn- ingunni Dans á eftir. Tuttugu ungversk- ir fingur í Salnum Aladár Rácz Peter Máté Iðnaðarryksugur NT 25/1 Eco Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir Barki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur. F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is NT 55/1 Eco Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir Barki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur. Þegar gerðar eru hámarkskröfur Sjálfvirk hreinsun á síu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.