Morgunblaðið - 13.11.2013, Blaðsíða 16
SUÐURLAND
DAGA
HRINGFERÐ
ÞINGVELLIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2013
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Þingvallabærinn og kirkjan sem
stendur við hlið hans eru dæmi um
hvernig byggingar geta aukið gildi
náttúrunnar og verða þegar best
tekst til nánast hluti af landslaginu.
Fyrir vikið kemur vel til greina að
nýtt hótel á Þingvöllum verði reist
þar sem Hótel Valhöll stóð áður,
segir Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson forsætisráðherra.
„Mikilvægt er að nýtt hótel
verði í svipuðum stíl og gamla
byggingin, sem brann sumarið
2009, enda kallaðist hún með svip
sínum vel á við Þingvallabæinn. Ný
bygging gæti í raun orðið til þess
að styrkja heildarmynd staðarins.“
Samkvæmt langri hefð heyra
Þingvellir og mál viðvíkjandi staðn-
um undir forsætisráðuneytið. Og
Þingvallabærinn, með sínum fimm
burstum, er bústaður forsætisráð-
herra en húsið er helst nýtt vegna
funda og móttakna, til dæmis þegar
erlendir áhrifamenn koma til lands-
ins. Húsið er upphaflega byggt árið
1930, var stækkað árið 1974 og
endurbætt og því breytt í kringum
aldamótin.
Staðurinn skiptir
þjóðina miklu máli
„Frá því ég var strákur á ég
ýmsar minningar tengdar þessum
stað. Foreldrar mínir fóru stundum
hingað austur í bíltúr eða þegar við
fengum erlenda gesti. Svo man ég
eftir að hafa komið hingað með
ömmu minni, Nönnu Gunnlaugs-
dóttur, skömmu áður en hún lést
árið 2007,“ sagði Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson forsætisráðherra
þegar Morgunblaðið hitti hann á
Þingvöllum í gær.
„Amma rifjaði upp fyrir mig
Alþingishátíðina árið 1930, sem hún
sótti með ættingjum og vinum úr
Strandasýslu. Að koma hingað þá
var mikið ævintýri í hennar huga
sem staðfestir hvað Þingvellir
skipta þjóðina í raun miklu máli.
Ég ímynda mér að ungt fólk í dag
þekki til Þingvalla, það er náttúru
og sögu staðarins. Ef svo er ekki er
mikilvægt að bæta úr því með
fræðslu í skólum og heimsóknum.
Það var hér á flekaskilum Evrópu
og Norður-Ameríku sem menn
komu saman árið 930 og stofnuðu
þjóðþing sem er það elsta í heimi.
Sá sögulegi arfur er nokkuð sem
við eigum að vera stolt af og bera
virðingu fyrir.“
Komu auðvitað á Þingvelli
Sigmundur Davíð tók við emb-
ætti forsætisráðherra í maí á þessu
ári. Eins og skyldan býður hefur
Megum ekki missa
trúna á sögu okkar
Þingvellir skipta þjóðina máli, segir Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson Innlit í Þingvallabæ forsætisráðherrans
Morgunblaðið/Kristinn
Landsfaðir „Þjóðmenningin er nokkuð sem Íslendingar hafa hingað til og almennt talið sjálfgefið að væri mikil
verðmæti,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sem var staddur austur á Þingvöllum í gær.
Húsbúnaður Margt fallegra muna er á þessu þjóðarheimili, til dæmis
málverk og í bókahillum er margt merkra og áhugaverðra rita að finna.
Leirtau Borðbúnaður með merki Alþingishátíðarinnar sem haldin var árið
1930 og var tímamótaviðburður í þjóðlífinu og sjálfstæðisbaráttunni.
Framkvæmdin
falli inn í umhverfið
„Verkefni á Þingvöllum eru þess eðlis að fara verður var-
lega. Við engu má hrófla og afla þarf leyfis fyrir nánast
hverri skóflustungu,“ segir Pálmi Pálsson framkvæmda-
stjóri verktakafyrirtækisins Pálmatrés. Á Þingvöllum
standa yfir þessa dagana framkvæmdir við gerð útsýn-
ispalls við Öxarárfoss. Göngubraut liggur að fossinum frá
veginum um Vellina en á enda hennar hefur þótt vanta
örugga aðstöðu.
Pálmi, sem er með fimm manna vinnuflokk á svæðinu,
hefur þessa framkvæmd með höndum og segir verkinu
miða vel. Mjög hafi létt undir við flutninga efnis að nota
þyrlu, það er að flytja tíu tonn af timbri á verkstað frá vegi.
Tilfæringar með timbrið
„Svæðið við Öxarárfoss lá undir skemmdum svo þetta er
aðkallandi framkvæmd. Aðstæður á verkstað eru þröngar,“
segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.
Meira hangir á spýtunni á Þingvöllum, en að framan
greinir. „Við fengum fjárveitingu frá ríkinu til að fara í ýms-
ar framkvæmdir sem hafa lengi beðið. Samanlagt er þetta
pakki sem kostar í kringum 50 millj. kr. og fyrir það má
margt gera. Næst snúum við okkur að útsýnispallinum á
Hakinu, en tengja á brautina sem frá honum liggur með brú
niður í Almannagjá. Það mannvirki þarf að falla inn í um-
hverfið,“ segir Ólafur Örn. Vísar þar þess að fyrir nokkrum misserum mynd-
aðist sprunga efst í Almannagjá, sem halda á opinni en ganga tryggilega frá
svo ekki stafi hætta af eða spjöll verði.
Stækkað á Hakinu
Það umfangsmesta sem framundan er á Þingvöllum eru endurbætur og
stækkun bílastæðis á Hakinu. „Þetta er brýn framkvæmd. Margt var gert á
Þingvöllum í tengslum við þjóðhátíðina árið 1974 sem nú er úr sér gengið. Mal-
bikskápan á stæðunum þarna er sprungin og orpin og svo þarf líka aðstöðu
fyrir fleiri bíla,“ segir Ólafur Örn. Bendir í því sambandi á að talið sé að 80 til
90% þeirra 700 þúsund erlendu ferðamanna sem koma til landsins á ári
hverju fari á Þingvelli. Séu Íslendingar ekki inni í breytunni en meðal þeirra sé
sunnudagsrúntur á svæðið alltaf vinsæll.
sbs@mbl.is
Ljósmynd/Einar Á.E. Sæmundsen
Flugsýn Horft yfir Öxarárfoss og inn Stekkjargjá þar sem göngustígurinn og útsýnispall-
urinn verða, en framkvæmdir standa nú sem hæst og ganga vel.
Pálmi
Pálsson
Ólafur Örn
Haraldsson
50 millj. kr. í verkefni á Þingvöllum
Göngustígar og stæði Þarf leyfi
fyrir hverri skóflustungu
Lengi hefur tíðkast að erlendir
þjóðhöfðingjar eða forystufólk sem
kemur hingað til lands fari á Þing-
velli. Í því sambandi er mörgum hug-
stæð messa sem Jóhannes Páll páfi
II. hélt árið 1989. Margt annað mætti
nefna en næst okkur í tíma er þegar
Helle Thorning-Schmidt forsætisráð-
herra Danmerkur var hér og fór þá
austur – á staðinn þar sem Íslend-
ingar tóku af skarið, stofnuðu lýð-
veldi og skáru af sér böndin við Dani,
sem þeir höfðu verið undir um aldir.
sbs@mbl.is
2012 Helle Thorning Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, kom í opinbera
Íslandsheimsókn og fór með Jóhönnu Sigurðardóttur austur á Þingvelli.
Páfinn og Helle Thorning