Morgunblaðið - 13.11.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2013
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Íbúar í Skerjafirði eru margir hverjir
ósáttir við þau áform Reykjavíkur-
borgar að reisa nýja byggð austan
hverfisins, á því landi þar sem norð-
austur/suðvestur-flugbraut Reykja-
víkurflugvallar liggur. Borgin og rík-
ið gerðu nýverið með sér samkomu-
lag sem gerir ráð fyrir lokun þessarar
flugbrautar og að deiliskipulagsvinna
fyrir flugvallarsvæðið verði kláruð í
lok þessa árs.
Borgin keypti fyrr á þessu ári land
af ríkinu við austurenda Skerja-
fjarðar þar sem fyrrnefnd flugbraut
liggur um. Þegar samkomulagið var
undirritað kom fram að gert væri ráð
fyrir að deili-
skipuleggja 800
íbúða/3.000 íbúa
blokkabyggð á
þessu svæði.
Prýðifélagið
Skjöldur, hverfa-
samtök íbúa
Skerjafjarðar,
mótmælir þessum
áformum harð-
lega og hefur sent
athugasemd til
borgaryfirvalda við tillögu að nýju að-
alskipulagi til ársins 2030. Félagið
segir í ályktun að þessi nýja byggð
muni „eyðileggja þann brag sem ein-
kennt hefur Skerjafjörð“ í áratugi.
Aukinn umferðarþungi
Bendir félagið á að ef tillagan verði
að veruleika muni umferðarþungi í
Skerjafirði aukast verulega, með til-
heyrandi hættu fyrir börn og aðra
vegfarendur í hverfinu.
„Ímyndin af hverfinu sem sveit í
borg yrði þar með fyrir bí. Slík 3.000
íbúa byggð myndi einnig krefjast alls
þess sem henni þarf að fylgja og er
ekki gert ráð fyrir í heildarskipulagi
svæðisins,“ segir félagið og bendir
þar á götutengingar, skólamál og
skipulag verslunarkjarna.
Reynir Þór Guðmundsson, formað-
ur félagsins, segir engin svör hafa
fengist frá borgaryfirvöldum við mót-
mælum þeirra. Hann bendir jafn-
framt á að engin heimild hafi verið í
fjárlögum um sölu byggingarlandsins
til borgarinnar. Þar hafi aðeins verið
talað um heimild til sölu á landi utan
flugvallargirðingar. Umrætt land sé
hins vegar örugglega innan girðingar
í dag.
Efna á til íbúafundar um málið
annað kvöld en í Skerjafirði búa nú
um 750 manns. Fundurinn hefst kl.
20 og verður í húsakynnum Félags ís-
lenskra einkaflugmanna við Reykja-
víkurflugvöll, rétt hjá flugfrakt Flug-
félags Íslands.
„Ímynd hverfisins fyrir bí“
Hverfasamtökin í Skerjafirði mótmæla harðlega lokun flugbrautar á Reykja-
víkurflugvelli og áformum um nýja byggð Efna til íbúafundar annað kvöld
Samsett mynd/Prýðifélagið Skjöldur
Skerjafjörður Loftmynd af byggðinni í Skerjafirði, þar sem byggingum á fyrirhugaðri íbúðarbyggð við austurend-
ann hefur verið bætt við. Núverandi norðaustur/suðvestur-flugbraut liggur frá þessari byggð og að Valssvæðinu.
Reynir Þór
Guðmundsson
Öryggisnefnd Félags íslenskra at-
vinnuflugmanna, FÍA, sendi Hönnu
Birnu Kristjánsdóttur innanríkis-
ráðherra bréf á dögunum. Þar er
minnt var á samkomulag sem þáver-
andi samgönguráðherra, Sturla
Böðvarsson, gerði við borgina í des-
ember árið 2006, þess efnis að yrði
flugbrautinni frá suðvestri til norð-
austurs lokað, þá yrði braut í sömu
stefnu opnuð á undan á Keflavíkur-
flugvelli.
Um öryggisbraut er að ræða sem
FÍA telur mikilvægt að hafa opna.
Félagið fékk þau svör frá innanrík-
isráðuneytinu að Isavia hefði verið
falið að meta kostnað við að opna
aftur brautina á Keflavíkurflugvelli,
sem bandaríski herinn lokaði
nokkru áður en hann fór héðan af
landi brott.
Í samkomulaginu frá 2006 var
ætlunin að verja 250 milljónum
króna á samgönguáætlun til að opna
umrædda braut í Keflavík. Síðasta
ríkisstjórn breytti þessum áformum
og tók málið af samgönguáætlun.
Við það tækifæri, árið 2011, skrifaði
FÍA stjórnvöldum einnig bréf, án
þess að svör fengjust.
Gríðarlegt öryggisatriði
Hafsteinn Pálsson, formaður FÍA,
segir flugmenn alla tíð hafa staðið í
þeirri trú að stjórnvöld myndu
standa við samkomulagið frá árinu
2006.
„Hér geta orðið ansi sterkir vind-
ar úr suðvestri og norðaustri og það
er ástæða fyrir því að svona brautir
voru lagðar á báðum flugvöllum.
Þetta er gríðarlegt öryggisatriði
fyrir flugið og við höfum barist fyrir
þessu lengi,“ segir Hafsteinn og
minnir á að engir aðrir vara-
flugvellir, eins og á Akureyri og Eg-
ilsstöðum, hafi flugbrautir með
þessa stefnu. Á þessum stöðum geti
suðvestanáttir verið mjög stífar og
sett flugumferð í vonda stöðu.
Keflavíkurflugvöllur sé jafnframt
varavöllur fyrir flug yfir N-
Atlantshaf. bjb@mbl.is
Vilja opnun brautar í Keflavík
Morgunblaðið/Ernir
Reykjavíkurflugvöllur Til stendur að loka braut til suðvesturs-norðaust-
urs. Þar geta vélar á borð við Fokker og Dash lent en ekki miklu stærri.
FÍA minnir ráð-
herra á samkomu-
lag frá árinu 2006
VA Arkitektar báru sigur úr býtum í
verðlaunasamkeppni Reykjavík-
urborgar um viðbyggingu og úti-
sundlaug ásamt pottum og vatns-
leiksvæði fyrir börn við Sundhöll
Reykjavíkur. Úrslit keppninnar
voru kynnt í gær.
Dómnefndinni þótti tillaga VA
Arkitekta heilsteypt og aðlaðandi og
aðlögun að Sundhöllinni „einstak-
lega vel heppnuð þar sem gagnsæ
viðbygging myndar skemmtilegt
mótvægi við þyngra yfirbragð Sund-
hallarinnar“, líkt og segir í áliti dóm-
nefndar.
Verðlaunatillagan gerir meðal
annars ráð fyrir 25 metra langri úti-
sundlaug, nýjum pottum, vaðlaug
fyrir börn og nýju eimbaði.
Ný útilaug, pottar og eimbað
Teikning/VA Arkitektar
Viðbygging Tillagan gerir ráð fyrir nýjum búningsklefum kvenna og stækk-
un búningsklefa karla. Gömlu klefarnir verða áfram notaðir, enda friðaðir.
„Heilsteypt og
aðlaðandi“ tillaga
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
forsætisráðherra
hefur ráðið Ás-
mund Einar
Daðason, alþing-
ismann og for-
mann hagræð-
ingarhóps ríkis-
stjórnarinnar,
sem aðstoð-
armann sinn. Ás-
mundur mun starfa samhliða Jó-
hannesi Þór Skúlasyni, núverandi
aðstoðarmanni forsætisráðherra.
„Ég hef í allt haust sinnt störfum
í fjárlaganefnd, utanríkismálanefnd
og svo haft þennan hagræðingarhóp
með höndum. Hann er nú búinn að
skila af sér, svo ég tel mig hafa
tíma nú til að sinna þessu starfi,“
segir Ásmundur Einar Daðason,
þingmaður Framsóknarflokksins.
Aðstoðarmannsstarfið er ólaunað
og ekki með fastsettu starfshlut-
falli. „Ég tek ekki neitt fyrir þessa
vinnu, frekar en vinnuna í hagræð-
ingarhópnum. Þetta er bara hluti af
stefnu ríkisstjórnarinnar, stefna
þess stjórnarsáttmála sem lagt var
upp með, og stefna ríkisstjórn-
arflokkanna segir að leita eigi leiða
til að hagræða í opinberum
rekstri,“ segir Ásmundur. Hluti af
starfi Ásmundar sem aðstoðar-
maður verður að vinna úr hug-
myndum hagræðingarhópsins og
koma þeim áfram.
Hann segist ekki vita til þess að
þingmaður hafi áður gegnt starfi
aðstoðarmanns ráðherra. Hins veg-
ar hafi það oft gerst áður að þing-
menn hafi tekið að sér tímabundin
verkefni fyrir ráðherra. bmo@mbl.is
Ásmundur
aðstoðar
Sigmund
Tel mig hafa tíma
nú til að sinna þessu
Ásmundur
Einar Daðason
Strætisvagn sem var á leið til Húsa-
víkur í gærmorgun valt skömmu
fyrir klukkan tíu skammt sunnan
við bæinn. Vagnstjórinn hlaut
áverka og þurfti að beita klippum
til að ná honum út úr bifreiðinni.
Meiðsl hans virtust ekki alvarleg
við fyrstu sýn, samkvæmt upplýs-
ingum frá Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri en maðurinn var fluttur
þangað með sjúkrabifreið í kjölfar
slyssins og hafði kvartað yfir
eymslum í baki. Hins vegar amaði
ekkert að eina farþeganum sem var
í vagninum.
Mikil hálka og krap var á veg-
inum þegar slysið varð og töluverð-
ur vindur.
Strætisvagn valt
skammt frá Húsavík
EKKI SKAFA
SKÍTINN
Rain-X verndar bílinn gegn frosti og tjöru
Rain-X sparar tíma við að skafa
Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti
Við erum á sex stöðum á höfuðborgarsvæðinu
www.lodur.is - Sími 544 4540