Morgunblaðið - 13.11.2013, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.11.2013, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2013 Sleðahundum hefur fækkað úr 22.000 í 15.000 á Grænlandi á síð- ustu tíu árum, samkvæmt tölum frá dýralæknisembætti landsins. Fyrir 20 árum voru 31.000 sleðahundar í landinu. Þrátt fyrir fækkunina telja hvorki dýralæknirinn né samtök sleðahundaeigenda að grænlensku sleðahundarnir séu í útrýmingar- hættu. „Ég tel að ástæðan sé sú að við notum sleðahunda minna en áð- ur. Við notum meira vélsleða og veiðum meira á bátum,“ hefur grænlenska útvarpið eftir Sanne E. Wennerberg dýralækni. „Það er líka mjög dýrt að eiga hunda, ef menn hafa ekki möguleika á að veiða seli, fisk eða rostunga þá þurfa þeir að kaupa hundafóður. Og það er svo sannarlega mjög dýrt. Einkum ef menn eiga tíu eða tuttugu hunda.“ Mikkel Jeremiassen, formaður samtaka grænlenskra sleðahunda- eigenda, segir að rekja megi fækkunina að nokkru til loftslags- breytinga og minni íss á veturna. Skortur á hundafóðri hafi þó einnig mikil áhrif og gera þurfi ráðstaf- anir til að koma í veg fyrir frekari fækkun hundanna. bogi@mbl.is Sleðahundum hefur fækk- að verulega á Grænlandi Morgunblaðið/Ómar Þungir á fóðrum Sleðahundum á Grænlandi fækkaði um helming á 20 árum. AFP Verið velkomin! Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum • Gerð - fleiri en 900 mismunandi útfærslur • Stærð - engin takmörk • Áklæði - yfir 3000 tegundir VIÐ ERUM FLUTT Á BÍLDSHÖFÐA 18 Torino Lyon Lyon Havana Landsins mesta úrval af sófum og sófasettum ENDALAUSIR MÖGULEIKAR Í STÆRÐUM OG ÚTFÆRSLUM Grænn markaður ehf. | Réttarhálsi 2, 110 Reykavík | www.flora.is | Sími 535 8500 | info@flora.is Allt til gjafainnpökkunar Eingöngu sala til fyrirtækja Yfir 5.000 manns hafa flúið heim- kynni sín á norðanverðri eyjunni Súmötru í Indónesíu síðustu daga vegna goss sem hófst í eldfjallinu Sinabung í september. Eldfjallið hélt áfram að spúa ösku og grjóti í gær og yfirvöld sögðu að öskuský- ið hefði náð allt að sjö kílómetra hæð síðustu daga. Alls hafa um 5.265 íbúar verið fluttir frá sjö þorpum í grennd við eldfjallið. Yfirvöld hvöttu alla sem búa innan við þrjá kílómetra frá eldfjallinu að forða sér en íbúar utan hættusvæðisins hafa einnig flúið heimili sín af ótta við gosið. „Fólkið er skelfingu lostið og vill leita skjóls í moskum og kirkjum,“ sagði talsmaður stjórnvalda í Indónesíu. Um 12.000 manns flúðu heim- kynni sín þegar fjallið gaus í ágúst og september 2010 eftir að hafa legið í dvala í tæpa öld. Tugir virkra eldfjalla eru í Indónesíu sem er á Eldhringnum svonefnda þar sem meira en 75% eldfjalla heimsins eru. Þar verða einnig um 90% af jarðskjálftum heims. bogi@mbl.is Þúsundir Indónesa flýja eldgos AFP Á flótta Íbúar þorpsins Kuta Gugung forða sér þaðan vegna eldgossins.  Óttaslegið fólk leit- ar skjóls á Súmötru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.