Morgunblaðið - 13.11.2013, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2013
✝ Kristgeir HelgiKristinsson
fæddist á Kálf-
árvöllum í Stað-
arsveit 4. júlí 1926.
Hann lést á Land-
spítala í Fossvogi 5.
nóvember 2013.
Kristgeir var
sonur hjónanna
Guðjóns Kristins
Guðjónssonar, f.
21.2. 1898, d. 16.2.
1954, og Geirþrúðar Geir-
mundsdóttur, f. 22.10. 1898, d.
26.2. 1981. Kristgeir var fjórði í
röð átta systkina. Af þeim eru
nú fjögur á lífi. Systkini Krist-
geirs eru Kristín Þórunn, f.
1921, d. 1955, Jón, f. 1923, Guð-
jón, f. 1925, d. 2006, Danlína
Hulda, f. 1927, d. 2002, Fjóla, f.
1930, Elíveig, f. 1932, og Bjarni,
f. 1938.
Eftirlifandi eiginkona Krist-
geirs er Sigríður Björg Jóns-
dóttir, f. 23.9. 1928, frá Húsa-
nesi í Breiðuvíkurhreppi. Hún
er dóttir Jóns Lárussonar, f.
1871, d. 2.2. 1959, og Sigríðar
Oddrúnar Jónsdóttur, f. 9.7.
1887. Börn þeirra eru 1) Jón, f.
16.11. 1952. Börn Jóns eru: a)
Elísabet, f. 1971, hún á tvö börn,
Rögnvald Nökkva og Sögu
Börn hennar eru Agnes, Bríet
og Jason. 4) Jónína, f. 21.6. 1962.
Eiginmaður hennar er Sigurður
J. Bergsson, f. 1963. Börn þeirra
eru Brynjar, f. 1988, Bjarki, f.
1992 og Emilía Tinna, f. 1996.
Kristgeir fluttist með for-
eldrum sínum að Ytri-
Knarrartungu í Breiðuvík-
urheppi eftir að bærinn á Kálf-
árvöllum brann. Þar sleit hann
barnsskónum við almenn sveita-
störf og sjóróðra. Ungur að ár-
um fór Kristgeir á vertíðir á
Suðurnesjum. Á sumrin kom
hann heim í Tungu og aðstoðaði
við bústörf og vann að öðru sem
til féll, m.a. við vikurvinnslu við
rætur Snæfellsjökuls. Kristgeir
hóf sambúð með Björgu Jóns-
dóttur árið 1951 og 1954 fluttu
þau að Felli á Arnarstapa þar
sem Kristgeir gerðist bóndi og
varð samhliða verkstjóri við vik-
urvinnslu Vikurfélagsins. Á vor-
in stundaði Kristgeir róðra á
trillu, fyrst í samvinnu við ann-
an bónda á Arnarstapa en síðar
syni. Kristgeir og Björg fluttu á
Akranes 1979 þar sem hann hóf
fljótlega sjómennsku á skipum
Haraldar Böðvarssonar hf. á
vetrum en á vorin leitaði hug-
urinn alltaf vestur á Arnarstapa
til skaksins, sem hann unni svo
mjög. Þar byggðu þau sér sum-
arbústað sem varð athvarf
þeirra við róðra allt fram til
sumarloka 2013.
Útför Kristgeirs fer fram frá
Háteigskirkju í dag, 13. nóv-
ember 2013, kl. 13.
Kristínu. Elísabet
er í sambúð með
Morgan Larsson. b)
Styrmir Geir, f.
1976. Eiginkona
hans er Bryndís
Valgeirsdóttir, þau
eiga þrjú börn, Val-
geir Rafn, Katrínu
Rósu og Margréti
Silju. c) Daníel, f.
1986, d. 2008. 2)
Guðjón Kristinn, f.
19.2. 1954. Eiginkona hans er
Elín Þ. Egilsdóttir, f. 1953, þau
eiga þrjú börn: a) Egil Þór, f.
1975, unnusta hans er Linda
Rún Skarphéðinsdóttir, f. 1979.
Saman eiga þau Heklu Dís. Fyr-
ir á Egill Elísabetu Elínu og
Linda á Hrafnkel Þorra og
Heiðdísi Hörpu. b) Kristgeir, f.
1978. Unnusta hans er Sig-
urborg Unnur Björnsdóttir, f.
1978. Börn þeirra eru Hanna Líf
og Guðjón Kristinn. Fyrir á
Kristgeir Árna Snæ og Móniku
Rán og Sigurborg á Anítu Sif. c)
Guðjón Gísli, f. 1988; 3) Sig-
urgeir Brynjar, f. 3.12. 1960.
Sigurgeir kvæntist Ester Haf-
steinsdóttur en þau skildu. Börn
þeirra eru Björg, f. 1990, og Ari,
f. 1993. Sigurgeir er í sambúð
með Andreu Atladóttur, f. 1969.
Fyrstu kynni mín af tengda-
föður mínum tengdust sjónum en
þá héldu þau hjónin til í verka-
mannaskúr yfir sumarvertíð á
handfæraveiðum frá Arnarstapa.
Ég varð þess heiðurs aðnjót-
andi að komast í nokkra slíka
róðra með tengdapabba nokkur
síðustu sumrin, fyrst á Straumi
SH-26 sem var trébátur og síðar
á Straumi II SH-61 sem var hans
síðasti bátur. Geiri var sjómaður
fram í fingurgóma og auðséð
flestum að sjómennskan var
hans líf og yndi og í raun hans
eina áhugamál líka. Síðustu árin,
þegar annarri vinnu var ekki til
að dreifa, beið hann óþolinmóður
allan veturinn eftir því að komast
á færin næsta vor og var eins og
hann lifnaði allur við þegar smá-
bátavertíðin hófst á vorin og þá
var flutt vestur á Arnarstapa, í
„verið“, og haldið til þar lungað
úr sumrinu.
Í þeim fáu róðrum sem ég fór
með Geira (stundum var Bjarki
sonur minn með eða einhverjir
aðrir), kom berlega í ljós hversu
mikilvæg þessi vinna var honum.
Lundin léttist, hann ljómaði allur
og sagði óspart sögur úr æsku
sinni og veru á Arnarstapa, sam-
skiptum sínum við aðra sjómenn
og kunningja eins og gengur og
gerist á sjónum. Til marks um
kappsemi hans og áhuga þá er
vert að nefna að síðasta sumar-
vertíð hans í sumar sem leið var
sú 75. í röðinni og eru eflaust
ekki margir sem hafa náð slíkum
árangri.
Geiri var líka kappsamur og
fiskinn enda ekkert að tvínóna
við hlutina. Hann var til að
mynda alloft aflahæstur eftir
daginn og skaut þá þeim yngri
oft ref fyrir rass. Þá voru lúðu-
veiðar með haukalóð í sérstöku
uppáhaldi hjá honum enda
skemmtilegur veiðiskapur og
ekki á allra færi að finna miðin.
Fór ég í nokkra slíka róðra með
honum á gamla Straum.
Geiri var líkamlega hraustur
en ég minnist þess sumar eitt
fyrir nokkrum árum þegar hann
var að koma upp í sumarbústað
þeirra Bjargar, einum þeim
fyrsta á svæðinu á Arnarstapa,
þá var róið eldsnemma á morgn-
ana, svo eftir róður og kvöldmat
þá var farið að grafa skurð fram
undir náttmál og aldrei kvartað
undan þreytu þó komið væri
hartnær sjötugu enda ótrúlega
sterkur og heilsuhraustur.
Geiri var kíminn og skemmti-
legur og alltaf stutt í brandara
og skemmtileg tilsvör. Hann
hafði líka þann ágæta eiginleika
að geta gert grín að sjálfum sér
og sá oft spaugilegu hliðina á
málunum öðrum fremur.
Vertu sæll, kæri tengdapabbi,
hvíl í friði.
Sigurður Jónas Bergsson.
Þegar ég hugsa um þig, afi, þá
er það góðmennska og dugnaður
sem kemur fyrst í huga mér. Það
var alltaf gott að vera nálægt
þér, þú varst með svo góða nær-
veru. Mér fannst voða gaman
hvað þú hafðir mikinn áhuga á
sjómannslífinu hjá mér þegar ég
byrjaði á sjó fyrir nokkrum ár-
um, spáðir mikið í fiskiríið, veðr-
ið, staðsetningu og hvar við vor-
um að fá hann. Sjómennskan var
líka þitt líf og 75 vertíðir segja
allt sem segja þarf um dugnað og
styrkleika sem þú bjóst yfir. Mér
finnst skrítið að hugsa til þess að
ég verð ekki kallaður nafni af þér
aftur, fannst alltaf voða gott þeg-
ar þú kallaðir mig nafna.
Takk fyrir þann tíma sem við
áttum saman, afi minn.
Ég trúi því að þú sért kominn
á góðan stað í dag, kæri afi.
Þinn nafni,
Kristgeir Kristinsson.
Ég var svo heppinn að kynn-
ast afa Geira, Kristgeiri Krist-
inssyni, vel. Í nokkur sumur, frá
13 ára aldri, var ég hjá afa og
ömmu á Stapa og reri með afa
eins og ég hafði orku til. Það var
erfitt, en gaman. Afi var harður
sjósóknari, fór snemma af stað
og stóð allan daginn. Fyrsta róð-
urinn fórum við fram á Stapavík-
ina og fylltum bátinn um hádeg-
ið, fórum í land, lönduðum og svo
fór afi út aftur. Ég varð eftir
enda hræðilega sjóveikur í fyrsta
róðrinum.
Veiðieðli afa var mikið. Hann
vildi alltaf vera að veiða. Þegar
þorskveiðibönn voru, þá fór hann
á lúðuveiðar. Þær þóttu honum
skemmstilegastar. Það var mikið
stuð á kalli þegar hann var búinn
að innbyrða lúðu og sögurnar
flugu sem aldrei fyrr – endalaus-
ar sögur.
Magnaðsta sagan var líklega
af honum sjálfum, þegar hann
fór fremstur karlanna í Breiðu-
víkinni að leita að konu sem hafði
hrapað í sprungu í jöklinum. Þeir
höfðu engar vísbendingar um
hvar hún var, höfðu enga slóð til
að rekja, hnýttu sig bara saman í
eina halarófu og lögðu af stað á
jökulinn í svartaþoku. Afi sagðist
hafa verið leiddur áfram af ljósi
og áður en hann vissi stóð hann
við sprunguna þar sem eigin-
maður frönsku konunnar beið
þess sem verða vildi. Þeir gengu
rakleiðis á réttan stað. Þar hnýtti
hann um sig bandið sem þeir
höfðu með sér og seig í jökul-
sprunguna án þess að hafa
nokkru sinni sigið áður. Á tals-
verðu dýpi kom hann á snjó-
hengjuna sem franska konan sat
á, en það var snjórinn sem hafði
fallið undan henni og þjappast
saman þar sem sprungan
þrengdist. Sínum hvorum megin
var svart hyldýpið. Afi lét kon-
una hafa bandið og beið einn á
snjóhengjunni meðan konan var
hífð upp. Svo var bandinu slakað
niður aftur til hans.
Þegar við vorum ekki að róa,
þá fór hann í að smíða í bústaðn-
um. Honum féll aldrei verk úr
hendi. Afi var 63 ára þegar ég
kom til hans. Starfsorka hans og
dugnaður var með ólíkindum.
Það var mér mikið lán að kynn-
ast afa á þann hátt sem ég gerði,
í því umhverfi sem honum leið
best, á sjó vestur á Stapa.
Hvíldu í friði, elsku afi.
Styrmir Geir Jónsson.
Elsku afi, nú ertu búinn að
kveðja þennan heim. Við vitum
ekki frekar en aðrir hvað eða
hvort eitthvað býr handan, en við
vonum að þér líði vel.
Við eigum ótal margar minn-
ingar um þig sem við munum
geyma í hjörtum okkar um aldur
og ævi. Þér þótti fátt skemmti-
legra, fyrir utan kannski að róa,
en að segja sögur frá því að þú
varst ungur og það var alltaf
jafngaman að hlýða á þær.
Margar þeirra eru okkur minn-
isstæðar eins og sú af fyrstu og
einu skíðaferð þinni, en þá bjóstu
þér til þín eigin skíði með því að
binda tvo tunnustafi við fæturna,
fórst upp í fjall og renndir þér
svo af stað eins og óður maður.
Sú ferð endaði ekki betur en svo
að þú lentir á andlitinu og sórst
þess eið að fara aldrei á skíði aft-
ur og það stóðstu við. Eða sagan
af Bretunum sem komu og lentu
flugvélinni sinni á túninu heima
hjá þér. Það var alltaf stutt í grín
hjá þér og ekki skorti hnyttnu
svörin.
Þú hafðir alltaf svo mikinn
áhuga á því hvernig okkur gengi
í skólanum og lífinu og við vitum
að þú elskaðir okkur afar mikið.
Hvíldu í friði, afi Geiri, við
munum aldrei gleyma þér.
Brynjar og Emilía Tinna.
Furðulegt andrúmsloft vofir
yfir, af slíkum toga sem ég hef
aldrei upplifað áður. Fráfall afa
Geira hefur sorfið djúpt skarð í
heilsteypta stoðgrind fjölskyld-
unnar. Erfitt gæti reynst að fylla
upp í það skarð þegar tilfinningin
er sú að eina uppfyllingarefnið
sem standi til boða sé sandur.
Samt sem áður gleðst ég fyrir
hönd afa míns sem þurfti að þola
andlega sem og líkamlega erf-
iðleika á síðustu árum og erfiða
sjúkrahúsvist síðustu ævidaga
sína. Þær stundir sem ég átti
með honum á sjúkrahúsinu þykja
mér dýrmætar og mun ég ætíð
lifa með þær í minningunni.
Ég man eftir mörgum heim-
sóknum í sumarbústaðinn til
þeirra afa og ömmu á Arnar-
stapa í æsku. Ég fékk alltaf að
fara með afa um allan Stapa og
eru mér kaffistofuumræðurnar
við hina bátakarlana á bryggj-
unni minnisstæðar. Sykurmettað
kaffi var drukkið, sykurmolum
dýft ofan í og afli gærdagsins
ræddur í bland við blótsyrðin.
Þegar umræðunum lauk var tek-
ið í nefið og var ég þar að sjálf-
sögðu engin undantekning enda
gekk ekki að senda krakkann
sem aldrei hafði migið í saltan
sjó út með hreina nös. Frá
bryggjunni lá leiðin oftast á
músaslóð þar sem ryðgaði gám-
urinn hans afa var geymdur. Í
gámnum mátti finna ýmiss konar
dót sem tengdist bátnum hans
afa og ég hafði lítinn skilning á.
Ég man þó eftir einni slíkri ferð
þar sem afi leyfði mér að keyra
rauðu Corolluna á músaslóð og
var það í fyrsta skipti sem ég
settist undir stýri. Afi fékk mig
alltaf til að líta á sjálfan mig sem
fullorðinn enda ekki hvaða
krakki sem er sem fékk að keyra
bíl og taka í nefið. Það hins vegar
hámarkaði minn fullorðinslega
hugsunarhátt þegar afi leyfði
mér að koma með sér að veiða á
litlu rauðu trillunni sinni,
Straumnum. Áður en lagt var af
stað þurfti ég þó að taka þátt í
sjómannsvígslu sem fólst í því að
míga í sjóinn. Það var ekki lengi
gert og strax og hafist var handa
við að gera bátinn sjófæran. Í lok
dags komum við heim með væna
þorska sem amma Bogga sauð í
matinn. Alltaf var jafngaman í
heimsókn hjá ömmu og afa og ég
held ég hafi fullorðnast hratt og
vel hjá þeim.
Síðustu sumur hef ég notið
þeirra forréttinda að fá að fara
með afa á sjóinn ásamt pabba.
Það var aðdáunarvert að fylgjast
með breytingum á afa þegar
hann komst í veiðiferð. Um leið
og búið var að hífa afa um borð í
karinu fleygði hann frá sér stafn-
um og steig ölduna líkt og hann
væri ungur á ný. Fátt fannst afa
skemmtilegra en að draga feitan
fisk og segja skreyttar sögur.
Enn hef ég ekki kynnst neinum
sem býr yfir jafnskemmtilegum
sagnabanka og afi gerði. Sá ein-
staklingur sem gæti sagt frá
jafngildi fjórðungs af því sem afi
sagði teldist afar skemmtilegur
og áhugaverður. Flestir sem
hafa umgengist afa gætu sam-
mælst um það.
Afi, farðu vel með þig. Þín
verður sárt saknað.
Bjarki Sigurðsson.
Afi var skemmtilegur karl.
Alltaf hress, alltaf kátur og stút-
fullur af skemmtilegum sögum
sem honum fannst rosalega gam-
an að segja. Sögur frá því hann
var ungur og fór á böllin, sagan
af tófunni sem hann skaut út um
eldhúsgluggann á Felli, sagan
þegar hann smíðaði sér skíðin og
renndi sér niður Tunguhyrnuna,
datt á hausinn og rann á andlit-
inu það sem eftir var brekkunn-
ar; þessar og margar fleiri stór-
kostlegar sögur sagði afi.
Afi var mikill sjómaður og var
alltaf að róa, alveg þar til í sum-
ar. Þegar hann komst á sjó var
hann ennþá kátari en í landi. Það
var mikill hamagangur í honum
þegar hann dró alla svaka jak-
ana. „Hér er hann“, gall í honum
um leið og handfærarúllan byrj-
aði að hífa fiskana sem höfðu bit-
ið á. „Sjáðu þennan svaka jaka“,
kallaði hann svo, um leið og hann
innbyrti stærðar þorsk. Við héld-
um að stórir þorskar hétu svaka
jakar.
Afi var með fiskleitar- og stað-
setningartæki sem hann kunni
ekkert alltof vel á. Honum þótti
alltaf öruggara að taka mið í
landi til að staðsetja sig rétt.
Hann þekkti öll gömlu fiskimiðin
við Arnarstapa og svo fann hann
fullt af nýjum sem hann gaf öll-
um nafn og allt tengdist ein-
hverjum sögum sem hann sagði.
Binnahóll, Mundi í felum,
Bjössahola, svo nokkur séu
nefnd.
Einu sinni þegar Ari gat ekki
sofnað settist afi hjá honum, tók
út úr sér fölsku tennurnar og
gretti sig og geiflaði svo Ari kút-
veltist af hlátri og steinsofnaði
svo á eftir. Svona var afi, alltaf
góður og hlýr, alltaf stutt í grínið
og alltaf jákvæður.
Við erum rosalega stolt af afa.
Hann var líka heiðraður af sjó-
mannadagsráði á Akranesi.
Hann er okkar fyrirmynd og
hetja. Duglegur, jákvæður og
hress. Þannig verður þú alltaf í
minningu okkar. Hvíldu í friði,
elsku afi okkar.
Björg og Ari Brynjarsbörn.
Elsku afi, nú ert þú hjá Guði.
Ég veit þú vakir yfir okkur og
trúi því að við hittumst aftur.
Þið amma tókuð mér með opn-
um og ástúðlegum örmum þegar
ég varð hluti af fjölskyldunni
tveggja ára gömul, elsta barna-
barnið. Það var yndislegt að
dvelja hjá ykkur á Arnarstapa og
sá tími hefur mótað mig sem per-
sónu og sem góðan einstakling.
Alltaf hef ég getað fundið öryggi
og fastan tryggan faðm hjá ykk-
ur ömmu. Ég er sannfærð um að
sumrin mín á Arnarstapa undir
jöklinum hafa gefið mér einstak-
an kraft í lífinu. Fáar fjölskyldur
eru jafn heilsteyptar og föður-
fjölskylda mín. Ég hef einungis
góðar minningar af þér. Þú varst
ekki maður mikilla orða, en hefur
alltaf verið hlýr og elskulegur og
staðfastur. Ég á svo margar góð-
ar minningar með þér. Manstu
þegar ég sem lítil telpa fékk að
fylgja þér í fjósið og „hjálpa til“
við að mjólka kýrnar. Þú varst
alltaf svo þolinmóður og alltaf
fékk ég að vera með.
Mörg er hetjudáðin sem þú
hefur unnið á ævinni. Þú bjarg-
aðir franskri konu frá dauða á
Snæfellsjökli í slæmu veðri og
myrkri í björgunarferð á jökul-
inn í kulda, þoku og myrkri til að
finna hana fallna í djúpa gjá. Þú
lést hífa þig niður í gjána djúpu
án þess að vita hvað beið þín og
bjargaðir mannslífi. Þetta lýsir
þér svo vel, elsku afi, kraftmikill,
ákveðinn, góður og rólegur mað-
ur sem alltaf hefur verið hægt að
stóla á og sett aðra fylgdarmenn
í fyrirrúm.
Þegar ég flutti til Svíþjóðar til
að ljúka sérnámi saknaði ég svo
mikið fisksins þíns, þú sendir
mér nýveiddan fisk með DHL
þar til ég vandist fiskinum hér
ytra.
Eitt stoltasta augnablik ævi
minnar var þegar ég sem deild-
arlæknir í skurðlækningum á
Landspítalanum var beðin um að
undirbúa dagsferð fyrir prófess-
or frá Yale University í Banda-
ríkjunum og hans fylgdarlið. Ég
og kollegar mínir ákváðum að
dagsferð á Arnarstapa og kvöld-
matur á Búðum væri við hæfi.
Þið amma vissuð ekki af þessari
heimsókn. Þegar ég gekk niður
að bryggjunni þinni sá ég óvænt
að þú varst að koma í land með
fullan bát af fiski. Ég tilkynnti
prófessornum: „Hérna kemur afi
með bátinn fullan af fiski“. Þetta
vakti mikla athygli og við stóðum
7 læknar og fylgdumst með þér
landa og leggja bátnum og síðan
hoppa í land eins og unglamb
þrátt fyrir að þú værir vel kom-
inn á áttræðisaldur. Prófessorinn
varð mjög hugfanginn af þessu.
Ég vil nefna að eftir þetta bauðst
mér staða á þessum fræga spít-
ala þó ég hafi síðan valið annað.
Mörg erum við sem hefðum
gott af að temja okkur hluta af
þinni lífsspeki. Að vera ánægð
með það sem lífið býður og vera
auðmjúkur, hreinn og beinn. Ég
hef aldrei heyrt þig tala illt orð
um nokkra lifandi veru og það
segir mikið um þig og hver þú
ert, elsku afi.
Takk fyrir allt, ég mun gera
allt sem ég get til að lifa og færa
fram og kenna mínum börnum
þá góðu og fallegu hluti, siði og
eiginleika sem þú hefur kennt
mér.
Ástarkveðjur og takk fyrir
allt, elsku afi.
Elísabet (Lisa)
og fjölskylda, Svíþjóð.
Kristgeir
Kristinsson
✝
Elsku faðir okkar, sonur, bróðir, mágur og
frændi,
ÓLI PÉTUR JAKOBSSON,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn
6. nóvember.
Útförin fer fram frá Laugarneskirkju föstu-
daginn 15. nóvember kl. 13.00.
Finnbogi Sær, Jakob Jóhannes,
Eygló Eymundsdóttir, Jakob Ólason,
Vigdís Jakobsdóttir, Jakob Falur Garðarsson,
Atli Þór Jakobsson, Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir,
Dagur, Júlía, Embla Kleópatra,
Agla Vigdís og Esja Rut.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ODDUR ÁRNASON
frá Holtsmúla,
heilaskurðlæknir í Gautaborg,
andaðist á Salgrenska sjúkrahúsinu í Gauta-
borg miðvikudaginn 30. október.
Útför fer fram frá St Markus kapell í Gauta-
borg föstudaginn 15. nóvember kl. 14.00.
Steinar Árnason, Heidi Árnason,
Linda og Martin,
Inga Árnason,
Björn Árnason,
Caroline og Madeleine.