Morgunblaðið - 13.11.2013, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.11.2013, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2013 Um þessar mundir erhaldið upp á það að hálföld er liðin síðanHljómar komu fram í fyrsta sinn. Af því tilefni hefur verið gefinn út Fyrsti kossinn - Hljómar í 50 ár, fjögurra diska safnútgáfa með öllum helstu Hljómalögunum og ýmsu aukaefni. Óþarfi er að fara mörgum orðum um lagavalið. Hljómalögin, ekki síst tónsmíðar Gunnars Þórð- arsonar, lifa enn með þjóðinni og hér fá þau að njóta sín í mestu fá- anlegu gæðum, bæði gömlu góðu lögin sem og nýju slagararnir frá 2003-4. Setja verður þó spurning- armerki við það hvernig lögunum er skipt niður á geisladiskana tvo, þar sem hending ein virðist ráða því hvort lag lendir á diski 1 eða diski 2. Það hefði að mínu mati verið betur heppnað að hafa lögin nokkurn veginn í réttri tímaröð. Einna áhugaverðast er að heyra fjögur lög, tvö á hvorum diski fyrir sig, af plötunum sem Thor’s Ham- mer gaf út í Bretlandi. Liggur við að maður spyrji sig hvers vegna lagið „A Memory“ sé ekki eitt af þessum lögum sem heyrist á klass- ískum rokkstöðvum úti í hinum stóra heimi. Á þriðja diskinum er safnað saman útgáfum annarra tónlistar- manna af lögum Hljóma, allt frá diskóskotnu „Þú og ég“ í flutningi Jóhanns Helgasonar og Helgu Möller frá árinu 1979 og til upp- töku Gullfoss á „Þú ein“, sem virð- ist vera gert sérstaklega fyrir af- mælisútgáfuna. Þar vekur einna mesta athygli útgáfan af „Þú og ég“ sem heyrðist fyrst í nokkuð eftirminnilegu atriði í kvikmynd- inni Svartur á leik, þar sem búið er að blanda alls kyns hljóðum við upphaflegu útgáfuna til þess að mynda viss hughrif. Þá má nefna sérstaklega tvö lög, „Lífsgleði“ í flutningi Deep Jimi and the Zep Creams og „Tasko Tostada“ í flutningi Sálarinnar, en upptakan er fengin af minningartónleikunum um Rúnar Júlíusson. Síðasti diskurinn í safninu er mynddiskur. Aðalefnið þar er heimildarmynd sem gerð var 2003 um sögu hljómsveitarinnar og ætti myndin að gleðja hvern einasta aðdáanda Hljóma. Ekki er síður fengur að því að farið hefur verið í safn Ríkisútvarpsins og fengin þaðan alls kyns brot af Hljómum í fullu fjöri. Þar á meðal tekur hljómsveitin lagið „Babe I’m Gonna Leave You“ eftir Led Zep- pelin og gefa Shady Owens og Gunnar Þórðarson þeim Plant og Page ekkert eftir í túlkun sinni. Sá ljóður er því miður á þessari útgáfu að óhönduglega hefur tek- ist til við frágang umbúðanna utan um þessa tónlistarveislu. Ber þar hæst að íslenska stafi vantar á myndatexta við myndir sem prýða umslögin utan um geisladiskana, auk þess sem prófarkalesturinn hefur ekki verið nægilega sterkur. Þá er límið í kilinum ekki nógu gott í því eintaki sem gagnrýnand- inn fékk, og fór hann í sundur þegar safnið var opnað í fyrsta sinn, nýkomið úr plastinu. Þetta rýrir eigugildið nokkuð, því að til- gangurinn með þessu safni er aug- ljóslega að búa til disk sem sómir sér jafnvel í diskahillunni og í geislaspilaranum. Engu að síður hlýtur útgáfa þessa Hljómasafns að vera fagnaðarefni fyrir alla tón- listaráhugamenn, og ekki síst hina fjölmörgu aðdáendur Hljóma frá fyrri tíð. 50 Hljómar í árdaga, frá vinstri þeir Erlingur Björnsson, Rúnar Júlíusson, Einar Júlíusson, Gunnar Þórðarson og Eggert Kristinsson. Þeim var gjarnan líkt við bresku Bítlana frá Liverpool enda ein fyrsta íslenska bítlasveitin. Öflugt safn með örfáum hnökrum Geisladiskur Hljómar bbbmn Fyrsti kossinn - Hljómar í 50 ár. Þrír hljóðdiskar og einn mynddiskur. Sena 2013. STEFÁN GUNNAR SVEINSSON TÓNLIST Safnútgáfa Fyrsti kossinn - Hljóm- ar í 50 ár er fjögurra diska safn- útgáfa með öllum helstu Hljómalög- unum og ýmsu aukaefni. Morgunblaðið/Kristinn Hljómar Gunnar Þórðarson og Engilbert Jensen hafa lengi slegið á létta strengi og hér renna þeir í gegnum nokkur lög Hljóma á æfingu. HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS leikhusid.is Pollock? (Kassinn) Fim 14/11 kl. 19:30 Aukas. Lau 23/11 kl. 19:30 Aukas. Fös 6/12 kl. 19:30 13.sýn Lau 16/11 kl. 19:30 6.sýn Fim 28/11 kl. 19:30 Aukas. Lau 7/12 kl. 19:30 20.sýn Sun 17/11 kl. 19:30 7.sýn Fös 29/11 kl. 19:30 Aukas. Sun 8/12 kl. 19:30 21.sýn Mið 20/11 kl. 19:30 Aukas. Lau 30/11 kl. 19:30 11.sýn Fim 12/12 kl. 19:30 22.sýn Fim 21/11 kl. 19:30 9.sýn Sun 1/12 kl. 19:30 12.sýn Lau 14/12 kl. 19:30 24.sýn Fös 22/11 kl. 19:30 10.sýn Fim 5/12 kl. 19:30 Aukas. Sun 15/12 kl. 19:30 25.sýn Vel skrifað verk og frábærir karakterar. Aukasýnigar komnar í sölu! Englar alheimsins (Stóra sviðið) Fim 14/11 kl. 19:30 47.sýn Fös 22/11 kl. 19:30 53.sýn Lau 28/12 kl. 19:30 58.sýn Lau 16/11 kl. 19:30 48.sýn Fös 29/11 kl. 19:30 55.sýn Fim 21/11 kl. 19:30 52.sýn Fös 6/12 kl. 19:30 56. sýn Leikrit ársins 2013 - fullkomið leikhús. Ekki missa af viðburði á leiksviðinu. ÓVITAR (Stóra sviðið) Sun 17/11 kl. 13:00 11.sýn Sun 1/12 kl. 14:00 15.sýn Lau 28/12 kl. 13:00 21. sýn Sun 17/11 kl. 16:00 12.sýn Sun 1/12 kl. 17:00 16. sýn Sun 29/12 kl. 13:00 22. sýn Sun 24/11 kl. 13:00 13. sýn Lau 7/12 kl. 17:00 Aukas. Mán 30/12 kl. 13:00 23. sýn Sun 24/11 kl. 16:00 14. sýn Sun 8/12 kl. 14:00 17.sýn Lau 30/11 kl. 17:00 Aukas. Sun 8/12 kl. 17:00 18. sýn Kraftmikil og litskrúðug sýning, þar sem börn á öllum aldri fara á kostum! Harmsaga (Kassinn) Fös 15/11 kl. 19:30 Lokasýning Samskipti og samskiptaleysi, verk sem hittir í hjartastað. LOKASÝNING Karíus og Baktus (Kúlan) Lau 16/11 kl. 13:30 Lau 23/11 kl. 13:30 Lau 16/11 kl. 15:00 Lau 23/11 kl. 15:00 Síðustu sýningar fyrir jól - sýningar hefjast aftur í janúar. Aladdín (Brúðuloftið) Lau 16/11 kl. 13:30 Lau 23/11 kl. 13:30 Lau 16/11 kl. 16:30 Lau 23/11 kl. 16:30 lokas. 1001 galdur - brúðuleiksýning fyrir 4ra til 94 ára. Allra síðustu sýningar. Uppistand - Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 14/11 kl. 20:00 Fim 21/11 kl. 20:00 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Lau 30/11 kl. 11:00 200.sýn Sun 1/12 kl. 12:30 Sun 8/12 kl. 11:00 Lau 30/11 kl. 13:00 Lau 7/12 kl. 11:00 Sun 8/12 kl. 12:30 Lau 30/11 kl. 14:30 Lau 7/12 kl. 13:00 Sun 1/12 kl. 11:00 Lau 7/12 kl. 14:30 Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins. Miðasala er hafin. Englar alheimsins (Menningarhúsinu Hofi) Fös 10/1 kl. 20:00 Lau 11/1 kl. 15:00 Englar alheimsins í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í janúar! Sveinsstykki (Stóra sviðið) Sun 17/11 kl. 20:00 Sun 24/11 kl. 20:00 Einleikur eftir Þorvald Þorsteinsson í flutningi Arnars Jónssonar Fetta bretta (Kúlan) Sun 17/11 kl. 14:00 Sun 24/11 kl. 14:00 Sun 17/11 kl. 15:30 Sun 24/11 kl. 15:30 Ný barnasýning fyrir áhorfendur á aldrinum 6 mánaða til 3ja ára. ÓVITAR – „Kraftmikil og litskrúðug sýning.“ JVJ Fréttablaðið Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Mýs og Menn –★★★★★ – SGV, Mbl Mary Poppins (Stóra sviðið) Fim 14/11 kl. 19:00 aukas Lau 23/11 kl. 13:00 Fös 6/12 kl. 19:00 Fös 15/11 kl. 19:00 aukas Sun 24/11 kl. 13:00 Lau 7/12 kl. 13:00 Sun 17/11 kl. 13:00 Fös 29/11 kl. 19:00 Sun 8/12 kl. 13:00 Fim 21/11 kl. 19:00 aukas Lau 30/11 kl. 13:00 Fös 13/12 kl. 19:00 Fös 22/11 kl. 19:00 Sun 1/12 kl. 13:00 Lau 14/12 kl. 19:00 Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala. Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið) Mið 13/11 kl. 20:00 25.k Fös 29/11 kl. 20:00 32.k Þri 17/12 kl. 20:00 Fim 14/11 kl. 20:00 26.k Sun 1/12 kl. 20:00 33.k Mið 18/12 kl. 20:00 Fös 15/11 kl. 20:00 27.k Fim 5/12 kl. 20:00 34.k Fim 19/12 kl. 20:00 Þri 19/11 kl. 20:00 aukas Fös 6/12 kl. 20:00 35.k Fös 20/12 kl. 20:00 Mið 20/11 kl. 20:00 28.k Sun 8/12 kl. 20:00 36.k Fim 26/12 kl. 20:00 Fim 21/11 kl. 20:00 29.k Fim 12/12 kl. 20:00 37.k Lau 28/12 kl. 20:00 Fös 22/11 kl. 20:00 30.k Fös 13/12 kl. 20:00 38.k Sun 29/12 kl. 20:00 Mið 27/11 kl. 20:00 aukas Lau 14/12 kl. 20:00 39.k Fim 28/11 kl. 20:00 31.k Sun 15/12 kl. 20:00 40.k Epískur tónsjónleikur. ATH! Ekki unnt að hleypa inní sal eftir að sýning hefst Mýs og menn (Stóra sviðið) Lau 16/11 kl. 20:00 7.k Lau 23/11 kl. 20:00 9.k Lau 30/11 kl. 20:00 lokas Sun 17/11 kl. 20:00 8.k Sun 24/11 kl. 20:00 10.k Meistaraverkið eftir John Steinbeck aftur á svið. Aðeins þessar sýningar Hús Bernhörðu Alba (Gamla bíó) Lau 16/11 kl. 20:00 9.k Lau 23/11 kl. 20:00 Lau 30/11 kl. 20:00 lokas Sun 17/11 kl. 20:00 10.k Sun 24/11 kl. 20:00 Ólgandi ástríður, þrá eftir frelsi og betra lífi. Aðeins þessar sýningar Refurinn (Litla sviðið) Fös 15/11 kl. 12:30 fors Þri 26/11 kl. 20:00 5.k Þri 10/12 kl. 20:00 10.k Lau 16/11 kl. 20:00 frums Lau 30/11 kl. 20:00 6.k Mið 11/12 kl. 20:00 11.k Sun 17/11 kl. 20:00 2.k Þri 3/12 kl. 20:00 7.k Lau 21/12 kl. 20:00 12.k Lau 23/11 kl. 20:00 3.k Mið 4/12 kl. 20:00 8.k Sun 24/11 kl. 20:00 4.k Lau 7/12 kl. 20:00 9.k Glænýtt verðlaunaverk. Spennuþrungið, reifarakennt og margrætt Saumur (Litla sviðið) Fim 21/11 kl. 20:00 4.k Fös 22/11 kl. 20:00 5.k Nærgöngult og nístandi verk. Aðeins þessar sýningar Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið) Lau 16/11 kl. 13:00 frums Lau 30/11 kl. 14:30 Lau 14/12 kl. 13:00 Lau 16/11 kl. 15:00 aukas Sun 1/12 kl. 11:00 aukas Lau 14/12 kl. 14:30 Sun 17/11 kl. 13:00 2.k Sun 1/12 kl. 13:00 6.k Sun 15/12 kl. 11:00 Lau 23/11 kl. 13:00 3.k Sun 1/12 kl. 14:30 aukas Sun 15/12 kl. 13:00 Lau 23/11 kl. 14:30 aukas Lau 7/12 kl. 11:00 Sun 15/12 kl. 14:30 Sun 24/11 kl. 11:00 aukas Lau 7/12 kl. 13:00 Lau 21/12 kl. 11:00 Sun 24/11 kl. 13:00 4.k Lau 7/12 kl. 14:30 Sun 22/12 kl. 13:00 Lau 30/11 kl. 11:00 aukas Sun 8/12 kl. 13:00 Sun 22/12 kl. 14:30 Lau 30/11 kl. 13:00 5.k Sun 8/12 kl. 14:30 Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.