Morgunblaðið - 13.11.2013, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 13.11.2013, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2013 Sigmundur Davíð Gunnlaugssonforsætisráðherra hefur ráðið Ásmund Einar Daðason, alþing- ismann, sem aðstoð- armann sinn. Ás- mundur Einar er ráðinn tímabundið og mun áfram sinna þingskyldum sínum og fær ekki laun fyrir aukin verk- efni, sem eru m.a. eftirfylgni með til- lögum hagræðingarhóps rík- isstjórnarinnar. Á Evrópuvaktinni segir:    Ráðning Ásmundar Einars tiltímabundinna starfa í forsæt- isráðuneytinu í þessu skyni felur í sér að þegar í stað kemst mikil hreyfing á þessi mál öll.    Og það er traustvekjandi að tilþess er fenginn maður, sem er ekki partur af stjórnkerfinu heldur kemur úr allt annarri átt. Kraft- mikill ungur maður, bóndi vestan úr Dölum. Það þýðir að „kerfið“ mun ekki ráða ferðinni.    Ganga má út frá því sem vísu, aðÁsmundur Einar muni njóta almanna stuðnings í þessu verki. Þegar þingmaður er ráðinn í slíkt starf felst í raun í því að um ígildi aðstoðarráðherra er að ræða. Staða kjörins þingmanns til að fylgja fram hugmyndum og tillögum um breytingar á opinbera kerfinu er margfalt sterkari en almennra að- stoðarmanna ráðherra. Að þessu leyti er því um nýbreytni að ræða, sem forvitnilegt verður að fylgjast með til hvers leiðir.    Á einum sólarhring hefur ríkis-stjórnin fengið nýtt líf og öðl- ast nýja ásýnd. Og Framsóknar- flokkurinn, sem hefur átt undir högg að sækja í skoðanakönnunum, hefur hafið pólitíska gagnsókn með óvæntum hætti.“ Ásmundur Einar Daðason Frumleg og fín hugmynd STAKSTEINAR Veður víða um heim 12.11., kl. 18.00 Reykjavík -4 skýjað Bolungarvík -7 léttskýjað Akureyri -2 snjókoma Nuuk -6 léttskýjað Þórshöfn 6 skúrir Ósló 5 heiðskírt Kaupmannahöfn 7 skúrir Stokkhólmur 7 skýjað Helsinki 6 skýjað Lúxemborg 5 skýjað Brussel 7 skýjað Dublin 9 léttskýjað Glasgow 7 léttskýjað London 12 léttskýjað París 8 súld Amsterdam 10 léttskýjað Hamborg 6 súld Berlín 7 heiðskírt Vín 7 léttskýjað Moskva 2 þoka Algarve 22 heiðskírt Madríd 21 heiðskírt Barcelona 18 léttskýjað Mallorca 20 léttskýjað Róm 12 skýjað Aþena 18 léttskýjað Winnipeg -7 léttskýjað Montreal -2 skýjað New York 2 alskýjað Chicago -2 léttskýjað Orlando 24 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 13. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:51 16:34 ÍSAFJÖRÐUR 10:15 16:20 SIGLUFJÖRÐUR 9:58 16:03 DJÚPIVOGUR 9:25 15:59 Frábær lausn fyrir hallandi og óreglulega glugga PLÍ-SÓL GARDÍNUR Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. Sími: 588 5900 ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík. Sími: 421 2061 Glerárgötu 32, Akureyri. Sími: 462 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán.-fös. 11-18 Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Hringdu og bókaðu tíma í máltöku Meira úrval • Meiri gæði Íslensk framleiðsla eftir máli Skráargatið var innleitt á Íslandi í gær þegar sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra undirritaði reglugerð um norræna Skráargatið. Markmiðið með Skráargatinu er að neytendur geti á einfaldan hátt valið hollari mat- vöru. Matvælastofnun og embætti landlæknis standa sameiginlega á bak við merkið og hafa unnið að inn- leiðingu þess. Um er að ræða opinbert samnor- rænt merki sem finna má á umbúðum matvara sem uppfylla ákveðin skil- yrði varðandi innihald næringarefna, í þeim er minni og hollari fita, minni sykur og salt og meira af trefjum og heilkorni, samkvæmt upplýsingum á vef Matvælastofnunar, mast.is. Skráargatið á að auðvelda hollara val og þar með að farið sé eftir op- inberum ráðleggingum um mataræði því vörur sem bera merkið eiga að vera hollari en aðrar vörur í sama flokki sem ekki uppfylla skilyrði til að bera merkið. Matvælaframleiðendum er frjálst að nota Skráargatið á sínar vörur, uppfylli þær ákveðin skilyrði varðandi innihald næringarefna, merkið á að hvetja til að þróunar holl- ari matvara. Matvælastofnun og heilbrigðiseft- irlit sveitarfélaga fylgjast með að far- ið sé eftir reglum um notkun merk- isins. Nánar: www.skraargat.is. Morgunblaðið/Rósa Braga Undirritun Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra undirritar reglugerð um norræna Skráargatið. Með honum eru Geir Gunnlaugsson landlæknir og Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar. Skráargatið innleitt á Íslandi  Einfaldara að velja hollari vöru Orðið ljósmóðir hlaut flest atkvæði í kosningu um fegursta orð tungu- málsins sem lauk á miðnætti 11. nóvember. Lauk þar með leit Hug- vísindasviðs HÍ og RÚV, sem staðið hefur frá 24. september. Alls bárust tillögur frá um 8.500 einstaklingum og úr þeim voru val- in 30 orð, tíu frá hverjum aldurs- hópi, bæði með hliðsjón af orðinu og ástæðu fyrir tilnefningu þess. Almenningi gafst svo kostur á að kjósa á milli þessara orða. Þá höfðu rúmlega þrettán þúsund manns greitt atkvæði. Í yngsta hópnum fengu orðin spé- koppar, einstök og mamma flest at- kvæði. Í aldurshópnum 16-25 ára voru það orðin hugfanginn, fiðr- ingur og seigla. Í aldurshópnum 25 ára og eldri, sem flestir þátttak- endur tilheyra, fengu orðin ljós- móðir, bergmál og sindrandi flest atkvæði. Hugvísindasvið efnir til „Hátíðar orðanna“ í Hátíðasal aðalbygg- ingar HÍ 14. desember. Ljósmóðir þykir fegursta orðið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.