Morgunblaðið - 13.11.2013, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2013
„Við þurfum upplýsingar til að upp-
fylla ákveðna staðla vegna skrán-
ingar skjala- og ljósmyndasafna.
Oddur hefur stóran ættfræðigrunn
og það er gott fyrir okkur að geta
leitað til hans,“ segir Þorsteinn
Tryggvi Másson, héraðsskjalavörður
á Héraðsskjalasafni Árnesinga á Sel-
fossi. Nokkur héraðsskjalasöfn hafa
samið við Ættfræðiþjónustu ORG
um gagnkvæma miðlun upplýsinga.
Þorsteinn Tryggvi segist vera
reglulega í sambandi við starfsfólk
Ættfræðiþjónustunnar. Hann segir
einnig nauðsynlegt að hafa aðgang að
góðu handbókasafni við skráningu
safnanna.
Vísa fólki til ORG
Héraðsskjalasöfnin fá fyrirspurnir
frá öðrum löndum um ættfræði og
staði hér á landi og stundum kemur
fólk í heimsókn í sömu erindagjörð-
um. Segir Þorsteinn að því sé gjarn-
an vísað til Ættfræðiþjónustunnar.
Nefnir hann sem dæmi að dönsk hjón
hafi komið á safnið á Selfossi í sumar.
Maðurinn fæddist hér á landi en vissi
engin deili á móður sinni. Með upp-
lýsingum frá Ættfræðiþjónustunni
og úr héraðsskjalasafninu var hægt
að finna út frændgarð mannsins og
meira að segja í hvaða húsi hann
fæddist. Segir Þorsteinn að þetta
hafi verið viss opinberun fyrir mann-
inn.
Mikilvæg upplýsingalind
Morgunblaðið/Rósa Braga
Hjá Oddi Hrafn Sveinbjarnarson, Gunnar Marel Hinriksson, Þorsteinn
Tryggvi Másson, Sævar Logi Ólafsson og Sigríður Halldóra Gunnarsdóttir.
Héraðsskjalasafn Árnesinga er eitt þeirra safna sem
vinna með Ættfræðiþjónustu ORG Fyrirspurnir að utan
Akureyrarbær, í
samvinnu við
Hönnunarmiðstöð
Íslands, efnir til
hugmynda-
samkeppni um
nýtt kennileiti
fyrir heimskauts-
bauginn í Gríms-
ey.
Fram kemur í
tilkynningu, að kennileitinu sé ætlað
að vekja athygli á Grímsey sem ferða-
mannastað. Verðlaunaféð er ein millj-
ón króna en samkeppnin er opin
hönnuðum, arkitektum og myndlist-
armönnum. Skilafrestur gagna er til
31. janúar 2014.
Leitað er að myndrænu tákni fyrir
eyjuna sem gæti orðið að aðdrátt-
arafli í sjálfu sér og hægt er að nota á
ólíka vegu, t.d. við gerð minjagripa.
Kennileitið þarf að styrkja Grímsey
og stöðu hennar sem nyrsta odda Ís-
lands, á heimskautsbaugnum.
Kennileiti
fyrir heim-
skautsbauginn
Á heimskautsbaug.
Við þurfum að efla skólana. Ef flatur niðurskurður
heldur áfram þá stefnir skólakerfið í sömu átt og
heilbrigðiskerfið.
1. Við verjum miklum peningum í skólana. Ríflega
helmingur af skattfé Reykjavíkurborgar fer í skólamál.
2. Skólar í Reykjavík geta staðið sig miklu betur og eiga
að vera í fararbroddi á Íslandi.
3. Í skólunum liggur grunnurinn að nýsköpun
og efnhagslegri velsæld til framtíðar.
Leiðir til úrlausnar:
A. Það þarf að minnka miðstýringu og gefa
skólastjórnendum og kennurum aukið svigrúm.
B. Við þurfum að vita meira um árangur og kynna afrakstur
mikillar vinnu kennara betur fyrir foreldrum.
C. Skólar þurfa að endurheimta leiðandi hlutverk sitt
í nærsamfélaginu.
D. Við þurfum að breyta kjarasamningum kennara.
Kosningaskrifstofa Ármúla 7 » thorbjorghelga.is » thorbjorghelga
Þorbjörg
Helga
1. sæti Reykjavík
Unnið er þessa dagana á vegum
Landsnets að stækkun tengivirkis
við Hóla í Hornafirði, sem auka á
afhendingaröryggi raforku á Höfn.
Verkefni þetta er liður í rafvæð-
ingu fiskmjölsverksmiðja. Verkið
felst í því að frá Hólum er lagður
1,5 km langur 132 kV jarðstrengur
milli Hóla og tengivirkis RARIK á
Höfn. Strengurinn kemur til við-
bótar 132 kV línu sem þarna er.
Einstakir verkþættir voru boðnir út
í sumar og haust.
Framkvæmdir við strenglögn og
tengivirki hófust í september og
ganga vel, skv. upplýsingum frá
Landsneti. Gerð undirstaða og jarð-
skauta í tengivirkinu á Hólum er
lokið og uppsetning búnaðar að
hefjast. Rafmagni verður hleypt á
strenginn nærri áramótum.
sbs@mbl.is
Höfn Framkvæmdir á fullu.
Styrkja
strenginn
til Hafnar