Morgunblaðið - 13.11.2013, Side 12

Morgunblaðið - 13.11.2013, Side 12
SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Margrét II Þórhildur Danadrottning kom til landsins í gær til að taka þátt í viðburðum sem helgaðir eru 350 ára afmæli Árna Magnússonar handrita- safnara. Drottning sat hátíðar- kvöldverð í boði Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, á Bessa- stöðum í gærkvöldi. Dagurinn í dag hefst í Þjóðmenningarhúsinu þar sem Margréti Þórhildi verður afhent fyrsta eintakið af tveggja binda verki Guðjóns Friðrikssonar og Jóns Þ. Þór um Kaupmannahöfn sem höf- uðborg Íslands í 500 ár. Þar mun drottning jafnframt skoða handrita- sýninguna. Eftir hádegi, kl. 13:30, hlýðir drottning á afmælisfyrirlestur dönsku fræðikonunnar Annette Lassen í hátíðarsal Háskóla Íslands og í kjölfar þess heimsækir hún tón- listar- og ráðstefnuhúsið Hörpu. Síð- degis verður hún viðstödd opnun sýn- ingarinnar Íslenska teiknibókin – 350 ára afmæli Árna Magnússonar í Gerðarsafni í Kópavogi. Dagskrá vegna 350 ára afmælis Árna Magn- ússonar handritasafnara lýkur með viðamikilli hátíðardagskrá í Þjóðleik- húsinu í kvöld. Danadrottning heldur aftur heim- leiðis til Kaupmannahafnar í fyrra- málið. Með í föruneyti drottningar er Manu Sareen, samstarfsráðherra Norðurlanda í dönsku ríkisstjórninni, auk embættismanna úr dönsku hirð- inni. Var viðstödd lýðveldisafmælið Þetta er í fimmta sinn sem Mar- grét Þórhildur kemur í heimsókn til Íslands. Hinn 4. júlí 1973 kom hún í fyrstu opinberu heimsókn sína hing- að og var þá eiginmaður hennar, Hin- rik prins, með í för. Þau dvöldu hér í fjóra daga og gistu í Ráðherra- bústaðnum. Það var danska drottn- ingarsnekkjan Dannebrog sem flutti þau hingað til lands og lagðist hún að Miðbakka í Reykjavíkurhöfn þar sem forseti Íslands, dr. Kristján Eldjárn, og frú tóku á móti þeim ásamt mann- fjölda. Margrét Þórhildur og Hinrik ferðuðust víða um Ísland, skoðuðu meðal annars Þingvelli, Skálholt, Gullfoss og Geysi, Dimmuborgir, Ystahver og Mývatn, þá flutti drottn- ingin ræðu í Lystigarðinum á Akur- eyri. Í Reykjavík skoðuðu þau bæði Þjóðminjasafnið og Listasafn ríkisins og á síðasta degi heimsóknarinnar heimsótti Margrét Þórhildur Barna- spítala Hringsins og Stofnun Árna Magnússonar í Árnagarði og skoðaði þar handritin. Danadrottning kom næst til lands- ins vegna hálfrar aldar afmælis lýð- veldisins, 17. júní 1994, og var þá við- stödd hátíðardagskrá á Þingvöllum ásamt fleiri þjóðhöfðingjum Norður- landanna. Næst komu Margrét Þórhildur og Hinrik prins í opinbera heimsókn til landsins 14. maí 1998 og stóð hún til 18. maí. Þau dvöldu í drottningar- skipinu Dannebrog, sem var við bryggju í Reykjavík meðan á heim- sókninni stóð. Við komuna til landsins héldu þau beint til Vestfjarða en það var þá eini landshluti Íslands sem drottningin hafði ekki áður heimsótt. Þau fóru líka í sjóstangaveiði og hvalaskoðun og heimsóttu Eyrar- bakka. Margrét Þórhildur var við- stödd opnun Listahátíðar í Reykjavík og opnaði sýningu á Þjóðminjasafn- inu í tengslum við hátíðina á kirkju- klæðum sem hún sjálf hannaði. Danadrottning kom aftur til Ís- lands í október það sama ár, 1998, til að vera viðstödd útför Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur forseta- frúar sem gerð var frá Hallgríms- kirkju. Í júlí 2004 millilenti Margrét Þór- hildur á Akureyri á leið sinni frá Grænlandi til Danmerkur og stoppaði í um 40 mínútur á flugvellinum, það stutta stopp telst ekki til heimsóknar. Í fimmtu heimsókn sinni til Íslands  Margrét II Þórhildur Danadrottning og Hinrik prins komu fyrst hingað til lands 4. júlí 1973  Ströng dagskrá hjá drottningu í dag í tilefni af 350 ára afmæli Árna Magnússonar handritasafnara Morgunblaðið/Albert Kemp Á Bessastöðum Um fimmtíu gestir sátu kvöldverðinn með drottningunni í gær, þeirra á meðal ráðherrar og embættismenn auk íslenskra og danskra fræðimanna sem starfað hafa við stofnun Árna Magnússonar. Stoppað Danadrottning á Vaðlaheiði árið 1973. Frá vinstri: Hinrik prins, Halldóra Eldjárn forsetafrú, Margrét Þórhildur og börn frá Akureyri sem afhentu konunum blómvendi. Á leiðinni frá Mývatnssveit og á Akureyri var móttökuathöfn á sýslumörkum Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslu á Vaðlaheiði. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2013 Matseðillinn í hátíðlegum kvöld- verðarboðum á Bessastöðum er jafnan hinn glæsilegasti. Í gær- kvöldi var borið á borð fyrir Margréti Þórhildi Danadrottn- ingu og aðra gesti forsetans grænmeti og reyktur áll með fylltu eggi, sunnlenskur lax með íslensku rótargrænmeti og súkkulaðikaka með jarðar- berjum. Þess má geta að í fyrstu opin- beru heimsókn Margrétar Þór- hildar til Íslands árið 1973 var matseðillinn á Bessastöðum ekki síðri. Þá fékk hún reyktan lax í forrétt, steikta önd í aðal- rétt og perumarens í eftirrétt. Reyktur áll, lax og súkku- laðikaka MATSEÐILLINN Margrethe Alexandrine Þórhildur Ingrid fæddist 16. apríl 1940. Hún er elsta dóttir Friðriks 9 og Ingiríð- ar drottningar. Þegar Margrét Þór- hildur fæddist var Ísland í konungs- sambandi við Danmörku og hún því einnig íslensk prinsessa. Árið 1967 giftist Margrét Þór- hildur franska greifanum Henri de Laborde de Monpezat sem fékk nafnið prins Henrik af Danmörku við giftingu. Hjónin eiga tvo syni, Friðrik sem er fæddur 1968 og Jóa- kim, fæddan árið eftir. Barnabörn- in eru orðin átta. Margrét Þórhildur var krýnd drottning Danmerkur 15. janúar 1972, eftir að faðir hennar lést. Fyrir tveimur árum gerði Politi- ken könnun á viðhorfi Dana til kon- ungsembættisins. Þar kom í ljós að tæplega 80% Dana hafa mikið álit á konungsfjölskyldunni og vilja frek- ar búa í konungsríki en lýðveldi. Aðrar skoðanakannanir hafa bent til þess að Margrét Þórhildur sé vinsælasti konungborni þjóðhöfð- ingi í Evrópu. Hún hefur gott orð á sér fyrir listsköpun og málverk hennar og teikningar hafa vakið at- hygli víða um heim. Verið drottning í 41 ár Morgunblaðið/Golli Frúr Margrét Þórhildur og Guðrún Katrín forsetafrú á Flateyri 1998. Hvernig væri aðeins betra veður? Lækkum vindhraða með skógrækt. Björn Jón Bragason í 2. - 3. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík 16. nóvember. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Skrúfur, múrboltar og festingavörur Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.