Morgunblaðið - 13.11.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.11.2013, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ég spyrst ogvíðast eftirþvílíkum gömlum bréfum, sem og einstaka blöðum úr gömlum íslensk- um kálfskinnsbókum, hvar af, ef þér nokkuð frekara hafið eður þar kringum yður útvega kunnið, þá bið ég yður mér þess að unna, í það minnsta til láns, ef ei öðruvís mis- sast kann,“ skrifar Árni Magn- ússon í bréfi, sem vitnað er til í nýrri bók, 66 handrit úr fórum Árna Magnússonar, sem kemur út í tilefni af afmælinu. Þar skrifar Svanhildur Óskarsdóttir, sem sá um útgáfuna, í formála að söfnun handrita hafi orðið inntak ævi Árna Magnússonar og lífsástríða: „Ákefðin sem þessu fylgdi var svo mikil að jafna má til þráhyggju. Við myndum segja nútildags að Árni hefði verið með handrit ger- samlega á heilanum.“ Árni Magnússon fæddist fyrir 350 árum, hinn 13. nóvember 1663. Árnastofnun hefur staðið fyrir ýmsum atburðum á árinu til að heiðra minningu hans og í gær kom Margrét Þórhildur Dana- drottning til landsins af því tilefni. Hún er heiðursgestur afmæl- ishátíðar, sem fram fer í dag. Einn danskur fræðimaður sagði að hann hefði verið „snjallasti bókasafnari, sem lif- að hefur á Norð- urlöndum“, annar að hann hefði verið „safnari af Guðs náð“. Már Jónsson segir í ævisögu sinni um Árna að með ólíkindum sé „að sami maður skuli vera frumkvöðull skráningar á jörðum, fólki og kvikfé annars vegar, en bjargvættur handrita og skjala hins vegar. Hann bæði safnaði heimildum til íslenskrar sögu og bjó þær til. Sameiginlegt viðmið í allri viðleitni hans var föðurlands- ást.“ „Handritin í safni Árna Magn- ússonar er það sem rís hæst í okk- ar menningu og án þeirra væri bókmenntaarfur okkar mjög fá- tæklegur,“ sagði Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum færðum, í viðtali í Morgunblaðinu í gær. Þegar Árni hóf að safna hand- ritum vofði eyðilegging yfir þeim. Fáir gerðu sér grein fyrir verð- mætunum, sem í þeim lá. Elja Árna varð ekki bara til þess að varðveita íslenskan og norrænan menningararf, heldur hluta af menningararfi heimsins. Varð- veisla þessa arfs er í höndum Dana og Íslendinga. Því hlutverki verð- ur að gegna af reisn. Hluti af menningar- arfi heimsins} Elja Árna Magnússonar Í miðri síðustu vikuefndi Kastljós „RÚV“ til langs þátt- ar um Íslenska erfðagreiningu. Þrátt fyrir lengd þáttarins og mikið ryk, sem þyrlað var upp, var hvergi upplýst hvert væri tilefni þáttargerðarinnar. Það er í sjálfu sér umhugsunarvert að „RÚV“ skuli stofna til slíkrar um- fjöllunar um einkafyrirtæki undir þeim formerkjum sem þarna voru. En vissulega er um bæði stórt og merkilegt fyrirtæki að ræða, sem að auki er þekkt nær og fjær um- fram flest íslensk fyrirtæki. Það gefur því mikla sérstöðu. Þess vegna meðal annars er það ekki endilega handan við öll mörk að „RÚV“ kjósi að fjalla svo rækilega um þetta einkafyrirtæki, og það margoft. En tónninn sem einkenndi þá umfjöllun alla gerði hana engu að síður mjög hæpna. Þar sem nýtt tilefni til umfjöll- unarinnar skorti mátti áhorfand- inn ímynda sér að slíkt kynni að verða kynnt eða „afhjúpað“ í kjöl- far hennar, daginn eftir eða næstu daga þar á eftir og umfjöllunin væri því aðeins eins konar for- leikur þeirrar afhjúpunar. Nú er vika liðin án nokkurs slíks og því er óhjákvæmilegt að leita annarra skýringa. En þær liggja ekki á lausu. Hins vegar fór það ekki fram hjá neinum manni, að það andaði köldu af hálfu kastljóss- manna í garð fyr- irtækisins og helsta talsmanns þess og gætti þess mjög í hálfkveðnum vísum og óljósum tilgátum og raunar framsetningu sem nálgaðist það stundum að vera í dylgjustíl. Vissulega var forstjóri ÍE, Kári Stefánsson, fenginn til andsvara og svör hans voru skýr og afdrátt- arlaus, svo langt sem þau náðu. Og það var ekki við forstjórann að sakast þótt þau næðu ekki alla leið og dygðu því ekki til að hreinsa fyrirtækið af þeim óljósa áburði sem yfir því hékk eftir hálf- kveðnar vísur í dylgjutón, þeirrar gerðar sem áróðursmenn vestra kölluðu láttu-hann-bera-af-sér- gambítinn. Svör forstjórans komu klippt á stangli á víð og dreif um þáttinn, í einkennilegu blandi við tilsniðnar gamlar klípur úr svör- um sama manns í gegnum tíðina, samhengislega skeytt saman, svo úr varð grautur sem áhorfandinn gat hvorki kyngt né melt. Hann, nauðungaráskrifandinn að „RÚV“, var því litlu nær. Nema þá því, að tekist hefði að sá þeim fræjum í huga einhvers að eitt- hvað væri illa rotið í konungsríki Kára (svo nappað sé). Er hugs- anlegt að allur leikurinn hafi verið til þess eins gerður? Kastljós „RÚV“ fer óþægilega oft illa með sinn trúnað og miklu ábyrgð } Helgaði tilgangurinn meðalið sem „RÚV“ uppgötvaði? Í dag er þess minnst að liðin eru 350 ár frá fæðingu Árna Magnússonar hand- ritasafnara í Kaupmannahöfn. Efnt er til hátíðarsamkomu í Þjóðleikhús- inu, handritasýningar í Listasafni Kópavogs og „Árna Magnússonar-fyrirlestur“ verður haldinn í Háskólanum. Ekki er þá allt upptalið sem gert er í tilefni afmælisins; fyrr á þessu ári hefur margs konar tilstand verið í gangi, ráðstefnur fræðimanna, bókaútgáfa, sýningar og fleira. Árni Magnússon er sem sagt enginn meðal- jón. Hann er einn af hinum veraldlegu þjóð- ardýrlingum okkar, svo notað sé hugtak úr nýútkominni bók Jóns Karls Helgasonar, Ódáinsakri. Árna hefur verið lyft á stall sem einum af merkismönnum Íslandssögunnar. Stofnanir og stjórnvöld rækta minningu hans skipulega og sjá til þess að hún gleymist ekki. Jón Karl heldur því fram að þessi iðja sé í eðli sínu hin sama og þegar kirkjan valdi sér dýrlinga fyrr á tíð. Er vafalaust nokkuð til í því. Og hún er svo sem ekki verri fyrir það. Árni hefur ekki alltaf verið á svo háum stalli sem nú. Þótt þessi prestssonur frá Íslandi hafi ungur komist til metorða í danska embættismannakerfinu voru skoðanir samtímamanna á honum og verkum hans skiptar. Hér heima höfðu menn helst horn í síðu Árna fyrir að draga fjölmörg fornskjöl og skinnhandrit úr landi, kváðu hann hafa „lofað að skila en ekki gjört“ eins og einn ádeilu- manna komst að orði. Þegar Íslendingar að fengnu full- veldi fóru að bera sig eftir handritunum í Höfn hugsuðu þeir margir þunglega til Árna. Ekki er óalgengt að sjá í blaðagreinum frá fyrri hluta síðustu aldar orðalag eins og „lét greipar sópa“ þegar minnst er á handrita- söfnun Árna. Meira að segja jafn orðvar mað- ur og Árni Óla sagði í grein hér í blaðinu árið 1920 að söfnun og brottflutningur handrit- anna hefði verið landi og þjóð „hinn mesti ógreiði“. Í Tímanum var Árni árið 1946 sagð- ur „óhappamaður“, en bætt við: „að sjálf- sögðu óviljandi.“ Í hinni áhrifamiku Íslands- sögu Jónasar frá Hriflu heitir kaflinn þar sem fjallað er um starf Árna „Bókabruninn mikli.“ Íslendingum fannst að Árni hefði verið óvar- kár og kærulaus þegar bruninn varð í Kaup- mannahöfn. Í byrjun sjöunda áratugarins þegar menn sáu fram á að handritin kæmu heim og farið var að huga að stofnun til að rannsaka þau og varðveita, var síður en svo sjálfgefið að hún yrði kennd við Árna. Lærdómsmenn stungu upp á því að hún héti frekar Stofnun Jóns Sigurðssonar, en Jón forseti var annar mesti handrita- og bókasafnari þjóðarinnar. Nú má það heita „dómur sögunnar“ að Árni hafi bjargað ómetanlegum þjóðargersemum og lagt grunn að endurreisn íslenskrar þjóðmenningar. Ég get tekið und- ir það. Árni Magnússon verðskuldar veglega afmæl- isveislu. Mestu skiptir þó að rækta arf hans og skilja þýðingu þess starfs fyrir framtíð okkar. Það er efni í annan pistil. guðmundur@mbl.is Guðmundur Magnússon Pistill Á degi Árna Magnússonar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Hvorki Matvælastofnun néHeilbrigðiseftirlitReykjavíkur hefur ráðistí að láta efnagreina fæðubótarefni og það sem apótek kalla náttúruvörur til að kanna hvort innihald þeirra sé í samræmi við innihaldslýsingar. Könnun sem kan- adískir rannsakendur gerðu á slík- um vörum leiddi í ljós að í mörgum tilfellum voru jurtir sem haldið var fram að væru í þeim annaðhvort í mjög litlu magni eða jafnvel ekki til staðar. Fjallað var um rannsóknina á vefsíðu bandaríska dagblaðsins The New York Times. Teknar voru stikkprufur úr 44 algengum fæðu- bótarefnum, náttúruvörum og lyfj- um frá tólf framleiðendum. DNA- rannsókn leiddi í ljós að í þriðjungi tilfella var ekkert af tilgreindri jurt í vörunum heldur greindust aðrar jurtir í þeim. Þannig var til dæmis ekkert nema hrísgrjónaduft í hylkjum sem áttu að innihalda svonefnda Jóhann- esarjurt sem tekin er við mildu þunglyndi. Í gingko biloba, sem unn- ið er úr musteristré og selt er til að bæta minni, var uppfylliefni og svartar valhnetur sem geta verið of- næmisvaldandi. Ekki var greint frá því frá hvaða framleiðendum efnin voru svo ekki liggur fyrir hvort þau eru seld hér á landi. Skammtímagróðavon Rannveig Gunnarsdóttir, for- stjóri Lyfjastofnunar, segir niður- stöður könnunarinnar í Kanada ekki koma á óvart og að þetta sé þekkt vandamál með fæðubótarefni og náttúruvörur. Tilvik hefur komið upp hér á landi þar sem fæðubót- arefni reyndist ekki innihalda það efni sem haldið var fram. Þá er það þekkt að slík efni innihaldi fleira en greint er frá í innihaldslýsingu. „Það eru t.d. seld húðkrem sem er sagt að séu góð fyrir húð og eiga ekki að innihalda neitt lyfjavirkt. Svo hefur komið í ljós að það hafa verið settir sterar í þau. Þess var þá ekki getið,“ segir hún. Sjálfsagt hafi slíkar vörur slæðst til Íslands. Að sögn Aðalsteins Jens Lofts- sonar, formanns Lyfjafræðinga- félags Íslands og lyfsala hjá Lyfju í Lágmúla, er mikil skammtímagróða- von í svikum af þessu tagi. „Því miður er ekki sama eftirlit með fæðubótarefnum og lyfjum. Flestir framleiðendur eru heiðarlegir og tryggja að þetta sé í lagi með al- mennilegum vinnureglum. Það er þó ekki víst að það sé alltaf gert,“ segir hann en leggur þó áherslu á að marg- ar slíkar vörur séu mjög góðar. Götótt kerfi Matvælastofnun hefur eftirlit með innflutningi á fæðubótarefnum en innflytjendur eiga að tilkynna um markaðssetningu á vörunum. Heil- brigðiseftirlit sveitarfélaga fer svo yfir umbúðir og rýnir í innihaldslýs- ingar þeirra, meðal annars með tilliti til þess hvort efnin í þeim séu leyfð á Íslandi og hvort virk efni eða jurtir í þeim heyri undir lyfjalög. Í því tilfelli flokkar Lyfjastofnun vöruna. Ekki er heimilt að markaðssetja hana sem fæðubótarefni ef hún inniheldur lyfjavirkt efni. Aðalsteinn segir að eftirlits- kerfið hér sé það götótt að það hafi komið fyrir að hægt hafi verið að flytja inn og selja efni sem ekki var heimilt að selja. „Varðandi lyf er kerfið þannig að allt er bannað nema það sem er leyft. Með fæðubótarefni er það lagt í hendur innflutningsaðila að þeir kynni sér hvað má. Það er engin skráning á því hvað er selt og hvað er til. Eftirlitið er meira eftir á.“ Götótt eftirlit með fæðubótarefnum Náttúruvara Musteristré, gingko biloba, hefur verið tekið til að bæta minni. Aðeins fjögur svonefnd jurtalyf eru með markaðsleyfi á Íslandi. Þau þurfa að uppfylla sömu kröfur og gerðar eru til al- mennra lyfja. Á meðal baráttu- mála nýstofnaðra regnhlífar- samtaka ýmissa hjálækninga, Heilsufrelsis, er að almenningur geti notið jurtalyfja án afskipta. Rannveig Gunnarsdóttir, for- stjóri Lyfjastofnunar, segir að ekki séu gerðar sömu kröfur til fæðubótarefna og náttúruvara annars vegar og lyfja hins vegar enda hafi ekki almennt verið talin þörf á því. En hafi efnin umtalsverð áhrif á líkams- starfsemi þurfi að skilgreina þau sem lyf. Lyfjastofnun hafi ekkert á móti jurtalyfjum en sýna þarf fram á virkni þeirra með rann- sóknum og framleiða þau á staðlaðan hátt svo magn og hreinleiki virku efnanna sé allt- af sá sami, þ.e. þau þurfi að lúta sömu skilyrðum og framleiðsla lyfja, segir Rannveig. Vilja jurtalyf án afskipta NÁTTÚRULYF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.