Morgunblaðið - 13.11.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.11.2013, Blaðsíða 35
ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2013 Ídag eru 350 ár frá fæðingu ÁrnaMagnússonar handritasafnara.Hann fæddist á Kvennabrekku í Dölum, sonur Magnúsar Jónssonar, prests á Kvennabrekku og síðar lög- sagnara, og Guðrúnar, dóttur Ketils Jörundssonar, prests í Hvammi. Árni ólst upp hjá Katli, afa sínum, og síðan móðurbróður, Páli, prófasti í Hvammi og síðar á Staðarstað. Árni lauk stúdentsprófi frá Skál- holtsskóla 1683, guðfræðiprófi við Kaupmannahafnarháskóla, varð að- stoðarmaður fornfræðingsins Tóm- asar Bartholins, bókavörður M. Moths, yfirsekretera í kanzellíinu, varð prófessor 1694, ritari við hið konunglega leyndarskjalasafn í Kaupmannahöfn 1697 og í raun yf- irstjórnandi safnsins frá 1725. Samkvæmt konungsboði var Árna og Páli Vídalín falið jarðamat, mann- tal og ýmsar aðrar rannsóknir á Ís- landi 1702 og stóð verkið yfir af hálfu Árna til 1712. Úr varð hin fræga Jarðabók Árna og Páls sem er ómet- anleg heimild um hagi Íslendinga í byrjun 18. aldar. Árni fór í rannsókna- og bóka- kaupsferðir til Noregs og Þýska- lands, en er þekktastur fyrir bók- fells- og handritasöfnun sína hér á landi og fyrir flutning á þeim hand- ritum til Kaupmannahafnar þar sem þau voru rannsökuð, skrifuð upp og sum hver búin til prentunar. Í brunanum mikla í Kaupmanna- höfn 20.10. 1728 brann þar bókasafn háskólans og hluti af bókasafni Árna, þrátt fyrir þrotlaust björgunarstarf. Talið er að þar hafi glatast ýmis mik- ilvæg íslensk handrit. Árni var umbótasinnaður húm- anisti. Það eina sem birtist á prenti eftir hann var skýrsla um síðustu galdramálin í Danmörku þar sem hann sýnir fram á fáránleika þeirra. Árni og Þórdís Jónsdóttir, biskups á Hólum Vigfússonar (Snæfríður Ís- landssól), eru gerð að aðalsögu- persónum ástarsögunnar í Íslands- klukku Halldórs Laxness. Við Árna eru kenndar Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi og Den Arnamagnæanske Samling í Dan- mörku. Árni lést 7.1. 1730. Merkir Íslendingar Árni Magnússon 95 ára Emma Guðmundsdóttir Sigríður Þórðardóttir 90 ára Hermína Sigurðardóttir 85 ára Baldur M. Stefánsson Hreiðar Kristinn Sigfússon Lára Pálmarsdóttir Magdalena M. Kristjánsdóttir Ólafía I. Sveinsdóttir Vigdís Eiríksdóttir Þóra Guðríður Stefánsdóttir 75 ára Hermann Jónsson Hilmar Sigurðsson Kristín Andrésdóttir María Einarsdóttir 70 ára Aðalsteinn Guðmundsson Gísli H. Friðgeirsson Guðmundur Jóhannsson Jón Hlífar Aðalsteinsson Kolbrún Björgvinsdóttir Valgerður Bergsdóttir 60 ára Emil Þór Sigurðsson Guðbjörg Erla Andrésdóttir Helgi Sævar Sveinsson Hólmgeir Valdimarsson John Andrew Barton Katrín Árnadóttir Kristinn Ásgeirsson Kristín Orradóttir Reynir Gísli Hjaltason Sævar Þór Magnússon Þórhildur Einarsdóttir 50 ára Boris Krivec Erla Magnúsdóttir Eyjólfur Kristjánsson Guðjón Guðmundsson Ingibjörg R. Friðbjörnsdóttir Jose Manuel Moreira Magnús Engilbert Lárusson Margrét Guðmundsdóttir Soffía Arnardóttir Yvette Johanna Lau 40 ára Agnar Már Heiðarsson Eyrún Ósk Friðjónsdóttir Harpa Grímsdóttir Helga Guðmundsdóttir Héðinn Ingi Þorkelsson Jedrzej Stefan Korzemiacki Konráð Hall Lóa Hrund Sigurbjörnsdóttir María Rós Sigþórsdóttir Sigurður Þorsteinsson Silja Þórunn Arnfinnsdóttir Unnur Guðjónsdóttir 30 ára Alexandre Amaral Da Silva Dagný Ólöf Jónsdóttir Daníel Freyr Rögnvaldsson Hue Hong Thi Le Hung The Hoang Ívar Örn Leifsson Kristín Björg Sveinsdóttir Marta Sóley Helgadóttir Til hamingju með daginn vegar var auðvitað töluvert talað um þennan skelfilega atburð í barnæsku minni. Þarna fórust tólf manns, rétt fyrir jólin, og í raun tilviljun að mann- skaði varð ekki mun meiri. Ég skrifaði BS-ritgerð um snjó- flóðið í Neskaupstað við Háskóla Ís- lands og kynnti mér þá málið mjög vel. Jú, auðvitað hafði þessi atburður áhrif á mann, þótt ég átti mig kannski ekki alveg á því í hverju þau áhrif eru nákvæmlega fólgin. Aðalatriðið er auðvitað það að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að afstýra svona atburðum.“ Harpa hóf störf hjá Veðurstofu Ís- lands með námi árið 1997. Hún varð útibússtjóri Snjóflóðaseturs Veður- stofu Íslands á Ísafirði eftir fram- haldsnám árið 2004 og hefur starfað þar síðan. Harpa spilar blak í frístundum með blakfélaginu Skelli á Ísafirði: „Í Neskaupstað hefur lengi verið mjög mikill áhugi á blaki. Faðir minn er einn af frumkvöðlum þessarar íþróttagreinar þar og hefur verið blakþjálfari um langt árabil. Ég byrjaði í blaki hjá Þrótti í Nes- kaupstað þegar ég var 13 ára og keppti fram yfir tvítugt. Ég tók svo aftur upp þráðinn eftir að ég flutti til Ísafjarðar og hef keppt með Skelli á Ísafirði sem spilar í 1. deild. Ég hef auk þess þjálfað töluvert blak hérna á Ísafirði en fékk svo föður minn hing- að til að þjálfa nú í vetur.“ Hálendið og heimshornaflakk Harpa fer oft á skíði sér til skemmtunar, bæði svigskíði og gönguskíði, og fer í gönguferðir um fjöll og firnindi: „Ég hef líka alltaf haft mikinn áhuga á ferðalögum og fór víða um heim á mínum yngri ár- um. Ég fór í níu mánaða heimsreisu með Kristínu, vinkonu minni, eftir stúdentsprófin, hef farið töluvert í Interrail-ferðir um Evrópu og við hjónin flökkuðum um Suður-Ameríku árið 1999. Ég reyni að ferðast eins mikið með fjölskyldunni og hægt er, bæði innan- lands og utan. Við höfum einnig verið dugleg að ferðast um hálendi Íslands, höfum þá gjarnan flakkað um falleg svæði og gist í tjaldi. Eins fylgja vinnunni gjarnan skemmtileg ferða- lög og fjallgöngur.“ Fjölskylda Eiginmaður Hörpu er Gunnar Páll Eydal, f. 22.2. 1974, jarð- og umhverf- isfræðingur hjá teiknistofunni Eik á Ísafirði. Hann er sonur Gunnars B. Eydal, f. 1.11. 1943, lengst af skrif- stofustjóra borgarstjórnar í Reykja- vík, og Ásgerðar Ragnarsdóttur, f. 30.3. 1947, kennara. Synir Hörpu og Gunnars Páls eru Birkir Eydal, f. 3.6. 2000, nemi við grunnskóla Ísafjarðar; Kári Eydal, f. 27.3. 2004, nemi við grunnskóla Ísa- fjarðar; Jökull Eydal, f. 8.12. 2009, á leikskólanum Eyrarskjóli. Systir Hörpu er Hrönn Gríms- dóttir, f. 13.9. 1977, námsráðgjafi í námi í lýðheilsufræðum í Reykjavík, en maður hennar er Sveinn H. Odds- son Zoëga, tölvunarfræðingur hjá Advania, og eru synir þeirra Freyr Sveinsson Zoëga og Hafliði Sveinsson Zoëga. Foreldrar Hörpu eru Grímur Magnússon, f. 22.12. 1950, kennari og blakþjálfari, og Eva Sýbilla Guð- mundsdóttir, f. 27.7. 1948, kennari. Þau eru búsett þennan veturinn á Ísafirði en annars í Neskaupstað. Úr frændgarði Hörpu Grímsdóttur Harpa Grímsdóttir Þorlákur Þorleifsson b. í Skagafirði Margrét Stefánsdóttir húsfr. og vinnukona á Siglufirði Guðmundur Þorláksson kennari og náttúrufræðingur í Rvík Marie Elisabet Thorláksson kennari, fædd í Danmörku Eva Sýbilla Guðmundsdóttir kennari í Neskaupstað Marie Daugård prestfrú í Ringe í Danmörku Jens Kjær Carlsen prestur og listmálari í Ringe í Danmörku Sesselja Sveinsdóttir húsfr. í Sandvík Guðmundur Grímsson b. í Sandvík Magnús Guðmundsson kennari og listam. í Neskaupstað Andrína Guðrún Björnsdóttir kennari í Neskaupstað Grímur Magnússon kennari í Neskaupstað Björn Gíslason b. í Sveinatungu Andrína Guðrún Kristleifsdóttir húsfr. í Sveinatungu Ljósmynd/Eiríkur Gíslason Snjóflóðasérfræðingurinn Harpa Grímsdóttir við vinnu sína. 30 ára Þórunn Thelma ólst upp í Garðinum, er búsett í Reykjanesbæ, er að ljúka prófum frá Keili og starfar nú hjá Frílager Icelandair Ground Serv- ises. Systir: Elísabet Amanda, f. 1987, nemi í viðskipta- fræði við HÍ. Foreldrar: Kristjana Vil- borg Einarsdóttir, f. 1956, húsfreyja og Sigurður Ás- mundsson, f. 1963, pípu- lagningameistari. Þórunn Thelma Sigurðardóttir 30 ára Barbara ólst upp í Ostrowiec í Póllandi, er nú búsett á Akranesi, lauk stúdentsprófi í Póllandi og starfar við Sorpu á Akranesi. Maki: Ingimundur Ósk- arsson, f. 1964, MA-nemi í lögfræði við Háskólann á Bifröst. Foreldrar: Urszula Nied- bala, f. 1958, húsfreyja í Ostrowiec, og Grzegorz Dzik, f. 1958, húsasmiður í Ostrowiec. Barbara Beata Dzik 30 ára Ólafur ólst upp í Reykjavík, býr í Hafn- arfirði, lauk embættis- prófi í lögfræði frá HR og er lögmaður og eigandi hjá Libra lögmönnum ehf. Maki: María Björg Þór- hallsdóttir, f. 1985, frí- stundaleiðbeinandi. Foreldrar: Ólafur Jóns- son, f. 1956, verkefna- stjóri hjá Skeljungi hf., og Guðbjörg Árnadóttir, f. 1958, skrifstofustjóri við heilsugæsluna í Árbæ. Ólafur Hvanndal Ólafsson Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is www.nortek.is Sími 455 2000 Nortek sérhæfir sig í öryggislausnum sem þú getur treyst hvort heldur er að degi eða nóttu, miklir möguleikar bæði fyrir lítil og stór fyrirtæki. Meira en 16 ára reynsla í sölu og þjónustu á öryggiskerfum. Nortek ehf | Eirhöfði 13 og 18 | 110 Reykjavík Hjalteyrargötu 6 | 600 Akureyri | nortek@nortek.is FYRIRTÆKJAÖRYGGI • Aðgangsstýring • Brunakerfi • Myndavélakerfi • Innbrotakerfi • Slökkvikerfi / Slökkvitæki • Öryggisgirðingar / Hlið / Bómur • Áfengismælar / fíkniefnapróf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.