Morgunblaðið - 13.11.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.11.2013, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2013 ✝ Nína Björk Sig-urðardóttir fæddist í Dan- mörku 19. ágúst 1972. Hún lést á sjúkrahúsi í Svíþjóð 30. október 2013. Foreldrar Nínu eru Sigurður Ólaf- ur Kjartansson, byggingar- fræðingur, f. 9.2. 1946, og Eyrún Gunnarsdóttir, f. 19.2. 1947. Systkini Nínu eru Kjartan Ólaf- ur, byggingarfræðingur, f. 12.10. 1966, kvæntur Maríu Dröfn Steingrímsdóttur, snyrti- fræðingi, f. 19.10. 1965. Þau eiga tvö börn saman, Styrmi, f. 14.2. 2001 og Sigrúnu, f. 30.12. 1928. Nína og Flosi eiga þrjú börn, Eyrúnu, f. 11.3. 2003, Kára, f. 5.11. 2005 og Eirík, f. 7.9. 2007. Fyrir átti Flosi soninn Júlíus, f. 1.3. 1999. Nína ólst upp í Reykjavík, gekk í Hagaskóla og Melaskóla. Hún varð stúdent frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð 1992. Hún lauk BA-prófi í stjórn- málafræði frá Háskóla Íslands 1997, B.Sc.-prófi í við- skiptafræði frá Háskóla Íslands 2000 og M.Sc.-prófi í fjármálum frá Háskólanum í Reykjavík 2001. Nína hóf störf á fjár- málasviði Reykjavíkurborgar 2011. Áður starfaði hún m.a. hjá Símanum um 9 ára skeið. Nína var varaformaður stjórnar Ís- lenskra fjallaleiðsögumanna ehf. frá 2011, og sat m.a. í stjórn Dominos pizza ehf. og SG Húsa hf. Útför Nínu Bjarkar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 13. nóvember 2013, og hefst athöfn- in kl. 14. 2003. Fyrir á Kjart- an soninn Sigurð Ólaf, f. 25.5. 1990. Inga, kennari, f. 7.6. 1977, gift Ing- ólfi E. Kjart- anssyni, viðskipta- fræðingi, f. 22.4. 1978. Þau eiga þrjú börn saman. Kjart- an, f. 11.2. 2006, Þóri, f. 22.11. 2008, og Brynjar f. 4.6. 2010. Nína giftist 9.7. 2001 Flosa Eiríkssyni, viðskiptafræðingi, f. 20.12. 1969. Hann er sonur hjónanna Eiríks Jónasar Gísla- sonar, brúarsmiðs, f. 9.8. 1920, d. 20.5. 1997, og Þorgerðar Þor- leifsdóttur, húsmóður, f. 28.5. Elsku fallega systir mín, ég sit hér með tárin í augunum og er yf- irbuguð af sorg, þessum sársauka hef ég ekki kynnst áður. Lífið er miskunnarlaust. Styrkur þinn og þrautsegja var gríðarleg. Að tala um þig í þátíð er eitt erfiðasta verkefni mitt, að segja var í stað er. Þú ert og verður alltaf fyrir- mynd mín. Það er ekki hægt að lýsa þér með einu orði, svo mögn- uð varstu, frábær eiginkona, stór- kostleg móðir, yndisleg dóttir, dásamleg systir, skemmtileg vin- kona og ofboðslega góður ráðgjafi um allt. Það var hægt að leita til þín með allt, hversu ómerkilegar sem spurningarnar voru, alltaf varstu með svör á reiðum hönd- um. Þú sýndir öllu áhuga og varst með skoðanir á öllu. Að spjalla við þig um heima og geima yfir vöffl- um með Nutella og rjóma voru dásamlegar stundir. Að fara með þér til útlanda var eitt það skemmtilegasta sem hægt var að gera og ég tala nú ekki um þegar búðir voru nálægt. Ég gekk á eftir þér inni í búðunum og tók við öllu því sem ég átti að máta svo var bara sagt, „inn að máta“. Eins þegar ég fór til Boston og þú búin að fara þangað svo oft að það var eins og þú værir með mér, svo ýt- arlegar voru búðarupplýsingarn- ar og hvað var best að kaupa hvar. Einfalt, þú varst snillingur í öllu því sem þú tókst þér fyrir hendur. Hvað sem þú gerðir þá fórstu alla leið og það sama er hægt að segja um síðasta verkefni þitt, þú fórst alla leið alveg eins og þú ætlaðir þér og við það get ég yljað hjarta mitt því það var ætlunarverk þitt. Elsku fallega og yndislega systir mín, ég sakna þín endalaust mikið, hversu ósanngjarnt allt getur verið. Ég mun vera börnum þínum og Flosa til staðar á öllum stundum, góðum og erfiðum, hjarta mitt er alltaf opið fyrir þeim. Ég er svakalega stolt af að hafa verið systir þín, þú skilur eft- ir stórt skarð sem verður fyllt með minningum um þig og ég heiti þér því að halda minningu þinni ávallt á lofti, hvort sem er í kringum kraftaverkin þín þrjú eða bara fyrir mig. Þú munt ávallt vera hjá mér í hjarta, þú ert engillinn minn. Margt er í minninga heimi mun þar ljósið þitt skína, englar hjá guði þig geymi við geymum svo minningu þína. (Höf. ók.) Þín systir að eilífu, Inga. ELSKU Nína mín, skemmti- lega og skipulagða systir mín, ég sit hér sorgmæddur og reyni að skrifa um þig í þátíð, hvernig á það að vera hægt? Hver er til- gangur að taka þig burtu frá öllu svo skyndilega, þetta er ósann- gjarnt og rangt. Við bjuggum saman úti í Danmörku um stund fyrir þó nokkrum árum, þegar þú ákvaðst að skella þér í nám úti og það var ævintýralegt, alltaf líf og fjör í kringum þig og þú kunnir svo sannarlega að skemmta þér og öðrum. Ekki leist þér á enda- lausa skyndibita bróður þíns og tókst málin í þínar hendur, við fór- um að elda, eftir það var ekki mik- ið um skyndibita. Við eignuðumst sameiginlega vini og það var alltaf gaman hjá okkur. Alltaf gat ég leitað til þín þegar ég þurfti að- stoð, þú fórst létt með að ráð- leggja og fannst það bara skemmtilegt. Þú áttir marga kosti, og ég á svo margar fallegar og skemmti- legar minningar um þig. Þú kunn- ir að leysa úr hlutunum og hafðir skoðanir á öllu og áttir auðvelt með að fá okkur hin á þitt band. Þín er sárt saknað og ég mun halda minningu þinni á lofti um ókomin ár. Fyrir börnin þín þrjú og eiginmann sem hafa ekki bara misst eiginkonu og móður heldur líka vin. Ég er stoltur að hafa ver- ið bróðir þinn og fengið að kynn- ast þér svona vel, elsku fallega systir mín. Þeir segja mig látinn, ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá hjarta mínu berst falleg rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og í gleði ég senda mun ljós, sem ykkur er ætlað að gleðja. (Höf. ók.) Þinn bróðir að eilífu, Kjartan. Það er eitthvað kolrangt við að skrifa minningargrein um korn- unga vinkonu. Þessi tími er svo óraunverulegur og aftur og aftur stend ég mig að því að bölva upp- hátt yfir óréttlæti heimsins. Nína vinkona mín, mamma Ey- rúnar, Kára og Eiríks, stjúp- mamma Júlíusar, konan hans Flosa, dóttir, systir, mágkona. Nína var ótrúlega trygg kona. Hún stóð með sínum og studdi í gleði sem og erfiðleikum. Nína var líka algjör nagli. Það sáum við bæði í lífi og starfi en ekki síst nú í veikindunum því hún var ákveðin í að sigra þennan fjára sem á hana herjaði. Það sýndi hún okkur svo sannarlega síðastliðinn vetur. Kannski þess vegna er manni svona brugðið. Nína vildi ekkert dvelja í umræðu um veikindin heldur frekar nota tímann til að tala um allt það sem skemmtilegt er. Allskonar fólk og tísku. Alls- konar fjölskyldumál og slúður. Allt sem vinkonur ræða þegar þær hittast eða heyrast. Í fyrra, þegar Nína varð fertug, hugsuðum við Elsa vinkona okkar um það hvernig við gætum glatt Nínu. Allskonar veraldlegir hlutir voru taldir upp en niðurstaðan var að kaupa okkur leikhúskort. Sam- an. Að gefa Nínu og um leið okkur ástæðu til að hittast oftar því upp- teknar konur með full hús af börn- um láta allt of oft dagana, vikurn- ar og mánuðina líða án þess að hittast og kjafta og hafa gaman. Við náðum ekkert að fara í leik- húsið því örskömmu síðar bárust fregnir af veikindunum. Leikhús- kortið beið bara og var planið að mæta í leikhúsið í haust þegar Nína væri búin að sigra. En ferðin fór ekki eins og við ætluðum. Allt of snemma er henni ætlað annað hlutverk og eftir stöndum við og skiljum ekkert. Ég vona svo að einn daginn láti ég af því að bölva yfir óréttlætinu því það gerir okkur og Nínu ekkert gott. Nína á það skilið að við höld- um áfram að lifa lífinu lifandi. För- um áfram með ferðaklúbbnum út um land þar sem krakkarnir okk- ar geta leikið í fjörum eða á bryggjum. Hittumst áfram í mat- arboðum og njótum lífsins því það kunni hún best. Ég er svo þakklát fyrir að hafa þekkt svona sterka og flotta konu sem tókst á við endalausar áskoranir í lífi, námi og starfi. Svona skemmtilega vin- konu sem elskaði litríkan klæðnað og litríkt líf. Elsku Flosi minn og stórfjöl- skylda, ég votta ykkur innilega samúð mína. Við skulum halda ut- an um hvert annað og halda áfram, fyrir Nínu. Helga Vala Helgadóttir. Þegar systkini manns giftast þá er eins og systkinahópurinn stækki. Áður ókunnar manneskj- ur verða ómissandi hluti af fjöl- skyldunni. Nína birtist okkur hlý og glaðleg. Það er sagt að það sækist sér um líkir, þó var Nína við fyrstu sýn mjög ólík Flosa. Byrjum bara á byrjuninni, hún bjó í Vestur- bænum í Reykjavík og studdi KR en Flosi úr Kópavoginum og vissi ekkert um íþróttir og svo mætti lengi telja. Þrátt fyrir að þau virt- ust ólík byggðu Flosi og Nína saman, ekki bara hús og eignuð- ust börn, heldur stofnuðu fjöl- skyldu með samheldni og sam- vinnu, drift og krafti. Þegar maður hugsar til baka um Nínu kemur fyrst upp í hug- ann hvað hún var dugleg og ekki bara á einum stað heldur í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Nína var dugleg á vinnumarkaði, en einnig heima, með börnin og í félagslífinu. Hún sótti sér frekari menntun þegar hún taldi sig þurfa þess og var óhrædd við að taka að sér erfið og krefjandi störf. Úr- töluraddir bitu ekki á hana og í verki sýndi hún að það er hægt að standa sig frábærlega á mörgum sviðum í einu. Nína hafði nýlega lokið viðbótarnámi og það var spennandi að sjá hvert það mundi leiða, en við verðum bara að ímynda okkur það og það er úr mörgu að velja. Með Eyrúnu Kára og Eiríki voru Nína og Flosi komin með stærðar fjölskyldu. Þau náðu sam- an um að reka myndarheimili þar sem gömul gildi voru höfð í háveg- um, samvinna og samhugur. Fjöl- skyldunni byggðu þau fallega um- gjörð og Nína var ötul við að fegra hana og bæta. Hún lagði sig fram um að endurgera og laga gamla hluti til að gefa heimilinu hlýjan blæ, það var t.d. notalegt að fá kaffibolla við eldhúsborðið og minnti á gamaldags gestrisni. Það var ekki bara gleðilegt heldur mannbætandi að kynnast Nínu og kraftinum í henni til allra verka og óttaleysi við að takast á við nýja hluti. Þannig er gott að minnast hennar. Nú er komið skarð í hópinn. Gísli, Aðalbjörg, Björg, Magnús, Þorleifur, Heiðveig, Ívar, Hrund, Elín og Magnús. Í dag kveðjum við okkar kæru vinkonu og fyrrum samstarfskonu Nínu Björk. Á árunum sínum 10 hjá Símanum vann hún með fjöld- anum öllum af fólki og skildi eftir sig spor í lífi þeirra. Á kveðju- stund sem kemur alltof fljótt eru minningarnar margar. Við minn- umst glaðlyndu, skarpgreindu og fallegu konunnar sem aldrei gafst upp og tók öllum áskorunum með bros á vör og yfirvegun. Við minn- umst líka fáguðu skutlunnar sem mjög gott var að leita ráða hjá þegar þess þurfti. Við minnumst og þökkum fyrir að hafa fengið að lifa með henni margar gleðistund- ir og fylgjast með ört stækkandi glæsilegu fjölskyldunni og sjá Nínu blómstra í hlutverki móður og eiginkonu. Nína kenndi öllum í kringum sig að það er hægt að vera hörkutól, en brosandi og skemmtileg um leið. Hún kenndi okkur líka mikið um æðruleysi og gildi fjölskyldunnar og góðrar heilsu þegar hún barðist af krafti við sjúkdóminn sem á endanum sigraði hana. Þann lærdóm þiggj- um við með þökkum. Flosi, Eyrún, Kári, Eiríkur og Júlíus, ykkur sendum við hug- heilar samúðarkveðjur. Minning Nínu Bjarkar mun lifa í gegnum ykkur. Ása Rún, Birna Ósk, Brynja, Ingibjörg og Petrea. Nína vinkona mín var mér eins náin og vinkonur geta orðið. Við áttum samleið í Hagaskóla, gegn- um menntaskólaárin og eina önn í viðskiptafræði. Við unnum saman með skóla á Hressó, í unglinga- vinnunni og hennar fyrsta íbúð var í næsta húsi við mig í Garða- stræti. Við fylgdumst að í gegnum lífið síðustu 30 árin. Nína var natin við vini sína. Hún var minn helsti stuðningsmaður og á hana var alltaf hægt að treysta. Hún var greind og skemmtileg. Nína var mikill dugnaðarforkur sem hlífði sér sjaldan. Hana einkenndi tíg- ulleiki og æðruleysi. Nína átti alltaf stund fyrir mig. Veturinn 2011 var ég kölluð í at- vinnuviðtal í Brüssel. Hún var ekki lengi að ákveða að koma til mín til Amsterdam og búa mig undir þetta viðtal, fara með mér og styðja mig alla leið. Nína þaul- undirbjó mig með öllum hugsan- legum spurningum og lagði mikla vinnu í það. Eftir viðtalið hittumst við á kaffihúsi. Þá hafði Nínu tek- ist að kaupa sér ýmsar viðbætur í fataskápinn sinn, flestallar jóla- gjafir og föt á börnin fyrir hátíð- arnar. Henni tókst að slá margar flugur í einu höggi með einstökum skipulagshæfileikum sínum. Þetta var bara eitt af mýmörgum dæm- um. Ég þakka henni árangurinn úr atvinnuviðtalinu, – ég var önn- ur tveggja sem komu til greina að lokum, úr 429 manna hópi. Undanfarin 10 ár hef ég verið búsett í Amsterdam og því misst af mörgum áföngum í lífi minnar kæru vinkonu. Alltaf passaði hún samt upp á að hafa gott samband. Ef eitthvað bjátaði á var Nína sú fyrsta sem ég spjallaði við. Hún var einstaklega góður hlustandi. Hún dæmdi aldrei en gaf mér allt- af góð ráð. Þegar ég hugsa um Nínu man ég helst gleðina, brosið hennar fallega og hláturinn, sem alltaf var stutt í. Hún kallaði vin- kvennahópinn saman þegar ég kom til landsins og það er henni að þakka að við héldum hópinn svona náið gegnum tíðina. Nína var einstaklega handlag- in. Hún saumaði búninga á börnin sín fyrir öskudaginn og hristi þá fram úr erminni á örskammri stundu og heklaði á Sóleyju mína á meðan við undirbjuggum viðtal- ið góða. Henni féll aldrei verk úr hendi. Nína var hispurslaus og tók öllu af æðruleysi. Hún var fljót að taka ákvarðanir og stóð með þeim, eins og þeirri að klæða sig ekki í svart síðasta árið. Litagleðin réð för og allt fór henni vel. Nína var ótrúlega kraftmikil og hélt sér í góðu formi. Alltaf setti hún mark- ið hátt og kláraði allt sem hún ákvað að taka sér fyrir hendur. Börnin hennar, þau Eyrún, Kári og Eiríkur, bera því gott vitni hvað hún var einstaklega góð mamma. Hún hlúði vel að þeim, leiðbeindi þeim og kenndi. Enda- laus, góð ráð fékk ég frá henni um matargerð og barnauppeldi. Hún var með allt á hreinu. Nína var barngóð og heilsteypt manneskja og ég mun alla tíð þakka henni hugulsemina við okkur Sóleyju. Hún var besti og traustasti vinur sem hægt var að eignast og ég mun sakna hennar óendanlega. Elsku Flosi og börn, Eyrún, Siggi, Inga, Kjartan og fjölskyld- ur, hugur minn er hjá ykkur. Eng- inn er viðbúinn að kveðja yndis- legu Nínu en hjörtu okkar geyma hana ávallt. Ragna Björt Einarsdóttir. Það er vanmáttug og sorg- mædd vinkona sem skrifar fátæk- leg minningarorð til hjartans Nínu. Vonin um lækningu var mikil og sú hugsun að valkyrjan hún Nína myndi lúta í lægra haldi var fjarlæg. Eins og í lífinu sjálfu hefur samleið okkar verið kaflaskipt. Fyrsti kaflinn eru menntaskólaár- in. Við þekktumst ekki, sóttum nokkra tíma saman. Þarna var fín- gerð ung stúlka á ferð, með ljóst krullað hár og umkringd miklum glaðværum skvísuhópi úr Vestur- bænum. Annar kafli eru háskólaárin okkar og vináttubönd verða til. Nína skipulögð, með eindæmum gáfuð og metnaðarfull. Samt gafst tími til að njóta lífsins og hafa það gaman. Við unnum um tíma sam- an í bíó við að selja sælgæti. Þang- að komu flestir og fylgdumst við vel með, sérstaklega bíógestum á sunnudagskvöldum. Þetta var einskonar Séð og heyrt-starf þess tíma. Þriðji kaflinn svipar til Sex and the City-sögunnar þar sem ungar konur sátu saman fyrir helgina, svo kom helgin og tímabilið eftir helgina. Spurningum varð að svara, ástarmálin voru efst á baugi, hvernig framtíðin yrði, er þetta sá eini rétti? Svo kom fjórði kaflinn. Hinn eini rétti kom, hann Flosi. Nína fann sinn Mr. Big, flutt var úr miðbæ Reykjavíkur í Kópavoginn sem var langt í burtu frá skark- alanum sem við vorum vanar og þekktum vel. Fimmti kafli er gjöfull, Nína verður móðir þriggja barna, tekur þátt í uppeldi sonar Flosa, verður farsæl í starfi, heldur heilsu og lífi. Sjötti kafli er kafli veikinda og vona. Bókinni hennar Nínu er lokið, kaflarnir áttu að vera miklu fleiri, kafli uppbyggingar átti að vera sá næsti. Framhaldssögu er beðið í framtíð barna þeirra hjóna. Komið hafa tímabil þar sem sambandið hefði mátt vera meira. Tenging okkar var á þann veg að það voru frekar gæði samveru- stundanna heldur en magnið sem skipti okkur máli, einhver þráður skapaðist sem slitnaði aldrei. Mannkostir Nínu voru miklir, hún var skapandi kona með næmt auga fyrir fegurð, góð móðir og mér var hún góð vinkona sem reyndist mér alltaf vel þegar þörf var á skynsemi, yfirvegun og var- færni. Guð blessi og varðveiti minn- ingu einstakrar manneskju og vaki yfir Flosa, börnum, foreldr- um, systkinum og öðrum þeim sem áttu Nínu að. Þín vinkona, Gyða. Í dag kveð ég góða vinkonu. Sú kveðjustund kom alltof snemma og er þungbær. Við Nína kynntumst í MH en það var í raun ekki fyrr en í út- skriftarferðinni sem vinskapur okkar þróaðist enn frekar. Ég hafði ekki ætlað að fara, en Nínu sem var bæði atorkusöm og hafði sérstaka unun af því að ferðast fannst alveg ómögulegt að sleppa ferðinni, svo við skelltum okkur með. Skemmtileg ferð sem ég minnist þó helst fyrir það að þar varð til grunnur að sterkum vin- áttuböndum. Vinskapur okkar hélt síðan áfram í gegnum háskóla og bönd- in styrktust með árunum. Við unnum mörg ár saman hjá Síman- um þar sem Nínu var treyst fyrir fjölbreyttum störfum enda vinnu- söm, klár og skemmtileg í sam- starfi. Síðustu ár áttum við saman margar skemmtilegar stundir. Ferðafélagið, saumaklúbburinn, verslunarferðirnar, matarboðin og Nína oftast í skipulagssætinu enda hafði hún einstakan eigin- leika að ná fólki saman. Hún gekk til verks og kláraði það sem hún byrjaði á. Ég hringdi í hana eitt sinn og spurði hvað hún væri að gera. Ég er að mála húsið að utan. Þetta er svo lítið mál. Ég geri bara eina hlið í einu og þetta tekur eng- an tíma. Svona gekk Nína til verks, einn vegg í einu og án þess að kvarta yfir álagi. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst Nínu, hún kenndi mér margt um hvað skiptir máli í lífinu og var traustur vinur. Minning- arnar eru dýrmætar og lifa áfram. Við Maggi vottum Flosa, börnun- um, fjölskyldu og vinum innilega samúð á þessum erfiða tíma. Missir okkar allra er mikill. Elsa. Það var sorg í andlitum starfs- manna sem mættu til vinnu dag- inn eftir að fréttir bárust um and- lát Nínu Bjarkar. Tilhugsunin um andlát hennar hafði djúpstæð áhrif á líðandi stund og hugurinn leitaði til fjölskyldu hennar, nán- ustu aðstandenda og vina sem nú eiga um sárt að binda. Nína Björk hóf störf hjá Símanum árið 2000 og starfaði hjá félaginu til ársins 2010. Hún starfaði í mörgum deildum og eignaðist marga góða vini og félaga. Eftir standa minn- ingar um einstaka persónu sem var heiðarleg og einlæg í sínum störfum. Fyrstu árin vann hún sem vörustjóri og átti stóran þátt í þróun og innleiðingu á fyrstu hýstu miðlægu símkerfsþjónust- unni sem boðin hefur verið hér á landi og sá um vörustýringu þjón- ustunnar fyrstu árin. Eftir það færði Nína sig yfir í verkefna- stjórnun þar sem hún stýrði inn- leiðingu ýmissa nýjunga hjá Sím- anum. Í framhaldi af því sinnti Nína Björk ýmsum stjórnunar- störfum hjá Símanum. Það ein- kenndi Nínu Björk í hennar störf- um að hún var ávallt í góðu jafnvægi og nálgaðist allar áskor- anir og hindranir af mikilli yfir- vegun sem vakti athygli þeirra sem störfuðu með henni. Nína Björk sinnti sínum viðfangsefnum af miklum metnaði og fag- mennsku og var fljót að setja mark sitt á framgang mála. Hún bar virðingu fyrir sínum verkefn- um og samstarfsfólki og skipti aldrei skapi. Falleg minning um Nínu Björk mun lifa hjá Símanum um ókomin ár. Starfsfólk Símans vill þakka fyrir þann tíma sem Nína Björk starfaði hjá félaginu og vottar aðstandendum og vinum dýpstu samúðarkveðjur. F.h. starfsfólks Símans, Sævar Freyr Þráinsson, Guð- mundur Stefán Björnsson, Birna Ósk Einarsdóttir, Eric Figueras, Pétur Óskarsson og Þór Jes Þórisson. Spurningunni af hverju sumir deyja ungir verður aldrei svarað. Okkur er fyrirmunað að skilja af hverju Nína, ung kona í blóma Nína Björk Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.