Morgunblaðið - 13.11.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.11.2013, Blaðsíða 18
BAKSVIÐ Helgi Vífill Júlísson helgivifill@mbl.is Sigmar Guðbjörnsson, formaður Samtaka sprotafyrirtækja og fram- kvæmdastjóri Stjörnu-Odda, segir að það ríki fákeppni meðal fjárfesta. Fjárfestar ættu að slást um bestu bitana þegar kemur að sprotafyrir- tækjum en það sé ekki reyndin hér á landi. Þannig sé málum háttað er- lendis. „Bestu hugmyndirnar fara því of ódýrt til fjárfesta og því eiga frumkvöðlar að leita út fyrir land- steinana í ríkara mæli að fjárfest- um,“ segir hann. Þetta kom fram á vikulegu ný- sköpunarhádegi Klak Innovit sem fram fór í frumkvöðlasetrinu Innov- ation House á Seltjarnarnesi í gær. Stjörnu-Oddi var stofnaður árið 1985 og er framarlega á sviði rafeinda- merkja sem notuð eru til rannsókna á sjávardýrum. Sigmar segir að fyr- irtækið selji um allan heim. Alþjóðlegir frumkvöðlar Haukur Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Búngaló, en fyrirtæk- ið aðstoðar íslenskar fjölskyldur við að leigja út sumarhús sín, hélt einnig framsögu og lagði ríka áherslu á að íslenskir frumkvöðlar hugsuðu líkt alþjóðlegir frumkvöðlar. „Íslenski markaðurinn er afar sérstakur þar sem við erum svo fámenn,“ segir hann, og velti upp spurningunni hvort það væri hægt að þróa vörur fyrir svo lítinn markað. Hann bendir á að í Noregi búi fimm milljónir manna og í Kanada 35 milljónir, en Kanadamenn segi oft sín á milli að þeir eigi ekki að einbeita sér að svo litlum markaði. „Margir Kanada- menn vilja fara í landvinninga til Bandaríkjanna,“ segir hann. Hann kvartar yfir því hve mikið það kosti að skrá fyrirtæki hér á landi eða 140 þúsund krónur. Það kosti til að mynda ekkert í Dan- mörku og undir tíu þúsund krónum í Delaware í Bandaríkjunum. „Þetta er í raun skattur á frumkvöðla,“ seg- ir Haukur. Hann segir að fyrir frum- kvöðla sem séu að stíga sín fyrstu skref séu 140 þúsund krónur ansi há upphæð, sem annars væri hægt að nýta til uppbyggingar á fyrirtækinu. Haukur vék einnig að gjaldeyris- höftunum og segir að þau geri frum- kvöðlum erfitt fyrir og vegna þeirra hafi hann þurfti að seinka því að sækja á erlenda markaði. Fjármagn með þekkingu Sigmar hvetur líka frumkvöðla til þess að líta út fyrir landsteinana. Hann segir að við fjármögnun á fyr- irtækjum þurfi frumkvöðlar að átta sig á hvort þá vantar pening eða hvort þá vantar pening með þekk- ingu. Og ef frumkvöðlar komi ekki auga á fjármagn sem fylgi þekking sem þeir þurfi á að halda sé æskilegt að leita að því erlendis. Svana Helen Björnsdóttir, for- stjóri Stika og formaður Samtaka iðnaðarins, hefur talað um mikilvægi þess að fjárfestingu í nýsköpunar- fyrirtækjum fylgi fjármagn. Fyrir mánuði sagði hún við Morgunblaðið að það væri ekki nóg að lífeyrissjóðir fjárfestu í nýsköpunarfyrirtækjum. Þekking sem nýttist fyrirtækinu þyrfti einnig að fylgja fjármagninu. Það gæti falið í sér að í stjórn fyr- irtækisins settist einhver sem hefði þekkingu á því að markaðssetja sam- bærilega vöru erlendis eða gæti komið á tengslum við lykilviðskipta- vini. Endurgreiðsla á þróunarkostnaði Sigmar segir að endurgreiðslur á hluta rannsóknar- og þróunarkostn- aðar frá ríkisskattstjóra, sem geti numið allt að 20%, hafi hjálpað frum- kvöðlum mikið. Hægt sé að nýta þessa endurgreiðslu jafnvel þótt fyr- irtækin greiði ekki tekjuskatt. „Sam- tök sprotafyrirtækja leggja áherslu á að halda þessari skattaívilnun,“ segir hann, og getur þess að uppi hafi verið hugmyndir um að lækka endurgreiðsluna í 15% úr 20%. Fákeppni ríkir meðal fjárfesta Morgunblaðið/Eggert Erindi Sigmar Guðbjörnsson, formaður Samtaka sprotafyrirtækja.  Íslenskir frumkvöðlar eiga að vera óhræddir við að keppa á alþjóðavísu Nýsköpun » Búngaló aðstoðar íslenskar fjölskyldur við að leigja út sumarhús sín. » Stjörnu-Oddi er framarlega á sviði rafeindamerkja sem notuð eru til rannsókna á sjáv- ardýrum. Haukur Guðjónsson Sigmar Guðbjörnsson 18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2013 Ha l l d o rh a l l d o r s . i s | f a c e book . c om/ha l l d o r i f y r s t a s a e t i d Velkomin á kosningaskrifstofuna Bolholti 1. Við styðjum í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík nk. laugardag, 16.nóvember. 1. S Æ T I Erla Ósk Ásgeirsdóttir formaður fjárlaganefndar Sjálfstæðisflokksins Ásta Möller fyrrv. alþingismaður Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur Hilmar Guðlaugsson fyrrv. borgarfulltrúi Guðmundur Hallvarðsson fyrrv. alþingismaður Benedikt Jóhannesson Stærðfræðingur Lillý Valgerður Oddsdóttir Brynjar Níelsson alþingismaður Fjarskiptafélögin Vodafone og Nova hafa ákveðið að ganga til formlegra viðræðna um stofnun nýs rekstrar- félags sem reka mun sameinað far- símadreifikerfi félaganna tveggja. Núverandi dreifikerfi félaganna verða lögð saman í eitt alhliða far- símadreifikerfi sem verður í eigu hins nýja rekstrarfélags. Vodafone og Nova munu leggja jafnt stofn- framlag til rekstrarfélagsins og eiga í því jafnan hlut, segir í tilkynningu. „Með sameiningu dreifikerfanna skapast mikil tækifæri til stækkunar og verulegt hagræði næst í fjárfest- ingum og rekstri. Einnig verður þétting og uppbygging kerfisins hraðari en annars væri mögulegt,“ segir í tilkynningunni. Undirbúningsvinna vegna stofn- unar félagsins hefur farið fram um nokkra hríð með vitneskju Sam- keppniseftirlitsins og Póst- og fjar- skiptastofnunar. Vodafone og Nova munu óska eftir heimild þessara að- ila til að stofna nýja rekstrarfélagið og að þeim fengnum mun félagið taka til starfa. Vonir standa til að það verði á fyrri hluta ársins 2014. Engin breyt- ing verður á samkeppni félaganna á fjarskiptamarkaði, þar sem sam- reksturinn snýr einungis að tækni- legum þáttum í rekstri þeirra. Reynsla annarra landa af sam- bærilegum samrekstri er góð, til dæmis í Danmörku, Svíþjóð og Bret- landi. Áhrifin á rekstrarafkomu Vodafone verða að öllum líkindum jákvæð. Talið er að fjárfestinga- kostnaður Vodafone vegna far- símakerfa geti lækkað um allt að 25%. Þá verður farsímakerfið öfl- ugra en annars væri mögulegt og þjónusta við farsímanotendur betri, segir í tilkynningu. Nova Liv Bergþórsdóttir er fram- kvæmdastjóri Nova. Nova og Vodafone í samstarf  Sameinast um rekstur dreifikerfis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.