Morgunblaðið - 13.11.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2013
Glerárgata 7, Akureyri, sími 462 1415
www.tonabudin.is
Síðumúla 20, Reykjavík, sími 591 5340
www.hljodfaerahusid.is
Rafpíanó
frá 109.990
YAMAHA
Hljómborð frá 39.990
Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is
Margar gerðir
af innihurðum
Hjá Parka færðu gullfallegar inni-
hurðir frá Grauthoff. Mikið úrval,
sjón er sögu ríkari!
Bjóðum aðeins það besta fyrir þig!
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Uppgjör Vodafone á þriðja ársfjórð-
ungi var að sögn IFS greiningar
„dúndurgott“ og fór það fram úr
vonum greinenda. Hagnaðurinn
jókst um 192% á milli ára og nam
415 milljónum króna á fjórðungnum,
EBITDA (hagnaður fyrir afskriftir,
skatta og fjármagnsliði) jókst um
24% og nam 990 milljónum. Á sama
tíma jukust tekjurnar um 1% og
námu 3,4 milljörðum króna. Er það í
fyrsta sinn á árinu sem er tekjuvöxt-
ur. Eiginfjárhlutfall í lok september
var 45,8% og hafði aldrei verið
hærra
„Þessi góði árangur verður [...]
ekki rakinn eingöngu til aðgerða
okkar á síðasta ársfjórðungi,“ segir
Ómar Svavarsson, forstjóri Voda-
fone, í tilkynningu. „Hér er um að
ræða afrakstur stefnumarkandi
ákvarðana stjórnenda og fjárfest-
ingarverkefna sem átt hafa langan
aðdraganda. Niðurstaða fjórðungs-
ins staðfestir þá trú okkar að stefn-
an hafi verið rétt og að félagið sé á
réttri leið.“
Sterk fjárhagsstaða
„Fjárhagsstaða Vodafone er afar
sterk. Eiginfjárhlutfallið hefur aldr-
ei verið hærra, handbært fé hefur
aldrei verið meira og skuldsetning
félagsins er hófleg. Þrátt fyrir að
ákveðin óvissa ríki um ýmsa ytri
þætti sem haft geta áhrif á rekst-
urinn þá verður spennandi verkefni
að takast á við síðasta fjórðung árs-
ins,“ segir hann.
Sjóðsstaða í lok fjórðungsins var
traust, að því er fram kemur í til-
kynningu, og nam handbært fé þá
1,3 milljörðum króna. Handbært fé
frá rekstri lækkaði þó um 14% frá
sama tímabili 2012. Það skýrist að
mestu af breytingu á rekstrartengd-
um eignum og skuldum og hreinum
fjármagnsgjöldum.
Fjárfestingahreyfingar námu
8,6% af veltu fjórðungsins. Horfur
eru á að fjárfestingahlutfall fyrir ár-
ið 2013 verði á því bili sem áður hef-
ur verið gefið út sem er 9,5 til 10,5%
af tekjum.
Tekjur samstæðunnar á þriðja
ársfjórðungi 2013 námu 3,4 milljörð-
um króna og hækkuðu um 30 millj-
ónir króna frá sama ársfjórðungi
2012.
Í tilkynningu segir að umtalsverð
hækkun hafi orðið á sjónvarps-
tekjum, bæði vegna aukinnar sjón-
varpsdreifingar og meiri notkunar á
gagnvirkri sjónvarpsþjónustu. Þá
hækkuðu tekjur af gagnaflutning-
um, sem skýrist að mestu af aukinni
gagnamagnsnotkun heimila. Tekjur
af farsímaþjónustu lækkuðu um 4%
frá sama tímabili í fyrra, en lækk-
unin er talsvert minni en á fyrri
helmingi ársins. Kostnaðarverð
seldra vara og þjónustu lækkaði um
57 milljónir króna á milli ára og
skýrist lækkunin m.a. af lækkun
lúkningar- og reikigjalda.
„Dúndurgott“ upp-
gjör hjá Vodafone
Hagnaður eykst um 192% milli ára og var 415 milljónir
Morgunblaðið/Golli
Kauphöll Íslands Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, hringir inn við-
skiptin þegar fyrirtækið var skráð á markað í desember.
Bættur rekstur
» Tekjur Vodafone jukust um
1% milli ára á þriðja ársfjórð-
ungi og námu 3,4 milljörðum
króna.
» Framlegð fyrirtækisins jókst
um 6% og nam 1,6 milljörðum
króna.
» EBITDA (hagnaður fyrir af-
skriftir, skatta og fjármagns-
liði) jókst um 24% og var 633
milljónir króna.
» Hrein fjármagnsgjöld dróg-
ust saman um 31% og námu
117 milljónum króna
» Framlegð fyrirtækisins jókst
í 47,7% úr 45,6% á milli ára.
» EBITDA-hlutfallið hækkaði í
28,9% úr 23,5%.
Stuttar fréttir…
● Á fyrstu 9 mánuðum ársins 2013 hefur velta með verðtryggð og óverð-
tryggð ríkisskuldabréf dregist saman um nærri 27% frá fyrra ári. Hún fór úr
156 mö.kr. á mánuði árið 2012 í 114 ma.kr. árið 2013. Ef litið er til sl. 12 mánaða
hefur veltan dregist saman um ríflega 31% miðað við 12 mánuði þar á undan,
var að jafnaði 129 ma.kr. en er nú 88 ma.kr. Eins og sést á myndinni hér að
neðan er aukning milli ára í mars og apríl sem skýrist af því hvernig páskafrí
eru árin 2012 og 2013. Þetta kemur fram í markaðsupplýsingum Lánamála rík-
isins.
Minnkandi velta með ríkisskuldabréf
● Stýrivextir á
evrusvæðinu gætu
lækkað enn frekar
á næstu misserum,
þrátt fyrir að þeir
hafi aldrei verið
lægri. Þetta segir
Joerg Asmussen,
stjórnarmaður hjá
Evrópska seðla-
bankanum. Hann segir að máli skipti
hvernig verðbólgan muni þróast og að
bankinn sé ekki enn kominn á endastöð
varðandi hvað sé hægt að gera með
vexti sem stýritæki.
Í síðustu viku lækkaði bankinn vexti
óvænt niður í 0,25%, en þeir hafa aldrei
verið lægri. Í gegnum tíðina hefur
seðlabankinn verið duglegur að benda á
að það að gera stýrivexti neikvæða
gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í
för með sér. Við slíkar aðstæður þurfa
bankar að greiða seðlabankanum fyrir
að geyma peninga inni á reikningi hans.
Mario Draghi, seðlabankastjóri, hefur
ítrekað sagt að bankinn sé tæknilega
tilbúinn að taka slíkt skref.
Nánar á mbl.is
Evruvextir gætu lækkað
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
!"# $% " &'( )* '$*
+,,-.+
+/0-.1
++2-/
,,-3++
+/-../
+4-015
+55-,
+-,,/5
+42-42
+20-+/
+,5
+/1-,,
++.-,0
,,-3.1
+/-45.
+4-13.
+55-1.
+-,5,/
+4.-0,
+20-21
,+/-2.5
+,5-,/
+/1-2/
++.-14
,,-+5/
+/-4/1
+4-12+
+55-/0
+-,521
+4.-/4
+21-++
● Hagvöxtur er að taka við sér á evru-
svæðinu, í Kína og Bretlandi. Hægari
vöxtur verður fram á næsta ár á Ind-
landi, Brasilíu og í Rússlandi, sam-
kvæmt því sem fram kemur í nýjum
hagvísum OECD og greint var frá á
fréttavef The Wall Street Journal í gær.
Hagvöxtur að glæðast?