Morgunblaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2013 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Útgjöld ríkisins vegna S-merktra lyfja, sem eingöngu eru notuð við meðferð sjúklinga á sjúkrahúsum, hafa aukist stórum skrefum á sein- ustu árum. Endurmat Sjúkratrygg- inga Íslands bendir til að útgjöldin verði 6.675 milljónir króna á þessu ári og aukist um 12% frá í fyrra. Árið 2010 voru útgjöld vegna lyfja með S-merkingu um 4,9 milljarðar, í fyrra voru þau komin í tæplega 5,9 milljarða. Fleiri sjúklingar þurfa á dýrari lyfjum að halda Aðalástæður þessa aukna kostn- aðar við S-merktu lyfin á liðnum ár- um eru m.a. raktar til stækkandi notendahópa á mjög dýrum lyfjum s.s. krabbameins- og gigtarlyfjum sem eru tiltölulega nýtilkomin á markað, að því er fram kemur í frumvarpi til fjáraukalaga, sem er nú til meðferðar á Alþingi. „Ljóst er að 12% aukning út- gjalda á þessum fjárlagalið er al- gjörlega ósjálfbær en slík aukning felur í sér nálægt tvöföldun útgjalda á hverjum sex árum og er rétt að vekja athygli á því að enginn tekju- stofn á vegum ríkisins vex með við- líka hraða,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Sótt um 485 milljóna króna aukafjárveitingu til Alþingis Sótt er um 485 milljóna kr. viðbót- arfjárheimild í fjáraukalagafrum- varpinu, þar sem útlit er fyrir að út- gjöldin á árinu fari tæplega 8% fram úr fjárheimildum fjárlaga þessa árs. Útgjöldin hafa vaxið ár frá ári allt frá árinu 2010. Í greinargerð fjár- aukalagafrumvarpsins kemur fram að gríðarleg útgjaldaaukning hafi orðið á þessum lið. Á árinu 2010 nam hún tæplega 7%, á árinu 2011 var hún rúmlega 9% og tæplega 12% á árinu 2012 miðað við gengisforsend- ur fjárlaga 2013, eins og áður segir. Aukin útgjöld vegna hjálpar- tækja stefna í 3.320 millj. í ár Útgjöld sjúkratrygginga vegna hjálpartækja hafa einnig vaxið og er sótt um 230 milljóna kr. viðbótar- fjárheimild í fjáraukalögum vegna endurmats á áætluðum útgjöldum þessa árs. Nú er útlit fyrir að útgjöldin vegna hjálpartækja verði um 3.320 milljónir kr. á þessu ári sem er 7,4% hækkun frá gildandi fjárlögum árs- ins 2013. Fram kemur í skýringum á þess- ari aukningu útgjaldanna á seinustu árum að ástæðuna megi m.a. rekja til fjölgunar umsókna aldraðra um hjálpartæki vegna styttri legutíma á spítölum, sem hefur leitt til aukinn- ar notkunar hjálpartækja aldraðra heima við.  Útgjöld vegna S-merktra lyfja jukust um 1,8 milljarða frá 2010  Vöxturinn sagður vera „algjörlega ósjálfbær“  Kostnaður við hjálpartæki aldraðra á heimilum eykst vegna styttri legutíma á spítölum Tvöfaldast á hverjum sex árum Útgjöld vegna S-merktra lyfja Heimild: Sjúkratryggingar Íslands og frumvarp til fjáraukalaga 7 milljarðar 6 milljarðar 5 milljarðar 4 milljarðar 3 milljarðar 2 milljarðar 1 milljarður 0 Lyf með S-merkingu eru þau lyf sem eru eingöngu notuð á eða í tengslum við sjúkrastofnanir 4.850 Milljónir 4.859 Milljónir 5.285 Milljónir 5.882 Milljónir 6.675 Milljónir 2009 2010 2011 2012 2013 Morgunblaðið/Sverrir Lyf Útgjöld vegna S-merktra lyfja eru áætluð 6.675 millj. kr. á árinu. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kvenfélagið Hringurinn í Hafnarfirði gaf í gær Hafnar- fjarðarbæ fimm bekki sem hefur verið komið fyrir í skrúðgarðinum Hellisgerði. Konurnar hyggjast gefa aðra gjöf fyrir áramót, en framtíð félagsins er í biðstöðu. Ásdís Konráðsdóttir, sem er í bekkjanefnd ásamt Ernu Mathiesen og Sjöfn Magnúsdóttur, segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar að gera eitthvað fyrir garðinn með hjálp annarra. Hún hafi verið verkstjóri ungra stúlkna hjá Hafnarfjarðarbæ í um aldarfjórðung og séð um „grænu byltinguna“, gróðurvinnu í bæjarlandinu og þar á meðal umhirðu í Hellisgerði. „En þetta er líka áhugamál okkar kvennanna,“ segir hún um gjöfina og bætir við að nú sé ekki lengur spítali í bænum til þess að styrkja eins og kvenfélagskonur hafi gert um árabil. Möguleiki fyrir yngri konur Til þess að fjármagna bekkina og aðrar gjafir hafa kvenfélagskonurnar haldið basara og selt minningarkort auk þess sem þær seldu íbúð félagsins á 100 ára afmæli þess í fyrra. Erna segir að ákveðið hafi verið að gefa allar eignirnar í góðgerðarstarfsemi enda lítil endurnýjun verið á meðal félagskvenna og framtíðin því óljós. „Félagið er í biðstöðu,“ segir hún. „Við hættum en ef ungar konur eru tilbúnar að taka við því geta þær gert það,“ segir Ásdís. Suðurlist í Hafnarfirði smíðaði þrjá bekkjanna úr harðviði en fangar á Litla-Hrauni smíðuðu tvo bekki úr alaskaösp sem heita Sveiflan og Dagný Bjarnadóttir hannaði. Ásdís segir að framleiðslan haldi áfram á Litla- Hrauni og stofnaður verði sjóður til styrktar börnum fanga. „Okkur fannst við vera að slá tvær flugur í einu höggi með því að vinna að velferð barna um leið og við keyptum þessa bekki og fegra garðinn okkar í leiðinni.“ Kallar eftir betri umgengni Bekkjanefndin fór að huga að bekkjakaupunum á ný- liðnu sumri. Ásdís segir að það hafi vantað bekki í garðinn sem væru eign hans eins og áður hafi verið. Málfunda- félagið Magni hafi komið Hellisgerði á laggirnar fyrir 90 árum og þá hafi verið litlir, skemmtilegir bekkir í honum. „Þeir voru sérbúnir fyrir garðinn en nú eru þeir allir horfnir. Það er því tími til kominn að garðurinn fái aftur sína eigin bekki,“ áréttar hún. Ásdís segir að stofnendur Magna og þeir sem hafi gert Hellisgerði að veruleika, vakað yfir garðinum og unnið að velferð hans í tugi ára hafi lyft grettistaki. „Þeir voru frábærir og starfið sem þeir unnu var ómetanlegt. Þeir voru með mann á launum sem sá um garðinn, sem var bara opinn þegar flaggað var. Í gamla daga virtu Hafnfirðingar það og fóru ekki í garðinn nema þegar hann var opinn. Hann var ekki opnaður á sumrin fyrr en búið var að taka hann alveg í gegn. Enginn níddist á garðinum, en mér finnst of mikið um skemmdarverk nú og ekki nógu vel gengið um.“ Hringskonur gefa bekki í Hellisgerði  Framtíð nær 102 ára kvenfélagsins í biðstöðu Morgunblaðið/Eva Björk Gjöf Hringskonur afhentu bekkina að viðstöddum gestum í skrúðgarðinum Hellisgerði í Hafnarfirði í gær. Hellisgerði Einn af nýju bekkjunum fimm í garðinum. Fjarskiptafyrirtækið Vodafone hefur gert samning við Apple um sölu á iPhone-snjallsímum á Íslandi en til þessa hefur ekkert íslenskt fyrirtæki haft leyfi frá Apple til að selja símtækin milli- liðalaust. Að sögn Hrannars Péturs- sonar, fram- kvæmdastjóra hjá Vodafone, gefa innkaup án milli- liða færi á að lækka verð á öll- um iPhone-símum verulega. Þannig mun nýjasta tækið lækka um meira en 50 þúsund krón- ur. Íslendingar geti framvegis fengið tækin á sama tíma og aðrar þjóðir en hingað til hafa íslenskir söluaðilar þurft að kaupa iPhone-símtækin eftir krókaleiðum af milliliðum, með til- heyrandi töfum og kostnaði. 4G virkni gerð möguleg Hrannar bendir á að Apple geti stýrt virkni iPhone-tækjanna með ýmsum hætti og því sé mikilvægt að ná samningi við Apple. „Þetta á t.d. við um 4G virkni tækjanna, en hún er aðeins möguleg á farsímanetum símafyrirtækja sem hafa samið við Apple. Nýi samningurinn tryggir að iPhone-notendur munu geta nýtt sín frábæru tæki til fulls,“ segir hann. Spurður út í viðskiptalíkanið að baki því að selja eftirsótt tæki með lítilli framlegð segir Hrannar að framtíðin liggi í gagnaflutningum í farsímana. Vægi hefðbundinna sím- tala og smáskilaboða í tekjum síma- fyrirtækjanna fari minnkandi en vægi gagnaflutninga vaxandi. Þjón- usta við snjallsíma sé þannig grund- völlur að tekjum til framtíðar. Hrannar segir erfitt að fullyrða hve margir iPhone-símar séu í notk- un hér á landi og margir hafi keypt sér iPhone erlendis. Það muni líklega breytast með lægra verði. Síminn semur við Apple Til frekari tíðinda dregur á fjar- skiptamarkaði í dag þegar Síminn til- kynnir að hann sé kominn í hóp við- urkenndra endursöluaðila Apple. Hingað til hefur Ísland ekki verið opinbert sölusvæði iPhone 5s- eða 5c- snjallsíma og seljendur keypt síma í verslanir sínar af milliliðum. Nú hef- ur Apple valið að selja iPhone-snjall- símana beint til Íslands. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins mun verð á símunum lækka um tugi prósenta með því að Síminn geti flutt þá inn milliliðalaust. Símafyrirtæki semja við Apple  Verð á iPhone-símum lækkar mikið Hrannar Pétursson Opið: Mán - Fim 11:00 - 18:00 Fös 10:00 - 18:30 & Lau 11:00 - 16:00 Hátíðarkörfur Ostabúðarinnar eftir þínu höfði Við erum byrjuð að taka á móti pöntunum í síma 562 2772, ostabudin@ostabudin.is og á ostabudin.is Hringdu núna og pantaðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.