Morgunblaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 2
 Aðgerðir í skuldamálum ræddar á ríkisstjórnarfundi í dag  Kynning í Hörpu og vefsíða opnuð  Gæti ýtt undir þenslu Baldur Arnarson baldura@mbl.is Tillögur sérfræðingahóps um að- gerðir í þágu skuldugra heimila verða teknar fyrir á ríkisstjórnar- fundi í dag. Þær verða síðan til um- ræðu á aukaþingflokksfundum ríkis- stjórnarflokkanna á morgun, laugar- dag, en að því loknu verður efnt til blaðamannafundar í Hörpu. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur tímasetning blaða- mannafundarins ekki verið ákveðin en forystumenn ríkisstjórnarinnar munu þar sitja fyrir svörum. Eftir fundinn verða aðgerðirnar gerðar aðgengilegar almenningi á vefsíðu þar sem dæmi verða tekin um áhrif þeirra á stöðu lántaka. Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum, segir að niðurfell- ingar verðtryggðra íbúðalána geti ýtt undir eftirspurn og þar með haft áhrif á þjóðhagsspá bankans til 2016. Rætt um 8-9% af skuldunum „Það er kafli um þessar aðgerðir í þjóðhagsspánni okkar, en við treyst- um okkur ekki til að meta áhrifin. Verðtryggðar íbúðaskuldir heimila voru um 1.500 milljarðar um síðustu áramót. Sé rétt að afskriftir nemi 130 milljörðum er það 8-9% af verð- tryggðum skuldum. Það er í öllu samhengi verulega mikið. Aðgerðirnar munu væntanlega létta skuldabyrði og þar með greiðslubyrðina. Afborganir ættu því að öllu óbreyttu að minnka og það skapar neytendum aukið svig- rúm til almennrar neyslu. Auðvitað væri best að þetta yki sparnað, en eykur líklega einkaneyslu og þenslu og þar með verðbólgu,“ segir Ari sem telur að væntanlega taki ein- hvern tíma að útfæra greiðslu sér- eignarsparnaðar inn á húsnæðislán. Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, segir erfitt að leggja mat á áhrif þessara aðgerða á meðan ekki liggi endanlega fyrir hvernig fjármögnun þeirra verði háttað. Ljóst sé að þær muni létta á stöðu fjölmargra heim- ila sem sé jákvætt og kunni að styðja við gerð kjarasamninga. Hins vegar sé afar mikilvægt að sjá hvaða áhrif skuldaniðurfelling muni hafa á verðbólguhorfur og lánshæfi ríkissjóðs, en markaðsaðil- ar hafi haft nokkrar áhyggjur af því. „Leiði þessar aðgerðir til aukinnar verðbólgu verða stjórnvöld að bregð- ast við, t.d. með auknu aðhaldi í ríkis- fjármálum á móti. Sá ávinningur sem heimilin fá af þessari aðgerð er fljótur að hverfa ef verðbólgan eykst á ný,“ segir Þorsteinn. Á borð ríkisstjórnarinnar 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ný brú á Jökulsá á Fjöllum við Grímsstaði verður gjörólík gömlu brúnni sem nú setur svip sinn á um- hverfið. Brúin verður hefðbundin steinsteypt bitabrú, alls um 230 metrar að lengd. Samkvæmt óstaðfestum áætlunum er ætlunin að byggja nýja brú á ár- unum 2015 og 2016. Hún verður hálf- um kílómetra sunnar á ánni en núver- andi brú og það mun stytta hring- veginn um rúman kílómetra. Leggja þarf 2,6 km af nýjum vegi að brúnni. Kostnaður er áætlaður einn millj- arður kr. Unnið er að undirbúningi fram- kvæmdar með hönnun brúar og veg- ar, samkvæmt upplýsingum Gunnars H. Guðmundssonar, svæðisstjóra Norðurumdæmis. Vegagerðin telur að framkvæmdin hafi ekki í för með sér umtalsverð áhrif á umhverfið en kannar nú hvort hún telst matsskyld. Brúin yfir Jökulsá er 65 ára gömul. Hún hefur ekki nægjanlega burðar- getu og er að auki einbreið. Beygja er inn á brúna og er hámarkshraði á veginum lækkaður niður í 50 km og 30 km á brúnni sjálfri. Yfirlestaðir bílar og stór tæki þurfa að taka á sig mikinn krók til að sneiða hjá brúnni ef þau geta ekki farið yfir fljótið. Sumir fara á brúna í Öxarfirði og aðrir á brú suður við Upptypp- inga. Gamla brúin á að standa áfram sem hjóla-, göngu- og reiðleið. Enn eru 39 einbreiðar brýr á hringveginum. Flestar eru á Suð- austurlandi. Tölvuteikning/Vegagerðin Breyting Nýja brúin verður svipuð og flestar nýjar brýr sem byggðar eru hér á landi þessi árin, steinsteypt bitabrú. Hanna nýja brú á Jökulsá á Fjöllum  Hringvegurinn styttist  Gamla brúin stendur áfram Morgunblaðið/Birkir Fanndal Sú gamla Burðargeta gömlu hengibrúarinnar yfir Jökulsá fullnægir ekki kröfum tímans. Hún var byggð á árunum 1946-47 og vígð í júlí 1948. Barnavernd Reykjavíkur þykir sýnt að annmarkar hafi verið á starfsemi ungbarnaleikskólans 101 og að ómálga börn hafi þar verið beitt harðræði. Í lokabréfi Barna- verndar til foreldra barna á leik- skólanum kemur fram að ekki sé talin ástæða til frekari afskipta, enda sé málið í rannsókn lögreglu og leikskólanum hafi verið lokað. Upplýsingar um stórlega ámæl- isvert atferli starfsmanna á leik- skólanum bárust Barnavernd Reykjavíkur í ágúst. Ákveðnir starfsmenn voru sakaðir um harð- ræði og í kjölfarið var tekin ákvörð- un um að óska lögreglurannsóknar. Ámælisverður skortur á yfirsýn Leikskólanum var lokað sama dag, upphaflega kom fram að það væri tímabundin lokun en viku síð- ar ákvað eigandi leikskólans að hætta rekstrinum alveg. Alls dvaldi 31 barn á leikskólanum, en börnin voru 9-18 mánaða gömul. Starfs- menn leikskólans voru 9 talsins. Í bréfi sem foreldrar barna á leikskólanum fengu frá Barna- vernd Reykjavíkur nú í vikunni seg- ir að þegar horft sé til framkom- inna upplýsinga í málinu þyki sýnt að harðræði hafi verið beitt. Könnun málsins er lokið af hálfu starfsmanna Barnaverndar og er málið til meðferðar hjá lögfræði- sviði lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu. Rannsóknin er á lokastigi. Ómálga börn voru beitt harðræði  Barnavernd Reykjavíkur telur að brot hafi verið framin í leikskóla Morgunblaðið/Rósa Braga Leikskólinn 101 Rannsókn lög- reglu á starfseminni er að ljúka. Hæstiréttur hef- ur staðfest niður- stöðu Héraðs- dóms Reykja- víkur um að ekki verði leitað ráð- gefandi álits EFTA-dómstóls- ins um það hvort Hraunavinir og þrenn önnur náttúruverndarsamtök eigi lögvar- inna hagsmuna að gæta vegna lagningar nýs Álftanesvegar. Náttúruverndarsamtökin kveða nýja vegstæðið fara m.a. um Gálga- hraun, sem mun hafa verið á nátt- úruminjaskrá allt til þess að það var friðlýst 6. október 2009. Vísuðu þau einnig til Árósasamningsins. Í dómi Hæstaréttar er vikið að Árósasamningnum. Segir þar að skuldbindingar Íslands á grundvelli samningsins séu skýrar og ótvíræð- ar og því sé ekki uppi sá vafi í mál- inu að nauðsynlegt sé að leita ráð- gefandi álits EFTA-dómstólsins. Ekki verður leitað til EFTA-dómstólsins vegna Gálgahrauns Úr Gálgahrauni kynntu þér málið! SIÐMENNT w w w . s i d m e n n t . i s Siðmennt styður trúfrelsi og aðskilnað ríkis og kirkju Trúfrelsi Sú hugmynd að bjóða skatta- afslátt við greiðslu sparnaðar inn á húsnæðislán er ekki ný af nálinni. Má t.d. geta þess að ár- ið 1994 fluttu Guðlaugur Þór Þórðarson, þá formaður Sam- bands ungra sjálfstæðismanna (SUS) og nú þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, og Magnús Árni Skúlason hagfræðingur ekki ósvipaða tillögu sem fól í sér afslátt af tekjuskatti sem lagður skyldi inn á húsnæðis- reikning vegna íbúðakaupa. Jóhanna Sigurðardóttir, þá félagsmálaráðherra, var andvíg tillögunni, segir Guðlaugur Þór. Í ætt við gamla tillögu SPARNAÐARLEIÐ OG SUS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.