Morgunblaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2013 þingholtsstræti 1 · 101 rvk · sími 562 7335 caruso.is · caruso@caruso.is við Erum líka á facebook Fimm á hin Eyfa“, þar sem hinn ástsæli tónlistar- maður Eyjólfur (Eyfi) Kristjánsson leikur og syngur íslenskar og erlendar dægurperlur, meðan matargestir njóta þriggja rétta ljúffengrar máltíðar á hinni róman- tísku og notalegu 3. hæð okkar. Kósíkvöldin hefjast fimmtudaginn 31. október og verða öll fimmtudagskvöld fram að jólum. Fimmtudagskvöldin 31. okt. 7., 14., 21. og 28. nóv. 5.,12. og 19. des. Verð fyrir 3ja rétta máltíð og tónleika 7.290 kr. á mann Borðapantanir í s. 562 7335 ta árið í röð bjóðum við nú upp geysivinsælu „Kósíkvöld með Kósíkvöld með Eyfa Öðruvísi flísar Bæjarlind 4, Kópavogur S: 554 6800 Njarðarnesi 9, Akureyri S: 466 3600 www.vidd.is Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning, hver og einn eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma s. 551 4349, netfang: maedur@simnet.is tofrandi jolagjafir Kringlan 4-12 | s. 577-7040 • loccitane.com Andvirði: 12.320 kr. Handkrem 30 ml - 1.250 kr | Eau de Toilette 100 ml - 7.480 kr. Húðmjólk 75 ml - 1.360 kr. | Sturtusápa 250 ml - 2.230 kr. .. ‘ CHERRY BLOSSOM GJ Jólatilboð: 8.990 kr. AFAKASSI Tryggvagötu 18 - 552 0160 Gjöfin sem vermir Þórhallur Vilmundar- son prófessor lézt á hjartadeild Landspít- alans aðfaranótt mið- vikudagsins 27. nóv- ember 89 ára að aldri. Þórhallur var sonur Kristínar Ólafsdóttur læknis og Vilmundar Jónssonar landlæknis. Hann lauk stúdents- prófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1941 og cand.mag.- prófi í íslenzkum fræð- um frá Háskóla Íslands árið 1950; auk þess stundaði hann nám við háskólana í Ósló og Kaupmannahöfn veturinn 1950-1951. Þórhallur kenndi íslenzku og Ís- landssögu við Menntaskólann í Reykjavík árin 1951-1960. Hann kenndi íslenzka bókmenntasögu við heimspekideild Háskóla Íslands vet- urinn 1960-1961, var skipaður pró- fessor í sögu Íslands árið 1961 og var forseti heimspekideildar árin 1969- 1971. Þórhallur var forstöðumaður Örnefnastofnunar frá stofnun henn- ar árið 1969 til 1998. Þórhallur átti sæti í nýyrðanefnd 1961-1964 og Íslenzkri málnefnd 1964-2001, var formaður stjórnar Fræðslumyndasafns ríkisins 1962- 1979 og sat í stjórn Hins íslenzka fornleifafélags 1961-1999. Hann var formaður örnefna- nefndar 1969-1998, átti sæti í alþjóðlegu nafnanefndinni (ICOS) frá 1970 og norrænu nafnarannsóknar- nefndinni (NORNA) 1971-1994. Þórhallur var einn af stofnendum Þjóðvarnarflokks Ís- lands og varaþingmað- ur hans í Reykjavíkur- kjördæmi 1953-1956. Eftir Þórhall liggja ýmis ritverk um sagn- fræðileg efni og útgáfa þrettánda bindis Íslenzkra fornrita. Auk þess ritstýrði hann fyrstu sex bindunum í ritröðinni Sagnfræði- rannsóknir (Studia historica) við Há- skóla Íslands. Þórhallur fékkst eink- um við nafnfræði, gaf út Grímni, rit um nafnfræði 1980-1996 og birti margar greinar um íslenzk örnefni í íslenzkum og erlendum fræðiritum og í Lesbók Morgunblaðsins. Þá vöktu fyrirlestrar Þórhalls um náttúrunöfn, dýrlingaörnefni og önnur kirkjuleg örnefni, sem hann hélt við Háskóla Íslands á árabilinu 1966-1995, mikla athygli. Þórhallur var kvæntur Ragnheiði Torfadóttur, fyrrverandi rektor Menntaskólans í Reykjavík, og lifir hún mann sinn ásamt þremur börn- um þeirra. Andlát Þórhallur Vilmundarson „Þetta er fyrirtæki með mikla og góða sögu. Það eru mörg góð vöru- merki þarna inni og ég sé mikil tæki- færi í að byggja á þeim grunni sem þarna er. Ég tel að þarna séu miklir möguleikar í veitinga- og matargeir- anum,“ segir Skúli Gunnar Sigfús- son, gjarnan kenndur við Subway, um kaup hans og meðfjárfesta á Eggerti Kristjánssyni hf. „Ég mun ekki koma að daglegum rekstri,“ segir Skúli Gunnar og svar- ar því til að kaupverðið á þessu rúm- lega 90 ára gamla fjölskyldufyrir- tæki sé trúnaðarmál. Kaupendur eru Leiti eignarhalds- félag, sem er í eigu Skúla Gunnars, Hallgrímur Ingólfsson, áður stærsti hluthafi og framkvæmdastjóri Byggt og búið, og Páll Hermann Kolbeinsson framkvæmdastjóri. „Ég er með mjög góða menn með mér,“ segir Skúli Gunnar um fjár- festahópinn. Selur til matvöruverslana Eggert Kristjánsson hf. er til húsa í Skútuvogi 3 í Reykjavík en fé- lagið sérhæfir sig í innflutningi og dreifingu til matvöruverslana, veit- ingahúsa og annarra aðila. Að sögn Skúla Gunnars er ekki gert ráð fyrir neinum grundvallar- breytingum í rekstri og mun Gunnar Aðalsteinsson, núverandi fram- kvæmdastjóri Eggerts Kristjáns- sonar hf., starfa áfram fyrir félagið. Ljósmynd/EK hf./Birt með leyfi Nýir eigendur Höfuðstöðvar Egg- erts Kritjánssonar hf. í Skútuvogi. Kaupa Egg- ert Krist- jánsson hf.  Rótgróin heildsala skiptir um eigendur Stjórn Fjórðungssambands Vest- firðinga mótmælir harðlega fyrir- hugaðri sameiningu Heilbrigðis- stofnunar Vestfjarða á Ísafirði og Heilbrigðisstofnunarinnar á Pat- reksfirði. Stjórn sambandsins harm- ar í ályktun að ráðherra hafi farið í „þessa vegferð, algjörlega án sam- ráðs við heimamenn og íbúa á áhrifa- svæðinu, sem og að því er virðist án samráðs við þingmenn kjördæmis- ins. Það er dapurlegt til þess að hugsa að ákvörðun sem mun hafa jafn víðtæk áhrif og þessi, skuli vera skellt á nú þegar ljóst er að ástand í heilbrigðismálum hefur sjaldan ver- ið jafn viðkvæmt og nú er.“ Stjórn Fjórðungssambands Vest- firðinga lítur á það sem algjöra for- sendu fyrir sameiningu að hægt sé að vísa til reynslu af jákvæðu gagn- kvæmu samstarfi sem leiði þá mögu- lega til frekari umræðu um sam- vinnu og sameiningu, en í tilviki þeirra stofnana sem um ræðir þá hefur svo ekki verið, segir í ályktuninni. Mótmælir sameiningu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.