Morgunblaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2013 BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Staða Sjálfstæðisflokksins í samein- uðu sveitarfélagi Garðabæjar og Álftaness er gríðarsterk, ef marka má nýja könnun Félagsvísindastofn- unar Háskóla Íslands fyrir Morgun- blaðið. Flokkurinn fengi tæp 60% at- kvæða ef kosið yrði nú og alls níu bæjarfulltrúa en vegna sameiningar við Álftanes verður fulltrúum fjölgað úr sjö í ellefu að loknum komandi sveitarstjórnarkosningum í vor. Sjálfstæðisflokkurinn var með hreinan meirihluta í bæði Garðabæ og Álftanesi eftir kosningarnar 2010, með fimm fulltrúa í Garðabæ og fjóra á Álftanesi. Eftir sameiningu, sem tók gildi um síðustu áramót, er sam- anburður við fylgi flokkanna í þeim kosningum ekki fyllilega samanburð- arhæfur. Samanlagður fjöldi bæj- arfulltrúa 2010 er þó hinn sami og könnunin leiðir í ljós. Samkvæmt könnuninni fengi Björt framtíð 12,7% í Garðabæ og einn bæjarfulltrúa. Samfylkingin fengi 12,3% og einn mann og Píratar fengju 5,4% en engan mann. Næsti maður inn í bæjarstjórn, á eftir ní- unda manni Sjálfstæðisflokksins, yrði 2. maður Bjartrar framtíðar. Álftaneshreyfingin ekki nefnd Hvorki Framsóknarflokkurinn né Vinstri græn kæmust að í bæjar- stjórn; Framsókn með 4,9% og VG með 3,4%. Listi fólksins í bænum, M- listi, fengi aðeins 1,5% en í kosning- unum í Garðabæ árið 2010 fékk list- inn 15,9% atkvæða og einn mann. Enginn svarenda nefndi t.d. Álfta- neshreyfinguna eða L-lista óháðs framboðs á Álftanesi á nafn, en þess- ir listar náðu hvor um sig inn einum manni í bæjarstjórn á Álftanesi 2010. Skoðanakönnunin fór fram dagana 6. til 25. nóvember sl. Eftirfarandi spurning var lögð fram: „Ef sveit- arstjórnarkosningar væru haldnar á morgun, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa?“ Úrtakið var samanlagt 504 manns í bæði Garðabæ og á Álftanesi. Annars vegar var hringt í 250 manna tilviljunarúrtak úr þjóð- skrá meðal fólks 18 ára og eldra. Hins vegar var send út netkönnun til 254 manna úrtaks úr netpanel Fé- lagsvísindastofnunar. Alls fengust 279 svör frá fólki á aldrinum 18-95 ára og svarhlutfallið var 57%. Af þeim sem svöruðu spurningunni um flokkana voru um 20% óákveðin í af- stöðu sinni. Skekkjumörkin eru allt að 6,8%, eins og fyrir Sjálfstæð- isflokkinn, en um 4,5% hjá Bjartri framtíð og Samfylkingu. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mun meira fylgis meðal karla í Garðabæ en kvenna, en 66% karla sögðust ætla að kjósa flokkinn og 49% kvenna. Að sama skapi eru mun fleiri konur að baki Bjartri framtíð en karlar, eða 16% kvenna og 10% karla. Enn meiri kynjamunur var í röðum Samfylking- arfólks, þar sem 22% kvenna ætluðu að kjósa þann flokk en aðeins 5% karla í Garðabæ. Skipt eftir aldri svarenda þá nýtur Sjálfstæðisflokkurinn mests fylgis meðal kjósenda 60 ára og eldri, eða 67% þeirra, og 18% þess hóps myndu kjósa Samfylkinguna en aðeins 2% Bjarta framtíð. Í yngsta aldurs- hópnum eru sjálfstæðismenn með 36% fylgi, Samfylkingin með 20% og Björt framtíð með 16%. Sem fyrr er flokkshollusta sjálf- stæðismanna mikil en 100% þeirra sem kusu flokkinn í þingkosningum í vor sögðust ætla að kjósa hann í næstu sveitarstjórnarkosningum. Sambærileg hlutföll voru 88% hjá Bjartri framtíð, 77% hjá Framsókn, 76% hjá Samfylkingu og 50% hjá Pírötum. Hraunadeilan hefur áhrif Ólíkt öðrum sveitarfélögum á höf- uðborgarsvæðinu, þar sem kannanir hafa farið fram að undanförnu, þá eru samgöngu- og skipulagsmál efst í huga Garðbæinga og Álftnesinga. Má leiða að því líkum að deilan um Gálgahraun spili þar m.a. inn í. Í könnuninni var spurt: „Hvert finnst þér vera mikilvægasta póli- tíska verkefnið sem sveitarfélagið þitt stendur frammi fyrir um þessar mundir?“ Langflestir tóku afstöðu til spurningarinnar en aðeins tæp 10% svarenda voru óákveðin. Samgöngu- og skipulagsmálin nefndu 19%, 16,1% taldi velferðar- og félagsþjónustu vera mikilvægasta verkefnið, 14,5% nefndu fjármálin, 14,5% skóla- og tómstundamál og húsnæðismál voru mikilvægust að mati 11,8% Garðbæinga. Næst komu umhverfismálin, sem 8,9% nefndu, en í flestum öðrum sveitarfélögum í könnunum Fé- lagsvísindastofnunar hafa þau lent neðst á þessum lista. Atvinnumál voru mikilvægust hjá 5,6% svarenda og íbúalýðræði og gagnsæi í stjórn- sýslu hjá 4,8% bæjarbúa. Algjörir yfirburðir í Garðabænum  Sjálfstæðisflokkurinn fengi níu bæjarfulltrúa af ellefu samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar  Björt framtíð næði inn manni en M-listi fólksins ekki  Samgöngu- og skipulagsmál mikilvægust Píra tar Bjö rt f ram tíð ? Ann að Fylgi skv. könnun 6.-25. nóv. Sam fylk ing Vin stri -græ n Fra ms ókn arfl . Sjá lfst æð isfl. Fól kið í bæ num 58,8% 9 12,7% 1 12,3% 1 5,4% Fjöldi bæjarfulltrúa, væri gengið til kosninga nú. 4,9% 3,4% 1,5% 1,0% Svör alls: 279 Svarhlutfall: 57% Nefndu einhvern flokk: 204 Veit ekki: 56 Skila auðu/ógildu: 6 Ætla ekki að kjósa: 4 Vilja ekki svara: 8 Fylgi stjórnmálaflokka í Garðabæ samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 6.-25. nóvember 2013 vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014 Mikilvægustu verkefnin í sveitarfélaginu Samkvæmt könnun 6.-25. nóvember 2013 Samgöngu- og skipulagsmál Velferðar- eða félagsþjónusta Fjármál sveitarfélagsins Skóla- og tómstundamál Húsnæðismál Umhverfismál Atvinnumál Íbúalýðræði og gagnsæi í stjórnsýslu Önnur mál 19,0% 16,1% 14,5% 14,5% 11,7% 8,9% 5,6% 4,8% 4,8% Úrslit kosninga 2010 á Álftanesi Sjálfstæðisfl. 47,2% Framsóknarfl. 19,1% ? Óháð framboð 13,3% Álftaneshreyfingin 11,4% Samfylkingin 8,9% Úrslit kosninga 2010 í Garðabæ Sjálfstæðisfl. 63,5% Fólkið í bænum 15,9% Samfylkingin 15,2% Framsóknarfl. 5,4% Garðabær » Sameining Garðabæjar og Álftaness var samþykkt í at- kvæðagreiðslu í október 2012. Tók sameiningin gildi um síð- ustu áramót. » Sjö manna bæjarstjórn Garðabæjar, undir forystu Sjálfstæðisflokksins, starfar áfram til vors, en að kosn- ingum loknum verða 11 í nýrri bæjarstjórn. » Fram að kosningum starfar núverandi bæjarstjórn Álfta- ness sem hverfastjórn og með áheyrn í nefndum. » Bæjarstjóri í Garðabæ er Gunnar Einarsson. SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2014 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Þegar við förum í meirihluta í vor, þá tökum við aðalskipulagið til end- urskoðunar. Heildarplaggið er gott að mörgu leyti og margir hafa komið að þessari vinnu á löngum tíma, meðal annars við sjálfstæðismenn, en það þarf að laga alvarlega galla og þá fyrst og fremst flugvöllinn,“ segir Halldór Halldórsson, nýr odd- viti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, um aðalskipulag Reykjavíkurborgar til ársins 2030, sem samþykkt var í borgarstjórn sl. þriðjudag. Athygli vakti að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins klofnuðu í af- stöðu sinni til aðalskipulagsins. Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon og Marta Guðjónsdóttir lögðust gegn samþykkt aðal- skipulagsins, á meðan Áslaug María Friðriksdóttir og Hildur Sverris- dóttir samþykktu skipulagið. Spurður um þennan klofning segir Halldór: „Auðvitað vill maður að fólk sé sammála um þessa hluti en þetta endurspeglar að aðalskipulagið er unnið á svo löngum tíma, og við sjálf- stæðismenn höfum einnig komið að þessu. Afstaðan sýnir ákveðna breidd hjá okkur í málefnaflórunni, ég sé enga hættu þó að þetta hafi farið svona. Þessi hópur er að fara inn í kosningavetur og á eftir að stilla saman strengi sína varðandi stefnumálin. Þá þurfum við að vera á sömu línu hvað þetta varðar, ég trúi því að það takist.“ Þarf alvöru samgöngumiðstöð Varðandi aðalskipulagið segir Halldór að það hefðu ekki verið eðli- leg vinnubrögð að afnema heild- arplaggið í tengslum við aðal- skipulagið og byrja upp á nýtt. „Þarna liggur mikil og góð vinna að baki en að því sögðu tiltek ég mik- ilvæga þætti sem ég boða, með Sjálf- stæðisflokkinn í meirihluta frá og með næsta vori, að verði teknir til endurskoðunar. Það er fyllilega í samræmi við skipulagslög, sem gera ráð fyrir því að á nýju kjörtímabili sé tekin ákvörðun um endurskoðun eða ekki endurskoðun,“ segir hann og nefnir einkum þrjá þætti sem þarf að skoða í aðalskipulaginu: Reykja- víkurflugvöll, þéttingu byggðar og samgöngumálin. „Ég vil sjá að flugvöllur verði tryggður í Reykjavík, það er út- gangspunktur. Borgin þarf að vera alvöru samgöngumiðstöð. Í sam- ræmi við samkomulagið um flugvöll- inn er farin af stað vinna sem við munum taka tillit til. Engin borg getur látið sér detta í hug að henda í burtu sinni aðalsamgöngumiðstöð Borgin hefur byggst upp vegna þess meðal annars að hún hýsir nær alla sameiginlega þjónustu landsmanna. Þegar Reykjavík sinnir sinni höf- uðborgarskyldu, meðal annars með því að vera með greiðar samgöngur, þá græða Reykvíkingar mest og best á því,“ segir Halldór. Hann segist vera mikill áhuga- maður um þéttingu byggðar og bætt borgarsamfélag, en þar þurfi fólk að hafa val. „Ég vil endurskoða ákveðna þétt- ingarreiti og ákveðin markmið um þéttingu byggðar. Ef fólk vill búa í úthverfunum, og þétta byggðina þar, þá á slíkt val að vera raunveru- legt. Við verðum einnig að passa okkur að markmið um þéttingu byggðar bitni ekki á atvinnulífi eins og kringum hafnarsvæði,“ segir Halldór og tekur dæmi af Vest- urbugt og Nýlendureitnum. Þar hafi meirihlutinn í borgarstjórn farið of geyst. Passa þurfi upp á gamla hafn- arsvæðið og það líf sem þar hafi skapast í bæði útgerð, hvalaskoðun og ferðaþjónustu. „Byggðin má ekki fara of nálægt hafnarsvæðum. Vítin eru til að varast þau, bæði erlendis og hér heima eins og í Hafnarfirði, þar sem byggingarnar eru á bryggj- unni og ekkert hafnarlíf eða starf- semi. Það er gott að byggja nálægt hafnarsvæði en ekki skemma með því fyrir hafnarstarfseminni.“ Bæta þarf umferðarmálin Halldór segir jafnframt að bjóða þurfi upp á alvöru valkosti í sam- göngumálum þannig að borgarbúar hafi raunverulegt val ef þeir vilja nýta aðra kosti en einkabílinn. „Á löngum tíma í Reykjavík hefur verið komið upp góðum reiðhjóla- og göngustígum, og við eigum að halda áfram á þeirri braut, en það þarf ekki endilega að gerast á kostnað bílanna. Ég styð markmið um að hægja á umferð í íbúðahverfum, eins og íbúar hafa kallað eftir, en það er klaufalegt að gera það þannig að það dragi úr umferðarflæðinu líkt og hefur gerst, t.d. í Borgartúni og á Hofsvallagötu. Aðrar lausnir eru til. Það er til dæmis óþarfi að láta strætó stoppa alla umferð í Borgar- túni og það er hægt að bæta flæðið um Hofsvallagötu. Svona mál þarf að endurskoða.“ Halldór segir aðalskipulagið þurfa að endurspegla meira umferðarör- yggi og vísar þar til framkvæmda við mislæg gatnamót, stokk á Miklu- braut og fleira. Ekki sé t.d. hægt að útiloka mislæg gatnamót ef sýnt er fram á að þau tryggi meira umferð- aröryggi og betra flæði. „Það er mikilvægt að reyna að finna aðra og hagkvæmari leið. Ég vil láta vinna fullkomið umferðar- módel fyrir allt höfuðborgarsvæðið og sem dæmi vil ég sjá hvaða áhrif það hefði að tengja Álftanes við Suð- urgötuna í Reykjavík um Löngu- sker. Það gæti létt á umferð um Miklubraut og Kringlumýrarbraut. Þetta er hugmynd sem mér finnst að ætti að skoða,“ segir Halldór og er jafnframt hlynntur því að ráðist verði í gerð Sundabrautar í einka- framkvæmd. Gott plagg en þarf að laga gallana  Halldór Halldórsson ætlar að beita sér fyrir endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur eftir kosn- ingar í vor  Vill tryggja Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri  Eftir er að stilla saman strengina Skipulagsmál Halldór Halldórsson vill láta endurskoða aðalskipulagið. Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.