Morgunblaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 30
Frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á Íslandi Reykjavíkurvegur 22 | Hafnarfjörður | S. 565 5970 | sjonarholl.is Skoðið „Intuitive“ nýjustu margskiptu glerin frá BBGR Frakklandi en þau hlutu gullbikarinn sem bestu margskiptu glerin á alþjóðlegri gleraugnasýningu í Paris nú í september. Verðlaunin voru veitt fyrir mun stærra fókussvæði í les-, tölvu- og akstursfjarlægðum. Margskipt gleraugu Sama lága verðið! SJÓNARHÓLL Þar sem gæðagleraugu kosta minna 30 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2013 ● Nikkei-hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,80% í kauphöllinni í Tókýó í gær og hefur ekki verið hærri í tæp sex ár. Er þetta einkum rakið til veikingar jensins og hækkunar á Wall Street. Nikkei hækkaði um 277,49 stig og var lokagildi hennar 15.727,12 stig. Hefur lokagildi hennar ekki verið hærra síðan um miðjan desember ár- ið 2007. Nikkei-hlutabréfavísitalan hefur hækkað um rúmlega 50% frá því í janúar og hafa fáar vísitölur hækkað jafn mikið í heiminum og hún í ár. Nikkei-vísitalan í Japan ekki verið hærri í 6 ár BAKSVIÐ Hörður Ægisson hordur@mbl.is Meðal þess sem læra má af fjármála- kreppunni er að því fylgir mikil áhætta, fyrir lítil opin hagkerfi, þegar stórir alþjóðlegir bankar verða um- fangsmiklir lánveitendur til innlendra aðila. Fyrir þess konar banka er ekki óeðlilegt að þeir sjái hag sínum borgið í því að veita fjármögnun til slíkra að- ila, til dæmis í ríkjum á borð Ísland og Írland, enda vita þeir að stjórnvöld eru líkleg til að gerast lánveitandi til þrautavara þegar í harðbakkann slær ef innlendir hagsmunir eru í húfi. Þetta kom fram í erindi Patricks Honohan, seðlabankastjóra Írlands, á ráðstefnu sem Seðlabanki Íslands hélt í gærmorgun undir yfirskriftinni „Fjármálakreppa á Írlandi og Íslandi: hverjir eru lærdómarnir fimm árum seinna?“. Íslendingar og Írar fóru mjög ólíkar leiðir til að mæta erfið- leikum í bankakerfi landanna. Ríkis- stjórn Írlands samþykkti í september 2008 ríkisábyrgð á öllum skuldbind- ingum bankanna en hérlendis var mörkuð sú leið, með setningu neyð- arlaganna, að skipta bönkunum upp í gamla og nýja. Þrátt fyrir að Honohan teldi að al- þjóðavæðing fjármálastarfsemi, með tilheyrandi lánveitingum milli landa- mæra, væri í sjálfu sér ekki af hinu slæma þá hefði hann miklar efasemd- ir um að æskilegt væri að búa við bankakerfi sem væri stórt í hlutfalli við landsframleiðsluna – ekki síst ef erlend starfsemi væri stór hluti bankakerfisins. Stjórnvöld ættu að huga að því að halda skýrum aðskiln- aði milli innlenda og erlenda hluta bankakerfisins. Í árslok 2008 námu eignir írska bankakerfisins um 900% af lands- framleiðslu en nú er þetta hlutfall komið undir 600%. Aðeins Ísland var með hlutfallslega stærra bankakerfi en Írar á þeim tíma en í dag nemur stærð íslensku bankanna hins vegar um 170% af landsframleiðslu. Seðla- bankastjóri Írlands vakti athygli á því í máli sínu að reynsla Íra hefði sýnt að lítið og vanþróað bankakerfi, sem væri lítið í hlutfalli við stærð hagkerf- isins, hefði hamlað hagvexti. Þetta hefði verið reyndin þangað til að bankarnir urðu stærri en sem nam landsframleiðslu Íra en frá þeim tímapunkti þá væri fátt sem benti til þess að stórt bankakerfi skilaði sér í auknum hagvexti. Hvorki Honohan né Már Guð- mundsson seðlabankastjóri vildu full- yrða hvort landanna, Írland eða Ís- land, stæði betur að vígi fimm árum eftir fjármálakreppuna. Már benti hins vegar á að hægt væri að draga ferns konar lærdóm af íslenska bankahruninu. Því fylgdi mikil áhætta fyrir lítil ríki að reyna bjarga stórum bönkum með miklar erlendar skuldbindingar; stefnusmiðir ættu að hamla miklu skammtímainnflæði fjármagns og byggja upp gjaldeyris- forða; fjármálakerfi í litlum opnum hagkerfum þyrftu að vera hlutfalls- lega minni en í stærri ríkjum; og regluverk Evrópusambandsins sem heimilaði bönkum að starfa þvert á landamæri hefði verið gallað. Mikil- vægt væri, að sögn seðlabankastjóra, að lítil ríki settu sér sínar eigin reglur, til að mynda á sviði þjóðhagsvarúðar, í því skyni að treysta fjármálastöð- ugleika. Aðrir valkostir voru í stöðunni Geir H. Haarde, fyrrverandi for- sætisráðherra Íslands, sagði í erindi sínu að sú leið sem ríkisstjórn hans hefði farið, með setningu neyðarlag- anna hefði ekki endilega verið sú eina sem var í boði á þeim tíma – en hún hefði vissulega verið sú besta. Geir sagði ekki rétt, líkt og stundum mætti ráða af umræðunni hérlendis, að þessi leið hefði verið farin út af því að engir aðrir möguleikar hefðu verið í stöð- unni. Benti hann á að sumir hefðu stungið upp á að leita fyrr til Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins (AGS) eða fara írsku leiðina með því að veita öllu bankakerfinu ríkisábyrgð. Að mati Geirs hefði það verið mjög misráðið af hálfu íslenskra yfirvalda að leita fyrr á náðir AGS. Slíkt hefði væntanlega útilokað þær aðgerðir sem fólust í setningu neyðarlaganna og að reyna ekki að bjarga erlendum eignum bankanna. Varast ber stórt bankakerfi Morgunblaðið/Eggert Lærdómur Patrick Honohan, seðlabankastjóri Írlands, hélt erindi á fundi SÍ um kreppuna á Íslandi og Írlandi.  Seðlabankastjóri Írlands segir mikla hættu fólgna í lánveitingum alþjóðlegra banka til innlendra aðila  Setning neyðarlaga ólíkleg ef leitað hefði verið fyrr til AGS Ísland og Írland » Seðlabankastjórar Írlands og Íslands vildu ekki fullyrða hvort landið stæði betur fimm árum eftir kreppuna 2008. » Seðlabankastjóri Írlands sagði ekkert benda til þess að of stórt bankakerfi, miðað við stærð hagkerfisins, hefði já- kvæð áhrif á hagvöxt. » Geir Haarde sagði ekki rétt að sú leið sem farin var með neyðarlögunum hefði verið sú eina í stöðunni – en hún hefði tvímælalaust verið sú besta. ● Tvö íslensk nýsköpunarverkefni kom- ust í úrslit Evrópsku nýsköpunarverð- launanna í opinberum rekstri en þau voru afhent í Maastricht í fyrradag í fjórða sinn. Þetta eru SignWiki sem þróað var af Samskiptamiðstöð heyrn- arlausra og heyrnarskertra og Sam- félagsmiðlar lögreglunnar sem þróaðir voru af lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu. Þetta kemur fram í frétt á heima- síðu fjármálaráðuneytisins. Í úrslit í Evrópu ● Héraðsdómur féllst í gær á kröfu Landsbankans um að Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóri FL Group, þyrfti að greiða bankanum 1.964.913.069 kr. vegna sjálfskuldarábyrgðar sem Hannes gekkst undir 4. desember árið 2007. Sjálfskuldarábyrgðin var gefin út fyrir lánveitingum til handa tveimur einka- hlutafélögum, annars vegar Fjárfestinga- félaginu Primusi ehf., (nú FI fjarfestingar ehf.), og hins vegar Eignarhaldsfélaginu Oddaflugi ehf., (nú EO eignarhaldsfélag ehf.). Hannes hafði uppi gagnsök í málinu og krafðist ógildingar sjálfskuldar- ábyrgðarinnar ellegar að henni yrði vikið til hliðar með dómi. Hann bar meðal ann- ars fyrir sig að Landsbankinn hefði haft allt frumkvæði að gerð sjálfskuldar- ábyrgðarinnar og að hann hefði sjálfur ekki verið í neinni stöðu til að átta sig á því hvernig komið var fyrir íslensku bönkunum í desemberbyrjun árið 2007. Ekki var fallist á röksemdir Hannesar. Hannes Smárason þarf að greiða tvo milljarða STUTTAR FRÉTTIR                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-., +,.-/. ++/-01 1+-234 +,-.,4 +3-+4, +/1-0+ +-+4,2 +3/-5/ +41-.1 ++,-32 +,.-31 ++/-/. 1+-3. +,-4.5 +3-111 +/1-/3 +-+2/+ +3/-,3 +41-,2 105-52, +10-+4 +,4-1, ++/-43 1+-,+. +,-2+1 +3-12. +/1-2. +-+24. 0.+-./ +4/-51 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Hagnaður Arion banka á fyrstu níu mánuðum ársins 2013 nam 10,1 millj- arði króna eftir skatta samanborið við 14,5 milljarða króna á sama tímabili á árinu 2012. Arðsemi eigin fjár var 10,0% samanborið við 15,9% á sama tímabili árið 2012. Arðsemi af kjarna- starfsemi var 9,2% en var 11,9% á sama tíma árið 2012. Heildareignir námu 936,9 milljörðum króna sam- anborið við 900,7 milljarða króna í árs- lok 2012, samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá Arion banka. Morgunblaðið/Kristin Hagnaður Verulegur samdráttur varð í hagnaði Arion banka fyrstu 9 mánuðina. 4,4 milljarða minni hagnaður hjá Arion ● Óendurskoðaður árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið janúar – september 2013 var lagður fram í borgarráði í gær, samkvæmt því sem fram kemur í frétt á heimasíðu Kaup- hallarinnar. Rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A og B hluta, var já- kvæð um 7.225 milljónir en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 4.949 m.kr. Rekstrarniðurstaðan er því 2.276 m.kr. betri en áætlun gerði ráð fyrir. Viðsnúningurinn er einkum vegna þess að tekjur aukast en þær voru 1.066 m.kr. umfram áætlun og matsbreyt- ingar fjárfestingareigna, 1.275 m.kr. Afkoma Reykjavíkur- borgar jákvæð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.