Morgunblaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 27
Byggð hefur verið í landi Garðabæjar frá landnámstíð. Talið er
að núverandi landsvæði bæjarins hafi tilheyrt þremur land-
námsmönnum og að einn þeirra hafi verið Ingólfur Arnarson.
Garðabær sameinaðist Álftanesi um síðustu áramót og
íbúar þessa sameinaða sveitarfélags eru nú um 13.900, þar
af eru um 11.400 í Garðabæ.
Hét áður
Garðahreppur
og fékk kaup-
staðarréttindi
1976.
störfum. „Við leggjum mikla áherslu
á að kennarinn sé alltaf nálægur
bekknum sínum, eða kjarnanum eins
og það heitir hér.“
Eins og í öðrum skólum Hjalla-
stefnunnar er skólastarfið í Barna-
skólanum kynjaskipt. Markmið þess
er að gera báðum kynjum jafnhátt
undir höfði á þeirra eigin forsendum.
Annað einkenni skólastefnunnar er
skólabúningar. „Þeir eru til þess að
skapa liðsheild, til að draga úr mis-
munun og til að búa til jákvæðan
brag,“ segir Þorgerður Anna.
Sveitaskóli í borg
Starfsfólk skólans klæðist eins
flísvestum í vinnunni og tilgangurinn
með því er að skapa öryggi fyrir
börnin. Að þau viti hverjir eru
starfsmenn og hverjir ekki.
Eru Vífilsstaðir góð staðsetning
fyrir skóla? „Það eru forréttindi að
vera með börn á þessum stað. Að
vera í borginni, en vera samt hálf-
gerður sveitaskóli,“ segir Þorgerður
Anna. „Við nýtum umhverfið mjög
mikið því það er hægt að kenna svo
margt utandyra. Við notum um-
hverfið í hreystiþjálfun, nátt-
úrufræði, umhverfismennt og líf-
fræði. Svo fóstrum við svæðið og
hreinsum það.“
Þróun og framsýni
Oft berast fleiri umsóknir um
skólavist en hægt er að verða við og
Þorgerður Anna segir alltaf jafn erf-
itt að þurfa að neita foreldrum um
skólavist fyrir börnin þeirra.
Hvað er það sem fær foreldra til
að velja þennan skóla fremur en
aðra? „Það eru margar ástæður fyrir
því. Stefnan okkar, kynjanámskráin
og sá rammi sem við vinnum eftir er
það sem fólk sækist eftir. Íslenskt
skólastarf hefur í rauninni ekki
breyst mjög mikið undanfarna ára-
tugi og ég held líka að þeir sem velta
fyrir sér skólamálum, þeir sem eru
hugsi yfir því hvernig skólaþróun
hefur verið hér á landi, sjái hjá okk-
ur þá þróun og framsýni sem skortir
víða annars staðar. Við höfum skap-
að hér sveigjanleika til að vera með
raunverulegt einstaklingsmiðað
nám. Hér stýra bækurnar ekki
kennslunni, heldur markmiðin og
barnið sjálft.“
Skólapiltar Skólastarfið í Barnaskóla Hjallastefnunnar er kynjaskipt með það fyrir augum að bæði kyn njóti sín.
Morgunblaðið/ÞÖK
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2013
Vilja fjölga Hjallastefnuskólum
1.863 NEMENDUR Í 13 SKÓLUM VÍÐA UM LAND
Fyrirtækið Hjallastefnan var stofnað af
Margréti Pálu Ólafsdóttur árið 2000 í
kringum rekstur leikskólans Hjalla í Hafn-
arfirði. Hún hafði verið leikskólastjóri þar
um hríð og þróaði þar kenningar og náms-
skrá Hjallastefnunnar.
Nú rekur Hjallastefnan tíu leikskóla víða
um land á grundvelli þjónustusamnings við
sveitarfélögin og þrjá einkaskóla á grunn-
skólastigi. Það eru skólarnir tveir á Vífils-
stöðum í Garðabæ og sá þriðji er í Reykja-
vík.
Skólarnir starfa sjálfstætt, en þó að
sameiginlegu markmiði og eftir sömu námsskrá sem lögð er til grund-
vallar öllu starfi skólanna.
Á vefsíðu Hjallastefnunnar segir að stefnt sé á að bæta nokkrum leik-
skólum við á næstu árum, jafnvel erlendis gefist tækifæri til þess. Að
auki er stefnt á að bæta a.m.k. tveimur barnaskólum í hópinn og að innan
tíu ára muni öll stærstu sveitarfélög landsins bjóða upp á nám í skólum
Hjallastefnunnar frá eins árs til 12 ára.
Heildarfjöldi nemenda skólanna er 1.863 og alls starfa 433 við þá.
Hjallastefnan Fyrirtækið hef-
ur vaxið mjög frá stofnun.