Morgunblaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2013 Lækjargötu og Vesturgötu KAUPAUKI Með öllum margskiptum glerjum* fylgir annað par FRÍTT með í sama styrkleika. Tilvalið sem sólgleraugu eða varagleraugu. * Margskipt gler á við Varilux, Multifocal, Progressive og tvískipt gler Módel: Kristín Jóna Hilmarsdóttir Umgjörð: Lindberg Spirit Ljósmynd/María Maronsdóttir Nemendur í 8. til 10. bekk í Sunnulækjarskóla á Selfossi bök- uðu 7.600 smákökur á rúmum fjórum tímum í gær. Smákök- umaraþonið er árlegur viðburður í skólanum en afrakstur bakstursins var settur í pakkningar og svo fara unglingarnir um bæinn og gefa kökurnar víðsvegar t.d. til kirkjunnar og eldri borgara. Ikea gaf skólanum 50 kíló af degi til bakstursins en bakaðar voru sex tegundir: vanilluhringir, piparkökur, engiferkökur, sælgæt- iskökur, hindberjatoppar og súkkulaðibitakökur. Á myndinni má sjá Brynhildi og Guðrúnu Petru baka vanilluhringi. Smákökumaraþon í Sunnulækjarskóla Borgarráð Reykjavíkurborgar sam- þykkti í gær breytingar á deili- skipulagi, annars vegar fyrir gömlu höfnina og Vesturbugt, og hins veg- ar fyrir Nýlendureitinn svokallaða. Breytingarnar voru samþykktar fyrr í þessum mánuði í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar. Breytingin á gömlu höfninni og Vesturbugt var samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í borgarráði, þeir Júlíus Vífill Ingvarsson og Kjartan Magnússon, sátu hjá við afgreiðslu málsins en létu bóka athugasemdir. Telja þeir að með nýju deiliskipu- lagi sé verið að loka á tengsl gamla Vesturbæjarins við höfnina. Of lítil áhersla sé á opin svæði og gert sé ráð fyrir of fáum bílastæðum við hverja íbúð á svæðinu. Enn fremur benda þeir á að Graeme Massie arkitektar, sem áttu vinningstillöguna í opinni hug- myndasamkeppni um rammaskipu- lag gömlu hafnarinnar, hafi sent frá sér tilkynningu um að stóra þætti í vinningstillögunni sé ekki að finna í deiliskipulaginu. Tillagan um breytingar á deilu- skipulagi Nýlendureitsins var einn- ig samþykkt með fimm atkvæðum Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Helsta breyting deiliskipulags Nýlendureits felst í smækkun reitsins. Ákveðið hefur verið að falla frá því að færa Mýrargötu norður fyrir Slipp- félagshúsið, Mýrargötu 2-4. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu einnig hjá við afgreiðslu þessa máls en lögðu einnig fram tillögu um að skoða hvort hægt sé að koma rúss- nesku rétttrúnaðarkirkjunni fyrir á rúmbetri stað. Þeirri tillögu var vís- að til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs. Deilt um breytingar á Ný- lendureit og Vesturbugt  Borgarráð sam- þykkti breytingar á deiliskipulagi Ljósmynd/Rússneska rétttrúnaðarkirkjan Troðið Teikning af rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni, horft til norðurs yfir slippsvæðið, frá Nýlendugötu. Lagt er til að færa kirkjuna á rúmbetri stað. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.