Morgunblaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2013
Tekjur Ríkisútvarpsins á síðastaheila rekstrarári sem reikn-
ingur liggur fyrir
um námu 5,3 millj-
örðum króna. Þetta
eru tólf mánuðirnir
fram til loka ágúst í
fyrra. Tekjutölur í
uppgjöri næstu sex
mánaða á eftir
benda til að tekjur hafi haldist svip-
aðar á milli ára á síðasta reikn-
ingsári og jafnvel heldur hækkað.
Þetta er nokkuð sem mikilvægter að hafa í huga í umræðunni
sem nú stendur yfir um fjárhag
Ríkisútvarpsins. Þetta opinbera
fyrirtæki hefur verið með tekjur
upp á vel á sjötta milljarð króna á
ári.
Og hver er svo niðurskurðurinnsem fárið í útsendingum Ríkis-
útvarpsins stafar af? Hann er hálf-
ur milljarður króna, eða vel innan
við tíundi hluti fyrrgreindra tekna.
Og hvað stendur þá eftir? Það eru
þá um það bil fimm milljarðar
króna.
Á tímum aðhalds í rekstri ríkis-ins og sársaukafulls sparnaðar
víða í heilbrigðiskerfinu, svo dæmi
sé tekið, getur þá verið að eðlilegt
sé að Ríkisútvarpið kvarti undan
því að hafa „ekki nema“ fimm millj-
arða króna í árstekjur?
Væri ekki nær að stjórnendurRíkisútvarpsins útskýrðu
hvers vegna þeir geta ekki rekið
sæmilegt útvarp fyrir slíkar fjár-
hæðir og jafnvel staðið mögl-
unarlaust undir lögbundnum
skyldum sínum?
Og væri ekki nær fyrir stjórnfyrirtækisins að kanna það
frekar en að mótmæla nauðsyn-
legum aðgerðum í ríkisfjármálum?
Hvað þarf marga
milljarða til?
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 28.11., kl. 18.00
Reykjavík 3 skýjað
Bolungarvík 2 rigning
Akureyri 2 rigning
Nuuk -5 skafrenningur
Þórshöfn 6 skýjað
Ósló 5 heiðskírt
Kaupmannahöfn 7 heiðskírt
Stokkhólmur 6 skýjað
Helsinki 2 skýjað
Lúxemborg 3 súld
Brussel 7 þoka
Dublin 9 skýjað
Glasgow 6 heiðskírt
London 10 alskýjað
París 5 þoka
Amsterdam 8 skýjað
Hamborg 7 léttskýjað
Berlín 7 léttskýjað
Vín 0 alskýjað
Moskva 1 alskýjað
Algarve 15 léttskýjað
Madríd 10 léttskýjað
Barcelona 12 heiðskírt
Mallorca 10 léttskýjað
Róm 7 léttskýjað
Aþena 10 léttskýjað
Winnipeg -12 snjókoma
Montreal -7 snjóél
New York 0 heiðskírt
Chicago -1 léttskýjað
Orlando 12 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
29. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:41 15:52
ÍSAFJÖRÐUR 11:15 15:28
SIGLUFJÖRÐUR 10:59 15:10
DJÚPIVOGUR 10:18 15:15
Jólabjórinn nýtur sífellst meiri vin-
sælda í vínbúðum ÁTVR. Hann hef-
ur nú verið í sölu í vínbúðunum síðan
15. nóvember og seldust 211 þúsund
lítrar fyrstu tvær vikurnar.
Á sama tíma í fyrra seldust 196
þúsund lítrar. Aukningin er því 7,6%
á milli ára. 25 tegundir eru í boði
þetta árið.
Söluhæstu tegundirnar eru
Tuborg Christmas Brew með um 90
þúsund lítra eða 43% af heildarsöl-
unni, Víking jólabjór með 36 þúsund
lítra eða 17% af heildarsölunni og
Jóla Kaldi með 22 þúsund lítra eða
um 11% af heildarsölunni, sam-
kvæmt upplýsingum ÁTVR.
Steðji er sá jólabjór sem hefur
mesta söluaukningu frá í fyrra eða
365% aukningu, fer hann úr rúmum
890 lítrum í 3.260 lítra það sem af er
sölutímabilinu.
Fyrstu rúmu vikuna sem jólabjór-
inn var til sölu í nóvember árið 2012
seldust 140 þús. lítrar sem var 12%
meira magn en á sambærilegu tíma-
bili árið 2011.
Sem fyrr var mest selt af Tuborg
Christmas Brew eða tæplega helm-
ingur af því magni sem selt var.
Um 600 þúsund lítrar seldust af
jólabjór í fyrra.
Sumar tegundir koma í takmörk-
uðu magni og seljast fljótt upp í búð-
um ÁTVR. Má nefna að tegundin
Giljagaur seldist upp á skömmum
tíma í fyrra. sisi@mbl.is
Jólabjórinn rennur út í vínbúðunum
Aukningin er 7,6% á milli ára
Tuborg Christmas vinsælastur
Morgunblaðið/Ómar
Þjónusta á fæðingar- og sængur-
legudeildum Landspítala breytist 1.
mars 2014. Í fréttatilkynningu frá
spítalanum segir að með nýrri fæð-
ingardeild og meðgöngu- og sængur-
legudeild sem verða opnaðar þá
verði þjónusta deildanna við skjól-
stæðinga betri og öflugri.
„Gert er ráð fyrir að breyting-
arnar stuðli að fjölgun eðlilegra fæð-
inga, samfella í umönnun fæðandi
kvenna verði meiri og sængurkonur
með börn á vökudeild verða nær
börnum sínum í sængurlegu. Sam-
hliða verður hægt að bæta aðstöðu
og starfsumhverfi með betri nýtingu
húsnæðis, um leið og álag á starfs-
fólk er jafnað. Í nýju skipulagi felst
að fæðingardeild og fæðingarhluti
Hreiðurs munu sameinast í nýja
fæðingardeild og meðgöngu- og
sængurkvennadeild og sængurlegu-
hluti Hreiðurs mun sameinast í nýja
meðgöngu- og sængurlegudeild,“
segir í tilkynningunni.
Anna Sigríður Vernharðsdóttir yf-
irljósmóðir segir að í Hreiðrinu hafi
ljósmæður leitt umönnun kvenna í
fæðingu og sængurlegu með hug-
myndafræði ljósmóðurfræðinnar að
leiðarljósi. „Þessi þjónusta hefur
verið mikilvægur valkostur fyrir
fæðandi konur og það er markmið
okkar að standa vörð um eðlilegar
fæðingar á nýrri fæðingardeild.“
Breytt þjón-
usta á fæð-
ingardeildAÐVENTA
Í BLÓMAVALI
999
1.490
Jólastja
rna
1.999
Aðventu
krans