Morgunblaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2013 Tekjur Ríkisútvarpsins á síðastaheila rekstrarári sem reikn- ingur liggur fyrir um námu 5,3 millj- örðum króna. Þetta eru tólf mánuðirnir fram til loka ágúst í fyrra. Tekjutölur í uppgjöri næstu sex mánaða á eftir benda til að tekjur hafi haldist svip- aðar á milli ára á síðasta reikn- ingsári og jafnvel heldur hækkað.    Þetta er nokkuð sem mikilvægter að hafa í huga í umræðunni sem nú stendur yfir um fjárhag Ríkisútvarpsins. Þetta opinbera fyrirtæki hefur verið með tekjur upp á vel á sjötta milljarð króna á ári.    Og hver er svo niðurskurðurinnsem fárið í útsendingum Ríkis- útvarpsins stafar af? Hann er hálf- ur milljarður króna, eða vel innan við tíundi hluti fyrrgreindra tekna. Og hvað stendur þá eftir? Það eru þá um það bil fimm milljarðar króna.    Á tímum aðhalds í rekstri ríkis-ins og sársaukafulls sparnaðar víða í heilbrigðiskerfinu, svo dæmi sé tekið, getur þá verið að eðlilegt sé að Ríkisútvarpið kvarti undan því að hafa „ekki nema“ fimm millj- arða króna í árstekjur?    Væri ekki nær að stjórnendurRíkisútvarpsins útskýrðu hvers vegna þeir geta ekki rekið sæmilegt útvarp fyrir slíkar fjár- hæðir og jafnvel staðið mögl- unarlaust undir lögbundnum skyldum sínum?    Og væri ekki nær fyrir stjórnfyrirtækisins að kanna það frekar en að mótmæla nauðsyn- legum aðgerðum í ríkisfjármálum? Hvað þarf marga milljarða til? STAKSTEINAR Veður víða um heim 28.11., kl. 18.00 Reykjavík 3 skýjað Bolungarvík 2 rigning Akureyri 2 rigning Nuuk -5 skafrenningur Þórshöfn 6 skýjað Ósló 5 heiðskírt Kaupmannahöfn 7 heiðskírt Stokkhólmur 6 skýjað Helsinki 2 skýjað Lúxemborg 3 súld Brussel 7 þoka Dublin 9 skýjað Glasgow 6 heiðskírt London 10 alskýjað París 5 þoka Amsterdam 8 skýjað Hamborg 7 léttskýjað Berlín 7 léttskýjað Vín 0 alskýjað Moskva 1 alskýjað Algarve 15 léttskýjað Madríd 10 léttskýjað Barcelona 12 heiðskírt Mallorca 10 léttskýjað Róm 7 léttskýjað Aþena 10 léttskýjað Winnipeg -12 snjókoma Montreal -7 snjóél New York 0 heiðskírt Chicago -1 léttskýjað Orlando 12 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 29. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:41 15:52 ÍSAFJÖRÐUR 11:15 15:28 SIGLUFJÖRÐUR 10:59 15:10 DJÚPIVOGUR 10:18 15:15 Jólabjórinn nýtur sífellst meiri vin- sælda í vínbúðum ÁTVR. Hann hef- ur nú verið í sölu í vínbúðunum síðan 15. nóvember og seldust 211 þúsund lítrar fyrstu tvær vikurnar. Á sama tíma í fyrra seldust 196 þúsund lítrar. Aukningin er því 7,6% á milli ára. 25 tegundir eru í boði þetta árið. Söluhæstu tegundirnar eru Tuborg Christmas Brew með um 90 þúsund lítra eða 43% af heildarsöl- unni, Víking jólabjór með 36 þúsund lítra eða 17% af heildarsölunni og Jóla Kaldi með 22 þúsund lítra eða um 11% af heildarsölunni, sam- kvæmt upplýsingum ÁTVR. Steðji er sá jólabjór sem hefur mesta söluaukningu frá í fyrra eða 365% aukningu, fer hann úr rúmum 890 lítrum í 3.260 lítra það sem af er sölutímabilinu. Fyrstu rúmu vikuna sem jólabjór- inn var til sölu í nóvember árið 2012 seldust 140 þús. lítrar sem var 12% meira magn en á sambærilegu tíma- bili árið 2011. Sem fyrr var mest selt af Tuborg Christmas Brew eða tæplega helm- ingur af því magni sem selt var. Um 600 þúsund lítrar seldust af jólabjór í fyrra. Sumar tegundir koma í takmörk- uðu magni og seljast fljótt upp í búð- um ÁTVR. Má nefna að tegundin Giljagaur seldist upp á skömmum tíma í fyrra. sisi@mbl.is Jólabjórinn rennur út í vínbúðunum  Aukningin er 7,6% á milli ára  Tuborg Christmas vinsælastur Morgunblaðið/Ómar Þjónusta á fæðingar- og sængur- legudeildum Landspítala breytist 1. mars 2014. Í fréttatilkynningu frá spítalanum segir að með nýrri fæð- ingardeild og meðgöngu- og sængur- legudeild sem verða opnaðar þá verði þjónusta deildanna við skjól- stæðinga betri og öflugri. „Gert er ráð fyrir að breyting- arnar stuðli að fjölgun eðlilegra fæð- inga, samfella í umönnun fæðandi kvenna verði meiri og sængurkonur með börn á vökudeild verða nær börnum sínum í sængurlegu. Sam- hliða verður hægt að bæta aðstöðu og starfsumhverfi með betri nýtingu húsnæðis, um leið og álag á starfs- fólk er jafnað. Í nýju skipulagi felst að fæðingardeild og fæðingarhluti Hreiðurs munu sameinast í nýja fæðingardeild og meðgöngu- og sængurkvennadeild og sængurlegu- hluti Hreiðurs mun sameinast í nýja meðgöngu- og sængurlegudeild,“ segir í tilkynningunni. Anna Sigríður Vernharðsdóttir yf- irljósmóðir segir að í Hreiðrinu hafi ljósmæður leitt umönnun kvenna í fæðingu og sængurlegu með hug- myndafræði ljósmóðurfræðinnar að leiðarljósi. „Þessi þjónusta hefur verið mikilvægur valkostur fyrir fæðandi konur og það er markmið okkar að standa vörð um eðlilegar fæðingar á nýrri fæðingardeild.“ Breytt þjón- usta á fæð- ingardeildAÐVENTA Í BLÓMAVALI 999 1.490 Jólastja rna 1.999 Aðventu krans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.