Morgunblaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 50
50 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2013
Bæjarfulltrúinn og ritstjórinn Rósa Guðbjartsdóttir er 48 ára ídag. „Mér finnst hver einasti afmælisdagur vera stór, þó svoþetta sé ekki stórafmæli, og frábært að geta fagnað svona
mörgum árum. Dagurinn verður mjög litaður af mikilli vinnu, ég er
ritstjóri og „altmulig-manneskja“ hjá bókaforlaginu Bókafélagið.
Það er mjög annasamur dagur í dag en jólabókaflóðið er að byrja.
Það er ýmislegt sem þarf að klára þannig að dagurinn verður hlað-
inn. Ég verð samt væntanlega með fangið fullt af jólasmákökum í
dag. Við efndum til samkeppni um bestu heilsuréttasmákökuna í
tengslum við bókina „Nýir heilsuréttir fjölskyldunnar“. Samkeppnin
var um bestu en hollari útgáfu af smákökum, því maður er japlandi á
þessu alla aðventuna, þannig að það er ekki verra að hafa þær hollar.
Höfundur bókarinnar átti hugmyndina að því að halda þessa keppni
og dómnefndin mun hefja störf í dag. Ég er mjög mikið afmælisbarn
og held vel upp á afmælisdaga í fjölskyldunni. Þar sem ég er dálítið
upptekin held ég ekki veislu sjálf, en milli kl. sex og átta verður jóla-
fögnuður hjá sjálfstæðisfélaginu Fram í Hafnarfirði þar sem ég ætla
að komast í jólagírinn með mínum félögum þar. Svo veit maður aldrei
hvort mér verður boðið út að borða, sérstaklega þegar maður vekur
svona athygli á þessu. Svo held ég kannski almennilega upp á afmæl-
ið seinna um helgina,“ segir Rósa. gunnardofri@mbl.is
Rósa Guðbjartsdóttir er 48 ára í dag
Smákökur á afmælinu Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafn-
arfirði og ritstjóri, fagnar afmælinu á annars annasömum degi.
Með fangið fullt af
jólasmákökum
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Stóra-Ásgeirsá Sigríður Emma fædd-
ist 16. febrúar. Hún vó 4.070 g og var
54 cm löng. Foreldrar hennar eru
Rannveig Aðalbjörg Hjartardóttir og
Magnús Ásgeir Elíasson.
Nýir borgarar
Eskifjörður Sara Antonía fæddist 23.
mars. Hún vó 3.500 g og var 50,5 cm
löng. Foreldrarnir eru Sveindís Björg
Björgvinsdóttir og Friðþjófur Tóm-
asson.
S
karphéðinn Þór fæddist í
Kópavogi 29.11. 1963 og
ólst þar upp. Hann var í
Kópavogsskóla og Víg-
hólaskóla og lauk stúd-
entsprófi frá MK 1984. Skarphéðinn
stundaði píanónám við Tónlistar-
skóla Kópavogs frá átta ára aldri til
tvítugs, útskrifaðist úr tón-
menntakennaradeild Tónlistarskól-
ans í Reykjavík 1987 og stundaði
söngnám við Tónlistarskólann í
Reykjavík hjá Halldóri Vilhelms-
syni og Sieglinde Kahmann.
Skarphéðinn hefur verið tón-
menntakennari frá 1987 og kennir
nú við Kópavogsskóla. Allan þann
tíma hefur hann einnig verið sjálf-
stætt starfandi tónlistarmaður.
Skarphéðinn hefur verið organisti
við Fríkirkjuna í Hafnarfirði frá
2003, hefur sungið með ýmsum
Skarphéðinn Þór Hjartarson, organisti og tónm.kennari – 50 ára
Hjónin Skarphéðinn Þór, ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu Sigríði Loftsdóttur sem er þroskaþjálfi.
Organisti, útsetjari,
kennari og söngvari
La Boheme Skarphéðinn sem Parpignol og Þóra Einarsdóttir sem Musetta.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
54 54 300 • SMIÐJUVEGUR 7 • KÓPAVOGUR
Eina glerverksmiðjan á landinu með vottaða framleiðslu
RENNIHURÐIR Á KYNNINGARVERÐI
Sparar pláss
Öruggt og traust
Einfalt í uppsetningu
Tilbúnar til afgreiðslu
vegghengdar agila 50
rennihurðabrautir með
hertu 8mm sýruþveignu
gleri og fingurgróp á
frábæru verði, 99.500 kr