Morgunblaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2013 ✝ Eva María Þor-varðardóttir fæddist í Reykjavík 22. júlí 1992. Hún lést 16. nóvember 2013. Foreldrar henn- ar eru Lilja Guð- mundsdóttir, f. 2. desember 1966, og Þorvarður Helga- son, f. 2. apríl 1955. Bræður Evu Maríu eru Birn- ir Þorvarðarson, f. 1998, nemi, fyrir átti Þorvarður synina Ein- ar Val og Helga Bjart. Einar Valur Þorvarðarson, f. 1976, þjónn, í sambúð með Ingibjörgu Lilju Guðmundsdóttur, börn sýndi hún mikinn áhuga á hest- um sem fylgdi henni alla tíð, hún hóf ung að keppa og oftar en ekki náði hún að vinna til verðlauna. Eva María hefur starfað við hestamennsku frá unglingsárum. Aðeins 13 ára gömul var hún komin í sveitir á Suðurlandi og var þar á sumrin allt til dagsins í dag. Þar má nefna að hún var í Hestheimum hjá Ástu Beggu og Gísla, á Odd- hóli hjá Sigurbirni Bárðarsyni og Fríðu Steinarsdóttur, á Vak- urstöðum hjá Halldóru Bald- vinsdóttur og Valdimar Berg- stað og á Strandarhöfði hjá Auði Möller og Guðmundi Má Stefánssyni. Auk þess starfaði hún um skeið í Þjóðleikhúsinu, Líflandi, Íslandspósti og Fönn. Síðustu mánuði starfaði Eva María í hlutastarfi í versluninni Júník í Smáralind. Útför Evu Maríu fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 29. nóvember 2013, kl. 13. þeirra eru Kári, f. 2009, og Katla, f. 2012, fyrir átti Ein- ar Valur soninn Guðjón Kristófer, f. 1996. Helgi Bjartur Þorvarðarson, f. 1979, hársnyrtir og nemi, kvæntur Berglindi Ösp Jónsdóttur, f. 1988, börn þeirra eru Jónþór Mikael, f. 2009 og Veronika Von, f. 2012, fyrir átti Helgi Bjartur dótt- urina Söru Mist, f. 2005. Eva María Þorvarðardóttir ólst upp í Grafarvogi, gekk í Foldaskóla og hóf síðan nám í Borgarholtsskóla. Mjög ung Elsku litla systir. Ég get ekki lýst því hversu sorgmæddur ég er þegar ég sit og skrifa þessa minningargrein um þig, en það er ekki eitthvað sem ég átti von á að þurfa að gera. Þetta er allt svo óraunverulegt, það að þú sem alltaf varst svo lífs- glöð hafir verið tekin burt úr þessu lífi fyrirvaralaust. Þú gladd- ir alla sem þú hittir með nærveru þinni og smitandi hlátri, dagurinn varð alltaf betri ef ég hitti þig því þú varst alltaf jákvæð og hress, sama hvað. Mig langaði að segja þér hversu þakklátur ég er fyrir þig, við höfum alltaf verið vinir, aldrei rifist og alltaf getað spjallað um allt milli himins og jarðar. Þú varst mér sem klettur þegar ég háði mína baráttu fyrir rúmum sex árum. Þá varstu bara 15 ára unglingur en samt eitthvað svo fullorðin og ætlaðir aldeilis að passa upp á stóra bróður þinn. Takk fyrir þann tíma sem við eyddum saman, hann skilur eftir sig margar og skemmtilegar minningar sem ég varðveiti í hjarta mínu. Það hefur verið virki- lega gaman að fylgjast með þér og er ég svo stoltur af þér. Það er komið að kveðjustund í bili engill- inn minn, og veit ég að þú ert í góðum höndum núna hjá honum afa okkar. Ég mun passa Birni fyrir þig, engillinn minn, ég elska þig, elsku litla systir mín, og á eft- ir að sakna þín um alla ókomna tíð. Eitt sinn var engill, geislandi og tígulegur. Engillinn gægðist inn í lífið og snart líf allra í kringum sig. En svo kom sú tíð að engillinn varð að hverfa aftur til sinna heima. Skiljandi eftir slóð sína í fegurð og birtu, fyrir þá sem eftir voru. (Elísabet Lorange.) Þangað til næst, þinn bróðir, Helgi Bjartur Þorvarðarson. Elsku fallega Eva María okkar. Hversu óskiljanlegt og órétt- látt lífið getur verið. Þú varst ein- staklega glaðlynd stúlka og ávallt brosandi. Varst svo blíð og gott að vera í kringum þig. Ég blessa nafn þitt blítt í sál mér geymi, og bæn til Guðs mín hjartans kveðja er. Hann leiði þig í ljóssins friðarheimi, svo lífið eilíft brosi móti þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Elskulega dóttir okkar, Þorri, Birnir, Einar og Helgi. Megi Guð almáttugur veita ykkur öllum styrk á þessum sorgartímum. Í táraflóði kveðjum við þig í hinsta sinn. Guð blessi minningu þína, elsku barn. Amma Birna og afi Guðmundur. Elsku Eva María mín sem tek- in ert allt of fljótt frá okkur sem elskuðum þig svo heitt. Eftir standa ljúfsárar en yndislegar minningar sem ég mun geyma í hjarta mínu um stúlku sem var einstök, hjartahlý og ávallt glöð. Þegar einhver fellur frá fyllist hjartað tómi en margur síðan mikið á í minninganna hljómi. Á meðan hjörtun mild og góð minning örmum vefur þá fær að hljóma lífsins ljóð og lag sem tilgang hefur. Ef minning geymir ást og yl hún yfir sorgum gnæfir því alltaf verða tónar til sem tíminn ekki svæfir. (Kristján Hreinsson.) Elsku Lilja systir mín, Þorri, Birnir, Einar Valur og Helgi Bjartur. Missir ykkar og okkar allra er mikill og sár. Guð veri með og varðveiti okkur öll. Þín frænka, Fjóla og Kristinn. Elsku hjartans frænka mín. Orð fá því ekki lýst hversu óbæri- lega sorglegt fráfall þitt er. Ég man hvað ég þreifaði á maganum á henni mömmu þinni til að reyna að finna fyrir þér, ég var svo spennt að fá að kynnast þér. Ég man eftir að hafa tekið strætó í Krosshamrana til að fá að knúsa og kjassa þig pínulitla. Ég man þegar ég fékk að vera ein með þig í fyrsta skipti og náði að hugga þig. Það var í Fagurhól og mamma þín og pabbi þinn að stússa úti og ég ein með þig inni. Mér fannst ég vera búin að mast- era foreldrahlutverkið. Takk fyrir að hafa verið svona þæg við frænku, elskan. Ég man þegar þú komst að gista hjá mér og Birtu á Frakkastígnum og við röltum í bæinn á kaffihús og fengum okkur kakó og með því. Ég man eftir yndislegu hestaferðinni og trúnó í neðri kojunni. Ég man þegar þú komst við hjá mér þegar við bjuggum í Köben og það tvisvar. Bara mamma kom oftar í heim- sókn. Fyrst komstu þegar þú varst á leið heim frá Þýskalandi eftir að hafa verið að vinna á hestabúgarði og í seinna skiptið komstu með Eddu Hrund og þið voruð að fara á tónleika með Ka- nye West í Tívolí. Ég man eftir ótal skiptum í Fagurhól þar sem þú hækkaðir í græjunum þar sem það var svo gott lag í útvarpinu. Við frænkurnar vorum með ekki alls ólíkan tónlistarsmekk, eitt- hvað gamalt og gott og helst ís- lenskt líka. Ég man eftir ógleym- anlegu hestamannamóti á Hellu um árið og hvað við dönsuðum við Reiðmenn vindanna og Hjálma, almáttugur hvað það var gaman hjá okkur. Ég man líka þegar við sigldum til Eyja með Herjólfi í yndislegu veðri og áttum þar skemmtilegt kvöld saman. Ég man líka hversu góð þú varst við Birtu mína. Þú varst glæsileg fyr- irmynd fyrir hana og ert enn og mig langar að þakka þér fyrir það. Mig langar líka að segja þér hversu stolt ég er að hafa fengið að vera frænka þín og fyrir að hafa fengið að upplifa með þér dýrmætar stundir og eignast í leiðinni dásamlegar minningar sem munu fylgja mér um ókomna tíð. Elsku Eva María mín. Takk fyrir að hafa ávallt verið brosandi. Takk fyrir að hafa ávallt verið já- kvæð. Takk fyrir að hafa verið með svona smitandi hlátur, ég heyri hann enn. Takk fyrir að hafa ávallt knúsað mig svo fast og inni- lega þegar við hittumst. Takk fyr- ir að hafa þótt vænt um mig. Mér þótti undur vænt um þig og vona að þú hafir vitað það. Ég hlakka til að segja þér það, ásamt öllu hinu sem ég átti eftir að segja þér, þeg- ar við hittumst aftur, elsku fallega frænka mín. Ég treysti því að þú finnir þér eitthvað skemmtilegt að gera á nýjum stað, annað væri ólíkt þér. Við hin reynum það líka. Þú átt það skilið. Ég elska þig að eilífu. Þín frænka, Eva. Elsku Eva María mín. Mér þykir svo óendanlega vænt um þig og allar þessar frá- bæru minningar sem við eigum saman. Mér þótti svo vænt um þegar við fórum í reiðtúra saman. Ég man sérstaklega eftir einu skipti þar sem ég reið í fyrsta sinn yfir vatn og síðan upp svaka bratt- an hól. Það var svo gaman hjá okkur þennan dag. Þú varst alltaf svo hress og skemmtileg og dugleg að gera allt mögulegt með mér. Ég man eftir því þegar við tvær fórum í Smára- lindina að kaupa föt og borðuðum síðan saman á Fridays. Ég man að þú sagðist hafa keypt hænu. Það var ekta þú. Eftir þetta enduðum við uppi í reiðhöll á hestbaki. Mér finnst svo gaman að fara á hest- bak og ég á eftir að sakna þess að fara ekki í fleiri útreiðartúra með þér, elsku frænka. Ég hef alltaf litið upp til þín og þú hefur alltaf verið uppáhalds- frænka mín og það mun ekkert breytast. Mér finnst óendanlega sorglegt að fá ekki að hitta þig aft- ur og ég á eftir að sakna þín á hverjum degi. Guð geymi þig. Þín frænka, Birta. Til elsku yndislegu fallegu frænku okkar. Þó blómið sé fallið og fölnað um stund við finnum það bráðum á sælunnar grund. Þar vex það og dafnar við vermandi yl sem vetrarins helkuldar ná ekki til. Við þökkuðum Guði, hann gaf okkur það. Við geymdum það örugg og hlúðum því að. Nú lofum við Drottinn sem leiddi það heim í ljóssins og sælunnar eilífðargeim. Þó sárt okkur finnist og svíðandi nú, við sáum í bjartri og auðmjúkri trú, að gott er það allt sem að Guði er frá. Hann gleður oss öll, þegar sorgirnar þjá. Við kveðjum þig, ástríka, elskaða mey, og unnum þér sífellt, en gleymum þér ei. Nú felum oss öll í vors Frelsarans hönd uns fáum þig litið á sælunnar strönd. (Lilja Sæmundsdóttir.) Elsku Eva María, þú munt allt- af vera ljós í lífi okkar. Hafdís frænka og fjölskylda. Elsku Eva María, frænka okk- ar, það fá því engin orð lýst hversu sárt er að kveðja þig svona langt fyrir aldur fram, það er stórt skarð í hjörtum okkar sem þú skil- ur eftir hjá okkur sem þekktum þig svo vel. Stundin sem ég gerði mér ekki grein fyrir að væri kveðjustund hjá okkur situr fast í minningu minni, þar sem við vorum uppi í hesthúsi og þú varst að aðstoða mig að gefa pensílín og þrífa sár og við spjölluðum um heimsins mál daginn áður en þú kvaddir. Þessi stund er og verður ómetan- leg minning sem og þitt einstaka lag og næmi gagnvart hestum sem þú hefur hjálpað mér með í gegnum árin, hvort sem það var að temja fyrir mig eða keppa. Litlu frændsystkini þín sem horfðu svo upp til þín sakna þín sárt þar sem þú varst þeirra fyr- irmynd í hestunum og öll vildu þau vera jafn klár og dugleg og þú. Þau muna eftir þér með knús- um og kossum þar sem það ein- kenndi þig, elsku Eva María, þú varst alltaf svo blíð og góð og náð- ir svo vel til þeirra eins og t.d. þeg- ar við hittum þig og þau hoppuðu í fangið á þér því ekkert var sjálf- sagðara og þú hrósaðir þeim alltaf og umvafðir með knúsum og koss- um. Hjá þér voru þær allar prins- essur og Jói litli hestamaðurinn mikli. Þú með þitt endalausa hug- rekki og dirfsku gagnvart hestum sem og öðru í lífinu, sjálfstæðari og skemmtilegri manneskju er erfitt að finna. Það var alltaf gott að vera í kringum þig hlátur, bros og endalaus gleði, alveg sama hvernig veðrið var úti, á hestbaki eða ekki. Minning þín er ljós í lífi okkar. Þín verður sárt saknað uppi í hesthúsi sem og í Sælukoti. Elsku Þorri, Lilja, Birnir og fjölskylda, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur, orð fá því ekki lýst hversu missirinn er mikill. Við munum öll hjálpast að um ókomna tíð að halda minningu þessa mikla ljóss á lofti. Guð geymi ykkur, styrki og umvefji að eilífu. Grétar Jóhannes og Rósa, Sigvaldi, Elsa og börn, Jóna Dís, Sverrir og börn, Pétur, Sigrún og börn. Elsku litla frænka mín, þegar ég fékk þær fréttir að þú værir dáin tók það mig langan tíma að skilja það að þú værir í raun farin. Þú sem varst svo heilbrigð og ið- andi af lífi en lífið er víst ekki sjálf- gefið. Þú varst heilluð af hestum og varst ekki nema sex ára þegar þú byrjaðir í hestamennskunni. Eftir það varð ekki aftur snúið, þú vildir helst af öllu alltaf vera uppi í hesthúsi innan um hestana og helst hvergi annars staðar. Okkur pabba þínum varð oft tíðrætt um þetta og komust við að því að þú hefðir líklega fæðst hneggjandi því slíkur var áhuginn. Fljótlega fórstu að keppa í hestaíþróttum og náðir góðum árangri þar eins og ævinlega ef þú tókst þér eitt- hvað fyrir hendur t.d. þegar þú vannst MR-mótið í þínum flokki á henni Fiðlu þinni. En svo liðu árin og allt í einu varst þú orðin að unglingi sem varst farin að þjálfa hesta fyrir mig og Jóa bróður og keppa á þeim. Man ég þegar þú fékkst Myllu lánaða til að keppa á henni þá fékk ég hana miklu betri í beisli en hún hafði verið og end- aði það þannig að þú tókst mig í kennslu og kenndir mér hvernig ég ætti að ríða henni þannig að hún yrði sem flottust. Eins var það þegar ég var í vandræðum með Flóka þá varð það að sam- komulagi hjá okkur að þú eign- aðist helmingshlut í honum gegn því að temja hann og svo seldir þú hann til Austurríkis þar sem fólk nýtur góðs af honum fyrir þitt til- stilli. Svona varstu, Eva mín, frá- bær snillingur sem náði því besta fram í öllu sem viðkom dýrum og mönnum. Eva mín, svona gæti ég haldið lengi áfram en við erum bú- in að vera samferða í gegnum lífið og hestana frá því að þú fæddist þannig að tilveran verður mjög skrýtin þegar þú ert ekki lengur til staðar. Frá því að þú fórst hef ég komið upp í hesthús og séð reiðfötin þín og í raun beðið eftir að þú kæmir hneggjandi inn ganginn í hesthúsinu okkar þar sem við höfum átt svo góðar stundir. En því miður er raun- veruleikinn annar og verðum við sem eftir stöndum að reyna að sætta okkur við að tilvist þinni sé lokið hér á jörðu. En ef ég þekki þig rétt þá ertu komin með verk- efni hjá englum Guðs. Í hjarta mínu muntu ávallt eiga sess og þegar ég mun hugsa til baka til þín þá mun ég minnast þín með mikilli hlýju. Guð blessi þig og fjölskyldu þína. Hjörtur og fjölskylda. Á erfiðri kveðjustund koma upp margar minningar sem við áttum saman, sérstaklega í sumar á Vakurstöðum. Hestaferðirnar, útilegurnar og allar þær stundir sem þú og ég eyddum saman í ein- tómri gleði og hamingju. Mér eru svo minnisstæð öll kósíkvöldin sem þú, ég og Sif áttum í sveitinni, þegar við spjölluðum og hlógum langt fram eftir nóttu yfir vitleys- unni og bjánaganginum í okkur. Það er svo sannarlega mikill miss- ir að þú sért farin og þykir mér það enn óraunverulegt. Mér þykir mjög erfitt að hugsa til þess að ég fái ekki að sjá þig aftur og að ynd- islegu stundirnar okkar verði ekki fleiri að þessu sinni. Á þungum dögum lyftir minn- ing um bros þitt og gleði mér upp og mun ég aldrei gleyma því hvernig þú varst. Svo glæsileg og flott, yndisleg, hjartahlý, ótrúlega fyndin og glöð. Ég mun sakna þess að hafa gleðigjafa eins og þig ekki lengur í kringum mig. Elsku Eva, ég hugsa til þín með miklum söknuði en jafnframt gleði í hjarta yfir því að hafa feng- ið að kynnast þér. Ég mun aldrei gleyma þér, Eva María mín. Þín vinkona Halldóra. Við höfum átt því láni að fagna að kynnast fjöldanum öllum af góðu og skemmtilegu ungu fólki í gegnum dætur okkar þrjár, Sig- nýju Ástu, Ásdísi Björk og Eddu Rún. Þetta fólk hefur átt með okk- ur margar góðar stundir í Strand- arhöfði bæði í starfi og leik og ver- ið aufúsugestir. Þeir sem verða fastagestir og ávinna sér stað í hjörtum okkar fá nafnið „heimaln- ingar“. Eva María var ein af heimaln- ingunum okkar, henni kynntumst við fyrst þegar við keyptum okkur hesthús í C tröðinni í Víðidalnum. Í hesthúsinu fyrir ofan okkur var þessi litla fallega skotta, með biðukollu hár, sífellt hlæjandi og alveg til í að leika við jafnöldru sína Eddu Rún. Þær ásamt góð- um og þéttum hópi krakka mynd- uðu vinahóp í hestunum. Tóku þátt í reiðhallarsýningum, fóru í indíánareiðtúra í Rauðhólana, tóku þátt í keppni á litlum og stórum mótum, fóru saman í ferð- ir til útlanda og svo má lengi telja. Við vorum svo heppin að hafa Evu í vinnu hjá okkur í Strandarhöfði sumarið 2009; þá var nú gaman. Einhvern veginn finnst okkur í minningunni að það hafi alltaf ver- ið gott veður þetta sumar. Allt var fyndið og skemmtilegt, jafnvel þegar einhver datt af baki þá varð sá hinn sami að baka köku! Eva hafði einstakt lag á að láta öllum líða vel í kringum sig, hún var óspör á hól og hrós og það var svo gaman að gefa henni að borða, henni tókst að láta manni líða eins og kokki á heimsmælikvarða. Það er svo sérstakt þegar maður minnist Evu Maríu, þá eru allir sammála um að það var alltaf skemmtilegt í kringum hana; sannkallaður gleðigjafi. Elsku Eva María okkar, við fengum að hafa þig alltof stutt, þú áttir eftir að gleðja svo miklu fleiri með hnyttnum tilsvörum, hispurs- leysi þínu og ekki síst hlýju. Það hlýtur að hafa vantað gleðigjafa á himnum fyrst góður Guð kaus að taka þig frá okkur og við trúum því og treystum að það hafi góðir menn og konur tekið á móti þér og gæti þín. Fallegi heimalningurinn okkar. Minning þín mun lifa í sög- um vina þinna. Og þegar tími minn á jörðu hér, liðinn er þá er ég burtu fer, þá ég veit að þú munt vísa veg og taka á móti mér. (Ingibjörg Gunnarsdóttir.) Elsku Þorri, Lilja, Birnir, Ein- ar og Helgi, megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni Auður M. Möller og fjölskylda. Hvernig stendur á þessu? Margar spurningar snúast í hringi í hausnum á manni, af hverju þú, mín fallega vinkona? Þinn tími var ekki kominn, það mun ég aldrei samþykkja. Líkam- inn þinn er nú sofnaður en þú ert ekki sofnuð, hlátur þinn, kímni, fegurð og persónutöfrar munu ávallt vera hjá okkur öllum. Þegar ég hugsa til baka um okkar dásamlegu stundir sem ég fékk að njóta, þá lendi ég alltaf á þeirri staðreynd að þú ert í okkur, þú ert búin að planta þér í hjörtum okkar og skilur eftir þig dásamlegar minningar og lærdóm. Þú varst svo góð í þér, ég mun sakna þess að þú hringir ekki bara að spjalla eða um að ég eigi að drífa mig upp í hesthús og prufa hrossin sem þú varst að þjálfa, leyfðir mér að prufa öll góðu hrossin í húsinu og ófáu reiðtúrarnir sem við áttum hlæjandi og brosandi. Ég mun sakna þess að hitta þig og bara gera ekki neitt, ég mun sakna þess að heyra þig gera grín að sjálfri þér til þess að fá okkur hin til að brosa. Mun sakna þess að geta ekki hitt þig, að geta ekki hringt í þig og geta ekki rekist á þig. Ég mun sakna þess að fá fal- leg skilaboð frá þér algjörlega upp úr þurru. Já, það er mikils að sakna og söknuðurinn hverfur víst aldrei. Þinn eiginleiki var að færa manni gleði, kenna manni að elska lífið, njóta lífsins og ekki vera að flækja hlutina og gera þá erfiðari. Minningarnar sem ég mun varð- veita, þetta eru ófáar skemmtileg- ar stundir þar sem var fundið upp á ýmsu. Þú hafðir lausn á öllu, allt reddaðist á endanum, mikið hefði þetta mátt reddast og fara öðru- vísi. En þú ert komin með annað hlutverk á öðrum stað. Fallega vinkona, tíminn mun ekki lækna það að þú sért farin en ég mun halda fast í hlátur þinn, ég mun brosa til þín þegar ég hugsa um þig, ég mun reyna að gera mitt besta að hafa þig með í för, en ekkert mun vera eins og að hafa þig alla hér. Ég elska þig. Aldrei gleymt, ávallt saknað, takk fyrir allt, elsku Eva María. Þín vinkona, Marta Bryndís Matthíasdóttir. Það var föngulegur vinkvenn- ahópurinn úr hestamennskunni sem mætti í stúdentsútskrift mína vorið 2010. Þarna voru saman- komnar tólf stelpur á svipuðum aldri sem allar tengjast í gegnum Eva María Þorvarðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.