Morgunblaðið - 29.11.2013, Blaðsíða 57
MENNING 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2013
Prince Avalanche
Bandarísk endurgerð leikstjórans
Davids Gordons Greens á kvikmynd
Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Á
annan veg. Myndin segir af tveimur
mönnum sem þurfa að starfa saman
sumarlangt árið 1988 við vega-
merkingar fjarri heimahögum sín-
um. Í fyrstu virðast þeir eiga litla
samleið, þrasa og rífast en þegar á
líður sumars verður þeim vel til
vina. Í aðalhlutverkum eru Paul
Rudd og Emile Hirsch. Metacritic:
73/100
The Delivery Man
Endurgerð á kanadísku kvikmynd-
inni Starbuck. Leikstjóri Starbuck,
Ken Scott, er jafnframt leikstjóri
endurgerðarinnar. Í myndinni seg-
ir af manni á fimmtugsaldri, David
Wozniak, sem kemst að því að hann
er faðir 533 barna sem getin voru
með sæði sem hann seldi sæð-
isbanka fyrir tuttugu árum. Þegar
lögfræðingur sæðisbankans til-
kynnir honum að 142 afkvæmi hans
af 533 krefjist þess að vita hver fað-
ir þeirra er ákveður Wozniak að
hafa uppi á nokkrum þeirra og
kynnast þeim. Með helstu hlutverk
fara Vince Vaughn, Chris Pratt og
Cobie Smulders. Metacritic: 44/100
La Passé og Nordvest
Kvikmyndaklúbburinn Græna ljós-
ið frumsýnir tvær kvikmyndir sam-
dægurs í bíó og kvikmyndaleigum í
sjónvarpi, sk. VoD (Video on Dem-
and), La Passé og Nordvest.
Leikstjóri þeirrar fyrrnefndu er Ír-
aninn Asghar Farhadi, sá sami og
gerði Óskarsverðlaunamyndina A
Seperation. Í myndinni segir af
írönskum manni, Ahmad, sem snýr
aftur til Parísar eftir fjögurra ára
dvöl í Íran til að ganga frá skilnaði
við eiginkonu sína Marie sem þar
býr með tveimur dætrum sínum af
fyrra hjónabandi. Eiginkona hans
hefur tekið saman við annan mann,
Samir, sem á son og eiginkonu sem
liggur í dauðadái. Eldri dóttir Mar-
ie telur hana eiga sök á því að eig-
inkona Samir liggur í dauðadái og
upphefst mikið fjölskyldudrama.
Með aðalhlutverk fara Bérénice
Bejo, Tahar Rahim og Ali Masaffa.
Metacritic: 76/100
Nordvest
Nordvest er eftir danska leikstjór-
ann Michael Noer sem á m.a. að
baki kvikmyndina R. Söguhetja
Nordvest er átján ára smáglæpa-
maður og innbrotsþjófur, Caspar,
sem starfar fyrir glæpaklíkufor-
ingjann Jamal. Þegar Caspar fer að
vinna fyrir annan klíkuforingja,
Björn, fer allt í bál og brand og Ja-
mal leitar hefnda. Aðalleikarar eru
Gustav og Oscar Dyekjær Giese,
Lene Maria Christensen, Roland
Möller og Nicholas Westwood Kidd.
Politiken: 5/6
Jyllands-Posten: 4/6
Bíófrumsýningar
Tvær endurgerðir og frum-
sýnt í bíói og VoD-leigum
Fjölskyldudrama Úr kvikmyndinni La Passé sem frumsýnd verður í bíó og
á VoD-leigum í sjónvarpi í dag.
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Bókin byggist á sönnum sögum af
nokkrum hrekkjusvínum og þó að-
allega einu,“ segir Kristín Helga
Gunnarsdóttir um bókina Kúreki í
Arisóna þar sem segir af ævintýrum
Móa hrekkjusvíns. „Þetta er gömul
ný bók, því Mói hrekkjusvín kom út í
fullri lengd árið 2000. Forlagið er að
gefa Móa aftur út á nýju formi, en
upprunalegu bókinni er skipt upp í
fjórar bækur og skreyttar nýjum
myndum eftir Lindu Ólafsdóttur,
sem er sérlega flinkur listamaður.“
Spurð hvers vegna ákveðið hafi
verið að endurútgefa bókina með
þessum hætti í stað þess að endur-
prenta hana í einu lagi bendir Krist-
ín Helga á að formið skipti miklu
þegar komi að aðgengi að bókum.
„Það er svo mikilvægt að litlar
manneskjur lesi og þá þarf að huga
að því hvers konar bókarform hvetji
helst til þess að börn taki sér bók í
hönd og lesi sjálf. Reynslan kenndi
mér að brotið á Fíusól-bókunum
hentaði afar vel fyrir krakka sem
eru að læra að lesa sjálf og læra að
treysta sér til að vera ein með bók,“
segir Kristín Helga og bendir á að
praktískir hlutir eins og stórt línubil,
þokkalega stórt letur og uppbrot
textans með myndskreytingum
gegni þar lykilhlutverki.
„Drengir sækja síður í bóklestur
heldur en stúlkur og það þarf að
halda bókinni vel að þeim til að þeir
verði læsir og þá skiptir máli að hafa
áhugavert efni á léttlestrarformi,“
segir Kristín Helga og bendir á að
reynslan sýni að drengir séu kyn-
bundnari í efnisvali en stúlkur. „Þeir
sem fylgst hafa vel með bóklestri í
gegnum tíðina hafa orð á því að
stelpur lesi allt, en strákar lesi frek-
ar um stráka og horfi frekar til efnis
sem höfðar til þeirra reynsluheims,“
segir Kristín Helga og bætir við:
„Ég hef hins vegar alltaf lagt
áherslu á að ég skrifa fjölskyldu-
bækur þar sem einblínt er á bæði
kynin og helst allan aldur.“
Fjölskyldubækur „Ég hef alltaf lagt áherslu á að ég skrifa fjölskyldubækur
þar sem einblínt er á bæði kynin,“ segir Kristín Helga Gunnarsdóttir.
„Mikilvægt að litlar
manneskjur lesi“
Mói hrekkjusvín í léttlestrarformi
KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM
ÁTOPPNUM Í ÁR
KYNNTUÞÉRMÁLIÐ Á
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
DELIVERYMAN KL.5:20-8-10:40
DELIVERYMANVIP KL.5:20-8-10:40
THEFIFTHESTATE KL.8-10:40
ENDERSGAME KL.5:30-8
ESCAPEPLAN KL.10:30
THOR-DARKWORLD3DKL.5:30-8-10:30
BADGRANDPA KL.5:50
PRISONERS 2 KL.6-9
KRINGLUNNI
DELIVERYMAN KL. 5:20 - 8 - 10:40
THE FIFTH ESTATE KL. 5:20 - 10:10
ESCAPE PLAN KL. 10:30
THOR - DARKWORLD 2D KL. 5:30 - 8
BAD GRANDPA KL. 8
DELIVERYMAN KL. 5:40 - 8 - 10:20
STAND UP GUYS KL. 10:10
ENDERS GAME KL. 5:30
ESCAPE PLAN KL. 5:30 - 8 - 10:30
THOR - DARKWORLD 3D KL. 5:30 - 8 - 10:30
GRAVITY 3D KL. 8
NÚMERUÐ SÆTI
KEFLAVÍK
DELIVERYMAN KL.8-10:20
HUNGERGAMES:CATCHINGFIRE KL.5-10:10
THOR - DARKWORLD 2D KL. 5:40
STAND UP GUYS KL. 8
AKUREYRI
DELIVERYMAN KL. 5:40 - 8
THE FIFTH ESTATE KL. 8
ENDERS GAME KL. 5:30
ESCAPE PLAN KL. 10:40
THOR - DARKWORLD 3D KL. 10:20
EMPIRE
EMPIRE
TOTAL FILM
VAR BARA BYRJUNIN
VINSÆLASTA MYNDIN Í HEIMINUM Í DAG
NON-STOPACTION
M.S. WVAI RADIO SMARTANDFUN
J.B – WDR RADIO
CHRIS
HEMSWORTH
TOM
HIDDLESTON NATALIEPORTMAN
JOBLO.COM
BYGGÐ Á EINNI VIRTUSTU
OG VINSÆLUSTU
VÍSINDASKÁLDSÖGU
ALLRA TÍMA
ITSSMART,SOPHISTICATED...
ANDWELLWORTHCHECKINGOUT.
ELDFIM OG ÖGRANDI
FYRSTA FLOKKS ÞRILLER
ROLLING STONE
GQ
VERÐUR VART BETRI
SPENNANDI OG Á JAÐRINUM
DEADLINE HOLLYWOOD
ENTERTAINMENT WEEKLY
VAR ÍSLENSKUR ÞINGMAÐUR Í INNSTA HRING WIKILEAKS?
MÖGNUÐ MYND SEM VAR TEKIN AÐ HLUTA TIL Á ÍSLANDI
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
FRÁBÆR GAMANMYND
MEÐ VINCE VAUGHN Í AÐALHLUTVERKI
16
12
12
L
FRÁ STEPHEN FEARS LEIKSTJÓRA THE QUEEN
T.V. - BÍÓVEFURINN/VIKAN THE TIMES
EMPIRE
THE GUARDIAN
ÞAÐ BESTA SEM HEFUR KOMIÐ FRÁ
HOLLYWOOD Í LANGAN TÍMA
S.B. Fréttablaðið
★★★★★
T.V. Bíóvefurinn/Vikan
S.B. Fréttablaðið
-bara lúxus sími 553 2075
www.laugarasbio.is
Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
HUNGER GAMES 2 Sýnd kl. 4 - 6 - 7 - 9 - 10
PHILOMENA Sýnd kl. 3:50 - 5:50 - 8
CARRIE Sýnd kl. 10:10
FURÐUFUGLAR Sýnd kl. 3:50